Austurland


Austurland - 14.09.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 14.09.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósf alis ta á Áusturlamii 6. árgangur. Neskaupstað, 14. september 1956. 33. tölublað. Bálahöfn í Neskaupsiað Rannsókn á skilyrðum til byggingar bátahafnar fer nú fram Oft hefur verið um það rætt og ritað, að knýjandi nauðsyn væri á að bæta hafnarskilyrði hér í Nes- kaupstað. Einkum hefur verið rætt um nauðsyn þess að gera bátakví og bæta á þann hátt aðstöðu fiski- bátanna. Allir Norðfirðingar, og fjölda margir aðrir, vita að höfnin hér er á margan hátt slæm af nátt- úrunnar hendi. Aldrei geta menn verið öruggir um báta sína hér á höfninni. Hver bátur þarf að eiga öfiug legufæri, og dugir þó ekki alltaf til. Hin slæmu hafnarskil- yrði valda líka auknum viðhalds- kostnaði á bátum. Hafnargerð er mjög dýr og von- lítið, að slíkt mannvirki hér geti borið sig fjárhagslega. En óbeinn hagnaður af bátahöfn mundi á- reiðanlega verða mikill. Pjárhagslegir möguleikar til hafnargerðar hafa ekki virzt vera fyrir hendi fram að þessu. En rík- isstjórnin hefur á prjónunum fyr- irætlanir um að taka erlent lán, sem m. a. á að verja til hafnar- gerðar. Ekki er heldur útilokað, að hægt væri að útvega hafnar- sjóði erlent lán án milligöngu rík- isstjórnarinnar. Þörfin fyrir hafnargerð verður stöðugt brýnni. Bátaflotinn hefur stækkað mikið upp á síðkastið og fyrirsjáanlegt er að hann stækkar enn á næstunni. Bæjarstjórn hefur verið þessi nauðsyn ljós og vill grípa það tækifæri, sem nú kann að bjóðast. Þorlákur Helgason, verkfræð- Sjálfboðavinna I sambandi við byggingu félags- heimilis hefur oft verið minnzt á sjálfboðavinnu, en ekkert orðið úr €nn sem komið er. Nú er gert ráð fyrir að steypu- vinna hefjist eftir helgina og má gera ráð fyrir að hún standi fram eftir eða jafnvel alla næstu viku. 1 þá vinnu vantar menn og gefst Því þeim, sem hafa hugsað sér að Sefa einhverja vinnu gott tækifæri ^sestu daga. Þeir sem vildu sinna Þessu ættu að snúa sér til bygg- mgameistarans, Ivars Kristinsson- ar> núna fyrir helgina. ingur hafnarmálaskrifstofunnar er nú staddur hér í bænum og með honum Vilhjálmur Aðalsteinsson, verkstjóri. Hafa þeir meðferðis nauðsynleg tæki til að kanna skil- yrði til hafnargerðar. Hefur hafn- arnefnd ákveðið, í samráði við verkfræðinginn, að rannsakað skuli hvernig skilyrði eru til að gera- bátakví milli bæjarbryggj- anna. Reynist það iekki hagstætt, munu aðrir staðir, sem til greina koma, athugaðir. Verði þessi staður valinn, mun verkið í stórum dráttum unnið sem hér segir: Stálþil verður rekið meðfram allri uppfyllingunni svo og utan og innan á bryggjurnar og þær lengd- ar svo að ekki verði nema um 25 metra bil á milli þeirra. Síðan verða bryggjurnar fylltar með jarðvegi. Höfnin verður svo grafin upp svo þriggja metra dýpi verði við uppfyllinguna og allt að fimm metra dýpi annars staðar í höfn- inni. Er talið, að dýpkunin muni taka um 10 daga, ef dýpkunar- skipið Grettir verður notað. Það, sem vinnst við þetta, auk bátakvíarinnar, er stóraukið legu- pláss utan á bryggjunum, en það er nú oft alltof lítið. Ennfremur losnum við við trébryggjurnar, sem eru mjög dýrar í viðhaldi og aðra bryggjunar yrði óhjákvæmi- legt að endurbyggja að öllu leyti innan örfárra ára, þó ekki sé hún nú nema 12 ára gömul. Vafalaust munu ýmsir telja, að lítt athuguðu máli, að bátahöfnin yrði of lítil. En áreiðanlega má bátafloti okkar vaxa mikið enn til þess að hann rúmist ekki þarna. Hið fyrirhugaða hafnarsvæði er um 4000 fermetrar að flatarmáli. Uppfyllingin er um 140 metrar á lengd og má þar afgreiða sam- tímis 7 báta 60 til 100 lesta og miklu fleiri bátar geta legið þar, ef þeir snúa stafni að uppfylling- unni eða liggja hver utan á öðrum. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að taka togara inn í höfnina ef þeir þurfa að stöðva vélar sínar og eins til afgreiðslu að vetrinum þegar súgur er mestur, enda yrðu þá bátar ekki í höfninni svo neinu næmi. En í sambandi við höfnin má ekki gleyma trillunum. Þeim þarf að ætla þar ákveðið svæði. Með byggingu bátakvíar mundi sparast mikið í viðhaldi báta, slippleigum og vátryggingar-i gjöldum. Eftir eina viku eða svo ætti að vera fengin niðurstaða um það, hvort hafnargerð milli bryggjanna er viðráðanleg frá verkfræðilegu sjónarmiði. Næsta sporið er svo að útvega fé og hefja verkið. Auðvitað ligg- ur ekkert fyrir um kostnaðarverð mannvirkisins, en reynist skilyrði sæmileg er talið að ekki sé ósenni- legt að það verði rúmlega 6 millj. kr. Af þeirri upphæð mundi ríkis- sjóður greiða um 2.5 millj. kr. Hafnargerð, sem kostar hafnar- sjóð um 3.5 millj. kr. má teljast viðráðanleg frá fjárhagslegu sjón- armiði. Mjög dýr höfn, sem kost- aði t. d. 10—20 millj. kr., væri vonlaust fyrirtæki hér hvað fjár- hagsafkomu snertir. I sambandi við bátahöfnina þyrfti svo að koma útgerðarað- staða. Sýnist ekki fráleitt að láta sér detta í hug að reist yrði hús vestan innri bæjarbryggjunnar og væri þar beitt línan og veiðarfæri geymd. Sjálfsagt eiga menn eftir að þrefa um það hvar eigi að byggja bátahöfn og sjálfsagt er hægt að finna stað, síem væri að sumu leyti heppilegri og fæ'rði okkur rýmri höfn. En svæðið milli bryggjanna hefur þá höfuðkosti, að hafnargerð þar virðist viðráð- anlegust fjárhagslega bæði hvað snertir stofnkostnað og rekstur. Þar er líka ýmislegt, sem ella þyrfti að byggja og á ég þar fyrst og fremst við uppfyllinguna, auk þess, sem bryggjurnar munu gera sitt gagn við framkvæmdir. Og svo hefur þetta svæði þann megin kost, að telja má víst, að höfn þar komi í gagnið miklu fyrr, en ef hún væri gerð annars staðar. Vonandi er nú að komast sá skriður á málið, að nægur reynist til að sigla því í höfn á stuttum tíma. Bæjarstjórn mun vaka yfir hverjum möguleika, sem opnast til að útvega fé til framkvæmd- anna. Gerpir mun afhentur í nóvember Gerpi, hinum nýja togara Neskaupstaðar, var hlpypt af stokkunum 4. sept, eins og upphaflega var ákveðið. Athöfnin hófst kl. 17 og var lokið kl. 19. Frú Áslaug Tulinius skírði skipið, en aðrir íslendingar, sem voru viðstaddir athöfnina voru Axel Tulinius, bæjarfógeti, Er- lingur Þorkelsson, vélfræðingur, eftirlitsmaður með smíðinni, Kristmann Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Bjólfs á Seyðisfirði, Sigurgeir Pétursson, skipstjóri á Isólfi, Seyðisfirði, Sverrir Sig- urðsson, bankaritari á Seyðisfirði og sonur hans. Voru Seyðfirðj ingar þessir staddir í Bremerhaven með ísólfi, sem þar er í klössun. Hóf var haldið í skipasmíðastöðinni í tilefni þessa atburðar og sátu það 24 boðsgestir. Erlingur Þorkelsson skýrir svo frá, að allar líkur séu á því, að skipið verði afhent seint í nóvember og lætur þess jafn- framt getið, að það hefði orðið fyrr, ef ekki hefði misheppnazt smíði á einum vélahlut. Allar hjálparvélar, þrjár talsins, eru komnar niður, en lítið annað. Ekkert er byrjað að innrétta, en allar innréttingar eru tilbúnar á verkstæði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.