Austurland


Austurland - 29.06.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 29.06.1956, Blaðsíða 1
Alþýðubandalagíð nœst stœrsti ílokkurinn Framsókn minnsti - Þjóðvörn úr sögunni Kosningaúrslitin á sunnudaginn leiddu margt athyglisvert í ljós. Þegar á heiidina er litið, vekur það aesta athygli, að hræðslubanda- lagið hefur stórtapað fylgi, Þjóð- vörn dáið drottni sínum og að hin nÝju stjórnmálasamtök alþýðunn-i ar, Alþýðubandalagið, hafa náð °rnggrí fótfsstu, þar sem nær fimmti hver kjósandi greiddi því atkvæði. Hér er ekki rúm til að rekja kosningaúrslitin í einstökum kjördæmum. Verður því að nægja að minna á heildarúrslitin og áhrif kosninganna á styrkleikahlutföll flokkanna. Hræðslubandalagið Eins og alræmt er orðið mynd- uðu tveir flokkar, Alþýðu- og Framsóknarflokkurinn þetta bandalag í þeim eina tilgangi að hrifsa til sín fleiri þingsæti, en Þeir með réttu áttu að fá og var fl gangur þeirra að ná hreinum Þingmeirihluta með svívirðilegu atkvæðabraski. Enda þótt hræðslubandalaginu tækist ekki að fá meirihluta, tókst því þó að vinna allmörg kjördæmi frá íhaldinu. Samvinna þessara flokka um að vinna kjör- dæmi stríðir á engan hátt gegn anda eða bókstaf kosningalaganna, en svindlið er í sambandi við upp-' bótarsætin, eins og áður hefur ver- 'ð rakið. Aiþýðuflokkurinn hlaut við þessar kosningar 15.143 atkvæði °S 4 menn kjördæmakosna. Hann vann Akureyri, Siglufjörð og Hafnarfjörð af íhaldinu, Mikið af Þessu fylgi, líklega 4—5 þús. at- kvæði er lánsfylgi frá Framsókn. Við kosningarnar 1953 hlaut flokkurinn 12.093 atkvæði, en það ern 15.6% gildra atkvæða. Nú fékk hann 18.3%, eða 2.7% meira en 1953. Alþýðuflokknum hefur verið út- hlutað 4 uppbótarsætum og hefur þá 1892 % atkvæða á bak við hvern þingmann. Hinsvegar er óvíst að Alþingi samþykki kjörbréf uppbótarmanna Alþýðu- flokksins, vegna þess hvernig þeir eru til komnir. Framsóknarflokkurinn hlaut við þessar kosningar 12.925 atkv., en það eru 15.6% gildra atkvæða. Við kosningarnar 1953 fékk hann 16.959 atkvæði, en það eru 21.9%. Flokkurinn hefur því tapað 4034 atkvæðum og hlutfallslegt fylgi hans hefur lækkað um 6.3%. Þrátt fyrir þetta mikla tap vann Fram- sókn tvö sæti af íhaldinu, Barða-f strandasýslu og Seyðisfjörð, hið síðarnefnda kjördæmi með geysi- legum yfirburðum. Aftur á móti tapaði flokkurinn einu sæti til Al- þýðubandalagsins og hefur nú 17 þingmenn. Hver þeirra hefur að baki 760 5/17 atkvæða til jafn- aðar. Samanlagt atkvæðamagn Al- Orslitin í Alþingiskosningunum í Suður-Múlasýslu komu flestum á óvart, en þó líklega engum eins og Framsóknarmönnum, því þeir töldu sig „eiga“ þetta kjördæmi og það er ekki laust við að sumir þeirra telji Sunnmýlinga hafa brotið stórlega af sér með því að neita að virða þennan eignarrétt Framsóknar. En þeir Framsóknar- menn hafa sannariega gott af því, að Sunnmýlingar sýni þeim, að þeir verða ekki alltaf leiddir að kjörborðinu eins og fé, sem leitt er til slátrunar. þýðu- og Framsóknarflokksins við kosningarnar 1953 var 29.052 eða 37.5% gildra atkvæða, en við þessar kosningar fengu þeir 28.068 atkvæði, eða 33.9%. Þeir hafa því tapað allrfi eðlilegri aukn- ingu og nær 1000 atkvæðum að auki. Má því segja að hræðslu- bandalagið hafi goldið afhroð í kosningunum. Sjálfstæfjisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurtnin reyndist mjög sterkur í Reykjavík og Gull- bringusýslu og þar á hann mikinn meirihluta fylgis síns. Hinsvegar á flokkurinn víða lítið fylgi úti um land. Flokkurinn tapaði 5 sætum, en vann eitt í Reykjavík frá Þjóðvörn. Uppbótasæti fékk flokk- urinn tvö og alls 19 þingmenn, eða 2 færri en áður. Vegna hins gífurlega fylgis íhaldsins í Reykjavík og Gull- bringusýsu, hækkaði heildarat- Framhald á 2. síðu. Urslitin urðu sem hér segir: Alþýðubandalagið hlaut 771 at- kvæði og kom Lúðvíki Jósepssyni að sem öðrum þingmanni kjör-i dæmisins. Við kosningarnar 1953 hlaut Lúðvík 629 atkvæði og hef- ur því bætt við sig 142 atkvæðum. Framsóknarflokkurinn hlaut 1528 atkvæði og kom Eysteini Jónssyni að, en Vilhjálmur á Brekku féll. Þess er að geta, að með í atkvæðatölu Framsóknar eru talin 84 atkvæði, sem hver heilvita maður sér, að flokkurinn á ekkert í og virðist óskhyggja Lúðvík Jósepsson annar þingmaður Sunnmýlinga. Helgi Seljan varaþingmaður Sunnmýlinga. annar yfirkjörstjómar fremur en hlut- lai'.st mat ráða því, að atkvæði þessi eru talin Framsókn. En full- víst má telja, að atkvæði þessi verði tekin af Framsókn og lækk- ar þá atkvæðatalan í 1444 og tap- ar þá Eysteinn 53 atkvæðum. Þessi 84 atkvæði eru þannig, að kjósendur hafa sett merki sín í auðu reiðina fyrir ofan landslista Alþýðuflokksins. Þarf meira en lítið hugmyndafiug til að telja þessi atkvæði til Framsóknar. Helzt væri hægt að láta sér detta , Framhald á 2. síðu. Lúðvík Jósepsson þingmaður Sunnmýlinga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.