Austurland


Austurland - 14.09.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 14.09.1956, Blaðsíða 2
2 AU9TURLAND Neskaupstað, 14. september 1956. Nauðsynleg framkvœmd Ur mannfjöldaskýrslum Því atriði í málefnasamningi hinnar nýju stjórnar sem almenn- ingur hefur hvað mest fagnað, er fyrirheitið um kaup á 15 nýjum togurum til atvinnujöfnunar út um landið. Löndunarbannið í Bret- landi hefur orðið okkur mjög til góðs að því leyti til, að það hefur stóraukið vinnslu fisksins innan- lands. Af því hefur svo leitt hvort tveggja að meiri atvinna hefur skapazt og aukið gjaldeyrisverð- mæti. En þrátt fyrir þetta hafa þau verið mörg frystihúsin sem tilfinnanlega hefur skort hráefni til vinnslu og þ. a. 1. ekki skapað eins mikla atvinnu á staðnum og ef hráefnið hefði verið nóg. Með tilkomu 15 nýrra togara dreifðra um landsbyggðina eða ríkisrekna með löndunum á ýms- um stöðum, sem þarfnast mest hráefna í það og það skiptið, er vitanlega bætt úr brýnni þörf og það verður áreiðanlega ,ein bezta trvggingin fyrir jafnvægi í byggð landsins. En því meiri verður munurinn á þeim stöðum sem hraðfrystihús hafa og hinum sem engin hafa. Einn þeirra staða er enn getur ekki tekið fisk til vinnslu er Reyðarfjörður. Það stendur þó mjög til bóta, því nú er í smíðum hraðfrystihús á veg- um Kaupfélags Héraðsbúa. Hef- ur það þegar tekið til starfa hvað hraðfrystingu kjöts áhrærir. En enn mun alllangt í land, að húsið geti tekið á móti fiski til vinnslu. 1 ráði er að skapa þá aðstöðu við húsið og er vonandi að Kaupfélag- ið sjái sér fært að gera það mögu- legt sem allra fyrst. Slíkt framtak yrði mjög vel þegið hér, enda myndi það verða atvinnulífinu á Reyðarfirði mikil lyftistöng, en at- vinnulíf er ekki of blómlegt hér fyrir. Reyðfirðingar eiga eins og kunnugt er tvo togara í félagi við nágrannaþorpin, svo ekki væri ó- sanngjarnt, að þeir fengju meiri hlutdeild í afla þeirra en nú er. Að vísu er hér nokkur vinna við saltfiskverkun og eins er netagerð fyrir togarana hér, en að skað- lausu mætti fiskvinnsla til hrað- frystingar bætast við en til þess að svo verði þarf stórt átak. Flestir Reyðfirðingar hafa mik- inn stuðning af landbúskap og sumir beinar tekjur. Svo kveður rammt að þessu, að enginn mark- aður er í þorpinu fvrir mjólk frá ' bæjunum í grenndinni. Bændur hafa þess vegna enga mjólkursölu í þorpið, eins og víðast er í námd við kaupstaði og kauptún. Með aukinni atvinnu á staðnum myndi þetta breytast þannig að þorps- búar myndu smám saman leggja landbúnaðinn niður. Myndu bænd- ur í grenndinni þá geta selt mjólk í þorpið, en það væri þeim mikil búbót. Ég álít, að hraðfrystihús með fiskmóttöku sé stærsta mál Revðn firðin'ga, enda þeirra lífsnauðsyn atvinnunnar vegna. Aukin atvinna getur ein stöðvað flóttann utan af landi. Það verður að gera eins líf- vænlegt þar og er við Faxaflóa. Á þann hátt einan getur jafnvægi í byggð landsins orðið að veruleika. , Það verkefni bíður hinnar nýju rikisstjórnar og ég treysti því að hún geti leyst það svo, að allir geti vel við unað. Y. Z. Heyskap mun nú um það að verða lokið í Reyðarfirði. Hefur hann yfirleitt gengið með ágætum, engin teljandi hey hrakizt, enda nú um langt skeið samfelldir þurrkar. Heyfengur mun vera, vel í meðallagi, enda var vöxtur all- góður í fyrri slætti. Hins vegar var háarspretta afar léleg vegna þurrka og kulda. Þeir einir fengu teljandi há, sem snemma slógu og báru á milli slátta. Útengi er nær ónýtt af völdum þurrkanna. En mestu skiptir þó hin afbragðs- | góða nýting heyjanna. Hér eru menn að mestu háðir veðri um þurrkun heysins, því súgþurrkun er mjög óvíða. Mun betur staddir eru bændur með vélakost við hey- skapinn. Súgþurrkun hafa aðeins 4 bændur, þar af 3 er búa í kaup- staðnum eða rétt við hann. Drátt- arvélaeign í öllum hreppnum er hins vegar mikil, munu dráttar- vélar vera 15, þar af komu 2 þeirra í sumar. Um sumar þessara véla eru tveir bændur. 1 sumar var byrjað að ryðja veg um Sléttublá. Hefur jarðýta unnið þar nokkuð. Vegur þessi á að koma þrem bæjum í vegasam- band, Stuðlum, Grænuhlíð og Ár- eyjum. Stuðlar hafa nú um nokk- ur ár verið í eyði, en túnið þar er nytjað af þorpsbúum. Æskilegt væri að jörðin byggðist á nýjan leik, en Stuðlar eru ein bezta jörð sv-eitarinnar. Gæti vegasamband- ið e. t. v. aukið líkurnar á því að svo yrði, enda er vegurinn fyrst og fremst þægilegur væntanlegum ábúanda á Stuðlum. Húsbyggingar eru hér miklar í sumar. Munu um 5 íbúðarhús vera í smíðum í þorpinu og eitt í sveit- inni. Auk þess er haldið áfram við byggingu hraðfrystihúss K. H. B. Skapar þetta allmikla atvinnu, en atvinnulíf á Reyðarfirði er ekki fjölskrúðugt. Dansskemmtanir hafa verið margar í Félagslundi í sumar og flestar mjög fjölmennar. Hefur fólk sótt þær víðsvegar að af Austurlandi og víðar. Lítið hefur verið um aðrar samkomur síðan stjórnmálafundunum lauk. Mjög I ágústhefti Hagtíðinda eru birtar skýrslur um mannfjölda á Islandi 1. des. 1955. Mannfjöldi á öllu landi var þá 159.480, en 1. des. 1954 var íbúa- talan 156.033. Hafði því lands- mönnum fjölgað á árinu um 3.447. hefur áfengisneyzlan sett svip sinn á skemmtanir þessar og hafa sum- ar verið all óeirðasamar. Er það miður að drykkjulæti skuli svo mjög spilla samkomum sem þess- um. En slíkt er svo algengt orðið, að enginn virðist neitt hafa við það að athuga. Enn er ekki vitað hvenær slátr- un sauðfjár hefst hér, en búizt er við mikilli slátrun. Lömb munu vera í meðallagi, en þurrkamir og kuldarnir hafa án efa dregið úr vexti þeirra. 8. september 1956. Nefnd f jallar um öfl- un og dreifingu atvinnutækja I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar er svo að orði komizt, að hún muni beita sér fyrir öflun nýrra atvinnutækja fyrst og fremst með uppbyggingu atvinnu- lífsins í þeim þrem landsfjórðung- um, sem aftur úr hafa dregizt fyrir augum. Með þessu hyggst ríkisstjórnin stuðla að hinu margumtalaða „jafnvægi í byggð landsins“ og víst er um það að ekkert er lík- legra til að skapa slíkt jafnvægi en dreifing fjármagnsins í mynd atvinnutækja. Ríkisstjórnin hefur nú skipað nefnd til að fjalla um öflun og dreifingu nýrra atvinnutækja og fer fréttatilkynnifi'g hennar um þetta hér á eftir: „Ríkisstjórnin hefur í dag (þ. e. 7. sept.) skipað nefnd, er gera skal tillögur um öflun nýrra atvinnu- tækja og dreifingu þeirra um landið. Er til þess ætlazt, að til- lögur nefndarinnar verði miðaðar við alhliða atvinnuuppbyggingu í landin, einkum 1 þeim landsfjórð- ungum, sem nú eru verst á vegi staddir í atvinnulegum efnum. í nefndina hafa verið skipaðir þeir Gísli Guðmundsson, alþm., sem jafnframt er skipaður for- maður nefndarinnar, Birgir Finns- son, forseti bæjarstjórnar Isa- fjarðarkaupstaðar og Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafé- lags Akuréyrar“. Frá Reydaríirdi Karlar í meirihluta 1. des. 1955 voru karlar 80.325 en konur 79.155. Sama dag 1954 voru karlar 78.558, en konur 77.475. 1 Reykjavík eru konur þó í meirihluta, 32.934 (32.012 árið 1954), en karlar 30.922 (30.023 árið 1954). I kaupstöðunum utan Reykja- víkur vohi 19.997 karlar (19.112 árið áður) en konur 19.805 (18.928 árið áður). Utan kaupstaða eru konur í verulegum minnihluta, 26.416 (26.535 árið áður) á móti 29.406 körlum (29.423 árið áður. Meirihluti landsmanna býr Við Faxafióa 1 kaupstöðunum á Suðvestur- landi var mannfjöldi sem hér seg- ir: 1954 1955 Reykjavík 62.035 63,856 Kópavogur 3.249 3.783 Hafnarfj. 5.712 5.948 Keflavík 3.452 3.742 Akranes 3.135 3.293 77.583 80.622 í kaupstöðunum við Faxaflóa býr því fullur helmingur þjóðar-f innar og nær öll fólksfjölgunin er þar. Sé Gullbringu- og Kjósarsýsla talin með, kemur í Ijós, að við Faxaflóa fjölgar íbúunum lítir eitt meira en nemur allri fólksfjölgun- inni í landinu. Má af þeirri stað- reynd draga nokkra ályktun um jafnvægisleysið í byggð landsins. Raunveruleg fólksfækkun í kaupstöðunum utan Faxaflóa Ef kaupstaðirnir á Vestur-, Norður- og Austurlandi eru teknir sem heild, kemur í ljós, að fólki þar fjölgar úr 18.422 í 18.923 eða um 501. Þegar þess er gætt að á árinu var Glerárþorpi, sem 1954 hafði 560 íbúa, bætt við lögsagnar- umdæmi Akureyrar, er ljóst, að í þessum kaupstöðum hefur fólkli raunverulega fækkað. Ibúatölu þessara kaupstaða má sjá á eftirfarandi töflu. 1954 ísafjörður 2,711 Sauðárkrókur 1.061 Siglufjörður 2.806 Ólafsfjörður 922 Akureyri 7.518 Húsavík 1.349 Seyðisfjörður 728 Neskaupstaður 1.327 1955 2.675 1.068 2.744 914 8.108 1.384 702 1.328 18.422 18.923 Á Isafirði hefur því fólki fækk- að um 36, á Siglufirði um 72, á Ólafsfirði um 8 og á Seyðisfirði um 26. Á Sauðárkróki hefur fjölgað um 7, á Akureyri um 590, í Húsavík um 35 og í Neskaupstað um 1. Á Akureyri hefur fólki ekki fjölgað Framhald á 3. eíðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.