Austurland


Austurland - 11.08.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 11.08.1956, Blaðsíða 1
M á 1 g a g ii só$£alista á Ansturlandi 6. árganjíur. Neskaupstað, 11. ágúsí 1956. 28. tölublað. Herstöðyarmálið Framtíð hernaðarstöðva Banda- ríkjamanna í Keflavík hefur verið mjög á dagskrá undanfarið, bæði hérlendis og erlendis, einkum þó erlendis. Hér á landi hafa það einkum Vcrið málgögn íhaldsins, sem gert hafa sér tíðrætt um þessi mál, augýnilega í) þeim tví'þætta til- gangi að reyna að sprengja stjórn arsamvinnuna og að leitast við að framkalla þvingun erlendis frá. Erlend blöð og ihaldið íslenzka hafa reynt að láta líta svo út, að í afstöðu íslendinga fælist fjand- skapur í garð Atlanzhafsbanda- lagsins og að í undirbúningi væri úrsögn Islands úr því. Hefur verið gert mikið úr því, að þessi litla þjóð væri að eyðileggja hernaðar- samtök stórveldanna. Það er mála sannast og á al- mannavitorði, að stjórnarflokkarn- ir eru ekki á eitt sáttir um afstöð- una til Atlanzhafsbandalagsins. Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn vilja halda við það fullri tryggð, en Alþýðubandalag- ið er andvígt þátttöku íslands í öllum slíkum bandalögum. Stefna þess er Ijós. Alþýðubandalagið vill að aftur verði tekin upp hlutleys- isstefnan, sem var beinlínis ákveð- in í stjórnarskrá ríkisins frá 1918 til 1944. Slíkri hlutleysisstefnu fylgja ýms ríki svo sem Svíþjóð, Sviss og Indland og verður ekki annað séð en að hún heppnist vel. En þó stjórnarflokkarnir séu ekki á eitt sáttir um afstöðuna til Atlanzhafsbandalagsins, eru þeir þó einhuga um brottför herliðs úr landinu. Engin öfl munu fá breytt þeirri ákvörðun, enda væri annað bein svik við kjósendur þessara flokka. Hvað afstöðuna til Atlanzliafs- bandalagsins snertir er það mála sannast, að hún er alls ekki á dag- skrá, þó reynt sé að gera hana að aðalatriði málsins. íslendingar eru með óuppsegjanlegum samningum skuldbundnir til þátttöku í banda- laginu í þrjú ár enn, eða til 1959. — Umræður um tafarlausa úrsögn úr Atlanzhafsbandalaginu eru því alls ekki tímabærar. En í þessum umræðum öllum hefur það komið áþreifanlegar í ljós en áður hverskonar flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Hann óskar ævarandi hersetu í landinu. Hann reynir að kalla á erlendar aðgerðir til að þvinga fram þenn- an óskadraum sinn. Hann hagar starfsemi sinni eftir ímynduðum hagsmunum erlendra stórvelda og gróðasjónarmiðum eigenda flokks- ins. Það er smánarblettur á íslenzku þjóðinni, að slíkur flokkur skuli vera stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Þann smánarblett þarf þjóðin að þvo af sér. Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að m'nnka jafnt og þétt og hverfa. Völd hans og áhrif í þjóðlífinu þurfa að fara þverrandi og eyðast. Norður-Atlanzhafsráðið liefur Umbœtur í Á flestum útgerðarstöðum og öllum, sem verulega framleiðslu hafa, eru nú starfandi frystihús og fiskimjölsverksmiðjur. Fyrir- tæki þessi hafa reynst hin þýðing- armestu og sannkölluð lyftistöng margra byggðarlaga. En mörg eru þessi fyrirtæki af vanefnum gerð og sum ófullgerð og hafa staðið svo árum saman. Þetta hefur valdið því, að afkasta- geta þeirra hefur orðið minni en ella hefði orðið og margt ekki eins haganlegt í vinnubrögðum og verið gæti. Ástæðan fyrir því, að ekki hafa j verið tök á að fullgera frystihús og önnur fiskiðnfyrirtæki er sú, að til þess hefur skort fjármagn. Lánastofnanir þjóðarinnar hafa fremur kosið að veita fjármagninu til annarrar starfsemi. Hefði þó mátt ætla, að það væri í samræmi við þjóðarhag, að fiskiðnfyrirtæki væru gerð sem bezt úr garði svo afkastageta þeirra yrði fullnýtt og framleiðslan sem vönduðust, því gjaldeyrisverðmætin, sem sköpuð eru í frystihúsunum eru mikil, auk þess, sem rekstur þeirra er því hagstæðari sem betur er búið í haginn fyrir þau. Fiskvinnslustöð Samvinnufélags útgerðarmanna hér í bæ hefur aldrei verið fullgerð og hefur það oft reynst bagalegt. Til dæmis er nú svarað ósk ríkisstjórnarinnar um að það endurskoði hvort leng ur sé þörf á herbækistöð hér á landi. Ráðið tekur þá afstöðu að telja áframhaldandi hersetu hér nauð- synlega og leggur til, að „varnar- samningurinn“ verði áfram í gildi. Þessi afstaða kemur engum á óvart. Hitt hefði fremur komið mönnum á óvart, ef afstaðan hefði verið önnur. En Islendingar viðurkenna ekki vald eins eða neins til að gefa þeim fyrirskipanir um það, hverjum þeir leyfa landvist og hverjum ekki. Og ríkisstjórnin er staðráðin í að láta ekki undan síga fyrir einum eða neinum í þessu máli. Hún er staðráðin í að senda herinn úr landi. Og i þessu máli nýtur stjórnin áreiðanlega stuðnings alls þorra þjóðarinnar. fiskiðnadi geymslurými allt of lítið en auð- velt með nokkrum tilkostnaði að stórauka það. Þessi þrengsli hafa oft orðið til mikils baga og dregið úr framleiðslunni. Þýðingarmikið er, að fé verði útvegað til að fullgera og endur- bæta fiskvinnslustöðvar víða um land og auk þess reisa nýjar þar sem þörf er á. Það eru sjálfsagt fleiri frysti- hús hér eystra en það, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, sem þarfnast endurbóta, t. d. frystihúsið á Eskifirði. Væntanlega verður nú auðveld- ara en áður að útvega fé til nauð- synlegi'a umbóta á þessu sviði. Vísitalan hækkar Framfærsluvísitalan 1. ágúst hefur nú verið reiknuð út og reyndist 186 stig. Hafði hún hækk- að um 1 st g frá 1. júlí. Kaupgjaldsvísitalan fyrir mán-i uðina sept—nóv. b;fur einnig ver- ið reiknuð út. Reyndist hún 174 stig, en það þýðir að kaup næstu þriggja mánaða verður greitt eft- ir vísitölunni 184. Er það 6 stiga hækkun frá gildandi kaupgjalds- vísitölu. Kaup karla í almdnnri vinnu hækkar í kr. 18.90. Frá fundi í Sósíal- istafélaginu Lúðvík Jósepsson hefur verið hér heima þessa viku, Á fundi i Sósíalistafslaginu á miðvikudags-i kvöldið flutti hann ræðu um síð- ustu atburði á stjórnmálasviðinu. Rakti hann all-ítarlega aðdrag- anda að myndun rlkisstjórnarinn- ar og gerði grein fyrir þeim mál- um, sem hún hefði ákveðið að leggja megin áherzlu á, svo sam alhliða uppbyggingu atvinnulífs- ins, stækkun landhelginnar o. s. frv, Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka stórlán erlendis til uppbygg- ingar atvinnulífsins. Það vakti sér- staka athygli, að ráðherrann upp- lýsti, að þegar hefðu fleiri en eitt ríki léð máls á slíkum lánveiting- um. Að lokum ræddi ráðherrann um sérmál þessa bæjar, sem vinna þyrfti að til að hrinda í framkvæmd með tilstyrk ríkisstjórnarnnar. Síldveiðin endaslepp Eins og kunnugt er var mikil síldveiði framan af síldarviertíð- inni, en skömmu eftir 20. júlí gerði brælur og síðan hefur veður lengst af verið óhagstætt. Þegar bátarnir hafa komizt á miðin hefur veiði verið lítil sem engin. Aftur á móti er nú talsverð ufsaveiði fyrir norðan og kaupa verksmiðjurnar ufsann á 60 krónur málið. Mörg síldveiðiskip eru nú hætt veiðum og önnur að hætta. Norð- fjarðarbátarnir eru nú flestir í heimahöfn og eru að m.nnsta kosti sumir hættir síldveiðum, Líklegt er að þeir hefji nú flestir þorsk-i vriðar með línu. Norskir og fær- eyskir fiskibátar, sem stundað hafa veiðar í sumar úti fyrir Aust- fjörðum, telja aflabrögð miklu betri en verið hefur um margra ára skeið. Má því vænta að róðrar að heiman gefi góða raun í haust. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði hafði verið heimilað að salta í 50 þús. tunnur umfram það sem áður hafði verið heimilað. Búið var að selja það magn til Sovétríkj- anna, en nú eru allar horfur á, að ekki takist að veiða þetta magn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.