Austurland


Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 16. Nóvember 1956. LEIKFÉLAG NESKAUPSTAÐAR Loginn helgi eftir Somerset Maugham. Leikstjóri: Jón Norðfjörð. AÐ VAR mikið í fang færzt, er Leikfélagið ákvað að æfa „Logann helga“. En ég hygg, að fáir sem voru á frumsýningunni telji það hafa reist sér hurðarás um öxl í þetta sinn. Leikritið er heimsfrægt, senni- lega bezta leikrit höfundarins. I því er stöðug spenna frá upphafi til enda svo aldrei slaknar á. Mörg tilsvörin eru listavel gerð og hvergi er í leikritinu „dauður punktur“. En þeir sem fara í leikhús ein- göngu til þess að sjá einhverja bjálfa sparka í rassinn hver á öðrum verða fyrir vonbrigðum. Leikritið er mjög alvarlegs eðlis en endar þó vel á sinn hátt. Ég mun ekki rekja efni leiksins til þess að spilla ekki ánægju þeirra, sem eft. ir eiga að sjá hann, en þeir ©ru vonandi margir. Leikfélagið hefur verið mjög heppið með leikstjóra. I þetta sinn valdist til starfsins Jón Norðfjörð frá Akureyri, íandsþekktur leikari og leikstjóri. Tókst honum að koma upp frumsýningu eftir eins mánaðar æfingar og voru þó all- mikil veikindaforföll. Hygg ég, að aðrir leikstjórár hefðu ekki gert betur á svo skömmum tíma. Þá vil ég geta þess hér að Jón sýndi gagnfræðaskólanum þá velvild að lesa þar upp úr „Gullna hliðinu“. Vakti lestur hans mikla hrifningu. Heldur léleg aðsókn var að frumsýningu „Logans helga“. Mik- il veikindi voru í bænum og veður hafði verið afleitt um daginn. Þar við bættist að Sósíalistafélagið auglýsti félagsvist sama kvöldið. Er þar með brotin sú hefð að halda ekki aðrar samkomur í bænum þegar leikrit eru frumsýnd. Vonandi er hér fremur um hugs- unarleysi en vísvitandi dónaskap að ræða. Mun ég þá drepa nokkuð á frammistöðu einstakra leikara frá mínum bæjardyrum séð. Frú Tabret, eldri hefðarfrú, leikur Þórunn Jakobsdóttir. Hún hefur ágætt vald á hlutverkinu, skýra og viðkunnanlega framsögn og látbragð. Vegna veikinda gat hún sáralítið æft þriðja þátt og gætti þess nokkuð. Þetta er tví- mælalaust bezta hlutverk hennar til þessa. Ásgejr Lárusson leikur Mauríce Tabret, son frúarinnar, mann á bezta aldri sem hefur orð- ið fyrir slysi og lamazt upp að mitti. Þetta er fyrsta alvarlega hÍTitv6rkið sem ég hef séð Ásg&ir leik'a os sahnar hahn þar að haj»'n er ekki við eina fjölina felldur. Hann sýnir uppgerðarkæti og kæruleysi Tabrets vel og örvænt- ingu hans og geðshræringu af næmum skilningi. Colin Tabret bróðir Maurice leikur Jón B. Jónsson. Hann á að vera ungt glæsimenni og víst er hann myndarlegur, en virðist dá- lítið utanveltu á sviðinu. Þegar ástmær hans er sökuð um morð, þykir honum það að vísu heldur verra, en ekki er að sjá á fasi hans að hann taki það mjög nærri sér. Hann hefur heldur óskýran framburð. Stefán Þorlelfsson er Major Liconda, roskinn liðsforingi og vinur Tabretsfjölskyldunnar. Hann er mjög öruggur og lýtalaus, en einhvernveginn hef ég á tilfinn- ingunni að hlutverkið sé ekki af þeirri tegund, sem honum hæfir bezt. Hlutverkið gefur lítið tæki-i færi til þess að „slá í gegn“. Ungfrú Wayland, hjúkrunar- konu, leikur Guðný Þórðardóttir af mikilli snilld. Kuldi hennar og uppgerðarkæruleysi í 1. þætti er mjög sannfærandi og þá ekki síð- 15. þing Æ. F. vítir harðlega hve illa er búið að iðnaðaræsku landsins. Krefst þingið þess, að þegar verði orðið við réttmætum kröfum iðnnema um bætt kjör og menntunarskilyrði. Þingið beinir þeirri áskorun til stjórnarvaldanna að láta fara fram gagngera endurskoðun á iðn- fræðslulögunum. Telur þingið að með tilliti til sívaxandi þarfar iðnaðarins á vel menntuðum iðn- aðarmönnum, sé núverandi iðn- námsfyrirkomulag á margan hátt úrelt og því beri hið fyrsta að at- huga möguleika á stofnun full- komins verknámsskóla, er í fram- tíðinni gegni því hlutverki, sem meisturum og fyrirtækjum er nú ætlað. 15. þing Æ. F. vítir Iðnfræðslu. ráð harðlega fyrir að vanrækja gersamlega eftirlit með fram- kvæmd verklegrar kennslu iðn- nema. Vill þingið í þessu sam- bandi vekja athygli á námsreglum þeim, er Iðnfræðsluráð hefur ný- lega sett ög tryggja eign eftirlit méð vérklégu ketmBluKni. V'sntir ur skap hennar og að lokum til- finningahiti í seinni þáttunum. Guðný er mesta leikkona þessa bæjar og vex með hverju hlut- verki. Steliu Tabret, konu Maurice Tabrets leikur Randíður Vigfús- dóttir. Hún er reyndar kölluð Stella Maurice í leikskránni, en það hlýtur að vera prent. eða rit- villa. Enskar konur eru ekki kenndar við fornafn eiginmanns- ins heldur ættarnafnið. Randíður er ung en efnileg leikkona og hlut- verkið er erfitt, mikil skapbrigði, en hún skilar því með mikilli prýði. Óskar Björnsson leikur Har- vester lækni. Honum hefur farið mikið fram síðan hann lék í „Imyndunarveikinni", er nú frjáls. mannlegur og djarfur. En ögn ber á óeðlilegum rykkjum og kippum og eins bítur hann stundum setn- ingarnar sundur og gusar þeim út úr sér. Smáhlutverk, Alice, þjónustu- stúlku leikur Jóhanna Óskarsd. Þá er þess ógetið að Jóhann Jónsson hefur séð um andlitsgerfi og leiktjöld. Er hvort tveggja prýðilegt eins og við var að bú- ast. Jóna Jónsdóttir annaðist hár. greiðslu. Hvíslari er Elsa Christ- ensen og minnti stundum heldur ört á. Að lokum þetta: Ef þið, Norð- firðingar góðir, sækið eklci þennan leik, eigið þið ekki skilið að haft sé fyrir því að leika fyrir ykkur. þingið þess, að þær reglur komi strax til framkvæmda og þar með tryggt raunhæft eftirlit með verkkennslunni. Meðan verklegt iðnnám fer enn fram hjá meisturum heitir Æ. F. iðnnemum fullum stuðningi fyrir áframhaldandi baráttu fyrir eftir- töldum kröfum: 1. Lágmarkskaup iðnnema verði ákveðinn hundraðshluti af grunn- kaupi sveina, og skiptist þannig: 1. námsár 40% 2. námsár 50% 3. námsár 60% 4. námsár 70% 2. Iðnnemum verði ekki gert að greiða skatta og út'svör. 3. Að iðnskólanám fari undan- tekningarlaust fram að deginum alls staðar á landinu. 4. Að öll ákvæði Iðnskólalag- anna komi nú þegar til fram- kvæmda. Að endingu skorar þingið á stjómarvöldin að veita nægilegt fjármagn til framkvæmda á fram- angrein'dúm atrtðum. Orlof Nú er vetur genginn í garð og fólk sjálfsagt flest hætt að hugsa til skemmtiferðalaga. En það kem- ur dagur eftir þennan dag og næsta sumar hafa menn vonandi ekki verri ástæður til að fierðast og skoða sig um, er menn taka sér frí frá störfum. Ekki er svo að skilja að mann þurfi að fara langt til að njóta náttúrufegurðar og hvíldar, slíkt er hægt að gera á okkar eigin landi og það er svo sem ekki umhöndugra fyrir okkur Austfirðinga en aðra landsmenn. En hugsi einhver sér að gera meira, já, þá vandast nú málið. Tökum t. d. mann úr Neskaup- stað sem vildi taka sér far með Gullfossi til Danmerkur. Hann verður auðvitað eins og allir aðrir landsmenn að sækja um ferða- gjaldeyri til Innflutningsskrifstof- unnar og til að verða nokkurn veginn viss um að fá ekki nei, þá skrifar hann einnig, eftir ástæð- um annað hvort Lúðvík eða Ey- steini. Þegar svo gjaldeyrir og farseðill er fenginn getur orðið nauðsynlegt að kaupa sér bíl upp í Egilsstaði í veg fyrir flugvélina og einn til tveir dagar í Reykja-i vík er það minnsta sem hægt er að gera ráð fyrir en þá eru líka á- reiðanlega farnar a. m. k. þúsund krónur eða svipað og farseðillinn kostar með Gullfossi frá Rvík til Hafnar, fram og til baka á þriðja farrými. Hafi svo Norðfirðingur- inn ekki haft þetta ferðalag í koll- inum löngu fyrirfram, má hann þess utan gera ráð fyrir að mega kaupa farseðil á fyrsta farrými, hitt er venjulega löngu upppantað. Fyrir nokkrum árum var svo að sjá sem Skipaútgerð ríkisins byggðjst bæta að nokkru úr þeim óþægindum og aukakostnaði sem fólk á Norður- og Austurlandi verður fyrir ætli það út fyrir landssteinana. „Hekla“ fór eina eða tvær ferðir til Norðurlanda, með viðkomu fyrir norðan og austan. En Adam var ekki lengi í Paradís. Farþegaskipin „Gullfoss" og „Hekla“ virðast hafa nóga farþega að flytja yfir' sumarmán- uðina þó ekki sé verið að leggja krók á leið þeirra, inn á einhverj- ar kúvíkur út um land. Nú má auðvitað ekki íþyngja þessum skipum um of, jekstur þeirra þol- ir það sjálfsagt ekki en einhverj- ar smávegis úrbætur hljóta við- komandi aðilar að geta ráðið við. Hugsum okkur að tvær Norður- landaferðir Heklu væru aðallega ætlaðar fólki að norðan og aust- an t. d. júní og septemberferð eða fyrir og eftir síldartímann. Væri þá óframkvæmanlegt að haga á- ætlun og ferðum Esju og Heklu þannig að Hekla kæmi við á ein- hverjum Austfjarðanna í útleið og FramJÉald á 3. siðu. Davíð Ásbelsson. 15. þing Æskulýðsfylkingarinnar: Ályktun um iðnaðarmál

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.