Austurland


Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. júní 1956. Óskadraumur Odds Alþ.flokkurinn takí þátt í myndun í síðasta Hamri tekur Oddur sér fyrir hendur að ræða um „tveggja flokka kerfi“ og telur, að svo geti farið, að upp úr þessum kosningum þróist flokkaskipunin í þá átt. Þetta er ekki ósennilegt, enda oft á það bent hér í blaðinu, svo hér er ekki um nýja speki að ræða, heldur atriði, sem flestir munu sammála um. En það er athyglisvert hvernig Oddur hugsar sér þessa flokka- skipan. Tveggja flokka kerfið á að myndast þannig, að annarsvegar verði Sjálfstæðisflokkurinn, en hinsvegar flokkur, sem myndist við samruna Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Sá flokkur yrði „sósíal radikal vinstri flokk- ur“ að dómi Odds. Óbragð er nú að þessari graut- argerð Odds. Þó er ekki ólíklegt, að Framsóknarflokkurinn og emb- ættismannalýður Alþýðuflokksins myndi sérstakan stjórnmálaflokk, enda hafa þessir aðilar leikið Al- þýðuflokkinn svo, að framar get- ur hann ekki rekið sjálfstæða pólitík. Hann er orðinn bandingi Framsóknarflokksins og á tilveru sína undir náð hans. En hverskonar flokkur er það, sem Odd dreymir um ? Það er nýr ílialdsflokkur. „Sósíal radikal vinstri flokkar" eru íhaldssamir flokkar, sem ekki vilja hrófla við auðvaldsskipulaginu. Skyldu þeir verða margir Al- þýðuflokksmennirnir, sem óska þess að Alþýðuflokkurinn verði lagður niður og látinn renna inn í íhaldsflokk ? Ég held ekki. Verði stjórnmálaþróunin sú, sem hér er gert ráð fyrir, verður annarsvegar íhaldssamur flokkur, en hins vegar róttækur alþýðu- flokkur, sem styðst við verklýðs- hreyfinguna og önnur hagsmuna- samtök alþýðunnar. Þegar er bú- ið að mynda vísi að slíkum alþýðu- flokki þar sem Alþýðubandalagið er. Það er engum efa bundið, að við kosningarnar á sunnudaginn verður þessi flokkur næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. íhald- ið verður vafalaust stærsti flokk-i urinn. Milli vita verður svo Fram- sóknarflokkurinn og bandingjar hans. Og fyrir þeim getur ekki annað legið, en að molast sundur og skiptast upp á milli hinna flokkanna, Slík verða örlög milli- flokka þar sem tveggja flokka kerfi þróast. „Sósíal radikal vinstri flokkur", íhaldsflokks sem Odd dreymir um, getur aldrei orðið andstæða íhaldsins, heldur hliðstæða. Það eru vissulega margar ástæð- ur til þess að ég styð Alþýðu- bandalagið. Fyrst er frá því að greina, að sem sósíalisti hlýt ég að styðja það. Annað kæmi ekki til greina. Élg hef aldrei getað skilið, hvemig menn, sem telja sig sósíalista, hafa getað stutt Alþýðuflokkinn, síðan núverandi forysta settist þar að völdum. Sem hernámsandstæðingur hlýt ég ennfremur að styðja Alþýðu- bandalagið. Ýmsir forystumenn þess hafa, frá því Bandaríkjamenn tóku að ásælast hér herstöðvar, barizt mest og bezt gegn svívirðu og hættum hernámsins svo að þeim treysti ég enn sem fyrr bezt til þess að berjast fyrir brottför hersins. Svo leynir sér heldur ekki af ummælum áhrifamikilla er- lendra blaða, að Washington kvíð-1 ir engu um áframhaldandi hernám hér, ef „kommúnistar" (sem þeir vestra nefna Alþýðubandalagið) vinna ekki á í þessum kosningum Af Grænlandsmiðum Goðanes kom af Grænlandsmið- um á þriðjudagskvöld með full- fermi af saltfiski, sem lagður er hér á landi. Að losun lokinni fer skipið í slipp, en síðan er ráðgert að það fari aðra ferð til veiða í salt, í þetta sinn til Bjarnareyja eða í Hvítahafið. Austfirðigur mun koma af Grænlandsmiðum um helgina og ísólfur fljótlega. Vöttur lagði á land snemma í vikunni 270—280 tonn af saltfiski til frystingar. Heldur áfram veið- um í ís. Minningarkort Slysavarnarfélagsins eru komin. — Fást í Bakaríinu. Þeir kjósendur, sem óska að upp rísi í landinu öflugur andstöðu- flokkur íhaldsins, verða að fylkja sár um Alþýðubandalagið. Því fyrr sem Alþýðubandalagið nær að efl- ast, því fyrr verður upp tekin árangursrík barátta við íhalds- og afturhaldsöflin. Til þess að heyja þá baráttu þarf róttækan verk-i lýðsflokk, en ekki nýjan íhalds- flokk. til Alþingis. Þetta eitt saman hlyti að vera einlægum hernámsand- stæðingum hvatning að styðja Al- þýðubandalagið. Sem andstæðingur íhaldsins hlýt ég einnig að styðja Alþýðubanda- lagið. Það er vitað mál, að mesta tryggingin fyrir því, að íhaldsöfl- in í Framsóknarflokknum teymi þann flokk ekki aftur í faðm íhaldsins, væri glæsilegur sigur Alþýðubandalagsins í þessum kosningum. Það væri hið eina mál, sem þeir myndu skilja. Loks er að geta þess, að mér virðist rétt það sjónarmið stjórn- ar Alþýðusambands Islands, sem gekkst fyrir stofnun Alþýðubanda- lagsins, að finna verður kjarabar- áttu alþýðunnar nýjan farveg, sem sé heyja hana innan veggja Al- þingishússins. Þess vegna hlýtur það að vera alþýðu Islands nauð- syn að senda sem flesta fulltrúa Alþýðubandalagsins á þing, því að þeim einum er fyllilega treystandi til að heyja þá baráttu fyrir hönd alþýðu. Sigurður Blöndal. Sj ómaður Kosningarnar á sunnudaginn snúast að mjög miklu leyti um þín hagsmunamál og því nauðsynlegt að þú gerir þér grein fyr- ir þeim málum, sem um er barizt og snerta þig sérstaklega. Rifjum upp fáein atriði. 1. Friðun fiskimiðanna eru eitt allra brýnasta hagsmunamál allrar íslenzku þjóðarinnar, en þó hafa sjómenn þar hvað mestra hagsmuna að gæta. Við stækkun landhelginnar fyrir nokkrum árum var hlutur Austfirðinga mjög fyrir borð borinn og allar tilraunir til að fá bætt úr því v misrétti hafa strandað á andstöðu ríkisstjórnar Ólafs Thors og Eysteins. Nú er það staðreynd, að ríkisstjórnin hefur samið af íslend- ingum rétt í landhelgismálunum. Samningur þessi mun þó enn óundirritaður og verður ekki unrirritaður, ef kjósendur fylkja sér um hin nýju stjórnmálasamtök alþýðunnar — Alþýðubanda- lagið. Ætlar þú, sjómaður góður, að kjósa íhaldið eða Framsókn og lýsa á þann hátt blessun þinni yfir svikunum í landhelgismál- inu? 2. I tvo áratugi hafa fulltrúar alþýðunnar á Alþingi barizt fyrir lengdum hvíldartíma háseta. Sigur vannst fyrst í málinu á síðasta þingi, enda höfðu þá sjómenn náð samningum um lengdan hvíldartíma. I fulla tvo áratugi barðist íhaldið og Framsókn gegn þessu sjálfsagða réttlætismáli togarasjómanna. Ætlar þú svo, sjómað- ur góður, að gjalda þessum flokkum þakkir með því að kjósa þá á sunnudaginn? 3. Á starfi sjómannsins hvílir efnahagsleg afkoma þjóðarinn- ar. En hvernig hefur svo verið búið að þessum undirstöðuat-i vinnuvegi af núverandi stjórnarflokkum ? Þannig, að nú er fiskiskipunum haldið gangandi með geysi- háum og síhækkandi styrkjum af almannafé og með stórkost- legri skattlagningu almennings. Það er furðuíegt fyrirbæri, að sjávarútvegurinn, sem leggur til nær allan gjaldeyri þjóðar- innar, skuli þurfa að lifa á bónbjörgum og opinberum styrkj-i um. En á sama tíma rakar afætulýður Reykjavíkur saman ó- grynni auðs á viðskiptum við útgerðina. Ætlar þú, sjómaður góður, að lýsa þig samþykkan þeirri stefnu, sem gert hefur útgerðina að betlikerlingu með því að kjósa íhaldið eða Framsókn á sunnudaginn? Því verður aldrei trúað. Gegn gengislækkun og kaupbindingu X G Sigurður Blöndal: Hversvegna ég fylgi Alþýdub andalaginu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.