Austurland


Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 3. ágúst 1956. AUSTURLAND Bréf sent Austurlandi: Er á móti ,Gerpi' fig er mjög óánægður með mörgum finnist hann eiga betra og nafnið á nýja togaranum og ég fa legra nafn skilið. veit, að sama máli gegnir um fjöl- Bæjarbúi. marga bæjarbúa. Nafnið „Gerpir“ finnst mér ljótt og stirt í meðförum. Það eina, sem mér finnst réttlæta það er, að þar er um að ræða nafnið á austasta fjalli landsins. Vera má að menn venjist nafninu en alltaf held ég að mér finnist það hvimleitt og Ijótt. Það má vera að ekki skipti miklu máli hvaða nöfn skipum eru valin. Þó munu flestir leitast við að velja skipum og bátum smekk- leg nöfn, sem fara vel í munni. Ég hafði alitaf talið víst, að hið nýja skip bæri nafn fyrirrennara þess og jafnframt irindnámsmanns Norðfjarðar og héti Egill rauði. Það nafn var orðið mömum munn- tamt og það er tengt sögu þess- arar byggðar. Gegn því hef ég að- eins heyrt borna fram eina mót-i báru, þá, að Egill rauði hafi ekki heppnazt vel. Vissulega voru af- drif skipsins hörmuleg, en mörg skip hafa verið látin heita eftir gömlum skipum, sem hafa farizt með enn hörmulegri hætti, en Eg- iH okkar fórst og veit ég ekki til, að það hafi bitnað á hinum nýju skiþum. Og þeim, sem vegna hjá- trúar hafa ýmugust á nafni Egils rauða, má benda á, að til hefur verið bátur, sem Gerpir hét og þótti sá lítil happafleyta. Þótt afdrif Egils rauða hafi verið sorgleg, var hann þó á marg- an hátt gott skip og þrátt fyrir endalok hans er þó bjart um nafn hans, því með hingaðkomu hans hófst nýtt og merkilegt tímabil í sögu þessa bæjar. Ég geri ekki ráð fyrir að hér verði neinu um þokað úr því sem komið er og allir munu bæjarbúar fagna Gerpi þegar hann kemur, þó Nýr skattstjóri Eins og kunnugt er var Jóni Sigfússyni, skattstjóra í Neskaup- stað, veitt nýstofnað skattstjóra- embætti í Kópavogi frá 1. júlí. Ekki hefur enn verið í Lögbirtingi skýrt frá skipun eftirmanns Jóns svo sem tíðkazt þegar slíkar stöð- ur eru veittar. En hér er samt setztur að skattstjóri og tekinn til starfa. Er það Vilhjálmur Sig- urbjörnsson, sem undanfarið hef- ur verið skattstjóri á Isafirði. Allt það, sem Austurland hefur sagt um braskið með skattstjóra- embættin hefur reynst rétt. Aths. Fulltrúi sósíalista í togara-. kaupanefnd lagði eindregið til, að nýi togarinn héldi nafni og núm- eri þess gamla. Gegn því risu allir hinir fulltrúarnir og báru sumir við hjátrú. En áreiðanlega var það annað, sem olli andstöðu þeirra fyrst og fremst. Nefndin þrefaði um nafnið í nokkrar klukkustundir og varð niðurstaðan sú, að skipið skyldi bera nafn austasta fjallsihs. Mér finnst nafnið vissulega ekki fallegt en þó ekki að öllu leyti illa til fallið og vonandi koma menn til með að venjast því. Að báturinn Gerpir hafi heppnazt illa skiptir auðvitað engu máli. Og eitthvað varð skipið að heita. Vonandi er, að betra samkomulag verði um stjórn útgerðar skipsins, en um nafngiftina. Ritstj. Viðbótarsöltun Fyrir nokkrum dögum sneri sjávarútvegsmálaráðherra sér til síldarútvegsnefndar í umboði rík- isstjórnarinnar og óskaði eftir því, að leyfð yrði viðbótarsöltun á allt að 50 þús. tunnum í þeirri von, að takast mætti að selja það magn. Síldarútvegsnefnd hefur nú samþykkt að verða við þessum til- mælum, en þar sem söltun var orðin mun meiri en selt hefur ver- ið mun viðbótarsöltun aðeins nema um 26 þús. tunnum. Ur framleiðslusjóði verður greiddur sami styrkur og áður, eða kr. 57.50 á uppsaltaða tunnu, en annars mun verð til saltenda fara eftir því fyrir hvaða verð verður hægt að selja síldina. Ekki er talið að af frekari sölt- un geti orðið vegna tunnuskorts. Austurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P I -1»■»«»■»■»!■*»!■■■«■■■■■■■»«■ »■«■■»■■«■ ■■«■■■» \: f I S A Ö I* ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Útsvarsgjaldendur í Neskaupstað eru eindregið hvattir til að gera skil sem allra fyrst. ■ ■ Gjaldendur fasteignaskatts og vatnsskatts eru j ■ minntir á að gjalddagi þeirra skatta var 1. júní. ■ ■ Vegna brýnna þarfa bæjarsjóðs verður ekki hjá því komizt að ganga hart eftir greiðslu bæjargjalda og verða þau innheimt mcð lögtaki hjá þeim, sem ekki standa í skilum. : ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Bæjarstjóri. PAN - hangikjöt í útileguna Til vidskiptamanna PAN Það eru vinsamleg tilmæli til viðskiptamanna okkar, að þeir geri innkaup sín, að svo miklu leiti sem unnt er, í dag vegna fyrirsjáanlegra anna á morgun. Hús til sölu ■ ■ Hús Rikharðs Magnússonar er til sölu. — Þeir er hafa hug j á húsinu sendi tilboð í það til Jóns Kr. Magnússonar Steins- j ■ ■ : nesi. i | Frá Sundlauginni j ■ ■ ■ ■ ■ ■ Námskeið hefst hjá börnum er fara í 1. bekk mánudaginn j 6. ágúst. ; Drengir mæti kl. 10.30. — Stúlkur mæti kl. 11.00. Frjáls námskeið hefjast einnig á mánudag kl. 11.30. ■ I Konur! Munið kvennatímann á þriðjudögum og fimmtu- ■ ■ j dögum kl. 4—5 e. h. ■ ■ ■ ■ SundkennarjL

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.