Austurland


Austurland - 27.10.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 27.10.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 27. október 1956. Hljómleikar Lúðrasveitar Neskaupstaðar Laugardagskvöldið 22. sept. hélt Lúðrasveit Neskaupstaðar hljómleika í Barnaskólahúsinu hér í bæ. Áður hafði lúðrasveitin leikið á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði við ágæta aðsókn og undirtektir. Hljómleikarnir hér voru ágæt- lega sóttir og var hljóðfæraleik- urunum klappað óspart lof í lófa. Er það mál manna, að þetta hafi verið bezta frammistaða lúðra- sveitarinnar til þessa. Hljómleikaskráin var fjölskrúð- ug og skiptust þar á klassísk verk og „léttara hjal“. Þar voru þrjú íslenzk lög auk hins skemmtilega marz eftir hljómsveitarstjórann, Harald Guðmimdsson, sem var aukalag. Af þeim fannst mér „Systkinin“ eftir Bjarna Þor-, steinsson, takast bezt. Jón Lund- berg lék einleik á trompet í „Nú andar suðrið“. Hann er í framför, hefur náð aukinni mýkt í tóninn síðan á hljómleikunum í fyrra. Þrír marzar voru á hljómleika- skránni, þar af tveir eftir banda- ríska marzakónginn Sousa. Voru þeir hressilega leiknir. Þá stakk Violetta gamla upp kollinum, feðruð einhverjum Sukes, þó að meira en helmingur laglínunnar sé tónrétt stolinn frá Verdi. Einn- ig var þarna hið prýðilega lag Chaplins „Eternally“ og lék Har- aldur Guðmundsson einleik á trompet af mestu prýði. Hann lék einnig einleik í frönsku dægur- lagi, sem var aukalag. „Mansöngur" Schuberts var leikinn blátt áfram og án tilfinn. ingasemi. Einnig var á skránni lagaflokkur úr „Kátu ekkjunni". Skilaði lúðrasveiltin honum vel, þó að hann væri e. t. v. erfiðasta verkið á hljómleikunum. Þá eru enn ótalin þrjú einleiks- lög. Höskuldur Stefánsson lék emleik á básúnu í „Söngnum til kvöldstjörnunnar" eftir Wagner. Lúðrasveitin var með þetta lag á efnisskránni í fyrra, en þá skorti mikið á að hinir síbreytilegu sam- hljómar í undirleiknum væru hreinir. Nú var undirleikurinn mikið betri og mátti heita góður. Höskuldur lék einnig einleik í „Horfna samhljómnum" eftir Sullivan. Tókst honum þar mun betur upp og var básúnan voldug í höndum hans í forte-kafla lagsins. Þarna vantaði Jón Ás- geirsson með vald-íhornið í undir. leikinn, en hann var ekki í bænum. Þá skal síðast en ekki sízt geta Lárusar Sveinssonar oem lék einleik í ír*ka þjöðla'tinu „SÍr í gulli silfurþráð“. Hann er kynnt- ur í hljómleikaskránni sem tenór- hornleikari, en ég hafði í fáfræði minni haldið að hljóðfæri hans væri básúna. (Að vísu ekki ,,trekk-básúna“). Lárus hefur mjög fagran tón og hefur náð öryggi, sem aldrei virðist skeika. Nokkuð fannst mér skorta á að ldarinettin „féllu við“ hin hljóð- færin, en vonandi stendur það til bóta. 1 heild voru hljómleikamir lúðrasveitinni og stjómanda hennar til mikils sóma. Þeir Haraldur og Höskuldur léku saman á banjó og harmoniku í hléinu við mikla ánægju áheyr- enda. Davíð Áskelsson. Verðhœkkun Um síðustu mánaðamót ákvað ríkisstjómin að hækka verð á fiski, sem togaramir legðu á land hérlendis 1. okt. til 31. des. að því tilskyldu, að tveir þriðju hlutar togaraflotans veiddu fyrir fiskvimslustöðvarnar. Hækkun þessi er allmikil, eða 15 aurar á kg. af þorski og karfa og tilsvarandi á aðrar tegundir og saltfisk. Það, sem ríkisstjómin hyggat vinna með þessari verðhækkun er í fyrsta lagi að vinna gegn at- vinnuleysi með því að draga úr siglingum togaranna en fá þá í þess stað til að leggja aflann upp heima, í öðm lagi að tryggja fisk- vii.mslustöðvum hráefni og í þriðja lagi að auka gjaldeyris- verðmæti aflans. Togaraeigendur hafa verið áfjáðir í að sigla með aflann vegna hagstæðs markaðs í Þýzka- landi, enda hefur verð á togara- Loginn helgi Leikfélag Neskaupstaðar undir- býr nú sýningu á leikritinu Log- inn helgi, eftir Somerset Maug- ham. Leikstjóri er Jón Norðfjörð, þekktur leikstjóri frá Akureyri. Sýningar mulau hefjast upp úr næstu mánaðamótum. Leikarar em Ásgeir Lárusson, Guðný Þórða^rdóttir, Jóhanna Óskarsdóttir, Jón B. Jónsson, Óskar Bjömsson, Randíður Vig- fúsdóttir, Stefán Þorleifsson og Þórunn Jakobsdóttir. Nánar mun verða sagt frá leiknum éftír að sýningar h'»lfa,«t. Skólarnir Skólar tóku til starfa hér í bænum um síðustu mánaðamót. 1 barnaskólanum eru nú 182 nemendur, en vom í fyrra 180. Kennaralið skólans er óbreytt. 1 gagnfræðaskólanum eru 67 nemendur, þar af 12 í þriðja bekk. Fastir kemarar skólans eru 2, auk skólastjóra, en aðalstunda- kennari er Jón L. Baldursson. Davíð Áskelsson, sem ekki gegndi kennslu í fyrra, er nú kominn til starfa að nýju. 1 Iðnskólanum eru 9 nemendur. I tcnlistarskólanum, sem nú starfar í fyrsta sinn, em 37 nemn endur og komust færri að en vildu. Skólastjóri er Jón Ásgeirs- son og annast hann einn alla kennslu. Á mótornámskeiði Fiskifélags- ins eru nemendur 13, þar af 5 ut- anbæjarmenn. Forstöðumaður er Björn Guðnason, vélstjóri. á togarafiski fiski verið mjög lágt innanlands og í engu samræmi við verð á bátafiski. Dr bænum Afmæli: Sveinþór Magnússon, vélstjóri, Tröllanesi varð 50 ára 22. sept. — Hann fæddist hér i bæ og hefur alltaf átt hér heima. Borgþór Jónsson, sjómaður, Þórsmörk varð 50 ára 28. sept. Hann fæddist í Mjóafirði, en fluttist hingað 1954. Kristín Jóhannesdóttir, Trölla- vegi 1 varð 75 ára 14. okt. Hún fæddist i Sigmundarhúsum í Helgustaðahreppi, en fluttist hingað 1921. Flugvöllurinn Eiias og lesendum blaðsins er kunnugt, hafði verið ákveðið að gera á þessu ári sjúkraflugvöll í Norðfirði. Ekki hafði fengizt samþykkt að gera stærri flug- völl. Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða raktar hér, varð ekkert af framkvæmdum í ár, en hinsveg-J ar hefur flugráð nú loks fengizt til að samþykkja formlega að gerður skuli flugvöllur hér fyrir venjulegt innanlandsflug. Verður væntanlega hafizt handa um framkvæmdir næsta sumar og verkmu lokið á tveim sumrum. Dánarfiregníi' Hinn 29. sept. andaðist snögg- lega að heimili s.'i.iu hér í bænum frú Anna H. Brekkan, kona Sig- dórs V. Brekkan, kennara. Anna var fædd á Hánefsstaðar- eyrum í Seyðisfirði 9. júní 1883, dóttir Hermanns Ólafssonar og konu hans. Hingað til bæjarins flutti Ani.ia árið 1919, þegar maður hennar gerðist kennari við barnaskólann hér. Var hún manni sínum sam- hent og studdi hann drengilega í umfangsmiklum félagsstörfum hans. Ekki varð þeim hjónum bama auðið, en nokkrum börnum gengu þau í foreldrastað. Björgvin Haraldsson á Kvíabóli aridaðist á sjúkrahúsi í Reykja- vík 3. okt. — Hann fæddist hér 1 bæ 8. des. 1902 og átti hér heima alla ævi. Foreldrar hans voru hjónin Þórey Jónsdóttir og Haraldur Brynjólfsson, sem bæði eru á lífi. Björgvin fékkst við ýms störf, var m. a. fiskimatsmaður, en mörg síðustu árin var hann verk- stjóri í frystihúsi Kaupfélagsins Fram. Þorleifur Ásmundsson í Nausta hvammi andaðist snögglega að heimili sínu 10. okt. Hann var fæddur að Karlsstöðum í Vaðla- vík 11. ágúst 1889 og voru for- eldrar hans hjónin Ásmundur Jónsson og Þórunn Halldórsdótt- ir. Til Norðfjarðar fluttist hann með foreldrum sínum og systkin- um 1906 og átti hér heima upp frá því og stundaði bæði sjó og búskap. Kona Þorleifs var María Ara- dóttir. Varð þeim hjci.ium 14 barna auðið og eru þau öll á líf* og má með sanni segja, að barra- lán þeirra hefur verið mikið. Harald Svendsaas lézt að heim- ili sínu hér í bænum 18. okt. eftir langvarandi vanheilsu. Hann var fæddur í Tromsö í Noregi 1. okt. 1891 og hafði nýskeð náð 65 ára aldri. Hingað til lands fluttist Svendsaas árið 1924 og settist að hér í bæ og var lengi vélstjóri á mótorbátum, en síðustu árin r ’ hsnn hafði heilsu, stundaði hami daglaunavinnu, einkum hjá tog- urvnum. Svendsaas var kvæntur Sigur- björgu Jónsdóttur og lifir hún mann sinn ásamt syni þeirra hjóna. Annan son eignuðust þau, en hann fórst ungur í sjóslysi fyr- ir 13 árum. AuglýsiS í Austurlandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.