Austurland


Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 15. júní 1956. austurland 3 Eysteinn vill þad Framh. af 3. síðu. Þótt svona standi hér á ákveða j hinir vísu flokksforingjar í Reykjavík án samráðs við kjósend- ur þessara kjördæma, að taka þessi 422 atkvæði af Alþýðu- flokknum og bæta þeim við Fram-i sókn, sem ekkert hefur með þau að gera og hafa þannig að öllum líkindum einn uppbótarþingmann af Alþýðuflokknum og þar með bandalagi þessara flokka og gefa kommunum hann. Hversvegna er nú þetta gert? Hversvegna er Guðmundur sýslu- niaður sendur hingað austur til þess fyrst og fremst að banna Alþýðuflokksmönnum að kjósa landslista síns flokks og skipa þeim að kjósa frambjóðendur Framsóknar, sem ekki þurfa at- kvæðanna með til þess að ná kosn- >ngu ? Mér gaf Guðmundur það svar, er ég spurði hann að þessu, að Eysteinn vildi hafa þetta svona. Fyrir hans vilja skyldum við svo beygja okkur í auðmýkt þótt við gffitum ekki séð að neitt vit væri í því, hvorki frá flokkslegu sjón- armiði né heldur frá sjónarmiði >.Hræðslubandalagsins“. Ef þessum flokkum hefði verið alvara að ætla sér að ná meiri- hluta á Alþingi þá átti Alþýðu-1 flokkurinn auðvitað að bjóða fram í öllum þessum þrem kjör- óffimum og Framsókn hefði meira að segja átt að lána honum 300— 400 atkvæði í S-Þingeyjarsýslu og tryggja honum þar með einum appbótarþingmanni meira en ella. Þetta var ekki gert af því, að þessir flokkar eru ekki svo sam- stilltir sem þeir vilja vera láta og óska ekki eins eindregið eftir því að fá meirihluta á Alþingi og þeir vilja telja okkur kjósendum trú um. Hvernig liggur málið svo fyrir hér í S-Múlasýslu ? Við skulum Segja að hugsanlegt sé að Fram- sókn hafi tapað hér um 70 atkv. frá 1953 og að Lúðvík hafi unnið þau öll. Afleiðingin yrði sú að Lúðvik næði kosningu og felldi Vilhjálm, en Alþýðuflokkurinn tengi í staðinn uppbótarmann, svo að Hræðslubandalagið yrði jafn- sterkt eftir sem áður. Þetta er nú heldur ólíklega upp sett, en samt þorði Eysteinn ekki að hætta þessu, til þess að vinna, eða reyna að vinna bandalagi þessara flokka e'»n þingmann. Góðir Alþýðuflokksmenn í S- Múlasýslu, þótt Haraldur, Gylfi °g aðrir foringjar flokksins í f'ffiykjavik hafi orðið að lúta of- Hki Eysteins af ótta við það að komast ekki á þing án aðstoðar k’ramsóknar, þá er engin ástæða til þess fyrir okkur hér austur frá að gera það líka, ekki ætlum við á þing, og þið skuluð ekki láta ykkur detta það í hug að það myndi hryggja þá neitt Harald og Gylfa þótt við sýndum þar ekki of mikla auðsveipni. Þvert á móti myndi það gleðja þá, þótt þeir ekki þori að láta það uppi. Éjg hef nú ákveðið að kjósa Lúð- vík að þessu sinni og ég vænti að þið gerið það sem flestir. Hann hefur sýnt það, að hann er fyrst og fremst þingmaður okkar Aust- firðinga og þingmenn okkar eru áreiðanlega ekki of margir eða á- hrifamiklir á Alþingi þótt hann tapist ekki. Éjg held líka a.ð við vinnum okk- ar flokki ekki meira gagn með öðru móti í þessum kosningum og hreint ekki með því að kasta at- kvæðum okkar á Framsókn, því gætið þess, að felli Lúðvík VJil- hjálm, og því gætum við ráðið, þá vinnur Alþýðuflokkurinn \dð það uppbótarmann og staða hans í Hræðslubandalaginu eflist við það gagnvart Framsókn og mun ekki af veita. Við ykkur Norðfirðinga vil ég ■ segja þetta, hvar í flokki sem þið eruð: Hafið þið ekki þann metnað fyrir ykkar byggðarlag að þið viljið ekki og látið ekki taka af ykkur þann rétt, sem þið hafið haft mun lengur en bæjarréttind- in sjálf, en það er að hafa þing- mann búsettan hér í bænum? Og fyrst ég get nú stutt að kosningu Lúðvíks, sem þó hef átt í meiri útistöðum við hann póli- tískt og persónulega, en nokkur annar hér í bæ, þá sé ég ekki ann- að en það hljóti að vera auðvelt fyrir ykkur hina. Með því erum við ekki að gerast neinir „komm- únistar", en aðeins að sýna það, að við erum Norðfirðingar og vilj- um hafa okkar þingmann búsett- an hér framvegis eins og hingað til. Og fyrst við eigum ekki völ á öðru en kommúnista þá kjósum við hann. Við getum líka sáralitlu um það I ráðið hvað margir kommúnistar komast á þing. En við getum ráð- ið því, hvort Lúðvik verður þar eða einhver annar kommi í hans stað. Hvort það verður Norðfirð- ingur og Austfirðingur eða kann-J ske bara Reykvikingur. ®g kýs Austfírðinginn. Ég vona að þið gerið það iíka. Eyþór Þórðarson. Kosningaskrifstofan Frá og með mánudeginum 18. júní verður kosningaskrifstofa G-i listans í Samkomuhúsinu opin dag- lega kl. 1—10 e. h. Skrifstofan veitir allar upplýs- ingar varðandi kosningamar. Framlögum í kosningasjóðinn er veitt móttaka í skrifstofunni. Kosningahandbókin fæst í skrif- stofunni og í Pan. Dr bænum Kirkjan Otiguðsþjónusta 17. júní kl. 2. Sjá auglýsingu þjóðhátíðarnefnd- ar í blaðinu. Afmæli: Guðný Einarsdóttir, Sunnuhvoli, varð 50 ára 11. júní. Hún fædd- ist á Berunesi í Beruneshreppi, en fluttist hingað 1936. Mann sinn, Guðjón Eiríksson í Dagsbrún, missti hún fyrir mörgum árum eftir skamma sambúð. H jónaband: Laugardaginn 16. júní verða gefin saman í hjónaband í Jó- hannesarkirkju, Bergen, Helena Jóhannsdóttir, Neskaupstað og Odd Andersen, Bergen. Nor'SfjartSarbíö * ■ ■ Niagara j Framúrskarandi amerísk | kvikmynd. — Aðalhlutverk: Marilyn Monroe. Sýnd laugardag kl. 9. j Ástarljóð til þin j amerísk dans- og söngvamynd í eðlilegum litum. — Aðalhlutverk: Doris Day Gene Nelson. Sýnd fyrir börn 17. júní kl. 5 og kl. 9. Orðsending Nemendur barnaskólans frá s. 1. vetri eru vinsamlega beðn- ir að mæta við skólann laugardaginn 16. júní kl. 6 síðdegis vegna væntanlegrar skrúðgöngu 17. júní. Skólastjóri. [Skyrið er bezt í Pan| ■■■■••■■■*■■■••■■■■■■••■■•■•••••■•■■■■■■ Öxlar með hjólum fyrir aftanívagna og kerrur, bæði vörubíla- og fólksbílahjól á öxlunum. — Einnig beisli fyrir heygrind og kassa. — Til sölu hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík e. u. — Póstkröfusendi. Hafið þér veitt því atliygli hve þægilegt það er að geta fengið lagað kjötfars í Pan? Nr. 14/1956. Tilkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt: Óniðurgreitt: Heildsöluverð ............. k>\ 5.89 10.72 Smásöluverð ............... kr- 6.70 11.70 Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 8. júní 1956. Verðgæzlustjórinn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.