Austurland


Austurland - 27.10.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 27.10.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósialista á A n s t n r 1 a n d i Neskaupstað, 27. október 1956. 6. á argangur. 35. tölublað. Elías Eyvindsson ráðinn yfirlæknir við sjúkrahúsið Sjúkrahússstjórnin í Neskaup- stað hefur ráðið Elías Eyvkids- son, lækni, til að vera yfirlæknir hins nýja sjúkrahúss. Er hann þegar fluttur hingað' með fjöl- skyldu sína og starfar að því að koma sér fyrir og undirbýr rekstur sjúkrahússins. Elías Eyvindsson er fertugur að aldri, fæddur 14. júní 1916. Hann lauk læknaprófi veturinn 1944 með I. einkunu, 157 st. Sett- ur héraðslæknir var hann í Kópa- skershéraði mánuðina febr.-maí 1944 og lauk síðan námskandi- datsþjónustu í Landsspítalanum 1. júní 1944-31. maí 1945. Að- , stoðarlæknir héraðslæknisins á Patreksfirði var hann ráðinn frá 1. júlí 1945, og hlaut almetmt lækningaleyfi þá um haustið. Haustið 1945 fór Elías til Bandaríkjanna og lagði þar stund á handlækningar til ársloka 1947. Var síðan um skeið aðstoðarlækn. ir í Ólafsvíkurhéraði og síðan settur héraðslæknir á Bíldudal. Frá 1. okt. 1948 til 31. des.. 1950 dvaldi Elías í Bandaríkjunn um við sérnám í svæfitigum og blóðbankastörfum og hlaut sér- fræðiviðurkenningu sem svæf- -Ugalæknir haustið 1951 og var ráðinn svæfingarlæknir við hand- læknisdeild Landsspítalans frá 1. apríl 1951 og forstöðumaður Blóðbankans frá stofnun hans í nóvember 1953 eftir að hann hafði sérstaklega búið sig undir það með dvöl í Bandaríkjunum um þriggja mánaða skeið. Harn fékk frí frá svæfingarlæknis- Fjórðungsþing Fjórðungsþing Austfirðinga kemur samat.i til fundar á Egils- stöðum í dag. Verður væntanlega í næsta blaði unnt að skýra frá störfum þingsins og birta eitt- hvað af ályktunum þéss. störfum frá því í maí 1952 þar til í apríl 1953 til að gegna starfi aðstoðarlæknis við handlækninga- deild Landsspítalans, og aftur frá því í september 1955 til maí- loka í vor og mun nú h'afa hlotið sérfræðiviðurkenningu í hand- lækningum. Eins og af þessu má sjá hefur hir.t.i nýi sjúkrahússlæknir aflað sér mikillar reynslu með námi og ötarfi og má fyllilega vænta þess, að rekstur sjúkrahússins undir hans stjórn tákni tímamót í sögu heilbrigðismála byggðarlagsins, en til þessa hefur mjög skort skilyrði til að veita fólki þá þjón-; ustu í þessum efnum, sem nauð- synleg er, vegna skorts á sjúkra- húsi með tilheyrandi útbúnaði.. Nýr viðskiptasamn- ingur við Sovétríkin I lok septembermánaðar var í Reykjavík undirritaður nýr samn- ingur um viðskipti Islands og Sov- étríkjanna og gildir hann næstu þrjú árin, frá 1. jan. 1957 til 3i. des. 1959. Er það mikilsvert fyrir þjóðarbúskapinn, að tekizt geti að gera verzlunarsamninga til nokk- urra ára í senn. Samiiingurinn gerir ráð fyrir mikilli aukningu á sölu freðfisks til Sovétríkjanna. Á freðfisksalan að nema 32 þús. tonnum á ári á móti 20 þús. í gildandi samningi. Auk þess á árlega að flytja út til Sovétríkjanna 15 þús. tonn af saltsíld og eitt þúsund tonn af freðsíld. Frá Sovétríkjunum kaupum við einkum allskonar olíur og betizín, járn. og stálvörur, kornvörur og bifreiðar (300 árlega). Er hér yf-i irleitt um sömu vörutegundir að ræða og fluttar hafa verið frá Sovétríkjunum undanfarin ár, en kaup á olíum, benzíni og hveiti eru áætluð meiri en áður. Alþýðusambandsþingið Fulltrúakjöri til 25. þings Al- þýðusambands Islands er nú lok- ið og hefur þingið verið kvatt caman 20. nóv. Um 150 verklýðs- félög hafa kosið yfir 300 fulltrúa. Alþýðusambandið er vissulega áhrifamikil samtakaheild, sem taka verður tillit til. Og viðbrögð þess geta ráðið miklu um galng þjóðmála. Þessvegna eru kosning- ar til Alþýðusambandsþings o.ft harðsóttar og með þeim fylgzt af alhug. Augljóst er, að einingaröflin hafa unnið sigur í þessum kosn- ingum og er því öruggur stuðn- ingur sambandsins við framfara-i stefnu ríkisstjórnarinnar tryggð- ur. Ihaldið rejtidi að koma ár sinni fyrir borð í þessum kosning- um, en fór hvarvetna hinar mestu hrakfarir. Það er athyglisvert, að enda þótt all viða væru hörð átök milli stuðningsflokka ríkisstjórnarinn- ar, var mjög víða um samkomu- lag að ræða. Og í ýmsum félög- um, sem íhaldið hefur undanfarið ráðið öllu í, tapaði það nú fyrir eamfylkingu stjórnarflokkanna allra. Má þar mít.ina á bifreiða-i stjórafélagið Hreyfil í Reykjavík. Þsgar allt kemur til alls verður að telja, að Alþýðusambands- kosningarnar í heild hafi borið vitni um einingarvilja alþýðunn- ar. Spáir það góðu fyrir Alþýðu- sambandsþinginu. Siglt á bryggju Það óhapp varð, þegar norska fiskitökuskipið Canopus var að lcggjast að bryggju hér í Nes- kaupstað í fyrradag, að stefni skipsins rakst á bryggjuna og braut hana talsvert. Mat hefur farið fram á skemmd unum. Voru. þ«r metnar á kr. 82.500.00. Frá Alþingi Alþingi kom saman til funda 10. okt. í fyrsta sinn eftir kosn- ingarnar í sumar. Hafa miklar breytingar átt sér stað á skipan þingsins þatinig, að margt er þar nýrra manna, þótt ekki hafi orðið miklar breytingar á fylgi flokka. Fyrsta vika þingsins fór í um- ræður um gildi kjörbréfa upp. bótamanna Alþýðuflokksins og héldu íhaldsmenn uppi miklu málþófi. Enda þótt mjög orki tvímælis, svo ekki sé sterkar að orði kveð- ið, um það hvort kosningabanda- lag Alþýðu- og Framsóknar- flokksins hafi verið lögmætt, var ekki stætt á því að gera þing- mmnina afturreka, nema efna þá til nýrra kosninga, því kjósendur höfðu greitt atkvæði í samræmi við úrskurð meirihluta kjör- stjórnar. Stjórnarflokkarnir höfðu sam-i starf um kjör þingforseta og nefnda. Forseti Sameinaðs þings var kosinn Emil Jónsson, 1. varafor- seti Gunnar Jóhannsscii og 2. varaforseti Karl Kristjánsson. Forseti Efri deildar var kosinn Bernharð Stefánsson, 1. varafor- seti Friðjón Skarphéðinsson og 2. varaforseti Alfreð Gíslason. Forseti Neðri deildar var kos- inn Einar Olgeirsson, 1. varafor- seti Halldór Ásgrímsson - og 2. varaforseti Aki Jakobssm. Stjórnin hefur lagt ýms frum- vörp, sem sumra verður nánar getið síðar, fyrir þingið, m. a. frumvarp um smíði 15 togara og 6 stórra fiskibáta. — Fjárlaga-i frumvarpið fyrir árið 1957 var lagt fram í þingbyrjun og flutti fjármálaráðherra fjárlagaræðuna sl. mánudag og var henni útvarp- að svo og ræðum þingmanna allra flokka. Endurvarpsstöð í Skuggahlíð? Útvarpsstjóri hefur látið hafa það eftir sér, að á þessu hausti verði reist endurvarpsstöð í Skuggahlíð í Norðfirði. Vonandi reynist þetta rétt, því hlustunar- skilyrði hér eru nú vægast sagt slæm oft og einatt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.