Austurland


Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTUTOLAND Neskaupstað, 3. ágúst 1956. Ferðabæliir Framhald af 1. síðu. áður voru þar afgreiddir 7500 gestir. Vinnutími starfsfólksins er 6 st. á sólarhring. Þessi lækningastöð var reist 1938—1940 og er mikil bygging. Yfirlæknir hennar var karlmaður. Komið á ríkísbú Við skoðuðrm ríkisbú þarna í grenndinni. Framleiðir það eink- um mjólk, ávexti og grænmeti handa hvíldarlieimilunum. Mikið er þar af gróðurhúsum, sem notuð eru að vetrinum. Þrifnaður allur var að sjá á háu stigi og mjólkurstöð, þar sem mjólkin var gerilsneidd, rekin í sambandi við búið. Kýrnar á þessu búi voru af sænsku kyix'i, miklu stórvaxnari en við eigum að venjast. Nyt- hæsta kýrin á síðasta ári mjólkaði um 7000 kg. Aftur í Moskva Dvöl okkar í þessari fögru og gróðurmiklu borg var lokið 20. maí. Þá um kvöldið var fiogið áleiðis til Moskva með viðkomu í Krasnodar, Rostov og Voronisj. Flugstjóri í þessari ferð var kona. Við dvöldum að þessu sinni tvo daga í höfuðborginni. F.yrri daginn skoðuðum við m. a. dýragarð borgarinnar, þar sem er mjög mikið af allskonar dýrum. Síðari dagi’nn skoðuðum við verzlanir og gerðum lítilsháttar kaup. Og um kvöldið sátum við kveðjuveiz’u með forystumönnum verklýðssamtaka og nokkrum öðrum sendinefndum. líiámieiðis Aðfaranótt 23. maí var svo lagt af stað heimleiðis með rússneskri flugvél til Kaupmannahafnar með viðkomu í Riga. Vorum við í Kaupmannahöfn þar til daginn eftir og nofuðum tækifærið til að koma í hinn þekkta skemmtistað Iiafnarbúa, Tívolí. Er það mjög glæsi’egur skemmtistaður, en fjár- plógsstarfsemi virtist þar mjög mikil. Til Reykjavíkur héldum við svo með Gullfaxa 24. maí og þaðan hélt ég svo heimleiðis með Esju eftir tveggja stunda dvöl og þar með var þessari fróðlegu og skemmti’egu ferð lokið. Lífskjörin í Sovétríkjunum Ég má til með að láta ofurlítinn eftirmála fylgja ferðasögunni. Margir hafa spurt mig um launa- kjör og verðlag í Sovétríkjunum. Ég hef ekki getað svarað þessu á fullnægjandi hátt, því ég tel mig ekki hafa þá þekkihgu á þessum málum til að bera, sem með þarf, til þess að unnt sé að gera saman- burð á lífskjörum íslenzks og rússnesks verkafólks. Fyrirkomu- lag allt er svo gjörklíkt, að allur raunhæfur samanburður-er óhugs- andi, nema að undangenginni ræki’egri rannsókn þar sem m. a. er tekið tillit til húsnæðishlunn- inda, trvgginga og skattamála. Ég tel mig því ekki mann til að leysa úr þessari spumingu. En ef til vill má þó fá nokkra hugmynd um lífskjör fólksins af útliti þess og framkomu. Fólkið, sérstaklega þó börnin, er mjög hraustlegt í útliti og frjálsmann- . legt í framkomu og verður ekki á því séð, að það skorti neitt. Klæðnaður fólks er með svipuð- ! um hætti og hér, en virðist bera ! vott um jafnari lífskjör. Skraut- klæðnað sá ég ekki og á fínni skemmtistöðum, t. d. leikhúsum, voru konur í svipuðum klæðum og venjulegt er um spariklæðnað ís- lenzkra kvenna. íburður er enginn klæðnaði. Lókaorð Þessari frásögn er nú lokið. Að- ns hefur verið unnt að drepa á i .okkur aLriði úr ferðinni, en frá ! engu er ítarlega sagt og mjög mörgu hefur orðið að sleppa alveg. 1 matviiruverzlun. Margt bar fyrir augu og eyru í þessari ferð, sem ástæða hefði ver- ið að skýra ítarlegar frá. En hitt er líka satt, að til þess að gefa mönnum rétta mynd af hlutunum skortir mig orðgnótt. Mörgu af því verður ekki lýst með orðum svo að gagni verði. Að endingu vil ég þakka gest- gjöfum mínum, þótt í mikilli fjar- lægð séu, fyrir móttökurnar, sen: voru áþekkastar því að koma til vina og ættingja hér heima á Is- landi. Einnig vil ég þakka sam- ferðafólki mínu fyrir góða við- kynningu og þá sérstaklega for- manni nefndarinnar Sigurvini Össurarsyni. Mótornámskeið í Neskaupstað Erindreki Fiskifélagsins í þess- um fjórðungi, Árni Vilhjálmsson á Seyðísfirði, var hér í bænum í fyrradag. Erindi hans var að at- huga möguleika á að koma hér á fót mótornámskeiði i vetur. Árna sagðist svo frá, að ákveð- ið væri að halda hér í vetur mót- ornámskeið, ef næg þátttaka fæst. Mun honum hafa tekizt að útvega húsnæði til kennslunnar. Allmörg ár eru nú liðin síðan hér var haldið mótornámskeið og því líklegt að það verði vel sótt af ungum sjómönnum héðan úr bænum. Hörgull er á vélstjórum með réttindum, bæði vegna þess, að flotinn hefur stækkað mikið á síðustu árum og svo hafa ýmsir eldri vélstjórar, eins og eðlilegt er, leitað sér vinnu í landi. Það hefur því verið alltítt að menn hafi fengið undanþágu til að annast vél- gæzlu. Vonandi láta slíkir menn ekki þetta tækifæri til að afla sér réttinda sér úr grepum ganga. Byggingarmálin Framhald af 1. síðu. ingarfélög, Byggingarfélag alþýðu og Byggingarsamvinnufélag Nes- kaupstaðar. Um árabil hafa þessi félög ekki lagt í neinar nýjar framkvæmdir, enda hafa þau ekki átt kost á lánum. Væri full ástæða ' il að þessi félög athuguðu nú nögu’eika á að útvega fé í bygg- ingar. Sérstaklega þýðingarmikið væri, ef unnt reyndist að byggja verkamannabústaði, því það er 1 efnalitlu fólki' helzt viðráðanlegt , að búa í þeim, vegna þess hve lánskjörin eru hagstæð. En hér þyrfti líka að vera fyrir hendi nokkru meira lei'guhúsnæði ! til þess að fólk, sem ekki hefur ; þegar aðstöðu til að eignast eigih i íbúð, eigi þess kost að fá leigt. Bærinn getur ekki vaxið eins og eð’ilegt og nauðsynlegt er, nema byggingar íbúðarhúsa hefjist aft- ur. Einstaklingar, byggingarfélög og hið opinbera verða að leggjast á eitt til að svo megi verða. Forsetiun tekur vid embætti Herra Ásgeir Ásgeirsson tók við forsetaembættinu að nýju í fyrra- dag, 1. ágúst, við hátíðlega at- höfn og flutti hinn endurkjörni forseti ræðu við það tækifæri. Á hjóli frá Horna- firði til Neskaupst. í öllum þeim mikla ferðamanna- straumi, sem nú er, er helzt til sjaldgæft eða jafnvel einsdæmi að hitta fsrðafólk sem ferðast á reið- hjólum, Mannskepnan leggur ekki slíkt og þvílíkt á sinn arma kropp. Ég varð því býsna hissa þegar ég hér á dögunum hitti tvo stálpaða krakka sem höfðu komið langleið- ina frá Hornafirði til Egilsstaða á reiðhjólum. Börn þessi heita Sig- urður Eymundsson, sem er 13 ára, og Anna systir hans 12 ára, og eiga þau heima á Höfn í Horna- firði. Þau langaði til að hitta hana ömmu sína á Norðfirði en af því að það er anzi dýrt að ferðast með bílum eða skipum og nóg brúk fyrir aura, þar sem systkinin eru mörg, þá var ákveðið að notast við hjólhestinn. Ég spjallaði lítilsháttar við börn- in um ferðina, sem hefur sjálfsagt verið nokkuð erfið, þó þau létu ekki mikið yfir því, enda höfðu þau meðferðis talsverðan flutning, tjald, tvo svefnpoka og bakpoka. Börnin voru 5 daga á milli Hafnar og Neskaupstaðar, þar af voru þau veðurteppt á Þiljuvöllum á Beru- fjarðarströnd og Höskuldsstöðum í Breiðdal samtals á þriðja dag. Þau hrepptu vont veður og leið- inlegastur þótti þeim mótvindur- inn og þokan. Ferðalangarnir hafa í hyggju að taka skipsferð til baka. Ferðalög á reiðhjólum geta ver- ið býsna skemmtileg og frjálsleg og gætu börn og unglingar tekið sér til fyrirmyndar þessi Horna- fjarðarbörn. Það væri áreiðanlega j tilvinnandi fyrir böm og unglinga héðan úr bænum að grípa reiðhjól- in sin og viðleguútbúnað um helg- | ar og fara á ýmsa sérkennilega j staði hér í nágrenninu, svo ekki sé minnzt á lengri ferðalög. S. i______________________-______t Karfalöndun Ingólfur Arnarson, togari Bæj- arútgerðar Reykjavíkur, kom hing- að í gærmorgun með fullfermi af ! karfa, sem lagður var hér á land , til vinnslu. i Karfi þessi veiddist við Austur- Grænland á nýjum miðum, sem togarinn Fylkir fann, en hann hef- ur nú um skeið leitað nýrra fiski- I miða. Hið nýja fiskimið er nefnt Fylkisbanki og er nokkru fyrir sunnan Jónsmið. Þangað varð ekki komizt í fyrra sökum ísa, Mjög mikið hefur aflazt á Fylk- isbanka undanfarið, en veiði mun j vera farin að minnka þar mikið.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.