Austurland


Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 1
M á 1 g a g n 6. árgangur. 27. tölublað. s ó s f a1i $ t a á Austnrlandi Neskaupstað, 3. ágúst 1956. Togaraútgerd getur útrýmt árstídabundnu atvinnuleysi Það er kunnara en frá þurfi að segja, að víða um land hvílir mara atvinnuleysis á verkafólki mánuð- um saman á ári hverju. Þetta hef- ur verið nefnt árstíðarbundið at- vinnuleysi og stafar fyrst og fremst eða eingöng af því, að á þeim árstíma leggjest fiskigöngur frá eðlilegum fis’rislóðum þessara bj'ggðarlaga og fiskibí tarnir fara í fjarlægar verstöðvar. Eftir sitja svo þeir, sem af einhverjum á- stæðum ekki geta fy gzt með bát- um, og hafa li'la sem enga vinnu. Þetta fyrirbrigoi þekkja allir, sem kunnug r eru atvinnuháttum utan vetrarverstöovanna. Og einmitt þetta árstíðarbundna atvinnuleysi hefur geysimikil áhri’f til rcskunar í byggð landsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvernig vinna ætti bug á hinu árstíðarbundna atvinnuleysi og ýmsar tillögur hafa verið gerðar til úrbóta, en flestar eiga þær sam- merkt í því, að vera gerðar af lít- illi raunsæi. Einna oftast hefur verið talað um, að stofnsetja iðnn i fyrirtæki, sem leyst gætu þennan vanda. Ef til vill er hægt að finna einhverjar iðngreinar, sem hægt er að haga þannig að starfrækslan geti legið niðri kannski helming ársins. Séu þær starfræktar allt árið, eru þær ekki hugsaðar sem ráð til útrýmingar árstíðabundnu atvinnu’eysi. Þá eru þær orðnar fastar atvinnustofnanir, sem út af fyrir sig getur verið þýðingarmik- ið að koma á fótt. Á nýsköpunarárunum var sú stefna upp tekin, að koma á fót togaraútgerð víðsvegar á landinu. Margir höfðu ótrú á þessari ný- breytni og töldu togaraútgerð ekki geta blessazt nema frá Reykjavík og Hafnarfirði. En reynslan hefur sýnt, svo ekki verður um villzt, að þarna var stigið mjög þýðing- armikið spor og að einmitt tog- araútgerðin hefur reynst þess megnug, að vinna gegn árstíðar- bundnu atvinnuleysi, sé henni beitt til þess og séu fyrir hendi á hinum ýmsu stöðum möguleikar til að taka á móti og hagnýta tog- araafla. Togaraútgerðin hefur án efa spornað mjög gegn fólksflutn- ingunum, þó hún hafi engan veg- inn reynst þess megnug að stöðva þá, enda verða þeir ekki hindraðir með efnahagsaðgerðum einum, Það þarf einnig ýmsar félagslegar umbætur til að sporna við þeirri óheillaþróun, sem fólksflóttinn úr r1reifbýlinu er. Séu togararnir í eigu aðila, sem telja sig hafa skyldur að rækja við fólkið, t. d. bæjar- og sveita- félaga, er hægt að haga rekstri þeirra svo, að þeir leggi afla sinn á land í heimahöfn yfir atvinnu- leysistímann og á þann hátt dreg-< ið stórlega úr eða jafnvel eytt hinu árstíðarbundna atvinnuleysi. Vissulega getur þetta oft verið ó- hagstætt fyrir útgerðina, en það er mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrr atvinnuleysi. Þegar ekki er þörf á heima- löndun togara til að hindra at- vinnuleysi er svo hægt að haga rekstri þeirra með hagsmuni út- gerðarinnar eiha fyrir augum, svo sem yfir sumarmánuðina, þegar bátarnir geta leyst togarana af hólmi við hráefnisöflun handa fiskvinnslustöðvum. Reynt hefur verið að haga rekstri Norðfjarðartogaranna með þetta fyrir augum. Þetta hefur tekizt svo vel, að mánuðum saman hefur hér verið uppgripavinna, þegar ella hefði ríkt algert at- vinnuleysi, eða dauður tími eins og oft er sagt. Síðustu tvo vetur hefur þó nokkuð borið á vetrarat- vinnuleysi, vegna þess að við réð- um ekki yfir nema einum togara, en framvegis munu þeir verða tveir. Þessir vetur hafa fært okk- ur heim sanninn um, að ef við eigum að vinna bug á vetrarat- vinnuleysi, þurfum við að hafa umráð yfir tveim togurum, sem að staðaldri leggja afla sinn hér upp frá því í nóvember þar til í apríl. Togaraútgerð er haldbærasta ráðið, sem enn hefur fundizt til að sporna gegn árstíðarbundnu at- vinnuleysi. Það mun því verða öllum þeim, sem hafa áttað sig á þessari stað- reynd, óblandið fagnaðarefni, að hin nýja ríkisstjórn hefur gefið fyrirheit um að kaupa 15 nýja tog- ara fyrst og fremst með þarfir þeirra landshluta, sem eiga við árstíðarbundið atvinnuleysi að stríða, fyrir augum. Vafalaust verða sum þessara skipa fengin í hendur einstökum byggðarlögum, einum eða fleirum saman, en full- víst má telja, að sum þessara skipa verði rekin af ríkinu sjálfu til at- vinnujöfnunar. Skipakaup og útgerðarfyrirætl- anir ríkisstjórnarinnar eru hin merkustu tíðindi og stærsta og raunhæfasta sporið, sem stigið hefur verið til að vinna bug á hinu hættulega árstíðarbundna at- vinnuleysi. Þess vegna fagna allir, sem í raun og sannleika vilja jafna efna- hagsleg skilyrði byggðarlaganna, þessu fyrirheiti stjórnarinnar af heilum hug. Undanfarin ár hafa byggingar íbúðarhúsa hér í bæ svo til legið niðri. Ástæðurnar eru án efa eink- um tvær. I fyrsta lagi hve dýrt er að byggja og miklir erfiðleíkar við útvegun lánsfjár til íbúðabygg- inga, og í öðru lagi hefur upp- lausnin í þjóðfélaginu vafalaust mikil áhrif í þá átt að draga úr byggingarframkvæmdum. Margir hafa verið óráðnir í því, hvort þeir í'engdust hér eða fylgdust með straumnum suður á land. Hafa þeir þá ekki viljað leggja í dýrar framkvæmdir, sem e. t. v. hefði þurft að selja undir kostnaðar- verði við brottflutning. Flutningarnir héðan úr bænum virðast hafa náð hámarki sínu í fyrra. Þá fluttu héðan rúmlega 100 manns, en nokkru færri fluttu inn. Ibúafjöldi bæjarins stóð þó í stað vegna mismunar lifandi fæddra og dáinna. Nú virðist mjög hafa dregið úr flutningum og væntanlega skap- Síldveiðarnar I lok síðustu viku var síldarafl- inn sem hér segir og er tilsvarandi aflamagns á sama tíma í fyrra getið innan sviga: I bræðslu 239.370 mál (15.415). I salt 255.654 uppsaltaðar tunn- ur (125.766). 1 frystingu 8.761 uppmældar tunnur (6.454). Samtals 503.785 mál og tunnur (147.635). Um miðja viku gerði brælu á síldarmiðunum og lá fíotinn í höfn fram á þriðjudag í þessari vi'ku, að aftur lægði, og fóru þá bátarnir út, en fengu litla veiði. I fyrrinótt brældi aftur og hélt þá flotinn enn í höfn. Hér hefur verið saltað í nokkur hundruð tunnur síðustu daga. Bæjarkeppni Ákveðið er, að fram fari í sund- lauginni hér 19. ágúst í sumar bæj- arkeppni í sundi milli Akraness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Nes- kaupstaðar. ast jafnvægi í þessum málum á næstu árum. Þó er talsvert um flutninga enn úr bænum og í, en miklu minna en áður. Sumt af þessu eru eðlilegir flutningar, en í mörgum tilfellum er ekki hægt að telja að svo sé. Til bæjarins hafa á þessu ári flutt um 30 manns, en óvíst er hve margt hef- ur flutt héðan. En skapist jafnvægi í þessum efnum, er líklegt að fleiri færist það í fang að byggja yfir sig, enda verður þá ekki hjá því komizt, því hér er ekkert húsnæði til að taka við fólksfjölgun. Og vegna þess, hve íbúðarhúsnæði er af skornum skammti, er býsna erfitt fyrir fólk að flytjast hingað. Leiguhúsnæði er sáralítið i bænum, en alloft eru íbúðarhús boðin til sölu, en það er ekki á allra færi að kaupa hús, jafnvel þó ta’sverð lán fylgi þeim oft. Hér í bæ eru starfandi tvö bygg- Framhald á 3. síðu. BYggingarmálin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.