Austurland


Austurland - 11.08.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 11.08.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 11. ágúst 1956. Skreyíing Norð- fjarðarkirkju 1 sumar hafa hjónin Gréta Björnsson, listmálari og Jón Björnsson, málarameistari, unnið að því að skreyta kirkjuna hér í Neskaupstað og er því verki nú lokið. Að því tilefni kom sóknar- nefnd saman ásamt nokkrum gestum og voru þeim hjónum færðar þakkir safnaðarins fyrir vel unnið starf. Þau Gréta og Jón Björnsson hafa að undanförnu málað og skreytt ýmsar kirkjur. Hér eystra hafa þau unnið að skreytingu kirknanna á Djúpavogi og Hofi í Álftafirði, auk Norðfjarðarkirkju. Verk þsirra hjóna í kirkjunni hér virðist mjög vel af hendi leyst. Hefur kirkjan verið máluð í hólf og gólf og skreytt helgitáknum og skrautmyndum. Auk þess hafa kirkjugripir verið smekklega mál- aðir. Norðfjarðarkirkja er 60 ára gömul og mun ekki fyrr hafa ver- ið kirkja hér á Nesi. Kirkjustaður Norðfirðinga hafði öldum saman, svo langt aftur í tímann, sem beimildir greina, verið að Skorra- stað. En eftir að kirkjan hafði fokið í ofviðri á seinasta tug síð- ustu aldar, var hún flutt að Nesi, en þar var þá tekið að myndast þorp. I Norðfjarðarkirkju eru a. m. k. tveir munir komnir úr Skorra- staðarkirkju. Er annar númera- tafla gerð árið 1855, en hinn er prédikunarstóll meir en 250 ára gamall. Stóll þessi er áttstrendur og er einn hlutinn opinn og þar er „stig- ið í stólinn". Á hina fletina eru litmálaðar myndir af Kristi, Pétri postula og guðspjallamönnunum 5. Á stólnum eru áletranir. Á efri brík er svohljóðandi áletrun sem færa má í ljóðlínur: GUD TALER SELF AF DETTE STED LAD OP ET VILLIGT ÖRE HVERT HIERTE VÆRE VEL BERED DER EFTER RET AT GIÖRE. Áletrunin á neðri bríkinni er svohljóðandi: GUD TIL ÆRE KIRCHEN TIL ZIRAT ER D : P : STOEL GIVET AF RÖDEFIORS KIÖBM : IACOB NIELSEN A 1700. Það hefur semsé verið kaupmað- urinn á Reyðarfirði, en þar var þá verzlunarstaður Norðfirðinga og lengi síðan, sem gefið hefur Skorrastaðarkirkju þennan stól. Ekki veit ég hvort þessi gamli prédikunarstóll gstur talizt lista- verk, en hann er merkisgripur í sögu þessa byggðarlags og margir merkisklerkar hafa flutt þaðan boðkap kirkjunnar. Veit ég ekki um annan grip svo gamlan hér í byggð. Sjálfur vitnar hann greini- lega um aldur sinn, því kaupmað- urinn hefur verið svo hugulsamur að láta mála á hann ártalið. Sóknarnefnd hefur ákveðið að kaupa pípuorgel í kirkjuna, en innflutnings-i og gjaldeyrisleyfi hafa enn ekki fengizt. Minningarg j öf Frú Emma Jónsdóttir hefur ný- lega afhent mér minningargjöf til Norðfjarðarkirkju að upphæð 1000 kr. til minningar um eiginmann hennar Halldór Einarsson, húsa- smíðameistara, sem lézt s. 1. vetur. Þakka ég gefanda kærlega gjöf þessa og þann hlýhug sem með þessu er sýndur kirkjunni. Ingi Jónsson. Slarksamar Um langt árabil hafa tveir stjórnmálaflokkár efnt til „sum- arhátíða“ hér á Austurlandi. Hafa Framsóknarmenn haldið sínar samkomur í Atlavík í Hallorms- staðarskógi, venjulega fyrri hluta júlímánaðiar, en Sjálfstæðismenín sína að Egilsstöðum um verzlunar. mannabslgina. Á samkomur þessar hefur þyrpzt mikill mannsöfnuður víðs- vegar að og hefur það ekkert far- ið eftir stjórnmálaskoðunum, og vissulega hefur oft verið til þess- ara mannfunda stofnað af mynd- arskap, þó fjárplógsstarfsemi hafi oft verið meiri en góðu hófi gegnir. T. d. um það hve langt er gengið í þessu efni, má geta þess, að fólk sem dvaldi í sumarbústað í Egils- staðarskógi um síðustu verzlunar- mannahelgi fékk heimsókn af borðalögðum lögregluþjóni sem krafði það um aðgangseyri að samkomunni. Á „sumarhátíðum“ þessum hef- ur oft verið æði sukksamt og slark mikið. Það er sjálfsagt erfitt fyrir forgöngumenn samkomanna að koma í veg fyrr drykkjuskap með tilheyrandi illindum og leiðindum, en illt er til þess að vita, að feg- urstu reitir Austurlands skuli gerðir að vettvangi fyrir þennan ófögnuð. Hátíð Sjálfstæðismanna á Egils- stöðum um síðustu verzlunar- mannahelgi mun hafa verið með versta móti hvað þetta snertir. Mjög margt fólk sótti þangað, og þó allur þorri þess hafi að sjálf- sögðu verið í hópi þeirra sem ekki mega vamm sitt vita í neinu, ber þess að gæta, að misjafn sauður er í mörgu fé. Um þessar mundir var áfengis-i útsölunni á Seyðisfirði lokað og því ýmsir erfiðleikar fyrir menn að afla sér vínfanga. Hér var því gullið tækifæri fyrir leynivínsala, enda mun það óspart hafa verið samkomur notað. Reykvískir sprúttsalar hafa það mjög fyrir sið, að fara með áfengi á bílum til að selja það á ýmsum mannamótum og gengur vara þeirra vel út. Ekki munu þeir hafa látið sig vanta á Egilsstaðarskemmtuninni en birgð ir þeirra munu hafa þrotið, því vart var við samkomugesti í áfeng- isleit niðri á fjörðum og bíll mátti ekki koma svo að Egilsstöðum að ekki þyrptust um hann áfengis- þyrstir menn í leit að víni. En það er ekki nóg með að drukkið hafi verið og drabbað á þessari samkomu. Einhverjir fingralangir náungar hafa líka verið þar á ferðinni, því mörgum hurfu ýmsir munir úr tjöldum og bílum, svo sem svefnpokar, fatn- aður og jafnvel peningar. Þá hurfu og ýmsir hlutir af bílum, svo sem benzínlok og hjólkoppar. Þessi samkomuhöld eru engum til sóma og þyrfti að leytast við að fyrirbyggja í framtíðinni að slark og drykkjuskapur verði mest áberandi þáttur þeirra. En þar er sjálfsagt hægar um að tala en við að gera. Til bóta mundi það líklega, ef samkomurnar stæðu að- eins einn dag. Mjög aukin lög- gæzla er nauðsynleg og ströng á- fengisleit í öllum þeim bílum sem ástæða er til að gruna að séu í þeim erindum að selja áfengi. Og það er ekki nóg að leita áfengis samkomudagana. Það þarf að leita þess í nokkra daga áður, því vel geta leynivínsalar öryggis vegna komið austur með varning sinn alllöngu fyrr en samkomur hefjast. Þeir sem fyrir þessum „sumar- hátíðum" standa verða að gera allt sem þeir mega til að losa þær við þann ómenningarbrag, sem á þeim befur verið og farið hefur í vöxt. Goðanes með Norðfjarðarldrkja. fullfermi Goðanes er nú á leið til Esbjerg rr.eð fullfermi af saltfiski og mun selja þar 15. eða 16. ágúst. Fiskur þessi ve'ddist við Bjarnareyjar. Veiðiferðin frá því skipið fer úr höfn þar til það k?mur til Es- bjerg mun taka um 6 vikur. Br feeiuíiii Kirkjan Mcssað verður á sunnudaginn lil. 2. Afmæli. Guðrún Björnsdóttir, kona Örn- ólfs Sveinssonar, trésmiðs, varð 60 ára 6 .ágúst. Hún fæddist á Vaði í Skriðdal, en flutti hingað 1920.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.