Austurland


Austurland - 27.10.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 27.10.1956, Blaðsíða 2
2 AUSfURLAND Neskaupstað, 27. október 1956. Stjórnmálaályktun 15. þings Æ.F. Síðan 14. þing Æskulýðsfylking- arinnar var háð, hafa gagngerar breytingar orðið í stjórnmálaþró- un íslenzku þjóðarinnar inn á við sem út á við. Þingið fagnar þeirri nýju ein- ingaröldu, sem risið hefur meðal íslenzku verklýðsstéttarinnar og sem fann farveg í stofnun Alþýðu- bandalagsins og hinum mikla kosningasigri þess, er gerði mynd-i un núverandi ríkisstjórnar mögu-, lega. Samtímis fagnar þingið þeirri ákvörðun Alþingis Islendinga að segja upp samningnum um dvöl er- lends herliðs í landinu. Þingið sér í þessum stóru áföng- um árangurinn af langri og þrot- lausri baráttu íslenzkra sósíalista fyrir einingu verkalýðsins og sjálfstæði íslands og minnir jafn- framt á þátt ungra sósíalista í þessari baráttu. Þingið vill beina athygli ís- lenzkrar æsku að því að sigursæl barátta fyrir framkvæmd á stefnu- málum ríkisstjórnarinnar og stefnuskrá Alþýðubandalagsins felur í sér áður óþekkta möguleika fyrir lausn á vandamálum unga fólksins á sviði menntunar, at- vinnuöryggis, húsnæðismála og fé- lagslegrar aðstöðu. Þingið vill ennfremur minna ís- lenzkan æskulýð á það, að ísland býr yfir svo miklum auðæfum til lands og sjávar, að það getur veitt Miklir flutningar úr Mjóafirði Á þessu ári hefur verið áfram- hald á fólksflutningum úr Mjóa- firði og er talið að um næstu ára- mót verði aðeins um 50 íbúar í hreppnum, en fyrir 4 árum voru þeir milli 140 og 150. Hirigað til Neskaupstaðar munu í ár flytja 10 mat.ms frá Mjóafirði en enn fleiri flytja til Suðurlands- ins. 1 haust fer stórbýlið Fjörður alveg í eyði svo og Hof, Vegagerð í Mjóafirði I sumar var lokið við að ryðja bílveg út á Dalatanga og er hann jeppafær. Mun hafa verið unnið fyrir um 100 þús. kr. í sumar. Allmikið verk er þarna enn óunn- ið við ofaníburð. Vegagerð þessi mut.i einkum vera rökstudd með því, að nauð- synlegt sé að bæta samgöngumar við Dalatanga vegna vitanna og mun vitamálastjóri hafa lagt mikla áherzlu á að vegur þessi yrði lagður. hverjum landsmanni hagsæld og efnahagslegt öryggi, ef auðlindir þess eru nýttar fyrir þjóðina, en ekki lítinn hóp auðkýfinga og braskara. Þingið hvetur því alla unga Islendinga til að vísa á bug þeim kenningum að íslenzka þjóð- in geti ekki umflúið atvinnuleysi og skort án þess að vera öðrum þjóðum háð og að Islendingar séu ekki sjálfir færir um að nýta auð- lindir landsins. Þess vegna telur þingið, að trú á landið og traust á þjóðinni verði að móta alla afstöðu íslenzkrar æsku til þeirra viðhorfa, sem nú eru fyrir hendi og heitir á æsku- | lýð landsins að taka höndum sam- an í baráttunni fyrir framkvæmd á stefnu ríkisstjórnarinnar, stefnuj skrá Alþýðubandalagsins, brottför hersins af íslenzkri grund og fyrir algerum einingarsigri verkalýðs- ins. Áfengissala Áfengíssala þriðja ársfjórðungs 1956 (1. júlí til 30. sept.): Selt í og frá Reykjavík fyrir kr. 23.250.479.00 (á sama tíma í fyrra fyrir kr. 22.564.461.00). Selt í og frá Seyðisfirði fyrir kr. 1.018.708.00 (á sama tíma I fyrra fyrir kr. 766.577.00). Selt í og frá Siglufirði fyrir kr. 2.421.309.00 (á sama tíma í fyrra fyrir kr. 2.044.823.00). Samtals 3. ársfjórðung 1956 kr. 26.690.490.00. 3. ársfjórðung 1955: kr. 25.375.861.00. Áfengi til veitingahúsa 3. árz-í fjórðung 1956 var selt frá aðal- skrifstofu fyrir kr. 953.069.00. Á öðrum ársfjórðungi 1956 var selt alls fyrir kr. 23.582.988.00 og á fyrsta ársfjórðungi 1956 nam salan alls kr. 21.783.756.00. Fyrstu níu mánuði ársins 1956 hefur sala áfengis til neyzlu frá Áfengisverzlun ríkisins numið alls kr. 72.057.240.00, en á sama tíma í fyrra kr. 63.304.168.00. — Allt árið 1955 nam salan 89 millj- ónum króna. Nokkur verðhækk- un varð á áfengi 18. maí 1955. Heimild: Áfengisverzlun ríkis- ins. (Frá Áfengisvamaráðunaut). Fjallvegir færir Allir fjallvegir milli byggða á Austurlandi munu enn vera færir. Tvívegis hefur þó snjó verið rutt af Oddsskarðsvegi. Vegamálastjóri hefur heitið því að Oddsskarði skuli haldið akfæru fram undir áramót syo fremi, að ekki byn'gi ni'ður naftá'um s«6°- R.CA.-ísskápar Easy-þvottavélar Rófur í heilum pokum á 3 krónur kg. Gúmmístígvél barna og kvenna. Loftvogir Eldhúsklukkur V efnaðarvörubúðin Slankbelti Brjósthöld, síð og stutt Barnasokkar Bamanáttföt Barnatreflar Telpubuxur 25% nylon no. 2 til 14. Perlon sokkar Saumlausir nylonsokkar Teyjunylonsokkar Crepenylctisokkar Milliverk og blúndur hvítar, mislitar — margar breiddir Damask Fóðurvatt: grænt, grátt og rautt Popelin, 6 litir Herrabuxur, alull — pipar og saltefni nokkrir litir Dralon-kjólaefni á 68 kr. Flónel, 8 litir. Pöntunarfélag alþýðu, Neskaupstað Nr. 21/1956. Tnkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið að söluverð í heild- sölu og smásölu á allskonar vinnufatnaði og kuldaúlpum megi ekki vera hærra en það var 1. júní s. 1. Reykjavík, 21. sept. 1956. Verðgæzlustjórinn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Björgvins HaraldssOnar. feórey Jónsdóttir. Haraldur Brynjólfsson. Valborg Haraldsdóttir. Gíslína Haraldsdóttir. 4>- Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við atadlát og jarðarför eiginkonu minnar Önnu H. Brekkan. Sigdór V. Tteekkan.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.