Morgunblaðið - 22.07.2011, Síða 1
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2011
íþróttir
Fótbolti Gunnar Borgþórsson, þjálfari bikarmeistara Vals, fer með sveit sína á gamla heima-
völlinn sinn í kvöld þar sem Valur og Afturelding mætast í undanúrslitum bikarsins 4
Íþróttir
mbl.is
Íslandsmeistarar
Vals í handknatt-
leik kvenna hafa
tekið boði um að
koma á sterkt al-
þjóðlegt æf-
ingamót sem
fram fer í Tékk-
landi 24.-28.
ágúst. Auk Vals
taka þátt í
mótinu HC Zlin
frá Tékklandi, CMS Búkarest frá
Rúmeníu og Team Tvis Holstebro
frá Danmörku sem er Íslendingum
að góðu kunnugt enda hefur Rut
Jónsdóttir leikið með liðinu und-
anfarið og Þórey Rósa Stefáns-
dóttir gekk nýverið í raðir þess.
Þýska félagið Oldenburg bauð
Valskonum einnig á æfingamót á
sama tíma en ákveðið var að af-
þakka það. Ljóst er að mikil við-
urkenning felst í þessum boðum
fyrir Íslandsmeistarana sem tefla
fram mjög breyttu liði á næstu leik-
tíð því sex leikmenn hafa horfið á
braut, auk þess sem Hildigunnur
Einarsdóttir er meidd, og fimm ný-
ir komið í staðinn. sindris@mbl.is
Meistararnir
á sterkt
æfingamót
Rut
Jónsdóttir
Sigur KR á Zilina
í Evrópudeild-
inni hefur í för
með sér breyt-
ingar á leikjanið-
urröðun bæði Ís-
landsmótsins og
bikarkeppn-
innar. KR mun
mæta Dinamo
Tbsili frá
Georgíu í 3. um-
ferð og fer fyrri leikurinn fram á
fimmtudaginn í Vesturbænum, og
sá seinni í Georgíu viku síðar, eða 4.
ágúst.
Leikið er þétt hjá KR á næstunni.
Liðið mætir Breiðabliki í Pepsi-
deildinni á sunnudag, mætir svo Di-
namo Tbsili á fimmtudaginn og
sækir svo BÍ/Bolungarvík heim í
undanúrslitum bikarsins 31. júlí, á
sunnudegi verslunarmannahelg-
arinnar, en sá leikur átti að fara
fram á fimmtudaginn. Frá Ísafirði
þurfa Rúnar Kristinsson og hans
menn svo að ferðast alla leið til
Kákasusfjalla, rétt um 5.000 kíló-
metra leið, til að leika seinni leikinn
við Georgíumenn.
Vegna þess leiks þarf að fresta
deildarleik KR og Keflavíkur sem
átti að fara fram 3. ágúst. Hann
verður líkast til leikinn í kringum
21. september ef KR kemst í úrslit
bikarkeppninnar, og yrði þá þriðji
síðasti leikur liðanna á tímabilinu.
sindris@mbl.is
Leikið um
verslunar-
mannahelgi
Rúnar
Kristinsson
Morgunblaðið/Golli
Fagnað Það var líf og fjör á fjölmörgum knattspyrnuvöllum í Laugardal í gær þegar keppni hófst á hinu árlega Rey Cup móti Þróttar í knattspyrnu. Þar
reyna með sér piltar og stúlkur í 3. og 4. flokki. Mótið stendur yfir fram á sunnudag. Hér fagna FH-ingar í 4. flokki marki.
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég get ekki lýst því hvað við erum
ánægðir. Þessi leikur er eitt mesta
rugl sem ég hef tekið þátt í,“ sagði
Hannes Þór Halldórsson markvörð-
ur sem hafði í nógu að snúast í leik
KR og Zilina í Slóvakíu í gærkvöld.
Zilina vann 2:0 en KR komst áfram,
3:2 samanlagt, í 3. umferð forkeppni
Evrópudeildar UEFA og mætir þar
Dinamo Tbilisi frá Georgíu.
„Það var ógeðslegt að fá á sig
þetta annað mark þegar enn voru 20
mínútur eftir. Þeir gerðu allt sem
þeir gátu á rennblautum vellinum,
settu „turnana“ sína inn í vítateiginn
og það er í raun ótrúlegt að við skul-
um hafa hangið á þessu,“ sagði
Hannes. Ekki er laust við að myndir
af herklæddum hörkutólum vaðandi
leðju í vígahug komi upp í hugann.
„Það er góð lýsing á þessu. Við
vorum öskrandi og berjandi hver
annan áfram þarna í rigningunni
þannig að stemningin var alveg
þannig. Ég þurfti að eiga við nóg af
fyrirgjöfum og svona en í rauninni
komust ekki það mörg skot á mark-
ið. Varnarmennirnir stóðu sig frá-
bærlega og menn hentu sér fyrir
skot úti um allt til
að halda þessu,“
sagði Hannes
sem viðurkennir
að árangurinn sé
ef til vill framar
væntingum.
„Ég held að
enginn hafi búist
við því fyrirfram
að við ættum
mikla möguleika
en auðvitað blundaði alltaf í manni
smávon. Það gekk allt upp í fyrri
leiknum sem skilaði okkur þessu en
það var líka mjög gott að hafa haldið
þessu í seinni leiknum því þá sýndu
þeir hvers þeir eru megnugir. Þeir
áttu frábæran leik og það er bara
frábært afrek hjá okkur að komast
áfram þó ég segi sjálfur frá,“ sagði
Hannes glaður í bragði eftir þetta
fyrsta tap KR í allt sumar, og hann
vill meira. Georgíumenn mæta í
Vesturbæinn næstkomandi fimmtu-
dag.
„Ég hugsa að við séum að fara að
mæta aðeins veikari andstæðingi en
í dag þannig að við eigum að eiga
möguleika en auðvitað eru þeir mjög
sterkir. Við förum auðmjúkir inn í þá
rimmu en við ætlum að verða fyrsta
íslenska liðið til að komast í fjórðu
umferðina.“
„Frábært afrek hjá okkur“
KR-ingar ætla fyrstir í 4. umferð Evrópudeildar eftir að hafa slegið Zilina út
Lýsingar Hannesar minna á stríðsmynd Sýndu hvers þeir eru megnugir
Hannes Þór
Halldórsson