Morgunblaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 2
Slagur Hafsteinn Briem og Vigfús Arnar Jósepsson eigast hér við í fallslagnum í Kópavogi í gær. Selfyssingar eru á góðri siglingu í 1. deild karla í knattspyrnu og virðast líklegir til að fylgja toppliði ÍA upp í úrvalsdeildina. Skagamenn eru langefstir í deildinni með 37 stig en Selfyssingar koma næstir með 28 stig eftir öruggan 4:0 sigur á Gróttu fyrir austan fjall í gærkvöld. Haukar koma næstir með 20 stig og leik til góða við BÍ/Bolungarvík á laugardag- inn, og Þróttur R. er einnig með 20 stig. Viðar Örn Kjartansson kom Selfyssingum á bragðið gegn Gróttu með enn einu marki sínu í sum- ar en hann skoraði eftir skallasendingu frá Babacar Sarr. Senegalinn sá svo sjálfur um að bæta við öðru marki á 19. mínútu með skoti úr teignum eftir að hafa leikið á varnarmann. Kantmaðurinn efnilegi Jón Daði Böðvarsson bætti svo við tveimur glæsi- legum mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn. Því fyrra eftir stungusendingu frá nýja Norðmann- inum í liði Selfoss, Ivar Skjerve, og því seinna með glæsilegu skoti eftir undirbúning Einars Ottó Ant- onssonar og Joe Tillen. Eftir tapið er Grótta áfram nærri fallsvæðinu með 14 stig, fjórum stigum ofar en Leiknir R. og KA. Leiknismenn hafa farið vel af stað undir stjórn Zorans Miljkovic sem tók við sem þjálfari nýverið. Leiknir vann KA 2:0 á útivelli í síðustu umferð og lagði svo HK að velli, einnig á útivelli, í gærkvöldi, 3:0. Jafnræði var með liðunum framan af leik á Kópavogsvelli í gær en Pape Mamadou Faye, sem skoraði einmitt tvívegis gegn KA í síðustu umferð, kom gestunum yfir fimm mínútum fyrir leikhlé. Ólafur Hrannar Kristjánsson tvöfaldaði svo foryst- una snemma í seinni hálfleik og gerði svo að segja út um leikinn með skoti upp undir þverslána úr teign- um. Ólafur Hrannar bætti svo við þriðja marki Leiknismenn sendu KA í fallsæti og skildu HK-inga eftir án sigur Morgunblaðið/Eggert 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2011 1. deild karla HK – Leiknir ............................................ 0:3 – Pape Mamadou Faye 39., Ólafur H. Kristjánsson 50., 67. Selfoss – Grótta........................................ 4:0 Viðar Örn Kjartansson 12., Babacar Sarr 19., Jón Daði Böðvarsson 43., 59. Staðan: ÍA 13 12 1 0 39:5 37 Selfoss 13 9 1 3 29:12 28 Haukar 12 6 2 4 17:13 20 Þróttur R. 13 6 2 5 16:21 20 BÍ/Bolungarvík 12 6 1 5 17:22 19 Fjölnir 12 5 3 4 20:22 18 Víkingur Ó 12 4 3 5 14:14 15 ÍR 12 4 2 6 15:21 14 Grótta 13 3 5 5 8:16 14 Leiknir R. 13 2 4 7 15:19 10 KA 12 3 1 8 12:23 10 HK 13 0 5 8 12:26 5 2. deild karla Hamar – Árborg ...................................... 1:1 Staðan: Hamar 13 8 2 3 29:17 26 Höttur 12 7 3 2 20:11 24 Reynir S. 12 7 1 4 32:26 22 Njarðvík 12 6 2 4 35:25 20 Afturelding 12 6 2 4 20:17 20 Fjarðabyggð 12 6 1 5 18:19 19 Tindastóll/Hvöt 12 5 2 5 18:22 17 Dalvík/Reynir 12 5 2 5 26:31 17 KF 12 4 4 4 21:19 16 Völsungur 12 5 0 7 21:23 15 Árborg 13 1 3 9 9:26 6 ÍH 12 1 2 9 17:30 5 3. deild karla A Stál-úlfur – Þróttur V ...............................1:6 Víðir – KFG ...............................................0:2 Vængir Júpíters – Augnablik...................1:6 Staðan: Augnablik 10 8 1 1 46:10 25 KB 10 8 0 2 32:9 24 Víðir 10 7 1 2 31:9 22 KFG 10 5 2 3 29:18 17 Þróttur V. 10 3 2 5 24:28 11 Vængir Júpíters 10 2 2 6 13:26 8 Markaregn 10 2 2 6 16:32 8 Stál-úlfur 10 0 0 10 13:72 0 3. deild karla C Afríka – Björninn ......................................0:5 Berserkir – Kári ........................................4:3 Staðan: Grundarfjörður 9 7 1 1 23:8 22 Álftanes 9 7 0 2 40:13 21 Berserkir 10 7 0 3 39:14 21 Kári 10 6 1 3 30:15 19 Björninn 10 5 1 4 27:17 16 Skallagr. 9 3 1 5 20:26 10 Afríka 10 0 1 9 13:53 1 Ísbjörninn 9 0 1 8 8:54 1 Svíþjóð Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Falkenbergs FF - IFK Göteborg ............2:3  Hjálmar Jónsson og Theódór Elmar Bjarnason léku allan leikinn fyrir IFK en Hjörtur L. Valgarðsson kom ekki við sögu.  IFK mætir Kalmar í undanúrslitum. Svíþjóðarmótið U 19 ára landslið karla: Svíþjóð - Ísland .........................................0:2 Árni Vilhjálmsson skoraði bæði mörkin. Evrópudeildin Forkeppni, 2. umferð síðari leikir, helstu úrslit, liðin sem komust áfram eru feitletruð: Zilina - KR..................................................2:0 Nacional - FH............................................2:0 Mika - Våleregna ......................................0:1 Elfsborg - Suduval ....................................3:0 Din. Tbilisi - Llanelli .................................5:0 FK Sarajevo - Örebro ...............................2:0 Fulham - Crusaders..................................4:0 St. Patricks - Shakhtyor Karagandy ......2:0 Ameríkubikarinn Undanúrslit: Paragvæ - Venesúela ................................0:0  Paragvæ komst áfram, 5:3, eftir víta- spyrnukeppni og mætir Úrúgvæ í úrslita- leik á sunnudag. KNATTSPYRNA EVRÓPUDEILDIN Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is FH var slegið út af portúgalska liðinu CD National í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Liðin mættust á Madeira og unnu heima- menn 2:0. Fyrri leikurinn endaði 1:1 og samanlögð úrslit því 3:1, eitthvað sem FH getur vel við unað. Portú- galska liðið er mjög sterkt og ljóst að FH þurfti alltaf að spila tvo frábæra leiki og hafa heppnina með sér hafi það ætlað sér áfram. Þá missti FH framherja sinn, Atla Viðar Björnsson, af velli í hálfleik. Hann hlaut þungt högg frá markverði Nacional þegar hann reyndi að vinna skallabolta rétt fyrir hálfleikinn. Heimir Guðjónsson sagði að sam- kvæmt upplýsingum sjúkraþjálfara liðsins kenndi Atli Viðar sér meins í viðbeininu. Það verður rannsakað nánar þegar heim verður komið. Heimir sagði að þó liðið væri dottið úr keppni gætu þeir borið höfuðið hátt. „Við duttum út með stolti, spil- uðum góðan leik og fengum þrjú fín færi til að koma okkur í 1:0. Þá hefð- um við getað haldið leikskipulaginu og látið þá koma á okkur.“ Sýndum góðan fótbolta á köflum Það gekk hinsvegar ekki eftir og fengu FH-ingar á sig mark úr föstu leikatriði. Sending frá vinstri úr aukaspyrnu féll beint fyrir Luís Al- berto sem skoraði með skalla og eins og mörk gera, breytti leiknum. „Auð- vitað var það klaufalegt af okkar hálfu, verandi með töluvert hærra lið en þeir. Þess vegna er það enn klaufalegra.“ Heimir sagðist þó ekki getað þrætt fyrir það að Nacional hafi átt það skil- ið að fara áfram í keppninni. „Ef við tökum þessa tvo leiki eru þeir einfald- lega með betra lið og fóru verð- skuldað áfram. Við hinsvegar sýndum þeim tvo góða leiki. Það var ekki undan neinu að kvarta hjá FH- liðinu. Við sköpuðum okkur góð færi gegn þessu liði og sýndum góðan fótbolta á köflum. Við get- um því gengið út úr þessu með höfuðið hátt.“ Ekki þarf annað að gera en að líta til portúgölsku deildarinnar til að sjá hversu sterkt liðið er. Það náði 7. sæti á síðustu leiktíð og þá hafa lið þaðan verið að gera góða hluti í Evrópudeildinni. Til að mynda var úrslitaleikur keppn- innar í vor milli tveggja liða frá Portúgal, Braga og Porto. Aðeins Pepsi-deildin eftir hjá FH Framundan hjá FH er því ekk- ert nema deildin þar sem liðið er nú dottið úr út bæði Evrópu- keppni og bikarkeppni KSÍ. Verk- efnið er ærið en gengi liðsins hef- ur ekki verið gott að undanförnu. Liðið er með 16 stig í 5. sæti, átta stigum á eftir KR sem á leik til góða. „Við eigum erfiðan leik gegn Val á mánudaginn. Við þurf- um þess vegna að hvíla okkur og hugsa vel um okkur.“ Morgunblaðið/Ómar Stoltir Sóknarmaðurinn stæðilegi Hannes Þ. Sigurðsson og félagar í FH stóðu vel í Nacional-mönnum í einvígi liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. „Duttum út með stolti“  Ekki spilað í Evrópudeildinni í Kaplakrika  Nacional einfaldlega með betra lið en FH  Ærið verkefni framundan í deildinni  Atli Viðar aumur í viðbeininu Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ, Valitor-bikar kvenna, undanúrslit: Varmárvöllur: Afturelding - Valur ......19.15 Fylkisvöllur: Fylkir - KR .....................19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA - Grindavík ...........18.30 Laugardalsv.: Þróttur R - Stjarnan.....19.15 1. deild karla: ÍR-völlur: ÍR - KA......................................20 Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó - Fjölnir .....20 2. deild karla: Dalvíkurv.: Dalvík/Reynir - Reynir S.......20 3. deild karla: Þorlákshöfn: Ægir - KV.............................20 Bessastaðav.: Álftanes - Skallagrímur.....20 Grundarfj.: Grundarfj. - Ísbjörninn ....20.30 1. deild kvenna: Sindravellir: Sindri - HK/Víkingur...........18 Húsavíkurvöllur: Völsungur - Fram ........20 Ásvellir: Haukar - Tindastóll ....................20 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Selfoss ..................20 Í KVÖLD! Estádio da Madeira, forkeppni Evr- ópudeildar UEFA, 2. umferð, síðari leikur, fimmtudag 21. júlí 2011. Skilyrði: Hægur vindur og völlurinn blautur. Skot: Nacional 16 (11) – FH 6 (4). Horn: Nacional 9 – FH 4. Lið Nacional: (4-3-3) Mark: Elisson, Vörn: Joao Aurélio, Felipe Lopes, Danielson, Nuno Pinto. Miðja: Luís Al- berto, Rene Mihelic (Elizeu 71.), Dejan Skolnik (Todorovic 88.). Sókn: Ma- teus, Edgar Costa, Oliver (Daniel Can- deias 74.). Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Guðmundur Sævarsson 81.), Pétur Viðarsson, Freyr Bjarna- son, Björn Daníel Sverrisson. Miðja: Hákon Atli Hallfreðsson, Hólmar Örn Rúnarsson (Viktor Örn Guðmundsson 81.), Hannes Þ. Sigurðsson. Sókn: Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson (Atli Guðnason 46.), Ólafur Páll Snorrason. Dómari: Alan Black frá Norður-Írlandi.  CD Nacional vann samtals 3:2 og heldur áfram keppni. Nacional – FH 2:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.