Austurland


Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. ágúst 1956. Ráðstafanir til að tryggja síld- og karfaveiðar eftirtaldar ráðstafanir til stuðn- ings síldveiði við Suð-Vesturland á þessu hausti: a. Framleiðslusjóður verðbæti hverja smálest af útfluttri freð- síld með kr. 500.00 allt að 4.500 Austurland Rítstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. ÆSPRENT H-P Brotið blað Hinar nýju ráðstafanir ríkis. stjórnarinnar til að reyna að stemma stigu við dýrtíðarflóðinu, eru helzta umræðuefni manna á meðal og er það mjög að vonum svo mikið sem þetta mál varðar hvern mann í landinu. Mér virðist sem þessar ráðstaf- anir mælist vel fyrir. Allir eru sammála um, að eitthvað verði að gera til að stöðva áframhaldandi ] dýrtíð og yfirleitt þykir mönnum sem hér sé skynsamlega á málinu tekið, þó a'lir hafi ekki til fulls áttað sig á því hver áhrif þessar ráðstafanir hafa á hag hvers og eins. En því betur sem menn hug- leiða þetta, því sannfærðari hljóta menn að verða um, að hér er ekki um að ræða kjaraskerðingu laun- þega. Að vísu afsala þeir sér 6 vísitölustigum, sem þeir eiga rétt á, en þeir fá það bætt á þann hátt, að kaupmáttur launa helzt ó- breyttur og verður jafnvel meiri, en orðið hefði að öllu óbreyttu, því launþegar hefðu ekki fengið bættar að fullu þær verðhækkanir, sem yfir vofðu. Þegar rætt er um þessi mál, miða menn jafnan við það, hvaða áhrif ráðstafanirnar hafa á hag og afkomu launastéttanna og eiga þá við fó'k, sem tekur visst kaup fyrir hverja unna stund, viku eða mánuð. En það eru lekki allir laun- þegar, sem taka kaup á þennan hátt. Sú stétt, sem efnahagsaf- koman hvílir á öðrum stéttum fremur, það er fiskimennirnir, eiga afkomu sína undir afurðaverði. Þvert á móti lækkar kaup þeirra við vaxandi dýrtíð, því víðast hvar taka þeir þátt í útgerðarkostnaði. Hefði allt verið látið neka á reið- anum, mundi kaup fiskimanna hafa lækkað stórlega í hlutfalli við kaup annarra launþega og kaup- máttur launa þeirra hefði þorrið mjög. Afleiðingin hefði orðið vax- andi tilhneiging meðal sjómanna í þá átt, að leita sér vinnu í landi. Ef málið er skoðað frá sjónar- miði fiskimannsins, hvort heldur það er hlutamaður eða smáútvegs- maður, verður niðurstaðan sú, að þessar ráðstafanir ríkisstjómar- innar fela í sér verulegar kjara- bætur þeim til handa. Þetta er ákaflega mikilsvert at- riði, sem ekki má gleymast, þegar ákvarðanir ríkisstjómarinnar em metnar. I janúar s. 1. samþykkti ríkis- Stjórn íhaldsins ráðstafanir, sem hún kallaði bjargráð og voru í því fólgin að leggja óbærilega skatta á landsfólkið til að tryggja til bráðabirgða áframhaldandi útgerð í landinu. En þáverandi ríkisstjórn hafði ekki gert sér grein fyrir því, að gera þyrfti ráðstafanir svo mönnum væri fært að veiða síld í sumar og hefur núverandi sjávar- útvegsmálaráðherra, Lúðvík Jós- epsson, orðið að gera margvísleg- ar ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi útgerð til síldveiða. Þá er þess að geta, að í sumar hefur verið uppgripakarfaveiði við Grænland, en vegna frystihúsa- skorts hefur orðið að láta mikið af ágætis fiski í bræðslu. Ríkisstjórnin hefur skuldbund- ið sig til að verðbæta með 10 aur- um á kg. þann karfa, sem vegna frystihúsaskorts verður látinn í bræðslu, enda skuldbinda útgerð- armenn sig jafnframt til að leggja karfa á land til frystingar hvar sem er á landinu. Sumir staðir Hr ein dý r a v eiðar að verða sport Undanfarin ár hefur verið leyft að fella talsvert af hreindýrum og hefur veiðileyfum verið skipt milli þeirra hreppa í Múlasýslum, sem orðið hafa fyrir mestum ágangi af hreindýrum í beitilöndum. Hreindýrastofninn vex nú ört, enda hefur árferði verið gott fyrir hreindýrin. Undanfarið hafa ekki verið skotin eins mörg dýr og leyft hefur verið. Hitt er svo ann- að mál, að stundum mun illa hafa verið að unnið og dýr oft sloppið illa særð. Ætti engum að leyfast að veiða hreindýr, nema hann hefði áður verið löggiltur til þess eftir að hafa sannað hæfni sína í meðferð skotvopna. Nú er ákveðið að á þessu ári komi 600 veiðileyfi í hlut hrepp- áhna. Flest dýr koma í hlut Fljótsdalshrepps, 150 talsins, en fæst í hlut Egilsstaðahrepps, 7 dýr. Ráðuneytinu er heimilað að leyfa veiðifélagi, sem stofnað kynni að verða, að veiða allt að 100 dýr gegn 250 króna gjaldi fyrir skotið dýr og skiptist gjald- ið milli þeirra hreppa, sem veiði- leyfi fá eftir sömu skiptareglum og önnur veiðidýr. Það má sem sé búast við því, að innan skamms verði hreindýra- veiðar stundaðar sem sport hér á Austurlandi og er ekkl að efa, að það verður eftirsótt sport, engu síður en aðrar veiðar. hafa frystihús, sem lítið berst að, og fólk, sem lítið hefur að gera og ætti að mega gera ráð fyrir, að þessar ráðstafanir tryggi eitthvað af karfa þangað til vinnslu. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru í stuttu máli þessar: 1. Eins og áður hefur verið frá skýrt ákvað ríkisstjórnin snemma í þessum mánuði, að heimila að vsrðbæta úr framleiðslusjóði allt að 50 þús. tunnur af síld, sem sölt- uð yrði norðanlands og austan, til viðbótar þeim 250 þús. tunnum, sem áður hafði verið samþykkt að verðbæta, Nemur verðuppbótin kr. 57.50 á tunnu 2. Seint 1 júlí gerði ríkisstjórnin Framhald af 1. síðu. gjald að hækka um 6 vísitölustig. Um miðjan september á að ganga í gildi nýtt verð á landbún- aðarvörum. 1 þeþn verðútreikn- ingi á að reikna kaup bóndans með 184 vísitölustigum í stað 164 í fyrra. Verð landbúnaðarafurða mundi því, ef ekkert væri aðhafzt, hækka stórlega. Þá hækkun mundu launþegar ekki fá bætta í hækkuðu kaupi fyrr en 1. des. og þó ekki að nálægt því öllu leyti, því kaup það, sem bóndanum er reiknað, má ekki hafa áhrif til hækkunar vísitölu. Niðurstaðan yrði sú, að strax um miðjan mán- uð væri búið að hafa aftur af launþegunum þessi 6 vísitölustig, og meira til. Ríkisstjórnin sneri sér til verk- lýðs- og bændasamtakanna og tók upp viðræður við þá aðila um hvernig hægt væri að stöðva þessa óheillaþróun til bráðabirgða á meðan ríkisstjórnin undirbyggi tillögur sínar um frafhbúðarlausn málsins. Sú varð niðurstaða þessara við- ræðna að verklýðssamtökin féllust á að afsala sér þeirri kaup- hækkun sem ganga átti í gildi 1. sept. og verður kaup óbreytt til ársloka. Bændasamtökin féllust og á, að bændur afsöluðu sér 6 vísi- tölustigum. Gegn þessu kemur svo það, að ríkissjóður greiðir niður aðra hækkun landbúnaðarafurða til árs- loka og verður því verðlag þeirra óbreytt. Ennfremur skal festa allt verð- lag í landinu og má enga vöru eða lestum. b. Framleiðslusjóður verðbæti hverja útflutta saltsíldartunnu, allt að 60 þús. tunnum, með 110 krónum. 3. Framleiðslusjóður greiði í allt að tvo mánuði vátryggingariðgjöld þeirra skipa, er síldveiðar stunda við Suð-Vesturland. Sömu verðuppbætur verða greiddar á reknetasíld um land allt og hliðstæðar reglur gilda um greiðslu vátryggingariðgjalda. 4. Ákveðið hefur verið að verð- bæta karfa svo sem áður er lýst. Ríkisstjómin tekur það fram, að enn hafi framleiðslusjóði ekki ver- ið aflað tekna til að standast þessi útgjöld. þjónustu selja hærra verði til árs- loka en gert var 15. ágúst. Félagsmálaráðherra gaf svo á þriðjudaginn út bráðabirgðalög, sem hafa inni að halda öll þessi atriði og er þar með í eitt skipti fyrir öll vísað á bug öllum verð- hækkunarkröfum næstu f jóra mán- uði. Þau vinnubrögð, sem viðhöfð liafa verið í þessu máli, eru allt önnur en undanfarið hafa tíðkast í stjórnarráðinu. Nú er leitazt við að leysa vandann í samráði við alþýðusamtökin og engar ráðstaf- anir gerðar, nema þau fallist á þær fyrirfram. Þetta sýnir, að ríkisstjórnin finnur sig ábyrga gagnvart sam- tökum fólksins og að þau telja sig bera ábyrgð á þeirri ríkisstjórn, sem þau unnu að því að mynda. Verði vandamálin ekki leyst með einlægu samstarfi stéttasamtak- anna og ríkisstjórnarinnar, verða þau áreiðanlega ekki leyst á ann- an hátt. Hitt er svo annað mál, að hér er eingöngu um bráðabirgðarráð- stafanir að ræða. En ríkisstjórn- inni hefur verið tryggt svigrúm til að undirbúa frambúðarlausn vandamálanna á næstu fjórum mánuðum. Og það svigrúm mun hún áreiðanlega nota vel. íslenzk alþýða mun líka fylgjast vel með aðgerðum ríkisstjórnar- innar og styðja hana til að koma í höfn þeim málum, sem til bóta standa, en jafnframt veita henni nauðsynlegt aðhald. Ríkisstjórnin ræðst gegn dýrtíðinni v

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.