Austurland


Austurland - 14.09.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 14.09.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 14. september 1956. Göiuheili Á fundi bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar 7. sept. voru sam- þykktar talsverðar breytingar á skipan gatna og götunúmerum húsa. Þessi breyting hefur lengi verið nauðsynleg, þó ekki hafi orðið af henni fyrr en nú. Nær öllum gömlu götuheitunum er haldið, en veigamesta skipu- lagsbreytingin er sú, að Strand- götunni hefur verið skipt í fjórar götur. Nokkrum nýjum götum hefur verið gefið nafn, og sömu- leiðis fyrirhuguðum götum. Gatnaskipan er nú sem hér segir: Egilsbraut frá bæjartorginu að Þórhólsgötu. Var áður hluti Strandgötu og Skólavegar. Nesgata frá Þórhólsgötu að Bakkagili. Gatan og heiti hennar er óbreytt. Skólavegur frá Þórhólsgötu að Nesgili. Heiti götunnar er óbreytt og eins hún sjálf að öðru leyti en því, að áður náði hún að Kvíabóls- læk. Ekrustígur frá Skólavegi fram og upp Ekruna að Mýrargötu. Gatan og götuheiti óbreytt, Eyrargata f^á Nesgötu niður Eyrina. Þetta er óbreytt. Breiðablik frá Nesgötu að sjúkra húsi. Vegur þessi hafði ekkert nafn áður. Þórhólsgata frá gatnamótum við Skólaveg að íþróttavelli. Hér er sú breyting gerð, að gatan styttist þar sem íþróttavöllurinn lokar henni. Kvíabólsstígur frá Egilsbraut að Miðstræti. Þetta er óbreytt. Sverristún, nýlögð gata frá Mið- stræti út og upp Sverristún að nýrri brú á Kvíabólslæk. Mýrargata frá nýbyggðri brú á Kvíabólslæk út fyrir ofan Ekruna. Þetta er óbreytt. Miðstræti frá Kvíabólsstig að Hólsgötu. Hér hefur engin breyt- ing á orðið. Stekkjargata frá bæjartorgi að Miðstræti. Breytist ekkert. Hólsgata frá Stekkjargötu að Hlíðargötu við Baldurshaga. Eina breytingin á þessari götu er sú, að hún er lengd frá Melbæ að Baldurshaga. Þiljuvellir frá Kvíabólslæk að gatnamótum Hólsgötu og Hlíðar- götu við Baldurshaga. Þetta er eystri hluti Hlíðargötunnar gömlu, en eins og bæjarbúar vita er hér um greinilega afmarkaða götu að ræða með glögg vegamót við Baldurshaga. Blómsturvellir frá Hlíðargötu við Akur austur fyrir ofan Hraun. H'uti þessarar götu var lagður í fyrra. Hlíðargata frá gatnamótum Hólsgötu og Þiljuvalla að Trölla- vegi. Þetta er veetari hluti gömlu Hliðargötunnar og er hún nú Iengd nokkuð í vestur og eru nú Há- mundarstaðir, Tindar og Hátún, sem áður voru við Tröllaveg, við þessa götu. Melagata frá Hólsgötu við Mel- bæ að Gilsbakkalæk. Gatan er óbreytt. Hafnarbraut frá bæjartorgi að Tröllavegi. Þetta er hluti Strand- götunnar gömlu. Tröllavegur frá Hafnarbraut að Hlíðargötu. Eina breytingin er sú, að vegurinn nær nú ekki eins langt til fjalls og áður. Miðgarður fyrirhugaður vegur frá Tröllavegi að Mel. Ásgarður frá Tröllavegi að húsi þeirra Sigfúsar Sigvarðssonar og Helga Hjörleifssonar. Hét áður Vonarstræti. Urðarstígur fyrirhugaður vegur frá gatnamótum Hlíðargötu og Tröllavegar inn fyrir ofan hús Flestir viti bornir menn viður- kenna ofdrykkjuna sem alvarlegt vandamál. En þegar til orsakar- innar kemur, þ. e. áfengisins sjálfs, verða menn ósammála og mörgum hætti þá til að verja or- sökina og skella skuldinni á ein- staklinginn sem um ræðir í það og það skiptið. I greinarkorni þessu er ekki ætl- un mín að ræða um áfengisneyzlu almennt, heldur drepa á eitt at-i riði þess máls. Hér um slóðir fá menn áfengi aðallega þannig að þeir panta það frá Áfengisverzlun ríkisins eða út- sölum hennar. Við því er vitaskuld ekkert að segja, því ríkið er hinn löglegi áfengissali og telur áfeng- issöluna sér nauðsynlega. Á hinu leikur ekki vafi að allmikil brögð munu að því að menn fái áfengið á nokkuð annan hátt og á ég þar við hina ólöglegu áfengissölu úr millilandaskipunum, þ. e. a. s. á- fengissmygl. Þrátt fyrir að reynt sé að hindra þessa sölu er hún áreiðanlega mikil og verður þess oft vart eftir komu skipanna á hinar ýmsu hafnir. Auk þess að vera algerlega í trássi við lög, veldur þessi áfengissala mjög oft vinnutapi, þar sem kaupendurnir fara oft lítið eftir því hvernig á stendur í gleði sinni yfir nýfengn- um „guðaveig“. Auðvitað er þetta áfengissmygl til stórminnkunar og sjá ætti svo um að það yrði með öllu hindrað. Þá menn er þessa þokkaiðju stunda og eins þá er tryggja þeim góða eftirtekju af verzluninni, ætti að láta sæta þungúm refsingum eða sektum. Hilmars Björnssonar og Óskars Sigfinnssonar. Strandgata frá gatnamótum Hafnarbrautar og Tröllavegar inn Strönd að læknum fyrir utan Móa- kot. Naustahvammur áframhald af Strandgötu vestur yfir Nausta- hvammsland og Ormsstaðahjá- leiguland að Auralæk á mörkum lögsagnarumdæmanna. Alls er hér um að ræða 24 götu- heiti, þar af 10 ný. Þegar götu- heiti voru upphaflega ákveðin árið 1929 voru þau 17 talsins, þar af þrjú á götum, sem ekki hafa verið lagðar og ekki er líklegt að verði lagðar. 1 haust verða sett upp þar sem þurfa þykir spjöld með götuheit- um. Einnig er þess vænzt, að hús- eigendur setji upp spjöld með númerum húsa sinna. Spjöld þessi verða fáanleg á bæjarskrifstofunni og er mikið af húsanúmerum þeg- ar fyrirliggjandi. Upplýsingar um ný húsanúmer geta menn fengið á bæjarskrif- stofunni. Lögbrjótar þessir virðast oft eiga furðu hægt með að athafna sig og þyrfti áreiðanlega mun strang- ari gæzlu en nú er víðast hvar. Sem dæmi um áfengissmyglið vil ég geta þess að vorið 1955 þegar enginn póstur barst með skipum kom það oftar en einu sinni ,fyrir að eftir komu millilandaskipa til eins af Austfjörðunum, flóði blátt áfram kaupstaðurinn í víni. Þarna gat ekki verið að ræða um áfeng-< issendingar í pósti, enda samband- ið milli skipsins og vínflóðsins auðsætt. í þau skipti sem hér um ræðir var ekki um svo mikið vinnutap að ræða. En mörg dæmi veit ég slíks og það oft, þegar um einu atvinnuna hefur verið að ræða á staðnum um langan tíma. Hér þarf að taka í taumana og væri hér verðugt verkefni fyrir áfengisvarnanefndir hinna ein- stöku staða að finna ráð til úr- bóta. Það væri vel ef áfengissmygli með sínum oft illu afleiðingum yrði með öl!u útrýmt. Ekki stafar það af vínbanni, því er ekki til að dreifa, enda óspart vínflóð frá ríkinu. Ástæðan er sú að eftirlit er ekki nægilegt og alls ekki tekið nógu hart á þeim fáu brotum, sem uppvíst verður um. Með strangari gæzlu og refsingum myndi smygl- ið stórminnka og ekki skal því trúað að ekki séu ráð til þess að útrýma því alveg og væri það vel. Hitt er svo annað að með því einu væri áfengisvandamálið jafn óleyst en það er önnur saga. (Aðaent). Aðalfundur K. S. A. Kennarasamband Austurlands heldur aðalfund hér í bæ um næstu helgi. Er búizt við að kennarar á Austurlandi fjölmenni á fundinn. Ennfremur er vitað að nokkrir þekktir skólamenn verða gestir á fundinum og flytja þar mál. Með- al þeirra er frú Guðrún Helgadótt- ir frá Reykjavík, sem ræðir um ritgerðakennslu í skólum, Guð- mundum I. Guðjónsson, sem ræðir um skrift, sérstaklega einkunna- gjafir og mat skriftar, Skúli Þor- steinsson segir frá utanför og námsstjórarnir Aðalsteinn Ei- ríksson og Jóhannes Óli Sæmunds- son ræða um skólamál. Þetta er 12. aðalfundur Kenn- arasambands Austurlands, en stofnfundur var haldinn á Seyðis- firði „ár 1944 laugardaginn 2. sept. kl. 16.15“ eins og stendur í bók- inni. Sambandssvæðið er Múlasýslur báðar, Neskaupstaður, Seyðis- fjörður og Austur-Skaftafells- sýsla. Fundir hafa verið haldnir á eftirtöldum stöðum: Reyðarfirði þrisvar, Seyðisfirði, Neskaupstað og Eiðum tvisvar og einu sinni á Eskifirði, Búðum, Fá- skrúðsfirði, og Vopnafirði. Flestir hafa félagsmenn á fund- um verið 21 en fæstir 10. Núverandi stjórn skipa: Gunnar Ólafsson form., Jón L. Baldursson gjaldkeri og Magnús Guðmunds- son ritari, allir í Neskaupstað. (Frétt frá félagsstjórn). Fundaliöld á Eiðum Um s. 1. helgi voru þrír kirkju-| legir fundir haldnir á Eiðum. Hófust þeir með messu á sunnu- daginn kl. 2. Prófastarnir aust- firzku, sr. Þorgeir Jónsson og sr. Jakob Einarsson, önnuðust mess- una. Síðar um daginn flutti sr. Jakob Einarsson erindi um kirkjulíf í Bandaríkjunum, en þar dvaldist hann um hríð í vor. Síðan hófust héraðsfundir próf- astsdæmanna beggja. Þá fundi sóttu sóknarprestar og safnaðar- fulltrúar. Voru reikningar kirkn- anna ræddir, messuskýrslur o. fl. viðvíkjandi kirkju- og trúarlífi I því sambandi flutti sr. Ingi Jóns- son erindi um helgisiði kirkjunnar. Á mánudaginn var aðalfundur Prestafélags Austurlands haldinn. Aðalmál fundarins var uppeldis- og skólamál og hafði Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, framsögu í málinu. I stjórn voru kosnir: sr. Ingi Jónsson, Neskaupstað, sr. Pétur Magnússon, Vallanesi og sr. Þor- leifur Kristmundsson, Kolfreyju- stað. AfengissmYgl

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.