Austurland


Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 03.08.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 3. ágúst 1956. Bílasmiðja Við komum aftur til Moskva úr för okkar til Stalíngrad og Astra- kan 13. maí. Daginn eftir skoðuðum við bíla- smiðju. Þar vinna um 10 þús. manns og eru um 22% þei'rra kon- ur. Verksmiðja þessi smíðar hinar cvonefndu Moskoviteh-bifreiðar. Þegar vi'ð komum þarna var verið að hefja smíði bíla eftir nýju mód- eli og er þeim breýtt og stækkað- ir verulega frá því sem áður var. Meðallaun í verksmiðjunni voru sögð um 950 rúblur á mánuði. Bílasm'ðjan rekur þrjú barna- heimili, tvær vöggustofur, tvo kvöldskóla og eiim tækniskóla. Skrifstofufólk verksmiðjunnar virtist nær eingöngu konur. Sælgætisverksniiðja Við heimsóttum mikla sælgæt- isverksmiðju, sem bsr nafnið „Rauði október". Þar vinna um 3000 manns og er 75—80% þeirra ' konur, þar á meðal framkvæmda- stjórinn. I verksmiðju þessari er mikil tækni og margbrotnar vélar. ' Verksmiðja þessi framleioir hvers konar sælgæti1 og fengum við að bragða það sem okkur lysti og vorum leyst út með sæ'gætisgjöf- um. Kreml Kreml er sá staður, sem oftar er nefndur en flestir staðir aðrir. Sumum stendur ógn og ótti af nafnihu, en aðrir telja þar höfuð- stöovar frelsis og mannréttinda. Kreml er margar gamlar bygg- ingar og er múr einn mikill um- hverfiis. Þarna er t. d. þinghúsið og margar kirkjur :ru innan múrs- ins. I Kreml var aðsetur keisar- anna eftir að þeir fluttu aðsetur sitt frá Pétursborg (nú Lenin- grad) til Moskva og síðar aðsetur Sovétstjórnarinnar. Kreml er nú að miklu leyti sögulegt safn. Við heimsóttum þennan sögu- fræga stað, en ekki höfðum við tíma til að skoða nema lítið eitt af því, sem þar var að sjá. Þarna er að sjá mikið safn alls konar vopna og vopnabúnaðar frá : fyrri tíð, t. d. vopn og verjur ridd- ara og fótgönguliða á fyrri öldum. Einnig er þar safn hverskonar persónulegra muna úr eigu kefs- aranna. Við sáum t. d. klæðnað Péturs mikla og stígvél hans, sem eru þau stærstu, sem ég hef séð. j Pétur mikli var stór maður vexti 2 metrar og 4 sentímetrar að hæð að því er okkur var sagt. Þarna var og skrautlegur og íburðarmik- 511 borðbúnaður keisaranna, t. d. drykkjarhorn gullskreytt og tveir gullbakkar, annar frá tíma Ivans grimma og var þyngd þeirra 3 og 4 kg. Hásæti kei'saranna eru mjög skreytt gulli og gimsteinum. Hestvagnar keisaranna og sleð- ar voru líka varðveitti'r þarna og voru stoppaðir hestar spenntir fyrir, rétt eins og farartækin væru Ferðaþæilir frá Sovéiríkj unum Frásögn Siguröar Hinrikssonar thbúin til notkunar. Fyrir keisara- | 1500 rúblur í mánaðarlaun greiðir sleða sá ég spennta 6 uppstoppaða -\ 54 rúbiur. Þessir menn eru 1—2 gæOinga, alla snjóhvíta og stór- j daga að vinna fyrir mánaðarhúsa- vaxna. Þó frá mörgu sé að segja frá komu okkar til Kreml, verður þetta að nægja. I matvörubúð Við komum í matvörubúð. Var þar mikið að gera og margir að verzla og virtist mér fólk ekki skorta fé. Hið sama sýndist mér í öorum verzlunum, sem ég kom í. breytt matvöruúrval, þar á meðal 'slsnzkur freðfiskur og Faxasíld. Var okkur sagt, að fiskurinn værf eftirsóitur og líkaði mjög vel. Nýtt íbúðarliús skoðað Húsnæðisekla er í Mokva vegna mikilla flutninga til borgarinnar, sem stækkar mjög ört. Og þó mjög mikið sé byggt, býr þó margt fólk enn í eldri timburhúsum. Ég sá margar byggingar vera að rísa í Moskva, en þó sérstaklega í Stal- íngrad, enda er þar veríð að reisa úr rústum stríðseydda borg. Við komum í nýbyggt íbúðarhús, sem átti að fara að f'ytja í. 1 þessu húsi voru 130 tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Til að fyrirbyggja m:sskilning er rétt að geta þess, að eldbús er ekki talið með í herbergjafjöldanum, en í hverri íbúð er að sjálfsögðu eld- hús og baðherbergi. Húsið er 8 hæðir, þar af 7 íbúð- arhæðir, en á neðstu hæð eru verzl- anir og önnur fyrirtæki, sem ætlað er að fullnægja fyrst og fremst íbúum hússins. Ég vil gera tilraun til að lýsa í stórum dráttum þriggja herbergja íbúð. Hver hinna þriggja stofa er 15 fermetrar að flatarmáli, með parketgólfi og tvöföldum glugg- um og fylgja svalir hverri íbúð. Eldhúsið er meðalstórt á okkar mælikvarða og fylgir því gaselda- vél. Er það flísalagt upp á miðja veggi og gólf dúklagt. Ekki ætti að þurfa að taka það fram, að þarna eru jafn sjálfsagðir hlutir og miðstöðvarhitun og heitt og kalt vatn í baðherbergi og eldhúsi. Húsaleiga er mishá eftir því hve leigjandihn hefur há laun. Maður, sem hefur 1000 rúblur í laun á mánuði þarf að greiða í húsaleigu í þriggja herbergja íbúð í þessu húsi 43 rúblur á mánuði og er ljós og hiti innifalið, en maður með leigu með ljósi og hita. Hús sem þetta er 6—7 mánuði ! í smíðum. Jarðarför Þegar við komum frá því að skoða matvörubúðina og íbúðar- húsið, hafði mikill mannfjöldi safnazt saman á götunum í grennd við hótelið. Við komumst brátt á ! snoðir um, að fólk hafði safnazt ! hér saman til að heiðra minningu rithöfundarins Fadejeff, sem þá j var nýlátinn og átti útför hans að , fara fram frá húsi þar í grennd- j inni. j Otförin virtist viðhafnarmikil. j T. d. voru þarna 11 litlir vöru- bílar með krönsum og voru 6 stór- ir kransar á hverjum bíl. Suður að Svartahafi Það síðasta sem við skoðuðum í Moskva var mikið safn málverka og höggmynda frá ýmsum tímum | og löndum. Átti þá samkvæmt ferðaáætluninni dvöl okkar þar I eystra að vera lokið. En þá var íslenzku sendinefndinni boðið suð- ur að Svartahafi i nokkurskonar ferðaauka. Hef ég grun um, að gestgjafar okkar hafi heyrt á ein- hverjum nefndarmanna, að þang- að langaði okkur að koma, og þá var sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Við fórum á fætur kl. 4 18. maí og héldum á flugvöllinn og var svo íiogið í suðurátt og lent á leiðinni í Voronisj og Rostov og komið í áfangastað kl. 2.30 eftir hádegi1. Flugleiðin var 1655 km. — Áfanga- staður okkar var borgin Sochi við austanvert Svartahaf. Heilsuhælaborgin Sochi er stundum nefnd Heilsu- hælaborgin. Kemur það til af því, að mikið er um hvíldar- og hress- ingarheimili, eða 62 talsins. Mjög mikið er um slíkar stofnanir við Svartahaf, t. d. á Krímskaga. Sum þessara heimila eru í eign ríkisins, en önnur eiga verklýðs- samtökin. Þarna dvelur verkafólk og annað starfsfólk hvaðanæva að úr Sovétríkjunum mikið í sumar- leyfum sínum og eins leita menn þ&ngað mikið til að fá bót meina sinna. Við bjuggum á einu þessara heimila og voru þar um 400 gest- ir. Yfirlæknir þess og stjórnandi var kona. Við komum á hvíldarheimlli kolanámumanna. Þar dvöldu um 350 gestir. Skoðuðum við m. a. íbúðarherbergi heimilisins. Eru þau mjög vistleg. Hverju þeirra er ætlað að hýsa tvo gesti. Dvelji hjón á heimilinu fá þau til afnota snotra tveggja herbergja íbúð. Þarna var kona líka yfirlæknir og stjómandi. Tilheyrandi heimilinu eru marg- vísleg skemmti- og íþróttatæki svo sem sundlaug með sjó, íþróttahús, kvikmyndahús o. s. frv. Eins og í Hveragerði Við komum í lækningastöð þar sem leirböð eru notuð til lækninga á svipaðan hátt og í Hveragerði. Eru böð þessi mikið sótt og daginn Framk ild á 4. síðu. Nýjar íbúöabyggingar í Moskva.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.