Austurland


Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalista á Aistiílaidi 6. árgangur. Neskaupstað, 16. nóvember 1956. 38. töluþlað. Að geínu iilefni Sigurjón Ingvarsson, hafnar- nefndarmaður, gerir hafnarmál Neskaupstaðar, eða nánar tiltekið fyrirhugaða hafnargerð, að um- talsefni í síðasta Austra. Þó mér þyki miður, að opinberar deilur eigi sér stað um málið á þessu stigi, því ég tel að þær geti skað- að það, tel ég þó ekki annað fært, bæjarbúa vegna, en að svara að nokkru grein Sigurjóns. Það er ofur eðlilegt, að skiptar skoðanir séu um staðarval báta- hafnar og að nokkur átök hafi um | það orðið innan hafnarnefndar og bæjarstjórnar, en eftir að endan- lega hafði verið ákveðið, hvar gera skyldi höfnina, hefði verið skynsamlegast að láta þær deilur niður falla, en taka í þess stað höndum saman um að hrinda mál- inu í framkvæmd, enda mun ekki af veita. Það sé fjarri mér að drótta því að Sigurjóni, að hann sé að gera sér leik að því að spilla fyrir mál-j inu. Til þess þekki ég of vel áhuga hans fyrir framgangi þess og veit að þetta er hans hjartans mál eins og margra fleiri, ekki sízt sjó- manna. En grein hans er gott dæmi um það, hv© mikill áhugi getur leitt menn af leið. Mishermi leiðrétt Sigurjón segir frá hafnarnefnd- arfundi, sem haldinn var með Þor- láki Helgasyni, verkfræðingi, þegar hann var nýkominn hingað til að athuga skilyrði til að gera hér bátakví. Hefur hann það eftir mér, að ég hafi lýst erindi Þor- láks svo, að hann væri hingað kominn til að athuga hafnarstæði við bæjarbryggjurnar og að ég hefði jafnframt látið þess getið, að aðrar tillögur um staðarval væru aðeins til að tefja eða stöðva framgang málsins. Hinsvegar hefði Reynir Zoega komið því til vegar, að verkfræðingurinn hefði lofað, að athuga einnig möguleika til hafnargerðar af svipaðri stærð innan Neseyrar. Hið rétta í málinu er þetta: Þegar bæjarstjórn sendi þá Ár- mann Eiríksson og Vigfús Gutti ormsson til Reykjavíkur að aflíð- andi sumri til að ræða um þessi mál við yfirstjórnendur þeirra, munu þeir einkum hafa rætt um um hafnargerð við bæjarbryggj- urnar. Og á áðurnefndum hafnar- nefndarfundi var samþykkt að biðja verkfræðinginn að athuga skilyrði til hafnargerðar við bryggjurnar. Jafnframt var svo um það rætt, og man ég ekki til að R. Z. hefði þar nokkra for- göngu um, að athuga fleiri staði, a. m. k. ef verulegir tæknilegir örðugleikar væru á hafnargerð við bryggjurnar, og var þá helzt minnzt á svæðið vestan við Eyrina. Missögn Sigurjóns er ofur eðli- leg, því hann var alls ekki á þess- um fundi og hefur ekki haft sann- ar spurnir af honum og kann ég | því illa að hann leggi mér þannig orð í munn. Niðurstaða verkfræðingsins Á öðrum hafnarnefndarfundi( lagði verkfræðingurinn svo fram niðurstöður sínar og voru þær í stuttu máli á þá leið, að frá tækni- legu sjónarmiði væri ekkert því til fyrirstöð.u, að bátakví yrði gerð milli bryggjanná. Eins og Sigur- jón tekur réttilega fram, varð að liætta við athugun við Eyrina vegna vélbilunar, en verkfræðing- urinn taldi líklegt að tæknilega séð væru einnig skilyrði til hafn- argerðar þar. Og við skulum gangá út frá því, að svipaðir mcguleikar séu fyrir hendi á báð- um stöðunum. „Kommúnistar“ og annað fóllc Sigurjón reynir að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að það séu aðeins ,,kommúnistar“, sem vilji byggja höfnina við bryggjurnar. Ég hef h'ns vegar alltaf gert ráð fyrir því, að höfnin yrði ópóiitísk á hvorum staðnum, sem hún yrði gerð. Og það má Sigurjón vita, að ég veit ekki um annan Framsókn- armann en hann, sem vill að höfn- in sé gerð út við Eyri, en ég ef- ast ekki um, að þeir eru til og eins tcl ég mjög sennilegt, að til séu þeir „kommúnistar“, sem eru að meira eða minna leyti sammála Sigui’jóni um staðarvalið, þó bæj- arfulltrúar sósíalista hafi, eftir vandléga athugun, komizt að þeirri niðurstöðu, að þegar alls væri ; gæt.t, mundi höfnin bezt sett dð ! bryggjurnar, þó okkur sé ljóst, að | sumt mæli með hafnargerð við i Eyrina. Og það má Sigurjón líka vita, að ég héf vissu fyrir þvi, að marg- ir Framsóknarmenn í fremstu röð eru ,,korr.múnistar“ í þessu máli. Vil ég nefna tvo: Guðröð Jónsson, kaupfélagsstjóra og Ármann Ei- ríksson, bæjarfulltrúa, sem oft hefur rætt þetta mál við mig og aldrei látið í ljós aðra skoðun en þá, að höfnina ætti að gera við bryggjurnar. Breytir hér engu þótt Ármann hafi af tilhliðrunarsemi við Sigurjón, setið hjá við at- kvæðagreiðslu í bæjarstjórn um staðarvalið. Hitt mun rétt, að ihaldsmenn munu nokkuo sammála um að liöfnina eigi að gera við Eyrina en sú afstaða markast af annarlegum sjónarmiðum, sem bæjarstjórn getur ekki tekið tillit til. Á 8. landsþingi Slysavarnarfé- lagsins var samþykkt, að tillögu slysavarnardeildarinnar Bára á Djúpavogi, að hefja undirbúning að söfnun til björgunarskútu Austurlands. Fyrir aðra landsfjórðunga hafa þegar verið byggð eða eru í bygg- ir.gu björgunar- og gæzluskip. Hafa áhugamenn um þessi mál lagt á sig miklar fórnir til að koma þeim í höfn. Austfirðingar þurfa sannarlega að eignast björgunar- og gæzlu- skip, sem væri reiðubúið til hjálp- ar, ef hennar yrði þörf og gæti jafnframt varið landhelgina fyrir veiðiþjófum og eftir því sem unnt væri bægt togurum frá veiðarfær- um fiskibátanna. Enginn efi getur talizt á því, að allir Austfirðingar muni taka höndum saman um að gera þennan draum að veruleika. Þetta er eitt þeirra mála, sem allir geta sam- einazt um, hvað sem skoðunum á almennum málum líður. Vissulega þurfa Austfirðingar að leggja hart að sér, ef þeir eiga í náinni frnmtíð að ná því marki að -eignast .björgunar. og gæzlu- skiþ.' Forvstan ve'rður að sjá.lf- sogðu i höndum slysavamadeild- ; Hvað réði staðarvalinu ? ! Nauðsynlegt er, úr því farið er | að ræða þessi mál á annað borð | fyrir opnum tjöldum, að gera grein fyrir því, hvað réði ákvörðun meirihiuta bæjarstjórnar. Skal því gerð nokkur grein fyrir kostum og göllum beggja staðanna frá okkar sjónarmiði. Við bryggjurnar fæst 4000 fer- metra bátakví en við Eyrina 4300 fermetra. Það er því ljóst að nokkru rýmri hofn fengist útfrá. ííinsvcgar fæst mikið á annað hundrað metra lengra viðlegupláss innfrá. Yrði höfnin byggð útfrá og bryggjunum haldið við, mundi viðleguplássið samt styttra en það yrði, ef höfnin er byggð við bryggjurnar. Milli bryggjanna hefur verið gerð uppfylling og er þar með nokkur hluti hafnargerðarinnar kominn í framkvæmd. Útfrá þyrfti að gera samskonar uppfyllingu, Framh. á 4. síðu. a.nna og er áreiðanlega vel komin þar. Og deildirnar eiga vísan stuðning hvers manns. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Neskaupstað samþykkti á fundi sl. mánudag að hefjast handa í þessu máli. Gengst það fyrir dansleik í barnaskólanum annað kvöld til ágóða fyrir björg- unarskútusjóðinn. Hljómsveit Neskaupstaðar leikur fyrir dans- inum og Svavar Lárusson syngur. Gerpi seinkar Hinum nýja togara Norðfirð- inga hefur enn verið seinkað og hefur verið tilkynnt að hann verði afhentur 10. jan. Upphaflega átti að afhenda skipið 1. okt., en þegar í fyrravet- ur va.r afhendingu seinkað um hálfan mánuð vegna tafa af völd- um vetrarharðinda. Síðan kom í Ijós, að smíði gírs í aðalvél hafði mistekizt og stafar þessi seinkun að mestu af þeim ástæðum. Standist það, að skipið verði afhent 10. jan., ætti það að geta komið hingað um eða upp úr miðj- um þeim mánuði. BJörgunarskúta Austurlands

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.