Austurland


Austurland - 07.09.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 07.09.1956, Blaðsíða 1
M á 1 g a g n sósf. alista á A is s t n r 1 a n d i 6. árgangur. Neskaupstað, 7. september 1956. 32. tölublað. Glíman víð dýrtíðina Það kemur æ betur og betur í Ijós, eftir því sem á líður, að al- menningur tekur vel aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við dýrtíðarflóðinu. Sjá menn, að stjórnin meinar fyrir. heit sín alvarlega. íhaldið ærist Eins og vænta mátti hefur þó forystulið verðbólgubraskaranna, íhaldsforkólfarnir og íhaldsblöðin, snúizt öndverð gegn þessum til- raunum. Það mun færa mörgum manninum heim sanninn um, að ríkisstjórnin er á réttri braut. Á meðan braskaralýðurinn í Reykja- vík barmar sér og kvartar og skammar ríkisstjórnina, geta menn verið þess fullvissir, að hún er á réttri leið. Verði hinsvegar lát á óhróðrinum, er full ástæða fyrir stuðningsmenn stjórnarinnar að gefa því gætur, hvort hún sé ekki að tapa áttunum. Eitt rekur sig á annars horn En mjög er málflutningur í- haldsins mótsagnakenndur. Á einni síðu Moggans eru aðgerðir stjórnarinnar bannsungnar og þeim fundið allt til foráttu, Á ann- ari síðu er þeim jafnað við vísi- tölubindingu Stefáns-Jóhanns- stjórnarinnar og tillögur Ingólfs Jónssonar nú í vor um fölsun vísi- tölunnar. Hvort tveggja þetta lof- söng íhaldið og taldi standa mjög til bóta. Það er því von að menn spyrji: HversVsgna styður íhaldið ekki aðgerðir stjómarinnar, úr því þær eru í eðli sínu eins og vísitölubind- ing Stefáns Jóhanns og vísitölu- fölsunartillögur Ingólfs Jóns- sonar? Svarið er ofur einfalt. Það er Vegna þess, að hér er um gjör- ólíkar aðgerðir að ræða, sem nú skal skýrt. Stjórn Stefáns Jóhanns batt vísitöluna við 300 stig, en hún batt ekki verðlag. Verðlagið í landinu hélt áfram að stíga og var framfærsluvísitalan, þegar þessar aðgerðir voru brotnar á bak aftur, komin upp í 355 stig, en launþegar fengu kaup greitt eftir vísitölunni' 300. I stjómartíð Stefáns Jóhanns átti sér því stað mjög mikil kjara- skerðing launþega. Tillögur Ingólfs Jónssonar voru á þá leið, í stórum dráttum, að verja skyldi úr rikissjóði 30 millj. kr. til niðurgreiðslu nokkurra vörutegunda, sem mest gætti í vísitöluútreikningi. Með því móti átti að vera hægt að falsa vísitöl- una svo að launþegar væm sviptir 230—240 millj. kr. af árstekjum sínum, en í staðinn áttu þeir að fá 30 millj. — Tillögur þessar stefndu með öðrum orðum að því ‘að hafa fullar 200 millj. kr. af launþegunum. En eins og kunnugt er festi nú- verandi ríkisstjórn kaupgjald og verðlag um fjögurra mánaða skeið. Kaupmáttur launa helzt því ó- breyttur frá því í ágúst til árs- loka. Hvað þá tekur við, er ekki ljóst ennþá, en þennan frest hyggst ríkisstjórnin nota til að undirbúa framtíðarlausn þessa mikla og erfiða máls. Ekki kjaraskerðing Hver sá, sem skoðar mál þetta ofan í kjölinn, hlýtur að sannfær- ast um, að í þassum aðgerðum felst ekki skerðing á kjörum vinnu- stéttanna. Athugum þá staðhæf- ingu nánar. Eins og kunnugt er, átti kaup- gjald að hækka um 6 vísitölustig 1. sept. Ef ekkert hefði verið að gert, hefði verð landbúnaðaraf- urða stigið um miðjan mánuðinn sem svaráði rúmum 5 vísitölustig- um. Einnig var vitað um aðrar hækkanir, sem að öllu óbreyttu hefðu skollið á, og hækkað hefðu vísitöluna um mörg stig. Enn er þess að gæta, að enda þótt verð- hækkun landbúnaðarafurða hefði numið fullum 5 vísitölustigum, hefði kaupgjaldsvísitalan vegna þeirrar hækkunar, aðeins hækkað um 1 stig, vegna lagafyrirmæla. — Kauphækkunin sem verða átti 1. sept, hefði því þegar í þessum mánuði verið étin upp af dýrtíð- arófneskjunni. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru launþegum sízt í óhag, enda eru höfð um þær samráð við alþýðu- samtökin. Alþýðusamtökin vissu, að ef þau hefðu ekki fyrirfram fallizt á þessar aðgerðir, hefði aldrei verið til þeirra gripið. — I því að hafa samráð við alþýðu- samtökin, er styrkur stjórnarinn- ar fólginn. Eiskimennirnir og dýrtíðar- stöðvunin I síðasta ’blaði var á það drepið, að umræddar ráðstafanir væru bein kjarabót fyrir hlutarráðna fiskimenn og smáútvegsmenn. Þessa mikilvægu staðreynd eru Stjórn Tónlistarfélagsins hefur nú undanfarið unnið að því að fá tónlistarkennara til bæjarins. Stendur okkur nú til boða að fá hingað ungan og vel menntaðan píanista og organista til þess að kenna á þessi hljóðfæri. Maður þessi er Jón Ásgeirsson frá Reykjavík. Hefur hann stundað nám í Tónlistarskólanum í Reykja. vík og Músíkakademíinu í Glas- gow. Auk þess hefur hann kennt við Tónlistarskóla Siglufjarðar. Stjórn Tónlistarfélagsins er nauðsynlegt að vita nokkurn veg- inn hve margir óska þess að njóta kennslunnar, því að félagið er fá- tækt og getur ekki ráðið kennara nema nokkur þátttaka fáist. Eru því væntanlegir nemendur beðnir að gefa sig fram við undirritaðan eða Harald Guðmundsson fyrir 15. þ. m. Gert er ráð fyrir tveimur kennslustundum í viku í píanó- eða orgelleik, tónfræði og tónlist- arsögu. Ennfremur er hægt að fá tilsögn í lúðrablæstri. Skólagjald er áætlað 150 kr. á mánuði og mun skólinn starfa a. m. k. til nýárs, en í allan vetur, ef næg þátttaka fæst. Ég vil skora á Norðfirðinga að nota sér þetta einstaka tækifæri til þess að læra hljóðfæraleik. Börnum og unglingum verður vart gefin dýrmætari gjöf, en að Ijúka stuðningsblöð ríkisstj órnarinnar furðu sein að grípa, en við, sem búum í fiskiþorpunum úti á landi erum fljót að koma auga á þetta atriði og við skiljum hvert gildi það hefur. Þessi þýðingarmikla stétt hefði, að öllu óbreyttu, orðið að líða bótalaust allar þær verðhækkanir, sem yfir vofðu, því hún tekur laun sín í fríðu ef svo má að orði kveða, og hefur breytt vísitala engin áhrif á laun þessara manna. Undir|búningur frekari aðgerða Af hálfu ríkisstjórnarinnar er Framhald á 2. síðu. upp fyrir þeim töfraheimi tónlist- arinnar og það er víst, að sá sem hefur lært hljóðfæraleik býr að þ'SÍrri kunnáttu alla ævi. Að öðru leyti vísa'st til auglýs- ingar Tónlistarfélagsins í þessu blaði. Davíð Áskelsson. Mikill ágangur togara Sjómenn kvarta nú mjög yfir ágangi erlendra togara á fiski- slóðum Norðfjarðarbáta. Hafa margir bátar orðið fyrir talsverðu vefðarfæratjóni af þeirra völdum og hrökklast af miðum sínum. Einnig hafa menn beinlínis legið í landi í bezta sjóveðri, þegar þoka hefur verið, vegna þess að þeir hafa ekki viljað hætta veiðarfær- um sínum. Koiuiun á flot Eins og frá hefur verið sagt, átti að hleypa Gerpi af stokkun- um 4. sept., en þann dag tilkynnti skipasmíðastöðin, að þeirri athöfn hefði verið frestað um einn dag og er ekki annað vitað, en að Gerpir hafi hlaupið af stokkunum s. 1. miðvikudag, 5. sept. Tónlistarskóli í I . Nes kaupstad

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.