Austurland


Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 15.06.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalis&a á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 15. júní 1956. 20. tölublað. Líður að leikslokum Nú er aðeins rúm vika þar til kjósendur skera úr um það með hvaða hætti landinu skuli stjórn- að næsta kjörtímabil. Allir viðurn kenna, að þjóðarnauðsyn er á rót- tækri stefnubreytingu, en spurn- ingin er aðeins hversu margir hafa þá einurð til að bera, að draga néttar ályktanir af ástandinu. Þessa daga, sem enn eru til stefnu, verða kjósendur að nota vel til íhugunar á ástandinu. Og I sgar þeir taka ákvarðanir sínar, mega þeir ekki einblína á loforð °g stefnuskrár. Þeir verða líka nð taka tillit til þeirrar reynslú sem fengin er af flokkunum, og efndum þeirra á áður gefnum loforðum. Mikið rót virðist nú vera á flokkaskipun í landinu og er svo að sjá, að ný flokkaskipun sé í deiglunni. Minna á forsetakjörið Þessar kosningar minna að sumu leyti á forsetakjörið 1952. Þá gerðu stjórnarflokkarnir til-1 raun til að handjárna kjósendur °g fyrirskipa þeim að kjósa ákveð- ið forsetaefni. Þetta mistókst gjörsamlega. Kjósendurnir neituðu að láta '■poka“ sig og kusu þann fram- hjóðandann, sem þeim fannst álit- legastur í þetta virðulegasta emb- *tti þjóðarinnar. Niðurstaðan Varð sú, að sá frambjóðandinn, Sem hafði minnst pólitískt kjör- fylgi að baki, náði kosningu með talsverðum yfirburðum. Nú hafa tveir flokkar, Alþýðu-> f'okkurinn og Framsókn, stofnað hræðslubandalag og gefa kjósend- Um fyrirmæli um að kjósa fram- hjóðendur, sem þeim er þvert um geð að kjósa. Allt bendir til þess, að sagan frá forsetakosningunum u^uni endurtaka sig. Enn munu hjósendur neita að láta „poka“ sig> en munu kjósa þá frambjóð-* endur, sem þeir telja álitlegust þingmannsefni fyrir sig og sin byggðarlc>g. Úrslit Alþingiskosn- inganna geta því orðið jafn óvænt og úrslit forsetakosninganna 1952, þegar þúsundir kjósenda brutu af sér flokksviðjamar og kusu það sem þeim sýndist. Nú, þegar kosningabaráttunni er að ljúka, er ástæða til að fara nokkrum orðum um flokka þá!if sem á takast, orð þeirra, stefnu og gjörðir. Sjálfstseðisflokkurinn Hann er langstærsti flokkur landsins og mun óumdeilanlega verða það einnig i þessum kosn- ingum. En þó hefur fylgi flokks- ins farið minnkandi hlutfallslega við svo til hverjar kosningar um langt árabil. Höfuðfylgi sitt á flokkurinn í Reykjavík og á Suð- urnesjum, en víða um hinar dreifðu byggðir landsins á hann litlu gengi að fagna. Sjálfstæðisflokkurinn er í eðli sínu íhaldsflokkur og tæki auð- stéttarinnar til að raka saman auði á kostnað alþýðu. Mestur hluti kjósenda Sjálfstæð- isflokksins er alþýðufólk, sem enga samleið, hvorki skoðanalega né hagsmunalega, á með brask- aralýð þeim, sem stjórnar flokkn- um og notar hann sem tæki til að viðhalda og auka misrétti í þjóðfélaginu. Þetta er blekkt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfir að ráða öflugri áróðurstækjum en nokkur flokkur annar og fjár- hagslegri aðstöðu, sem hann not- ar miskunnarlaust til að halda valdaaðstöðu sinni. En smátt og smátt eru augu kjósenda að opn- ast fyrir hinu sanna eðli flokks-* ins. Þessvegna er hann alltaf að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn ber, ásamt Framsóknarflokknum, ábyrgð á því hvernig nú er komið í • efna- hags- og þjóðmálum Islendinga. Sameiginlega bera flokkarnir á- byrgð á öngþveitinu og spilling- unni. Fátt nýtt hefur komið fram um stefnu íhaldsins í þessari kosn- ingabaráttu. Þó hefur flokkurinn opinberlega tekið upp eitt nýtt stefnumál, það er að viðhalda her- náminu, svo hin spillta yfirstétt geti haldið gróðaaðstöðu sinni, í sambandi við hernámið áfram. Sunnmýlingar hafa fyrir löngu gert sér ljósa grein fyrir eðli og tilgangi íhaldsins. Þess vegna hef- ur fylgi þess hér þorrið um meira en helming á tveim áratugum. Og Nú er mikið látið af því, hvað innilegt samkomulag sé milli Framsóknar og Alþýðuflokks. Foringjar þessara flokka þeytast um allar jarðir til þess að reyna að sanna fólkinu að þar sé allt í einingu andans og bandi friðarins. Segja þeir að sigur annars flokks- ins sé og sigur hins og það sem öllu máli skipti sé það að þessir flokkar nái í sameiningu meiri- hluta á Alþingi eftir þær kosningar sem nú fara í hönd. Flokkarnir bjóða hvergi fram hvor á móti öðrum og foringjarnir skipa kjósendunum að kjósa hvor annars flokk, framsóknarmenn skulu kjósa alþýðuflokksfram- bjóðendur þar, sem þeir eru í kjöri og alþýðuflokksmenn frambjóð- endur Framsóknar þar, sem þeir eru í kjþri. Þetta hefði nú allt getað verið gott og bessað , ef af heilindum hefði verið gert, en því miður skína óheilindin í gegn ef nokk- urri athygli er beint að hinum ýmsu framboðum og er þá greini-* legt að Framsókn er það ekkert áhugamál að Alþýðuflokkurinn fái flokkurinn á sér ekki viðreisnar von hér í kjördæminu, tapar senni- lega enn. Hætt er við, að ýmsir, sem tilhneigingu hafa til að kjósa flokkinn og er ljóst þýðingarleysi þess, þar sem atkvæðin hljóta að falla dauð, kjósi aðra flokka og hafi þannig áhrif á úrslit þeirrar einu baráttu, sem hér er háð. Framsóknarflokkurinn Hvergi á landinu hefur Fram- sókn fengið eins mikið atkvæða- magn og í Suður-Múlasýslu, ef Reykjavík er undanskilin, enda hefur fiokkurinn nær alltaf átt báða þingmennina. En sjaldan launar kálfur ofeldi, segir hið fornkveðna, og svo hefur Framhald á 2. síðu. svo marga þingmenn sem unnt væri. Því til sönnunar vil ég benda á framboðin í Þingeyjarsýslum og Suður-Múlasýslu. I S-Þingeyjarsýslu hlaut Al- þýðufl. 178 atkv. við síðustu Al- þingiskosningar, í N-Þingeyjar- sýslu 55 og í S-Múlasýslu 189 eða samtals 422 atkv. í öllum þessum kjördæmum er fylgi Framsóknar svo mikið 1953 og er það sennilega enn að at- kvæði Alþýðuflokksins eru Fram-. sókn algerlega óþörf til þess að hún komi þar að sínum frambjóð- endum. I S-Þingeyjarsýslu hefur Framsókn þá um 200 atkv. fram yfir alla hina flokkana til samans, í norðursýslunni um 150 og i S-> Múlasýslu álika marga, en af því að þar eru kjörnir tveir þingmenn mætti ef til vill segja að þar væri dálítil hætta fyrir Framsókn, en þó hafði annar frambjóðandi Framsóknar nokkuð á annað hundrað atkvæði fram yfir þann frambjóðandann (L. J:) sem næst komst. Framhald á 3. síðu. Eyþór Þórðarson: EYSieinn vill það Lisii Alþýðubandalagsins er G-lisii

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.