Austurland


Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 5

Austurland - 22.06.1956, Blaðsíða 5
Neskaupstað, 22. júní 1956. AUSTURLAND 5 Sjálfra okkar vegna Framhald af 1. síðu. ‘útilokað, að Framsókn vinni Seyð- isfjörð, verður ein'it Framsóknar- hjörð á þingi fyrir allan austur- hluta landsins frá Eyjafirði að Vestur-Skaftafellssýslu. Og mögu- kikar annarra en Lúðvíks til að liljóta uppbótarsæti eru ekki miklir. Hætt er við að mikið andvara-i leysi ríki í röðum þessa einlita Framsóknarhóps. Hætt er við að margt gleymist þingmönnum, ef þeir mæta engri samkeppni og enginn er til að minna þá á hverra umboð þeir fara með. Eina aðhald- ið, sem hægt er að skapa þeim, er að tryggja Lúðvíki þingsæti. Framsóknarforsprakkarnir vilja losna við Lúðvík. Hann gefur þeim ekki grið. Þessvegna biður Ey- steinn kjósendur við hverjar kosn- ingar eins og guð sér til hjálpar, að fella Lúðvík, að losa sig við þann kross, að vera sífellt minnt- ur á að hann er kosinn á þing af Austfirðingum til að gæta hags- muna Austfirðinga, En Eysteinn hefur gott af því að hafa einhvern til að ýta við sér og minna sig á hverjum hann á upphefð sína að þakka og hverj- ar skyldur hann hefur við þá. Sunnmýlingar. Á sunnudaginn kemur skerum við úr um það, hvort við eigum tvo menn eða þrjá á þingi — hvort Lúðvík Jósepsson nær þingsæti eða ekki. i Sjálfra okkar vegna tryggjum j við Lúðvíki þingsæti. Sjálfra okk- í ar vegna sendum. við enn á þing ck :ar ötulasta og skeleggasta talsmann. Sjálfra okkar vegna látum við ekki rætast Jónsmessu- draum Eysteins Jónssonar um fall Lúðvíks svo hann geti sjálfur set- ið í hægindi í Reykjavik og stung- ið samvizku sinni svefnþorn, án þess að eiga það á hættu að verða ónáðaður af rödd fólksins héðan að austan. Sjálfra okkar vegna kjósum við G-listann. Aðvörun VINSTRI KJÓSENDUR, kastið ekki atkvæðum ykkar á glæ. Dreif- |ið ekki atkvæðum ykkar. Kjósið ekki Þjóðvarnarflokkinn. Öll at- k\ æði á hann eru sem ónýt. Hann fær engan mann kosinn og þar með ekkert upplbóíarsæti. ÖRFÁ ATKVÆÐI á Þjóðvarnarflokkinn hér í sýslu, gætu ráðjið úrslitum um kosningu Lúðvíks Jósepssonar. Slík atkvæði yrðu þá til að fella hernámsandstæðing og ákveðinn vinstr); mann. VINSTRI KJÓSENDUR, Iátið slíkt ekki koma fyrir. Samejinizt um G-listann. XG Síaðreynd sem Alþýðuflokksmenn ættu að athuga Við þessar kosningar er Alþýðuflokkskjósendum um allt Austurland fyrirskipað að kjósa Framsóknarflokkinn. 1 þessu sambandi er vert að minna á, að Framsóknarflokkur- inn hefur að undanförnu verið mjög andsnúinn þeim framfara- málum, sem Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn hafa bar- izt fyrir. Þarf ekki lengra að leyta en til síðasta þings. Þar stóðu Alþýðuflokksmenn og sósíalistar yfirleitt saman gegn í- haldi og Framsókn. Framsókn sýndi málefnum alþýðunnar ekki meiri vinsemd en það, að hún drap öll framfaramál Al- þýðuflokksins og sóalíasista í félagi við íhaldið og reyndist þar engu betri. Fáir munu trúaðir á afturhvarf .Framsóknar. Þar af leiðandi munu ekki aðrir Alþýðufloksmenn en þeir, sem láta stjórnast af fyrirmælum nokkurra embættismanna í Reykjavík, fást til áð kjósa Framsókn. Á sama hátt og þingmenn Alþýðuflokksins og Sósíalistafl. stóðu saman í flestum stórmálum síðasta þings gegn andstöðu íhalds og Framsóknar, eiga kjósendur þessara flokka nú að standa saman gegn þessu sama íhaldi og þessari sömu Fram- sókn. — En það geta menn ekki gert, nema með því að kjósa Alþýðubandalagið. Gjafir eru yður gefnar Á framboðsfundinum hér lét Eysteinn orð falla á þá leið, að hvergi á Austurlandi ríkti önnur eins kyrrstaða og í ‘Neskaupstað. Það var auðséð á fundarmönn- um, að þeir furðuðu sig mjög á þessari staðhæfingu ráðherrans og ef orð voru leidd að henni eftir fundinn, vildu Framsóknarmenn ekki um hana tala og var auð- fundið á ö:lu, að þeir töldu Ey- stein hafa hlaupið á sig og spillt fyrir sér. En athugum örfá atriði til að átta okkur á „kyrrstöðunni". 1. Hér er nú verið að ljúka við byggingu sjúkrahúss, sem fullbú- ið til reksturs mun kosta um fjór- ar milljónir króna. Ber það vott um kyrrstöðu, herra Eysteinn Jónsson? 2. Hér er hafin bygging glæsi- legs félagsheimilis, sem mun gjör- breyta aðstöðu bæjarbúa til menn- ingarstarfsemi. Ber það vott um kyrrstöðu, herra Eysteinn Jónsson? 3. Hingað er nú verið að kaupa g'æsilegt fiskiskip, stærsta og fullkomnasta togara, sem íslend- ingar hafa eignazt. Ber það vótt um kyrrstöðu, herra Eysteinn Jónsson? 4. Hingað hafa að undanförnu verið keyptir margir fiskibátar, af ýmsum stærðum. Síðustu 6 mán Aiistiirland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPBENT H-P Til sölu Trilla með 31/*; hestafla Penta til sölu. Hermann Lárusson. uði hafa verið keyptir hingað f jór- ir fiskibátar, þar af einn smíðaður hér, og verið er að smíða hér tvo fiskibáta fyrir Norðfirðinga. Ber þetta vott um kyrrstöðu, herra Eysteinn Jónsson? Þetta verður að nægja til að sýna hvað Eysteinn kallar kyrr-< stöðu. En mikið hlýtur að vera Um framfarir á öðrum stöðum hér í kjördæminu, úr því hér er mest kyrrstaða á öllu Austurlandi. En hvemig halda bæjarbúar að Eysteinn beri þeim söguna ann- ars staðar, úr því hann segir þetta upp í opið geðið á okkur? Eysteinn hefur gert sig sekan um illmælgi og rógburð um bæinn okkar. Það er bæjarbúa að þakka fyrir sig á sunnudaginn. Frá Seyðísfirði. ' Bátur til Seyðisfj. Keyptur var hingað í bæinn seinni hluta vetrar mótorbáturinn Svanur frá Djúpavogi. Kaupendur bátsins eru Gísli Blómquist Gísla- son vélstjóri, Þorsteinn Jónsson og Úlfur Ingólfsson. Báturinn er 29 lestir að stærð og var keypt- ur af fiskiveiðasjóði. Bæjarsjóður veitti ábyrgð fyrir bátnum að upphæð 100 þúsund krónur. Bát- urinn þarfnaðist mikillar viðgerð- ar og er henni nú að verða lokið. Verður hann væntanlega búinn á vciðar áður en langt líður. Fiskiðjuverið kaupi fiskibáta Á bæjarstjórnarfundi 15. maí flutti bæjarstjórnarfulltrúi sósíal- ista eftirfarandi tillögu: Með til- liti til þess, að sjáanlegt er, að fiskiðjuver bæjarins muni skorta hráefni til að vinna úr, þegar það er tekið til starfa, felur bæjar- stjóm bæjarstjóra að sækja nú þegar um lán úr Fiskveiðasjóði til kaupa á 5 (30—60 smál.) bát- um. Jafnframt séu athugaðir mögu leikar á því að einhverjir bátanna verði smíðaðir hér á staðnum og hafizt handa um smíði þeirra sem allra fyrst. Málið er nú hjá atvinnumála- nefnd. Frá bókasafninu Þeim, sem hafa bækur frá bókasafninu, ber að skila þeim laugardaginn 23. júní, fimmtudaginn 28. júní, föstudaginn 29. júní og laugardaginn 30. júní. Bókavörður. - -——----------------------------------———-------------------i Atvinna, uppbygging -- XG

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.