Austurland


Austurland - 07.09.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 07.09.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 7. september 1956. V er ðhœkkunin sem yfir vofði Hagstofan hefur reiknað út hvert orðið hefði verðlag landbún- aðarafurða í haust, ef ríkisstjórn- in heði látið allt reka á reiðanum. Fara niðurstöður Hagstofunnar hér á eftir og sýnir fremri dálkur- Eftirfarandi skýringar fylgja frá Hagstofunni: Verðlagning landbúnaðarvara haustið 1955 var byggð á Dags- brúnarkaupi 1. september 1955, kr. 16.85 á klst., að því er snertir ,,kaup bóndans" í verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara. Þetta kaup- Góð af koma Bruna- bótafélagsins Reikningar Brunabótafélags ís- lands fyrir starfsárið 15. október 1954 til 14. október 1955, hafa nú verið birtir og sýna mjög hag- stæða reikningsafkomu. Iðgjöld af tryggðum fasteignum námu kr. 7.567.728.82 og af lausa- fé kr. 618.258.10, eða alls kr. 8.185.986.92. Af þessum iðgjöldum koma kr. 3.135.276.10 í hlut end- urtryggjenda. Brunatjón á fast- eignum reyndugt 2.852.383.02 og á lausafé kr. 184.435.16, eða brunatjón alls kr. 3.036.818.18. Af þeirri upphæð greiða endur- tryggjendur kr. 936.124.66 og má af því sjá, að vel hafa þeir hagn- azt á viðskiptunum við Brunabóta- félagið. Tekjur félagsins aðrar en ið- gjöld, eru helztar: vextir kr. 1.451.015.30 og umboðslaun og á- góðahluti kr. 1.121.679.03. Helztu gjaldaliðir, aðrir en iðgjaldshluti endurtryggjenda og tjónbætur eru: reksturskostnaður kr. 1.171. 485,89, umboðslaun kr. 587.811.02 og brunavarnarkostnaður kr. 167.496.56. Reikningurinn sýnir tékjuaf- gang kr. 3.370 þús. Af honum eru kr. 762 þús. greiddar í arð og á-< góðahlut og kr. 2.550.000.00 lagð- ar í varasjóð. Efnahagur félagsins er góður og er varasjóður þess nú 24 millj. kr. Útistandandi lán og verðbréf eru kr. 26.750.000,00 og mun það fé að mestu leyti hafa verið lánað sveitarfélögum til ýmiskonar framkvæmda. inn verðlagið eins og það er nú og eins og það verður, en síðari dálkurinn sýnir hvert verðlagið hefði orðið, ef ekkert hefði verið að gert: gjald svaraði til kaupgjaldsvísi- tölu 164 (þ. e. 154 að viðbættum 10 stigum) hinn 1. september 1955. Á þessu hausti hefði, á grundvelli samkomulags fulltrúa neytenda og bænda átt að verð- leggja landbúnaðarvörur eftir Dagsbrúnarkaupi kr. 18.90 á klst. frá 1. september 1956 (svarandi til kaupgjaldsvísitölu 174 að við- bættum 10 stigum, samtals 184 stig), auk þess sem um er að ræða allmikla hækkun kostnaðar við Nú síðustu árin hefur verið ugg- vænleg kyrrstaða í byggingarmál- um hér í bænum. Ástæður þær, er ætla má að valdi þessu, verða ekki raktar hér að sinni, enda hefur það verið gert að nokkru áður. Nú upp á síðkastið virðist hugur manna aftur vera farinn að beinast að íbúðabyggingum. Þó nokkrir ungir menn eru að brjótast í að koma af stað húsbyggingu, en flestir eiga þeir við að stríða mikla f járhagsörðugleika. Mjög verður að átelja það, að ekki skuli verða vart neinna til- burða af hálfu Byggingarfélags alþýðu til áframhaldandi byggj inga. Kaup á íbúðum, sem reistar eru eftir lögum um verkamanna- bústaði eru almenningi auðveld- ust og í þeim húsum er tiltölulega mjög ódýrt að búa, vegna hag- stæðra láns- og vaxtakjara. Vænt- anlega fer þetta ágæta félag nú brátt að rumska. En er þá nokkur þörf fyrir byggingu íbúðarhúsa hér? Hefur nokkur fólksfjölgun, sem gerir byggingar nauðsynlegar, átt sér stað síðustu árin? Það er að vísu rétt, að síðustu árin hefur íbúatala bæjarins stað- ið í stað, 1320—1330 manns. En þessa kyrrstöðu má að nokkru leyti rekja til þess, hve húsnæði er af skornum skammti. Leiguhús- framleiðslu og dreifingu landbún- aðarvara frá því, sem var haust- ið 1955. En í nýútgefnum bráða- birgðalögum er m. a. ákveðið, að kaupgjald skuli frá 1/9 1956 mið- ast við sömu kaupgjaldsvísitölu og hefur verið í gildi síðan 1. júní s. 1. sem er 178, en ekki við vísi- tölu 184, sem annars ætti að gilda frá 1. september. Til samræmis við það er svo ákveðið í lögunum, að verð’.agning landbúnaðarvara í haust skuli líka miðuð við vísitölu 178. — Smásöluverðið sem tilfært er í dálki II hér fyrir ofan er það verð, sem hefði komið til fram- kvæmda bráðlega, ef þessi mál hefðu verið látin afskiptalaus af hálfu ríkisvaldsins nú og niður- greiðslur ekki verið auknar. Með því að miða útreikning verðgrundvallar landbúnaðarvara nú í haust við kaupgjaldsvísitölu 178, — sem launþegar fá greitt eftir frá 1. september í stað vísi- tölu 184 — verður smásöluverð landbúnaðarvara án niðurgreiðslu nokkru lægra en ella, og verður því niðurgreiðslan, sem ríkissjóður þarf að inna af hendi til þess að smásöluverð landbúnaðarvara hald ist óbreytt, minni en nemur mis- mun núverandi verðs (dálkur I) og þess verðs, sem orðið hefði miðað við kaupgjaldsvísitölu 184 (dálkur II). næði er mjög takmarkað í bænum. Yfirgnæfandi meirihluti búandi manna á húsnæði það, sem þeir búa í. Það er út af fyrir sig ánægjulegt, að svo skuli vera. En skortur leiguhúsnæðis gerir það að verkum, að fólk, sem er að byrja búskap, verður að gera eitt af tvennu, annað hvort að brjótast í að byggja, eða flytja burtu, þangað sem möguleikar opnast til að komast í leiguhúsnæði. En það er iekki á allra færi, að ráðast í byggingar á unga aldri, jafn erf- itt og er að útvega lán. Afleiðing- in verður því sú, að þetta fólk hrökklast í burtu og þarf oft að sæta afarkostum um húsnæðiskjör. Það er einnig miklum erfiðleik- um bundið að flytjast hingað vegna skorts á leiguhúsnæði og er vitað um fólk, sem hefur orðið að hætta við ráðgerðan flutning hingað vegna þess að það hefur ekki getað fengið leigt, Að vísu er oft hægt að fá keypt íbúðarhúsnæði, en það er ekki á allra færi að kaupa íbúð. Og þó við kaupum hús hver af öðrum, leysir það engan vanda. Það sem gera þarf er að auka húsnæði með byggingarframkvæmdum. Hér þyrfti að vera fyrir hendi allríflegt léiguhúsnæði, sem ungt fólk og innflytjendur geta búið í Or bænum Afmæli: Hermanía Sigurðardóttir, kona Gunnars Bjarnasonar, vélstjóra, Melhóli, varð 60 ára 4. sept. — Hún fæddist á Barðsnesi, en hefur átt hér heima síðan 1923. Hjónaband: 1. sept. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Margrét Magn- úsdóttir frá Baldurshaga og Jón Olgeirsson, Norðurbraut 15, Hafn- arfirði. Séra Ingi Jónsson fram- kvæmdi hjónavígsluna. Bæjarstjórnarfundur. Bæjarstjórnarfundur á að hefj- ast kl. 4 í dag. Verða þar m. a. af- greiddar tillögur um götuheiti og númer húsa og lóða. Útilega. íþróttafélagið Þróttur efnir til útilegu í skíðaskálanum nú um helgina fyrir Þróttarfélaga 13 ára og eldri. Farið verður á morgun. Þátttaka tilkynnist í sundlauginni fyrir kl. 7 í kvöld. Kosningar til Al- þýðusambandsþings Þing Alþýðusambands Islands, hið 25. í röðinni, verður haldið í nóvember í haust. Miðstjórn sam- bandsins hefur auglýst, að kosn- ing fulltrúa á þingið skuli fram fara 23. sept.—15. okt., að þeim dögum báðum meðtöldum. á meðan það hefur ekki tækifæri til að eignast eigin íbúð. Engar horfur eru á því, að leiguhúsnæði aukist hér á næst- unni, svo æskilegt sem það væri. Það verður því að leggja áherzlu á, að auka möguleika einstaklinga til að byggja með því að greiða fyrir því að menn eigi kost á byggingarlánum. Og þessi lán þurfa að vera það rífleg, að íbúðir þurfi ekki að vera árum saman í byggingu og lánskjörin verða að vera slík, að það sé ekki ofvaxið manni með meðaltekjur að standa straum af þeim. Ljóst dæmi um lánsfjárskortinn og afleiðingar hans er að hér í bæ eru nokkrar íbúðir, sem byrjað var að byggja fyrir 5—10 árum, en eru -enn o- fullgerðar og hafa ekki verið teknar í notkun. Auknar íbúðabyggingar eru mikið hagsmunamál allra bæjar- búa og þær mundu stuðla að þvi, að unga fólkið tæki sér hér fram- tíðarbólfestu. Og mættum við svo ekki vænta þess, að Byggingarfélag alþýðu vakni senn af Þyrnirósarsvefni sínum ? Verður áfram Hefði orðið Kindakjöt (súpukjöt) kg .... 24.65. 26.20 Saltkjöt kg .... 25,25 26.70 Mjólk á flöskum 1 .... 3.48 3.88 Rjómi í lausu máli 1 .... 29.55 32.30 Skyr kg .... 7.10 7.75 Smjör niðurgreitt kg .... 41,00 48.80 Mjólkurostur (40%), í smástykkjum. kg. 32.10 ca. 36.25 Kartöflur kg .... 1.40 ca. 1.85 Húsnæðismálin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.