Austurland


Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 4
^ AUSTURLAND Neskaupstað, 16. Nóvember 1956. Að gefnii tilefni Framhald af 1. síðu. sem kosta mundi svo hundruðum þúsunda króna skipti. Hafnargerð við Eyrina hlyti því að verða miklu dýrari en innfrá. Alla strandlengjuna ásamt hálf- ónýtum húsum, þyrfti að kaupa, ef liöfnin yrði byggð útfrá. Mundi það vafalaust kosta hundruð þúsunda króna. Umráðamaður meginhluta þessara eigna hefur ekki léð máls á að selja þær fyrir minna en 200 þús. kr., og hafði þá hafnargerðin ekki verið komin á dagskrá. Mundu þær vafalaust hækka til mikilla muna, ef þarna ætti að koma höfn. Hér við bætist svo sjóhús, bryggja og lóðarrétt- indi Björns Ingvarssonar, hús og lóð Gullfaxa hf. o. fl. lóðir. — Við bryggjurnar þarf aftur á móti ekkert slíkt að kaupa. Staður sá, er valinn var, er miklu betur í sveit settur, nær fiskvinnslustöðvuníim og í miðbiki bæjarins. Þó ber að taka tillit til þess, að vélsmiðjan og skipasmíða. stöðin eru við hendina, yrði kvíin gerð útfrá. 1 sambandi við það, sem Sigur- jón segir um dráttarbrautina og norðaustanáttina, má geta þess, að verkfræðingurinn gerði ráð fyrir, ef höfnin yrði gerð útfrá, að hlífa. brautinni fyrir hafátt með fremur stuttum grjótgarði vestur úr Eyr- inni. Ekki get ég séð hvað er því til fyrirstöðu að þessi grjótgarður verði hlaðinn, þó höfnin yrði ann- ars staðar. Með því að byggja kvína innfrá, sleppur hafnarsjóður við viðhald á bryggjum sínum, Önnur þeirra er nú mjög léleg orðin og verður ekki komizt hjá að endurbyggja hana fyrir a. m. k. eina milljón krpna innan örfárra ára. Hinsveg- ar er talið að höfn úr stálþilum muni endast í 80 ár. Það eru því ekki rök að tilvera bryggjanna mæli með ytri höfninni. Ýmislegt fleira mætti nefna, en þstta verður að nægja, rúmsins vegna. Hlaupin Sigurjón gerir mikið úr hlaupa- hættu á hinu fyrirhugaða hafnar- stæði og víst er um það, að hún er fyrir hendi. En ekki má gera of mikið úr þessu. Þó þarna hlaupi einu sinni eða tvisvar á öld (höfn. in er gerð til 80 ára), er það ekki til að lá.ta sér vaxa í augum, þar sem hægt er að moka höfnina upp á fáum dögum fyrir lítið fé. I Togararnir Sigurjón segir að í ytri höfninni mætti taka fullfermdan togara til afgreiðslu, en í innri höfnina kæm- ist aðeins tómur togari. Þetta er rangt. Fullfermdan togara er hægt að taka til afgréíðslu irin'án hafnarinnar hvor staðurinn sem valinn hefði verið. Loks lætur Sigurjón þess getið að með litlum breytingum frá því, sem uppdrátturinn segir til um, megi út við Eyri gera höfn, sem tekið geti skip á stærð við Heklu og Esju. Þetta væri sennilega hægt, en hleypir verði hafnarinnar talsvert mikið fram. Annars má vekja athygli á því, að hér hefur aldrei verið talað um annarskonar hafnargerð en báta- höfn. Allt kjaftæði um hafskipa- höfn er því aðeins til að drepa málinu á dreif. Ef við ákvæðum að gera höfnina þannig, að Hekla og Esja gætu fengið afgreiðslu þar, mundu vafalaust einhverjir rísa upp og héimta höfn fyrir Fossana. — Vafalaust er þörf fyr- ir stórskipahöfn hér, en það mál er alls ekki á dagskrá. Það er bátahöfn, sem við erum að reyna að gera að veruleika og eigum sjálfsagt fullt í fangi með það. N orðaustanáttin Eitt af því, sem Sigurjón færir sem rök fyrir máli sínu er austan- og norðaustanáttin, sem áður er á drepið. 1 tilefni af því sem hann segir um þær áttir mætti kannski spyrja hann, hvort hann telji ástæðu til að ætla, að afleiðinga þeirra gæti meira í höfn milli bryggjanna, en útfrá. Mér sýnist innri höfnin alveg lokuð fyrir þeim slæmu áttum. Bretar hafa nú loks gefizt upp á að halda uppi löndunarbanni á íslenzkum togarafiski eftir 4—5 ára efnahagsstríð gegn Islending- um. Með löndunarbanninu átti að knýja íslendinga til að falla frá útfærslu fiskveiðitakmarkanna. Islendingar svöruðu löndunar- banninu með því að stórauka verkun á togarafiski, bæði hrað- frystingu, herzlu og söltun og var það fyrst og fremst rússneski freðfiskmarkaðurinn, sem gerði þessa leið færa. Löndunarbannið hefur því orðið Islendingum til góðs, þar sem verkun aflans hef- ur stóraukið gjaldeyrisverðmæti hans, skapað mikla vinnu og gert starfrækslu fjölmargra fiskiðnfyr-, irtækja færa. Islendingar tóku líka fram, að vegna þess hve fiskiðnaður væri orðinn þýðingarmikill atvinnuveg- ur, væri ekki hægt að semja um sölu á ákveðnu magni af ísvörðum fiski. I sambandi við lausn löndunar- deilunnar hafa Islendingar heitið: I fyrsta lagi, að leyfa erléndum Fjórðungsþing Austfirðinga: Alyktun um símamál Fjórðungsþing Austfirðinga að Egilsstöðum 27.—28. okt. 1956 lýsir ánægju sinni yfir þeirri fyr- irætlun símnmálastjórnarinnar að koma á stuttbylgjusambandi milli Suður- og Austurlands. Væntir þingið þess að það komist í fram- kvæmd svo sem ráð er fyrir gert eigi síðar en á árinu 1958. Þá skorar Fjórðungsþingið á símamálastjórnina að samræma nú þegar á næsta ári gjaldskrá fyrir s’mtöl og símskeyti milli iandshluta þannig, að sama gjald sé tekið fyrir þessi símanot milli landshluta hvar sem er á landinu. Einnig sé sama gjald fyrir þessi not landssímans innan hvers lands. hluta án tillits til vegalengda. Alyktun um póstmál Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir því að nú hefur póst- stjórnin tekið upp póstflutninga með flugvélum til Egilsstaða, hvað viðkemur blöðum og bréfum, en bögglum ekki. Skorar þingið á póststjórnina að flytja einnig bögglapóst með flugvélum framvegis. Einnig leggur þingið áherzlu á að póststjórnin gæti þess betur en nú er að pósturinn komist greiðar til viðtakenda innan fjórðungsins frá Egilsstöðum ætíð er ferðir falla og eigi sjaldnar en einu sinni til tvisvar í viku. fiskiskipum, sem leita verða vars vegna veðurs, eða af öðrum óvið- ráðanlegum ástæðum, að búlka veiðarfæri sín í landhelgi. Þetta hefur raunar alltaf verið látið á- tölulaust. I öðru lagi, að leyfa erlendum fiskiskipum að selja afla sinn hér á landi, ef hætta er á að hann skemmist, vegna tafa skipsins af völdum vélbilunar, eða skemmda á skipi. Þetta hefur líka jafnan ver- ið leyft. 1 þriðja lagi, að hafast ekki frekar að til stækkunar landhelg- inni fyrr en lokið er yfirstandandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem líklega verður snemma á næsta. ári, en það mun fjalla um landhelgismál. Brezkir og íslenzkir togaraeig- endur höfðu samið tim lausn lönd- unarbannsins, en Efnahagsstofn- un Evrópu hafði þar einhverskon- ar milligöngu. Allir Islendingar munu fagna því, að Bretar hafa orðið að láta í minni pokann í þessu máli. En opnun b'rezka ísffsksmarkaðsins Or bænnm Kirkjan Messað sunnud. 18. nóv. kl 5. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn að messu lokinni. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðný Jónasdóttir frá Isafirði og Jón B. Jónsson, Eyr- argötu 3, Neskaupstað. Kviknar í báti Um kl. 6 í gærkvöldi var slökkvilið Neskaupstaðar kvatt að dráttarbrautinni, en þar hafði kviknað í lúkar v. b. Sæfaxa, sem er í slipp vegna vélarskipta. SJökkviliðinu tókst á skömmum tíma að ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir litlar. Ekki er vitað um eldsupptök, en helzt geta menn þess til, að íkviknunin hafi stafað af fikti bama með eld. Byggingarleyfi Friðrik Sigurðsson, bílstjóri, hefur fengið leyfi til að byggja íbúðarhús við Strandgötu 4, milli Framness og húss Jósefs Hall- dórssonar. Er Friðrik þegar byrj- aður á framkvæmdum. Hefur þá verið hafin bygging fjögurra íbúð- arhúsa hér í bænum i haust. Goðanes kom frá Þýzkalandi í gær, en þar hafði það verið í slipp eftir að hafa selt afla sinn um mánaða- mótin síðustu, 170 tonn fyrir 71 þús. mörk. Goðanes fer aftur á veiðar í dag. Kvenfélagið Nanna heldur fund n. k. mánudag kl. 9 e. h. að Grænuborg. Fundarefni: Vetrarstarfið. Félagsvist. Togari sekkur Þegar togarinn Fylkir var að taka inn vörpu sina á Hornbanka á miðvikudagsmorgun, varð mikil sprenging undir skipinu eða við það. Kom þegar mikill leki að Fylki og sökk hann á 15 mínútum. Allri áhöfninni tókst að komast í annan björgunarbátinn og flutti Siglufjarðartogarinn Hafliði, sem þar var nærstaddur, mennina til ísafjarðar. Má það teljast einstök heppni, að manntjón skyldi ekki af hljótast. Talið er víst, að tundurdufl hafi sprungið í vörpunni. Mun þó hafa verið talið, að tundurdufl, sem lagt var á þessum slóðum fyrir um það bil 15 árum, væru óvirk orðin. má þó ekki verða til þess, að draga um of úr vinnslu aflans hér heima. Þá kröfu verður að gera til viðJ skiptamálaráðuneytisins, að það sjái um að útflutningur á ísvörð- um fiski verði ekki það mikill, að skaði hinn þýðingarmikla fiskiðn- að landsmanna. Bjarni Þórðarson. Löndunardeilan leyst

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.