Austurland


Austurland - 07.09.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 07.09.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 7. september 1956. Erlendir sérfræðingar aðstoða Eins og áður hefur verið frá skýrt, skipaði ríkisstjórnin sér-J fræðinganefnd til rannsóknar á efnahagsástandi Islands. 1 sambandi við val á sérfræð- ingi sneri ríkisstjórnin sér til Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Washing. ton, er hefur á að skipa færustu sérfræðingum á sviði fjármála og efnahagsmála. Hefur valizt til starfsins dr. J. J. Polak, sem er aðstoðarforstjóri við hagfræði- deild sjóðsins. Dr. Polak er Hollendingur og heimskunnur hagfræðingur. Vann hann lengi með hinum þekkta hol- lenzka hagfræðingi prófessor Tin- bergen, en hefur nú starfað við AI- þjóðagjaldeyrissjóðinn um margra ára skeið. Hann hefur auk vísinda- starfa framkvæmt rannsóknir í öðrum löndum svipaðar þeirri, er hér á að gera. Til aðstoðar dr. Polak verður Rolf Evenson, norskur hagfræð- ingur sem starfað hefur við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Er Even- son mjög kunnur efnahagsmálum Islands og hefur áður heimsótt Is- land á vegum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Jónas Haraldz, hagfræðingur, sem er starfsmaður Alþjóðabank- ans í Washington og dvalizt hef- ur hér á landi í sumarleyfi sínu, hefur undanfarnar vikur starfað að undirbúningi að komu hinna er- lendu sérfræðinga, og ennfremur sem ráðunautur ríkisstjórnarinnar Glíman yið dýrtíðina Framhald af 1. síðu. litið á þessar aðgerðir sem bráða- birgðaráðstafanir, sem tryggja hsnni svigrúm til að vinna að frambúðarlausn þessa mikla vandamáls. f sambandi við niðurfærslu dýr- tíðarinnar og þar með lækkað kaupgjald í krónutölu, er margs að gæta. Sjálf lækkun dýrtíðarinn- ar hlýtur að skapa ýms vandamál, sem jafnframt verður að leysa. Má þar t. d. minna á skuldir. Fjölda margir menn hafa stofnað til mikilla skulda, svo sem í sam- bandi við íbúðabyggingar. Lækki kaupgjald að krónutölu, þó kaup- máttur launa ef til vill vaxi, verða skuldir þessar óbærilega, því þá þarf miklu stærri hluti launanna en áður að ganga til greiðslu af- borgana og vaxta. Jafnframt því, að dýrtíðin verður færð niður, þarf með einhverjum ráðum að færa niður skuldir. Það er því erfitt hlutverk, sem bíður ríkisstjómarinnar, að færa niður dýrtíðina og koma atvinnu- vegunum á traustan grundvöll. En takist þessari ríkisstjóm ekki að leysa vandann í samstarfi við sam- tök vinnandi manna, er ekki lík- legt að öðrum takist það. við bráðabirgðaaðgerðir í efna- hagsmálunum. Að loknu sumar- leyfi er Jónas á förum til Was- hington þann 20. þ. m., til að halda áfram störfum sínum við Alþjóðabankann. Dr. Polak og Evenson em komn- ir til landsins. Snjall spámaður Fyrir kosningarnar í vor gaf „Fjölvís" út vandaða kosninga- handbók og efndi jafnframt til verðlaunagetraunar um kosninga- úrslit. Var heitið 10 þús. kr. í að- alverðlaun en til þess að hreppa þau varð að geta rétt til um alla 52 alþingismenn og ekki mátti muna nema 100 atkvæðum hjá hverjum flokki í Reykjavík og öllu landinu. Næði enginn aðalverð- launum, var þeim sem næst kæm- ist hinu rétta heitið 1000 kr. Úrslitin eru nú kunn. Enginn var svo snjall að ná 10 þús. kr. verðlaunum, en einn þátttakandi komst furðanlega nærri hinu isanna. Var það Meyvant Rögn- valdsson á Siglufirði. Hlaut hann 1000 kr. verðlaun og vegna frá- bærs árangurs sæmdi útgáfan hann Orðabók Sigfúsar Blöndals sem aukaverðlaunum. Meyvant gat rétt til um alla kjördæmakjörnu þingmennina og 6 uppbótarmenn. í Reykjavík gat hann upp á eft- irfarandi tölum og eru réttar töl- ur hinnan sviga: Alþýðufl. 6.250 (6.306) Sjálfstæðisfl. 16.900 (16.928) Þjóvarnarfl. 2.000 (1.978) Alþýðubandal. 8.200 (8.240) Á öllu landinu: Alþýðufl. 15.100 (15.153) Framsókn 13.000 (12.925) Sjálfst.fl. 35.000 (35.027) Þjóðvarnarfl. 3.700 ( 3.706) Alþ.bandal. 15.900 (15.859) Verðmerkja skal vörur Fyrirskipað hefur verið, að hengja skuli upp í verzlunum verð- skrár með hámarksverði á öllum helztu vörutegundum. Allýtarlegar verðskrár verða og birtar í blöðum og á annan hátt. Þá er og fyrir- skipað, að verðmerkja allar vörur í verzlunum, bæði í sýningarglugg- um og annars staðar. Loks er gert ráð fyrir stórauknu opinberu eft- irliti því til tryggingar, að ákvæðin um bann við verðhækkunum verði haldin. Með þessu hyggst ríkisstjórnin auðvelda almenningi að fylgjast með verðlaginu og gerir honum kleift að sjá um, að verðhækkun- arbanninu sé framfylgt bryggja til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Aðalsteinn Halldórsson. Frá lögreglunni Næstkomandi mánudag, 10. sept., verður fargað öllum þeim flækingsköttum, sem til næst hér í bænum. Fólki er því bent á að hafa húsketti sína innan dyra nefndan dag. Lögreglan. Matreiðslunámskeið Fyrirhugað er að halda í Neskaupstað námskeið fyrir matreiðslumenn á fiskiskipum ef næg þátttaka fæst. Umsóknir skulu komnar til undirritaðs fyrir 1. október. Jón Pálsson, sími 113. Tilkynning Hér með er öllum aðiljum, er það varða, bent á fyrirmæli í 1. mgr. 4. gr. bráðabirgðalaga frá 28. ágúst 1956 er hljóða svo: „Bannað er til 31. desember 1956 að hækka söluverð innan- lands á öllum vörum í heildsölu og smásölu, svo og á hvers kon- ar verðmæti og þjónustu frá því, sem var 15. ágúst 1956“. Brot gegn ákvæðum framangreindra laga varða sektum 500 —500.000 kr„ nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Neytendur eru hvattir til að tilkynna skrifstofunni, eða trúnaðarmönnum verðgæzlunnar utan Reykjavíkur, allar þær ’verðhækkanir, sem þeir verða varir við, og munu þær rann- sakaðar án tafar. Reykjavík, 29. ágúst 1956. Verðgæzlustjórinn. Sjóhús og (srrrsrsrrrsrrrsrrsrrrsrrsrrsrsrrrsrrsrrrsrs*. Til sölu Rafmagnseldavél til sölu. Upplýsingar í síma 84. r. rrrrrrsrrrrsrrrrrrrrrrsrrrrrrrrrsi <— — Viima Tvær stúlkur óska eftir at- vinnu. — Upplýsingar gefur Kristrún Arnfinnsdóttir, Strandgötu 92. Austurland Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni i viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-F ■ (yrrrr#rr#rr^rrrrrrrrrrrrrrrrJ/ i Stúlka óskast í vist. — Upplýsingar í Apótekinu, Neskaupstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.