Austurland


Austurland - 11.08.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 11.08.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 11. ágúst 1956. ^usturlajhj Slys í Mjóafirði Bærinn Eld!;ysa er utarlega á norðurströnd Mjóafjarðar. Þar hafa upp á síðkastið búið bræður tveir rosknir, Sveinbjörn og Sig- urjón Sigurjónssynir. Að kvöldi 31. júlí lét Sveinbjörn þess getið við bróður sinn, að hann ætlaði að skreppa á sjó og fiska í soðið. Reyndi Sigurjón að telja hann af að fara, en hann sinnti því ekki. Gekk þá Sigurjón til sængur, en Sveinbjörn til sjávar. Morguninn eftir verður Sigurjón þess áskynja, að Sveinbjörn hef- ur ekki komið heim um nóttina og fer að svipast um eftir honum. Finnur hann Sveinbjörn á floti í vogi, seim eir lendingarstaður á Eldleysu, og var hann örendur. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti, sem nú skal greina: Þeir bræður áttu skektu, sem uppi stóð í voginum. Hafði Svein- björn hrundið henni á flot og að klöpp, sem er rétt við voginn. Klöppin er mjög hál og bendir allt til þess, að þar hafi Sveinbjörn fallið og slegið höfðinu við klöpp- ina og það orðið hans bani. Telur læknir að hann hafi látizt sam- stundis af höfuðhöggi. Sveinbjörn var 71 árs að aldri, ókvæntur og barnlaus. Bæjarkeppni í sundi Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu, verður háð hér kappni í sundi miíli Neskaupstað- ar, Hafnarfjarðar og Akraness. Fyrirhugað var að Keflavík yrði einnig þátttakandi í keppni þess- ari, en af einhverjum ástæðum getur ekki orðið af því. Keppnin á að fara fram sunnudaginn 19. ágúst og munu þátttakendur að líkindum verða um eða yfir 30. Keppt verður í 8 greinum og eru 2 þátttakendur frá hvorum aðila í grein. Þarna keppa margir snjallir sundmenn og er ekki að efa að þetta getur orðið mjög skemmti- legt mót. Hvaða bæjarfélag sigrar í móti þessu er alveg óvíst, þó að msstar líkur séu til þess að það verði Akranes. Sundfólkið mun koma með flugvél til Egilsstaða laugardaginn 18. ágúst og taka Þróttarfélagar þar á móti því og er meiningin að Þróttarfélagar taki sundfólkið til gistingar á heimili sín meðan það dvelur hér. •*'***N#s*^'#^#s#*N#v#\#\#sr*\^#\#s#s#\#\#srs#s#'#\#s#sr AuglýsiS i Ausfurlandi r'r#\#\#r«#\##s#s#\#s#s#\#<r*\#rs#r\#\#\#\#s#s##s#s#s#^' Utanríkisvíðskiptin Fjármálatíðindi er tímarit um efnahagsmál útgefið af Lands- bankanum. Er þar að finna mikinn fróðleik um ýmsa þætti efnahags- málanna og þróun þeirra. Annað hefti þessa árgangs Fjár- málatíðinda er nýkomið út. Aðal- grein þess fjallar um utanríkisvið- skiptin árið 1955. Það ár var verzl- unarjöfnuðurinn mjög óhagstæður eða um 416 millj. kr. Hafði út- flutningur staðið nokkurn veginn í stað frá árinu 1954, en innflutn- ingur stóraukizt. Af heildarútflutningi okkar voru 92.5% sjávarafurðir og 6% land- búnaðarafurðir og hafði útflutn- ingur þeirra aukizt verulega. Lítið var flutt út af ísuðum fiski og nær eingöngu til Vestur- Þýzkalands. En freðfiskur var mikilvægasti þáttur útflutningsins eða 31% heildarútflutnings. Meir en helmingur hans var seldur til Sovétríkjanna. Saltfiskur var 25% af heildarút- flutningnum. Skreiðarútflutningur minnkaði verulega frá 1954 qg útflutningur fiskimjþls minnkaði nokkuð og sama máli gegnir um þorskalýsi. En útflutningur karfa- lýsis, karfamjöls og hvalafurða jókst og útflutningur saltsíldar jókst-til muna. Innflutningur fór yfirleitt vax- andi á öllum sviðum. Þó lækkaði Verðmæti áburðarinnflutningsins um helming. Aðal aukning inn- flutningsins stafar þó af innflutn- ingi vara til framkvæmda, bygg- ingarsfni, vélnm og verkfærum. Bifreiðainnflutningur var geysi- mikill. Voru fluttir inn um 3400 bílar fyrir 106 millj. króna. Engar stórvægilegar breytingar urðu á viðskiptum íslend- ingar árið 1955 við einstök lönd og greiðslusvæði. Innflutn- ingurinn óx mest frá EPU-lönd- um og dollarasvæðinu, en útflutn- ingur til vöruskiptalanda óx hlut- fallsega. Viðskiptahallinn við Bandaríkin óx verulega. Bæði var innflutningur meiri og útflutning- ur minni. Viðskiptin við Bandarík- in voru okkur óhagstæð um 191 millj. kr. Vöruskiptaverzlun hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum. Ekkert land í Vestur-Evrópu hefur hlutfallslega eins mikil viðskipti við Austur-Evrópu og ísland og er það allt vöruskiptaverzlun. Reynslan hefur sýnt, að vöru- skiptaverzlun er okkur hagstæð, enda virðist sjálfsagt, að við lsit- umst við að beina viðskiptum okk- ar til þeirra þjóða, sem kaupa framleiðsluvörur okkar. En þessi vöruskiptaverzlun er þyrnir í aug- um heildsala, sem vilja fá gjald- eyrinn í hendur til að verja honum að eigin vild. Langmikilvægasti vöruskipta- samningur Islendinga var við Rússa. Samkvæmt honum keyptu þeir 18.5% af útflutningi okkar, en 15% árið áður. Rússar keyptu af okkur nær 24 þús. tonn af freð- fiski og 10 þús. tonn af saltsíld. Frá Rússlandi koma nær 14% inn- flutningsins. Eru það einkum olí- ur, b;nz'n, sement, járn og korn- vörur, sem áður voru að mestu keypt fyrir frjálsan gjaldeyri. Fínir menn a Framhald af 2. síðu. síld í ljós að þeir voru flognir til Reykjavíkur, þar sem virðulegir embættismenn tóku á móti þeim á flugvellinum. Frétzt hefur að nú muni þsir lifa á kostnað ríkisins og búa í gömlu húsi við Skólavörðu- stíginn. Z. | Til sölu | ■ 2 ■ 1 Stofuskápur til sölu. ■ 2 ■ Jón L. Baldursson. Þjóðhátíðarblað Yestmannaeyja fæst í Nesprenti. NorSfjarSarb ■ jForboðnir ávextir ■ • : Ný, frönsk úrvalsmynd með • dönskum texta. Er mynd þessi I var sýnd í Kaupmannahöfn, • gekk hún í 5 mánuði í sama • > bíóinu. | ' V’' ' Sýnd laugardag kl. 9. Eyja leyndar- dómanna ■ ■ ■ : Spennandi amerísk kvik- : mynd í litum. Sýnd sunnudag kl. 5. ■ Astarglettur : ; | Fjörug og skemmtileg ame-: | rísk dans- og söngvamynd í : ; litum. í Aðalhlutverk leika: * Virginia Mayo Ronald Reagan Gene Nelson ; : Sýnd sunnudag kl. 9. Til sölu ! ■ ■ ■ Barnavagn til sölu. — Verð i kr. 900.00. I Áslaug Tulinius. Hús til sölu Hús Ríkharðs Magnússonar er til sölu. — Þeir er hafa hug á húsinu sendi tilboð í það til Jóns Kr. Magnússonar Steins- nesi. Auglýsiug Vegna vegagerðar verður svokallaður Nýræktarvegur lok- aður fyrir bifreiðaumferð frá og með næstkomandi mánudegi fram um miðja viku. Bæjarstjóri. • • Oxlar með hjólum fyrir aftanívagna og kerrur, bæði vörubíla- og fólksbílahjól á öxlunum. — Einnig beizli fyrir heygrind og kassa. — Líka kerr- ur með járnbentum trékassa, sem má sturta úr. — Til sölu hjá Kristjáni Júiíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík e. u. — Póst- kröfusendi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.