Austurland


Austurland - 11.08.1956, Page 2

Austurland - 11.08.1956, Page 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 11. ágúst 1956. Fínir menn á síld Austurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu» sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P • <•••••■■■■■■■•««*•■■*» ■i.Tmmmmmmmmmmmmmmn mmmm íhaldið ótta- Sjálfstæðisflokkurinn er nú eini flokkur landsins sem er í stjórn- arandstöðu og blöð hans bera það með sér, að foringjar hans kunna ekki við sig utan ríkisstjórnar. Það er líka mjög að vonum, því gróðaaðstaða braskaralýðsins í Reykjavík byggist að mjög miklu leyti á þeirri sterku aðstöðu, sem flokkur hans hefur haft í ríkis- stjórninni. Nú, þegar þessi aðstaða er úr sögunni, ugga milliliðir og brask- arar mjög um sinn hag. Þeir ótt- ast, að sérréttindaaðstaða þeirra verði skert eða jafnvel af þeim tekin. Þeir óttast um yfirráð sín yfir bönkunum og öðrum þeim stofnunum þjóðarinnar, sem hægt er að beita í gróðaskyni. Þeir ótt- ast, að hin nýja ríkisstjórn muni beina fjármagni þjóðarinnar til atvinnuuppbyggingar og jöfnunar á aðstöðu byggðarlaganna í stað þess að fá braskaralýðnum í hend- ur þann dýrmæta gjaldeyri, sem sjómenn og verkafólk skapar með vinnu sinni. Sannleikurinn er sá, að íhaldið þolir ekki að vera í stjórnarand- stöðu. Völd þess byggjast að miklu leyti á því að geta í gegnum stjórnarráðið haft í hendi sér ýmsa þýðingarmestu þætti þjóðfélagsins, Þegar þessir þættir eru dregnir úr höndum þess, missir það aðstöðu til að misbeita ríkisvaldinu sér til pólitísks framdráttar. Samstarf vinstri flokkanna hef- ur vakið ógn og skslfingu í for- ystuliði íhaldsins. Það óttast að þetta samstarf verði enn nánara og þá liggur dkki annað fyrjijr Sjálfstæðisflokknum en tap á tap ofan. Höfuðvígi íhaldsins er Reykja- vík. Þar á það meginhluta fylgis síns. Missi íhaldið völdin í Reykja- vík í viðbót við missi ráðherra- stólanna, hefur það beðið þann hnekki, sem það getur ekki þolað, Ihaldið óttast að í næstu bæjar- stjómarkosningum, sem verða eft- ir hálft annað ár, muni allir and stöðuflokkar þess sameinast gegn þvr og svipta það yfirráðunum í höfuðborginni. Slíkt væri aðeins rökrétt framhald þeirrar samvinnu sem nú hefur tekizt. Það er því engin furða þó íhald- Loksins kom síldin. Alls staðar suðaði, nóg sild, mikil síld, miklir peningar. Hver fleyta var mönnuð og hver maður, sem ekki var bund- inn í báða skó, vildi fara á síld. Því var það svo, að margur skrít- inn fugl var skráður skipverji hjá þeim Pétri og Páli fyrir austan og vestan, norðan og sunnan. Einhverjir skrítnustu fuglar af öllum skrítnum fuglum hafa sjálf- sagt verið náungar sem réðust á einn síðbúinn Norðfjarðarbát. Þeir voru víst úr höfuðstaðnum. Þar má finna alla merkilegustu og ó- merkilegustu menn þjóðarinnar. Ég veit ekkert hvað þeir heita, hér voru þeir almennt kallaðir fínu mennirnir. Þeir voru líka geysi fínir. Þá vantaði að vísu hatta og skjalatöskur, þegar þeir komu, en fyrir fyrstu aurana frá útgerðar- manninum keyptu þeir sér þessa nauðsynlegu hluti, og þá var ekki lengur um að villast, að hér voru mjög fínir menn á ferð. Þeir voru líka atkvæðamenn, sem létu sér ekkert óviðkomandi, eins og eftir- farandi sögur sína, e. t. v. lagaðar til í meðförum margra. Sagan hefst sem sagt á því, að á götum Neskaupstaðar birtast á- berandi fínir og kurteisir menn, annar stór, hinn lítill. Það glansar á nýju hattana og fallegu skjala- töskurnar. Svipurinn er mjög há- tíðl-egur og fasið virðulegt. Þeir taka óspart ofan fyrir vegfarend-i um. Einnig heimsækja þeir verzl- anir því hér eru umboðssalar stórra fyrirtækja á ferðinni. Þeg- ar tilvonandi viðskiptavinir óska eftir að fá að líta á sýnishom er svarið, að það sé því miður ekki hægt, sýnishomin séu á leiðinni með skipi, öðmvísi hafi ekki reynzt unnt að flytja þau vegna mikillar fyrirferðar. Fyrstu aurarnir frá útgerðar- manninum urðu víst fremur ó- ið nú reyni að gera samvinnu vinstri flokkanna tortryggilega. Það er beinlínis lifsspursmál fyrir það, að þessi samvinna fari út um þúfur. Það mun því -einskis svífast til að eyðileggja samstarfið og ekkert til spara að ófrægja stjórn- ina. Þegar stuðningsmenn vinstri flokkanna verða varir við íhalds- áróðurinn er nauðsynlegt að þeir átti sig á því af hvaða rótum hann er runninn. Það er ekki heill og hagur þjóðarinnar, sem íhaldið óttast um, heldur aðstaða brask- aralýðsins til að raka saman gróða á kostnað atvinnuveganna. Ihaldinu er það ljóst, að dagar Sjálfstæðisflokksins sem valda- mikils stjórnmálaflokks eru taldir, ef vinstri menn ná að sameina krafta sína til fullnustu. drjúgir. Hattarnir og töskurnar dýr vara og svo voru þetta ekki bindindi'smenn. Útgerðarmaðurinn heimilaði því úttekt í einni af verzlunum bæjarins, auðvitað í finustu verzluninni. Og nú er tekið til við að verz’.a. Það er spurt um ýmsa vöru, sem búðarfólkið tínir fram af mikilli lipurð og kurteisi, en yfirleitt þyk- ir varan ekkí nógu fín, eða ekki í tízku. Þegar verzlunarfólkið maldar í móinn og telur vöruna fína og nýjustu tízku, er svarað kalt, en kurteislega: „Afsakið, vit- leysa. Þetta er bara Villa Þórs stæll“. En þrátt fyrir þessa galla er allmikið keypt og síðan er sagt að þetta eigi að skrifa hjá skipinu. Búðarfólki'ð rekur upp stór augu, hér -er alls ekki um útgerðarvörur eða nauðsynjavörur sjómanna að ræða. Það vaknar hjá því tor- tryggni og það hringir í útgerðar- manninn til þess að fá staðfestingu á kaupunum. Þegar útgerðarmað- urinn heyrir um hvaða vöru hér sé að ræða, þvertekur hann fyrir að nokkuð slíkt sé skrifað. Fínu mennimir verða geysilega reiðir. Þeir strunsa út úr verzluninni og halda síðan áfram að labba með sína fínu hatta og fínu töskur, og er óspart tskið ofan. Allt í einu mæta þeir skipstjóra sínum. Þeir flýta sér að taka ofan. Hann tekur þurrlega kveðjunni, eins og skip- stjórar gera oft, og spyr hásetana hvert þeir séu eiginlega að fara. Þeir segjast vera að labba. Skip- stjóri segir þeim að hætta öllu hslvítis labbi og skuli þeir fara strax að vinna með mannskapn- um við að gera nótina klára. Fínu mennirnir segjast ekki vera ráðn- ir til að vinna við síldarnót á þurra landi og segjast þeir munu halda áfram að labba. Það þykkn- ar í skipstjóra og hann hreytir út úr sér: „Jæja! Labbiði og labbiði langt og labbiði til helvítis". Fínu mönnunum hefur sjálfsagt ekki litizt á það labb, því litlu síð- ar birtast þeir hjá mannskapnum. Þeir þenja út bringuna og hrópa: „Hér erum við komnir, og þegar við vinnum þá vinnum við á við þrjá“. Eftir litla stund er skipið farið á veiðar með fínu mennina innanborðs. Allar veiðiferðir liafa einhvern endi og svo var um þessa veiðiferð. Það var fljótlega komið að landi með góðan afla. Það lá vel á út- gerðarmanninum, og var hann ó- sinkur á aurana. Og gátu fínu mennirnir nú gert sér glaðan dag. Þeir setja upp fínu hattana, taka skjalatöskurnar og labba í land. Þegar drukkið hefur verið hóflega mikið vín, upphefst mikið og merkilegt ferðalag um Austurland. Það er ferðazt í nafni ýmsra þekktra stofnana og oft skipt um nöfn. Venjulega notazt við nöfn ýmsra merkra manna. Fyrst er það Eskifjörður, sem finu mennirnir heiðra með heim- sókn sinni. Þar vsrður fyrst fyrir þeim stórt og mikið hús, sem reyn ist ve:ra Hraðfrystihús Eskfirð- inga, og um leið eru þeir orðnir starfsmenn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Þeir gera boð fyrir verkstjórann og kynna sig; eru í eftirliti og óska eftir að skoða húsið. Sjálfsagt! Augnablik! Verk- stjórinn skundar inn í vinnusalina og gefur ,,ordrur“: „Allir í hreina sloppa". Að vörmu spori kemur vsrkstjórinn aftur til eftirlits- mannanna, sem þegar taka til við eftirlitið. Smávegis athugasemd- ir, en yfirleitt er hér allt í bezta lagi. Eftirlitsmennirnir lyfta hött- um og fara. Næst var það rafstöðin sem dró að sér athygli fínu mannanna. Það er skipt um nafn og stöðu og geng- ið á fund rafveitustjórans. Hér voru sem sé á ferðinni menn frá rafmagnseftirliti ríkisins og aðal- ■erindið var að yfirlíta línulagnir frá nýju virkjuninni. Jú, það var sjálfsagt að greiða götu þeirra. Það er sezt upp í nýjan, fínan bíl rafveitustjórans og allar hinar miklu raflagnir athugaðar. Þeir hafa ýmislegt við það verk að at- huga og skrifa mikið hjá sér. Að þessari vfirreið lokinni er raf- magnseftirlitsmönnunum skilað á hótel á Fljótsdalshéraði. Þá var eftir einn mjög merki- legur staður sem sjálfsagt þótti að heimsækja en það var Seyðisfjörð- ur. Hvað var nú það helzta, sem þar var að sjá? Jú, vejrzlanir, margar verzlanir. Þeir ráðast þeg- ar til inngöngu í þá fyrstu sem á vegi þeirra varð. Sú mun hafa verið heldur lítil og ósjáleg og í meðallagi þrifleg, því þegar inn er komið ákveða fínu mennirnir að gerast starfsmenn „Heilbrigð- iseftirlitsins", og kynna sig sem slíka fyrir eiganda verzlunarinn-f ar. Þeir gera sig heimakomna og valsa um og finna að ýmsu, en leggja á það höfuðáherzlu að taf- arlaust sé sett upp handlaug og klósett. Verzlunarstjórinn jánkar því auðmjúkur, en segir samt af- sakandi, að slík tæki séu nú ekki í Kaupfélaginu (sem hlítur að vera vitleysa). Eftirlitsmennirnir svara með þótta, að það verði at- hugað nánar. Síðan munu þeir hafa farið búð úr búð og athugað hrein- lætisástandið og mun heimsókn þeirra hafa haft mjög bætandi áhrif. Þá segir ekki af ferðum fínu mannanna fyrr en þeir koma á hótel eitt á Héraði. Þar óska þeir eftir mat og gistingu. Ekki kváð- ust þeir vilja matast með almúga- fólki því, er þar sat til borðs, held- ur í sínum herbergjum, sem og varð, en þegar gera átti upp hótel- reikninginn voru fínu mennirnir horfnir. Við nánari athugun kom Framhald á 3. siðu.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.