Austurland


Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 31.08.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 31. ágúst 1956. AUSTURLAND 3 Bréf sent Austurlandi: v_________________________j Níðst á girðingum Þess er krafizt af okkur fjár- eigendum, að við sjáum svo um, að fénaður okkar gangi ekki í bænum og höfum við oft, bæði fyrr og síðar fengið óþvegnar skammir fyrir ágang sauðfjár í bæjarland- inu. Þess er líka af okkur túneig- endum krafizt, að girðingar okkar séu í lagi, svo fénaður komist ekki þá leiðina í bæinn. Það er líka skaði okkar ef girðingunum er ábótavant. En okkur er oft gert erfitt fyr- ir að verða við þessum kröfum og skal ég nefna dæmi, sem ég hef haft nær daglega fyrir augum í sumar. Mikil brögð hafa verið að því, að fólk, sem fer í berjamó hér upp í hlíðina, klifri yfir girðingar og níði þær niður. Meira að segja veit ég dæmi þess, að girðingar hafa verið klipptar sundur. Og stundum hefur þetta fólk skemmt föt sín á þessu príli. Girðingapríl virðist vera nokkurskonar sport, því oft leggur fólk það á sig að klifra yfir girðingar fremur en að ganga um hlið, sem eru þar rétt hjá og miklu auðveldara og fljótlegra að ganga um þau, en að klifra yfir girðing- arnar. Það eru nógar greiðfærar leiðir upp í fjall. Ég vil því í allri vin- semd mælast til þess, að fólk hætti að níðast á girðingunum, en að það í þess stað gangi um hliðin. En gleymið samt ekki að loka þeim á eftir ykkur. Fjáreigandi. Gerpi lilevpt af stokkunum 4. sept Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, verður hinum nýja togara Norðfirðinga, Gerpi, hleypt af stokkunum n. k. þriðjudag 4. sept. kl. 5 e. h. eftir þýzkum tíma. Frú Áslaug Tulinius, sem nú er stödd í Þýzkalandi, mun gefa skip- inu nafn. Hafa tveir af fjórum togaranefndarmönnum samþykkt í>á ráðstöfun, ......................... AuglysiS i Ausfurlandi Nor8f]ar$arbió Viva Zapata Sýnd föstudag kl. 9. Gróska lífsins Frönsk verðlaunamynd. Myndin er talin bezta franska myndin sem sýnd var í Frakk- landi árið 1954. Sýnd laugardag kl. 9. Ast í draum- heimum Amerísk kvikmynd í litum frá 20th. Century-Fox. Sýnd sunnudag kl. 5 fyrir börn. Sagan af Glenn Miller Amerisk stórmynd í litum. Aðalhlutverk: James Stewart June Allyson Sýnd sunnudag kl. 9. Leyfi til bátakaupa Nýlega var úthlutað leyfum fyr- ir 5 stálbátum 75 lesta frá Aust- ur-Þýzkalandi. Þar af koma 2 til Austfjarða. Annar til Vilbergs Sveinbjörnssonar, Seyðisfirði, og hinn til Stöðvarhrepps, Stöðvar- firði, Hinir fara til Akraness, Vest- mannaeyja og Skagastrandar. Þá er verið að byggja stálbát fyrir Djúpavog. Hornfirðingar vilja stærri báta Vegna vaxandi fiskgengdar við Suð-Austurlandið og aukinnar netaútgerðar, ætla Hornfirðingar þeir sem nú eiga 40 lesta fiski- báta að selja þá og fá 60 lesta báta í staðinn. Fram starfar á ný Fyrir stuðning og atbeina stjórn arvaldanna hefur Frystihúsið Fram á Fáskrúðsfirði tekið til starfa eftir nokkurra mánaða stöðvun. Framkvæmdastjóri er Margeir Þórormsson, """'""""■■■■•■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■^'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•.■■■■■■■•■■■■■••■■■■•■■r'* « ■ ■ ■ s ■ Fyrirhugað er að halda í Neskaupstað námskeið fyrir ■ matreiðslumenn á fiskiskipum ef næg þátttaka fæst. ■ ■ « Umsóknir skulu komnar til undirritaðs fyrir 20. september. | ■ i Jón Pálsson, sími 113. Matreiðslunámskeiö Frá byggingarnefnd Byggingarnefnd Neskaupstaðar heldur framvegis fundi r:glulega fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Erindi til byggingarnefndar skulu afhent ívari Kristinssyni, byggingarfu’ltrúa ekki síðar en viku fyrir þann fund, sem þeim J er ætlað að koma fyrir. Byggingarnefnd Neskaupstaðar. I Nr. 16/1956. Tilkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið, að framvegis skuli akstur leigubifreiða til fólksflutninga og sendibifreiða vera háð- ur verðlagsákvæðum. Jafnframt hefur skrifstofan ákveðið, að gjaldskrá fyrir nefnd- ar bifreiðir, sem gilt hefur frá í febrúar s. 1., gildi áfram óbreytt. Reykjavík, 28. ágúst 1956. Verðgæzlustjórinn. Frá hafnarnefnd Hafnarnefnd Neskaupstaðar hefur ráðið Ölver Guðmundsson, út- gerðarmann til að hafa eftirlit með legufærum, sem lögð eru _ í höfnina. Ber öllum, sem ætla sér að leggja slík legugögn í höfnina, að snúa sér til hans, leita samþykkis hans á gerð og styrkleika legufæranna svo og hvar og hvernig þau skuli lögð. Ber að hlýta fyrirmælum hans í einu og öllu hvað þetta snertir. Þá vill hafnamefnd benda á, að samkvæmt breytingum á hafnarreglugerð fyrir Neskaupstað, nr. 141, 21. des. 1955, ber öllum þeim, sem nú eiga legugögn í höfninni, að fá samþykki j hafnarnefndar fyrir frágangi þe rra og stað í höninni. Neskaupstað, 28. ágúst 1956. Hafnarnefnd Neskaupstaðar. Frá Verkalýðsfél. Norðfirðinga Það tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, með til- vísun til bráðabirgðalaga útgefnum 28. ágúst s. 1. að kaupgjald verkafólks í Neskaupstað breytist ekki 1. sept. n. k., heldur verð- ur gildandi kaupskrá í gildi til loka yfirstandandi árs. Auglýsing félagsins, sem birtist í 30. tbl. Austurlands, um kaupgjald verkafólks 1. sept.—1. des. 1956, er því úr gildi fall- in og afturkallast hér með. Félagsstjórnin,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.