Austurland


Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. ágúst 1956. Lúðrasveitin ráð- gerir hlj ómleikaför Lúðrasveit Neskaupstaðar hefur aflað sér mikilla vinsælda bæði innanbæjar og utan, enda hefur hún náð mjög góðum árangri. Fé- lagar svsitarinnar hafa líka lagt mikið kapp á að æfa sig sem bezt, þrátt fyrir það, að þeir eru önnum kafnir menn og þurfa að leggja hart að sér til að sækja æfingar. Fyrir félags- og skemmtanalíf bæjarins, og raunar í öðrum byggðarlögum líka, hefur lúðrasveitin ómetanlegt gildi. Hún hefur líka átt því láni að fagna, að eiga kost á ágætum stjórnanda, sem leggur mikla alúð við þjálfun hennar, en stjórnandi hsnnar er Haraldur Guðmundsson, prentari. Lúðrasveitin hefur nú á prjónunum áform um að fara í hljóm- leikaför um Austfirði og í tilefni af því hitti blaðið formann lúðra- sveitarinnar, Jón Karlsson, verzlunarmann og spurði hann fregna af starfsemi sveitarinnar. — Hvað kemur lúðrasveitin oft saman til æfinga? — Við æfum tvisvar í viku, tvær stundir í senn. Árið 1955 voru æfingar 120 talsins. — Og hvernig eru æfingar sóttar ? — Ágætlega. Og áhugi félag- anna er mikill. Hafið þið oft leikið opinber- lega á þessu ári? — Utanbæjar. höfum við leikið á þessum stöðum: Eskifirði 17. júní, Reyðarfirði fyrir Alþýðu- bandalagið eftir kosningar og á sumarhátíðum Framsóknarmanna á Hallormsstað og Sjálfstæðis- manna á Egilsstöðum. Hér í bæ hefur lúðrasveitin leikið 9 sinnum Árbók S.V.F.Í. Blaðinu hefur borizt Árbók Slysavarnarfélags Islands 1955— 1956. Af efni bókarinnar skal geta þessa: Minningargreinar um Sig- urjón Á Ólafsson, alþm. og Jón E. Bergsveinsson, erindreka, en þeir voru báðir í fremstu röð slysavarnarstarfseminnar, grein um björgunarbátinn Gisla J. Johnsen, grein um aldarafmæli norsku slysavarnarstarfseminnar. Þá er og í ritinu að finna mikinn fróð’eik um starfsemi Slysavarn- arfélagsins og skýrslur um björg- un og slysfarir. Þar af vil ég nefna þessar greinar og skýrslur: Björgunarsýning Slysavarnarfé- lags íslands á Reykjavíkurflug- velli, sjúkraflugið 1954 og 1955, starfsemi Slysavarnarfélags- ins 1954 og 1955, björgun og að- stoð úr sjávarháska 1954 og 1955, skýrslur björgunarskipanna 1954 og 1955 og margt fleira. Árbókin er prýdd miklum fjölda mynda og hin vandaðasta að öllum frágangi. Hún verður borin í hús og boðin til sölu nú um helgina. það sem af er þessu ári, við ýms tækifæri. Alls höfum við því leikið opinberlega 13 sinnum frá ára- mótum. — Ég hef beyrt, að þið séuð að undirbúa hljómleikaför. Hvað get- ur þú sagt mér um það? Lúðvíl( Jósepsson: Áfmæliskveðja Mér er sagt að blaðið okkar, Austurland, sé 5 ára nú um þessar mundir. Það er að vísu ekki hár aldur og ekki af miklu að státa þó að haldið hafi verið úti prentuðu blaði hér eystra þennan tíma. Útgáfa Austurlands þessi ár er þó á margan hátt mikilsverð og merkileg fyrir okkur. Austurland hefur verið eina prentaða blaðið hér eystra og eina blaðið sem komið hefur út reglu- lega og fyrst og fremst hefur helg- að sig austfirzkum málefnum. Útgáfa blaðsins hefur jafnan verið miklum erfiðleikum bundin. 1 byrjun var hér engin prent- smiðja og hana varð því að kaupa hingað, ef hægt átti að vera að gefa hér út prentað vikublað. í þetta var ráðizt, auðvitað af miklum vanefnum, og því urðum við að sætta okkur við mjög ó- fullkomna prentun fyrstu árin. Nú hefur tekizt að gera prentun blaðsins góða svo það er að allra áliti fyllilega sambærilegt að öll- um frágangi við blöð annars stað- ar á landinu. Útgáfa Austurlands hefur verið fjárhagslega mikið átak fyrir okk- ur, en auk þess er öll vinna við blaðið mikið verk, sem mest hefur verið unnið í aukavinnu og án allr- ar greiðslu. Ýmsir góðir menn eiga hlut að máli, að tekizt hefur að halda blaðinu úti, en enginn einn maður á þar eins stóran þátt í og ritstjóri blaðsins, Bjarni Þórðarson. Bjami hefur ekki einasta skrif- — Já, það er rétt. Við höfum ákveðið, að byrja hljómleikaför um Austfirði laugardaginn 8. sept. Þann dag leikum við á Fáskrúðs- firði og á Reyðarfirði á sunnudag. Hér heima ráðgerum við að leika föstudaginn 14., en laugardaginn 15. ætlum við okkur að leika á Seyðisfirði og á Eskifirði daginn eftir 16. sept. Fleirj. hljómleika höfum við ekki ráðgert. — En hvemig er efnisskráin? — Það hefur enn ekki verið gengið endanlega frá henni, en leikin verða létt, klassísk lög eftir innlenda og erlenda höfunda. — Hvað eru hljóðfæraleikar- arnir margir: — 18 að meðtöldum stjórnanda. — Verður nokkuð annað efni en hljómleikar á dagskrá hjá ykkur? — Já, Jónas Árnason mun flytja frásöguþátt, en eins og allir vita er hann í hópi þekktustu og vinsælustu fyrirlesara landsins og er ég þess fullviss, að áheyrendum muni falla það vel og þykja það góð uppbót á hljómleikana. til Áusturlands að megnið af efni blaðsins, heldur hefur hann einnig orðið að leggja á sig stórfellda bagga fjárhagslega því til stuðnings. Austurland hef- ur verið áhugamál Bjarna frá upp- hafi og það var hann, sem brauzt í því að kaupa hingað prentsmiðju og hefja hér rekstur hennar. Nú er Austurland búið að fá þá viðurkenningu hér í Neskaupstað og reyndar um allt Austurland, að menn mega ekki hugsa til þess að það hætti að koma út. Hér í bæ er blaðið orðið fastur og óhjákvæmilegur þáttur í bæjar- lífinu. Útbreiðsla þess fer vaxandi og þess má greinilega finna merki að það er að verða ómissandi þáttur í lífi Austfirðinga almennt. Austurland hefur þegar gert austfirzkum málefnum mikið gagn. Það er enn eina austfirzka blaðið og þar af leiðandi eina blaðið sem stöðugt hlýtur að ræða aðaláhuga- mál okkar hér eystra. Á þessu fimm ára afmæli blaðs- ins er nauðsynlegt að allir velunn- arar þess sýni í verki að þeir meti starfsemi blaðsins. Nú ættu þeir að styrkja blaðið fjárhagslega og vinna kappsam- lega að útbreiðslu þess og aðstoða ritstjórann með skrifum í blaðið. Það er von mín að næstu 5 árin verði blaði okkar hagstæð og að á þeim tíma megi það stækka og stórfjölga kaupendum um allt Austurland. Lúðvík Jósepsson. Or bænum Kirkjan Messað verður á sunnudaginn kl. 2. H jónaband: Gefin voru saman í hjónaband 25. ágúst ungfrú Bergsveina Gísladóttir, Neskaupstað og Geir Sigurjónsson, stýrimaður, Hval- eyrarbraut 5, Hafnarfirði. Séra Ingi Jónsson framkvæmdi hjóna- vígsluna. Trúlofun: Ungfrú Guðrún He](gadóttir, Hvammi, Hrunamannahreppi og Steinar Lúðvíksson (Jósepssonar), sundkennari, Neskaupstað, opin- beruðu trúlofun sína 23. ágúst. Afmæli: Ásmundur Guðmundsson, Skuld, varð 70 ára 26. ágúst. Hann fæddist á Kömbum við Stöðvar- fjörð, en fluttist hingað 1914. Ás- mundur stundaði lengst af sjósókn og útgerð, en auk þess verka- mannavinnu, fiskmat og fleira. Óla Sveinsdóttir, kona Þorsteins Stefánssonar, trésmíðameistara, varð 50 ára 27. ágúst. Hún er borin og bamfæddur Norðfirðingur, en allra síðustu árin hafa þau hjón átt heima í Reykjavík. En Óla hélt upp á afmælið í hópi bama sinna, j vina og annarra vandamanna hér í bænum. Jósef Halidórsson, verkamaður, Bifröst, varð 60 ára í gær, 30. ág- úst. Hann fæddist á Þuríðarstöð- um í Eiðaþinghá, en fluttist ung- ur, með foreldrum sínum til Sand- víkur. Hér hefur hann verið bú- settur síðan 1933. Austurland 5 ára Framhald af 1. síðu. ekki niður falla og vanda betur til efnis þess og gera það fjölbreytt- ara þó smæð blaðsins skeri því nokkuð þröngan stakk. Ég vil við þetta tækifæri þakka þeim, sem á einn eða annan hátt hafa stutt mig í því að halda blað- inu úti og ennfremur vil ég þakka þeim mönnum, sem annazt hafa afgreiðslu blaðsins, en þeirra verk er mikið. Og loks vil ég þakka þeim, sem prentað hafa blaðið, Sverri Jóns- syni, Ingvari Bjarnasyni og Har- aldi Guðmundssyni störf þeirra. Ég vona, að Austurlandi verði langra lífdaga auðið og að það megi vinna gagn samtökum alþýð- unnar bæði á faglegu og stjórnr málalegu sviði. Og ég vona að Austurland geti orðið skeleggur málsvari Austurlands, túlkað sjón- armið Austfirðinga og flutt mál þeirra. Bjarni Þórðarson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.