Austurland


Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 16.11.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 16. Nóvember 1956. AUOTííRtAND Fjórðungsþing Austfirðinga: Alyktanir um áætl- unarferðir bifreiða i. Fjórðungsþing Austfirðinga,. haldið að Egilsstöðum, ítrekar til- lögur sínar, er fram koma í bréfi dags. 15. jan. sl. til póststjórnar- innar um samræmingu og fyrir- komulag áætlana bílferða um Aust urland. Til viðbótar því sem þar segir, verði ferðir til Borgarfjarð- ar, Hornafjarðar og Hallorms- staða felldar þar inn í. n. Fjórðungsþingið leggur áherzlu á að áætlunarbílferðum í sambandi við áætlunarflugferðir til Egils- staða sé haldið uppi a. m. k. tvisv- ar í viku, svo lengi fram eftir hausti sem vegir eru færir. Einnig séu slíkar ferðir upp teknar á vor- in strax og vegir eru færir. Annist póststjórnin sjálf þessar ferðir ef aðrir fást ekki til þess. III. Fjórðungsþingið vill benda á að heppilegt myndi vera að einhvcr einn aðili (póststjórnin, flugfél.) á Egilsstöðum hefði yfirstjórn allra þessara mála með höndum svo að þeir sem ferðirnar nota gætu snúið sér þangað um alla fyrirgreiðslu. IV. Fjórðungsþingið ítrekar fyrri á- skorun um að allir áætlunarvagn- ar sem um Egilsstaði fara, komi ætíð við heima á Egilsstöðum, þar eð annars staðar er ekki um við- unandi dvalarstað að ræða fyrir þá, sem bíða þurfa eftir ferðum. Fjórðungsþing Austfirðinga: Alyktun um vöru- flutninga Fjórðungsþing Austfirðinga 1956 vill benda Skipaútgerð ríkis- ins á, að vöruflutningar milli Reykjavíkur og stærri Austfjarða- hafna um sumartímann meðan Hekla er í utanlandssiglingum, eru svo strjálir, að stór bagi er að. Beinir þingið þeim tilmælum til Skipaútgerðarinnar, að hún leysi úr þessari flutningaþörf með því að leigja bát af hæfilegri stærð til að annast þessa flutninga á sama hátt og bátur annast flutn- inga til Vestmannaeyja, Snæfells-i neshafna o. v. «■■«» ........ j I Austurland ! ■ ■ Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. | Kemur út einu sinni í viku. ■ i : Lausasala kr. 2.00. : | Árgangurinn kostar kr. 60.00. j Gjalddagi 1. apríl. NE8PRENT H-P i : Nor$fjar<5arbió I Á Norðurslóðum • Spennandi amerísk litmynd ■ eftir skáldsögu Curwoods. Sýnd laugardag kl. 9. Síðasta sinn. Kvenuagullið [ Amerísk gamanmynd frá | 20th. Century Fox. : Aðalhlutverk: Crifton Webb ■ Ginger Rogers ■ j Sýnd á bamasýningu sunnu- dag kl. 3. Síðasta sinn. ■ ■ ■ j Þar sem gullið glóir Spennandi litkvikmynd. • Aðalhlutverk: j James Stewart Ruth Roman ■ ■ Bönnuð innan 12 ára. ■ Sýnd sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. ■ Falsljómi ■ ■ frægðarinnar j Amerísk kvikmynd í litum j frá 20th. Century Fox. ■ j Aðalhlutverk: James Cagney Corine Calvert Dan Dailey ■ ■ Sýnd sunnudag kl. 9. Orlof Framhald af 2. síðu. tæki þar þá farþega sem þar ættu heima og þá sem Esja kæmi með að norðan (skipin yrðu sem sagt iátin mætast fyrir austan) en far- seðillinn seldur á sama verði hvort sern viðkomandi færi um borð í Reykjavík, Akureyri eða Eskifirði. Það sama ætti sér svo stað þegai' Hekla kæmi úr Norður- landaferðinni. Fyrsti viðkomu- staður yrði þá einhver Austfjarð- anna en Esja væri þá á norðurleið og tæki þá farþega sem þar ættu heima. Heppilegast er vitanlega að mótsstaður skipanna yrði sem allra syðst á Austfjörðum, bæði til þess að krókur Heklu yrði sem minnstur og að farþegum notað- ist Esja sem bezt í stað þess að kaupa sér bilfar. En vafalaust hafa forráðamenn Skipaútgerðarinnar og Eimskip önnur og betri ráð en þessi ef þeir aðeins muna eftir okkur á út- kjálkunum. Gott væri ef þing- mennirnir okkar vildu hressa svo- lítið upp á minni fyrrnefridra. aðila. Bokasafmð verður opið á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laug- ardögum kl. 6—8 e. h. Lestrargjöld: Árgjald kr. 40.00, mánaðargjald kr. 10.00, einstakar bækur kr. 1.00. Bókavörður. L j Nylon- undirkjólar Perlon- undirkjólar Prjónasilki- undirkjólar V innumidlun Samkvæmt lögum nr. 52, 8. apríl 1956, um vinnumiðlun, og reglugerð frá 17. sept. 1956 um sama efni, hefur bæjarráð Nes- kaupstaðar falið mér að annast vinnumiðlun hér í kaupstaðnum eftir fyrirmælum nefndra laga og reglugerðar. Allir þeir, sem óska eftir fyrirgreiðslu vinnumiðlunarinnar j ■ við útvegun atvinnu, svo og vinnuveitendur, sem óska aðstoðar j við mannaráðningar, eru beðnir að hafa samband við skrifstof- j I una. Það er sérstaklega brýnt iyrir öllum, sem öðlazt geta rétt j íli atviniiuleysisbóta, að þeir þurfa að láta skrá sig hjá vinnu- j miðluninni, því á vottorði hennar byggist bótaúrskurður. « Öllum þeim, er mál þetta varðar, er bent á að kynna sér j ■ rækiiega lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumiðlun. Skrif- j stofa mín mun og að sjálfsögðu veita umbeðnar upplýsingar um j rétt manna og skyldur samkvæmt lögum þessum. : Bæjarstjórinn í Neskaupstað, 14. nóv. 1956. j ft : 5 ■ ■ Bjarni Þórðarson. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«•■■■■■■■ AuglýsiS i Austurlandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.