Austurland


Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sosfalista á Ansturlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 31. ágúst 1956. 31. tölublað. Ríkisstj órnin ræðst gegn dýrtíðinni Kaupgjald og verðlag fest næstu fjóra mánuði í samráði við samtök vinnustéttanna Arfur íhaldsins Undanfarið hefur dýrtíðin færst geigvænlega í aukana og ógnar at- vinnuvegum og öllu efnahagskerfi þjóðarinnar og áframhald á sömu braut getur ekki leitt til 'annars en algjörs öngþveitis og hruns. Allar hafa síðustu ríkisstjórnir lýst yfir því, að þær litu á það sem eitt af sínum höfuðverkefnum að vinna bug á þessum ógnvaldi, en í reyndinni hafa stjórnarað- gerðir beiniínis stuðlað að örum vexti dýrtíðarinnar. Sköttum af fjölbreytilegustu tegundum hefur verið hlaðið á þjóðina, verðlags- eftirlit afnumið á flestum vörum og umyrðalaust orðið við kröfum um verðhækkanir af hálfu þeirra, sem annast dreifingu vara, sem enn eru háðar verðlagseftirliti. Hafi örlað á viðleitni til að spyma við fótum, beindist hún öll gegn hagsmunum alþýðunnar og ekkert reynt til að hafa samráð við al- þýðusamtökin. Allar slíkar tilraun- ir voru því fyrirfram dæmdar til að misheppnast. Arfurinn, sem núverandi ríkis- stjórn tók við, var helsjúkt fjár-< málakerfi, gjaldþrota atvinnuveg- ir á ríkisframfæri og sívaxandi úýrtíð, sem var búin að kippa grundvellinum undan heilbrigðu atvinnu- og fjármálalífi. Það var því augljóst, að ríkis- stjórnin þurfti að taka með ein- heitni og festu á málunum, ef tak- ast átti að stöðva óheillaþróun þá, sem hlaut að leiða til algjörrar upplausnar og öngþveitis. Meira en orðun tóm Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni sem eitt aðaU Verkefni, að stöðva dýrtíðina og lækka siðan. Eins og áður er sagt, hafa margar ríkisstjórnir haft þetta á stefnuskrá og munu því ekki allir hafa tekið það hátíðlega, þó núverandi stjórn tæki það upp. En það er nú í ljós komið, að hug- Ur fylgir máli og hefur ríkis- stjórnin þegar hafizt handa í uiálinu. Fyrsta sporið var það, að skömmu eftir stjórnarskiptin var, í samráði við alþýðusamtökin, skipuð sérfræðinganefnd til að rannsaka hvaða ástæður valda öf- ugþróuninni. Verður þetta nokk- urskonar úttekt á þjóðarbúinu í lok valdatímabils íhaldsins. Á nið- urstöðum þessarar nefndar hyggst svo ríkisstjórnin byggja viðreisnn artilraunir sínar. En á msðan beðið er eftir nið- urstöðum nefndarinnar, en starf hennar hlýtur að vera umfangs- mikið, er nauðsynlegt og óhjá- kvæmilegt' að grípa til ýmissa bráðabirgðaráðstafana til að hamla gegn verðþennslunni og stöðvun atvinnuveganna. Austurland hóf göngu sína 31. ágúst 1951 og er því 5 ára í dag. Blaðið hefur komið út nokkurn veginn reglulegu einu sinni í viku þessi 5 ár, þó nokkrum sinnum hafi verið nokkurra vikna hlé á. Alls hafa komið út 219 tölublöð af Austurlandi að þessu meðtöldu. Ég hef annazt ritstjórn blaðsins frá upphafi og það er ekki mitt að meta hvernig mér hefur tekizt það verk, En mér er það Ijóst, að blað- ið hefur borjð þess greinileg merki, að því er stjórnað af manni, sem er önnum kafinn fyrir við erilsamt starf og getur ekki sinnt blaðinu, nema í stopulum tómstundum. En þrátt fyrir þá annmarka, sem eru á ritstjórn blaðsins, hygg ég að það standist samanburð við önnur hliðstæð blöð og er að sumu leyti nokkuð sérstætt í röð ís- lenzkra blaða. Austurland hefur einkum leit- azt við að styðja að tvennu. I fyrsta lagi að auknum áhrifum verklýðshreyfingar, bættum hag alþýðunnar og vexti og viðgangi stjórnmálasamtaka alþýðunnar, Sósíalistaflokksins og Alþýðu- Krafa um verðhækkanir Ýms auðfélög, sem annast dreif- ingu einstakra vörutegunda og ýmsa þjónustu, hafa frá stjórnar- skiptum ekki linnt látum með að krefjast leyfis til verðhækkana. Þessi starfsemi er háð verðlags- eftirliti, en þeir, sem sloppnir eru undan eftirliti, hafa vafalaust ekki sparað verðhækkanir. Olíufélögin hafa krafizt þess, að fá að hækka henzínlítrann um 8 aura og gasolíuna um 6 aura lítrann. Kolakaupmenn í Reykjavík hafa krafizt þess að fá að hækka verð á kolum um 3 krónur tonnið. Sérleyfishafar hafa krafizt 10% hækkunar á fargjöldum. bandalagsins. Og í öðru lagi hefur blaðið viljað vinna að áhuga- og hagsmunamálum þessa fjórðungs og túlka sjónarmið þeirra, sem barizt hafa fyrir sérmálum Aust- firðinga. Hvernig blaðinu hefur tekizt að rækja þessi ætlunarverk sín skal ég ekki reyna að leggja dóm á. En það hygg ég, að allir geti fallizt á, bæði samherjar og andstæðingar, að ef Austurlands hefði ekki notið við, hefði sigur Alþýðubandalags- ins í Suður-Múlasýslu ekki orðið jafn glæsilegur og raun varð á nú í vor. Ekki voru allir bjartsýnir á framtíð blaðsins þegar það hóf göngu sína fyrir 5 árum. Ýmsir töldu, að í svona litlu bæjarfélagi væri ekki unnt að halda úti prent- uðu vikublaði, vegna kostnaðar, því þó talsvert seljist af blaðinu utan bæjar, byggist fjárhagsaf- koma þess að langmestu leyti á sölu hér í bænum og auglýsingum úr bænum. En þetta hefur allt gengið von- um betur og blaðið er rekið tekju- | hallalaust, en þess ber að gæta, að Bæjaryfirvöldin í Reykjavík hafa í hyggju að hækka raf- magnsverð um 6%. Verðlagsmál heyra undir Hanni- bal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, og hefur hann vísað öllum þessum kröfum á bug. Verðhækkunarpostularnir lýsa yfir mikilli undrun yfir því að ekki skuli umyrðalaust orðið við kröfum þeirra um verðhækkanir. Þeir hafa vanizt því, að slíkar kröfur væru teknar til greina fljótt og vel, þótt verkafólk hafi orðið að heyja harðvítuga baráttu til að hækka verð á sinni vöru — vinnuaflinu, sem skapar öll þau verðmæti, sem þjóðin lifir á. Kaupgjald og verðlag fest til bráðabirgða Nú um mánaðamótin átti kaup- Framhald á 2. síðu. qra ekkert er greitt fyrir ritstjórn og afgreiðslu. Væri það gert, mundi rekstur þess vera vonlaus. Ýmsir góðir menn hafa lagt mér lið við útgáfu b’aðsins með ábend- ingum og með því að skrifa í það, en þeir hefðu þó gjarnan mátt gera meira að því, og sérstaklega hefðu fleiri mátt senda blaðinu línu. Von- ast ég til að í framtíðinni finni fleiri en hingað til hvöt hjá sér til að koma áhugamálum sínum á framfæri í blaðinu. Mér hefur oft verið mikil ánægja að því, að annast ritstjórn Austurlands, þó oft hafi ég orðið að leggja allhart að mér til þess að koma blaðinu út. Og mér hefur verið það mikið ánægjuefni að finna, hve mikinn áhuga menn hér i bæ hafa á blaðinu. Það má segja, að það sé orðið þýðingarmikill þáttur í bæjarlífinu. Þetta hef ég hvað eftir annað fundið, þegar við hefur borið, að útgáfa blaðsins hefur fallið niður, eða útkomu þess seinkað. Og þessi almenni á- hugi á að hvetja þá, sem að blað- inu standa, til að láta útgáfu þess Framh. á 4. síðu. Austurland fimm

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.