Morgunblaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2011
Fylkisvelli hinsvegar. Flautað
verður til beggja leikja klukkan
19.15. „Þótt Aftureldingarliðið
hafi verið að styrkjast upp á síð-
kastið og fengið til sín nokkra
leikmenn þá held ég að ljóst sé að
Valur hafi einfaldlega mikið fleiri
vopn í sínu búri en Mosfellingar
sem hafa staðið sig vel í deildinni.
Auk þess þá held ég að nokkrir af
nýju leikmönnum Aftureldingar
séu ekki gjaldgengir í bikarkeppn-
inni þar sem þeir hafa leikið með
öðrum liðum á fyrri stigum keppn-
innar,“ segir Þorlákur sem telur
líklegt að Valur vinni með þriggja
til fjögurra marka mun.
Afturelding vann ÍBV óvænt eft-
ir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslit-
um og hefur aldrei náð í undan-
úrslit bikarkeppninnar fyrr.
„Fylkir er með gott lið og á að
vinna KR sem hefur vegnað illa í
deildinni þrátt fyrir að vera með
góðan leikmannahóp. Eini mögu-
leiki KR til að vinna leikinn væri
sá að liðið kæmist yfir og næði að
hanga á því. Liðinu hefur hins-
vegar gengið illa að skora í deild-
inni og framundan virðist einfald-
lega vera hatrömm barátta um að
halda sæti í deildinni.
Fylkisliðið er hinsvegar sterk-
ara að mínu mati og leikur auk
þess á heimavelli og er að mínu
mati líklegra til sigurs,“ sagði
Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörn-
unnar.
Veðjað á Val og Fylki í úrslitum
Morgunblaðið/Kristinn
Bikarkeppnin Leikmenn Vals og Fylkis geta mæst í úrslitum bikarkeppn-
innar í knattspyrnu kvenna. Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir.
BIKARKEPPNIN
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég er nokkuð viss um að Valur
og Fylkir vinna sína leiki í undan-
úrslitum og mætist í úrslitaleik
bikarkeppninnar,“ sagði Þorlákur
Árnason, þjálfari toppliðs Pepsi-
deildar kvenna í knattspyrnu,
Stjörnunnar, þegar hann var innt-
ur eftir hvernig hann telji að und-
anúrslitaleikirnir í bikarkeppni
kvenna, Valitor-bikarnum, ljúki,
en þeir fara fram í kvöld. Þá tekur
Afturelding á móti bikarmeist-
urum Vals á Varmávelli ann-
arsvegar og Fylkir mætir KR á
GOLF
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Axel Bóasson er efstur eftir fyrsta
daginn á Íslandsmótinu í höggleik
sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru.
Leiknir eru fjórir dagar en frábær
byrjun keppenda í gær lofar góðu.
Axel jafnaði vallarmetið þegar hann
lék hringinn á 65 höggum eða sjö
undir pari. Næstir á eftir honum eru
Kristján Þór Einarsson og Alfreð
Brynjar Kristinsson, en þeir léku á
66 höggum. Axel var ánægður þegar
Morgunblaðið náði tali af honum
eftir hringinn. „Ég er mjög sáttur
eftir góðan dag,“ en þess ber að geta
að Axel tapaði ekki höggi á hringn-
um og fékk sjö fugla.
Axel sagðist ekki hafa sett niður
nein áform um að leika ákveðið eða
taka áhættu. „Nei, alls ekki, þetta
átti að vera bara mjög einfalt, eitt
högg í einu og vera skynsamur. Svo
fóru höggin bara öll upp að stöng af
einhverjum óútskýranlegum ástæð-
um,“ sagði forystusauðurinn með
kaldhæðnina að vopni.
Alltaf að finna eitthvað nýtt
Axel er þekktur fyrir að vera
mjög langur en hann sagði að púttin
hefðu verið góð í gær. „Þau voru
mjög góð, ég setti mikið af góðum
púttum í en missti auðvitað líka. Það
bara gerist í þessu.“ Eitt púttið var
þó mikilvægara en annað í þeirri
stöðu sem upp var komin. Á átjándu
holunni missti hann metra pútt sem
hefði tryggt honum vallarmetið á
Hólmsvelli. „Það var eitt af þessu
stuttu púttum bara. Ég vissi ekki af
því að ég gæti bætt metið með þessu
síðasta pútti. Hinsvegar gerði ég
mér grein fyrir því að ég væri lík-
legast að gæla eitthvað við það. Mig
minnti að vallarmetið væri mjög lágt
en var ekkert að spá í það.“
Axel vildi þó ekki meina að hann
væri í sínu besta formi en sagðist þó
vera að leika stöðugt golf. „Ég
myndi ekki segja að ég væri í topp-
formi. Maður er alltaf að finna eitt-
hvað nýtt og nýtt sem má laga og ég
rokka upp og niður. Ég er búinn að
vera mjög stöðugur að undanförnu
en það má auðvitað alltaf gera betur
í því eins og öðru.“
Ekki gera einhverja vitleysu
Hann vill halda áfram að leika
gott golf og halda sér í þannig stöðu
að geta keppt um titilinn á sunnu-
daginn. „Mér líst vel á næstu daga.
Þetta er langt mót og mikið eftir.
Ég vil halda mér í þessari toppbar-
áttu áfram, ekki að gera einhverja
vitleysu núna. Umgjörðin er þannig
hjá þeim á Suðurnesjum að þeir
gera þetta enn betra. Það eru mjög
góðir kylfingar í baráttunni og því
er mikilvægt að hugsa um eitt högg
í einu.“
Hólmsvöllur er mjög góður að
sögn Axels og miðað við góðan ár-
angur keppenda í gær má alveg
taka mark á því. „Ég er mjög sáttur
með hvernig Suðurnesjamenn hafa
náð að gera flatirnar frábærar.
Þetta eru toppaðstæður og svo var
veðrið algjör unaður.“
Íslandsmeistarinn frá því í fyrra,
Birkir Leifur Hafþórsson, er ekki
með á mótinu og því ljóst að nýr Ís-
landsmeistari verður krýndur í
karlaflokki á sunnudag. Í kvenna-
flokki er því ekki þannig farið.
Titilvörnin byrjar af krafti
Tinna Jóhannsdóttir úr GK og
ríkjandi meistari í kvennaflokki lék
við hvern sinn fingur og sló vall-
armetið af bláum teig á Hólmsvelli í
gær. Hún lék á 69 höggum, eða
þremur undir pari. Greinilegt er að
Tinna ætlar ekki að láta titilinn af
hendi svo auðveldlega. Hún fékk
fimm fugla en tvo skolla sem komu
báðir á fyrri 9 holunum.
Ljóst er að stöðuleikinn sem
Tinna hefur verið að sýna að und-
anförnu á eftir að hjálpa henni mikið
um helgina. Hún hefur unnið bæði
stigamótin í sumar og þá vann hún
öruggan sigur á meistaramóti Keilis
um liðna helgi.
Tinna hefur eins höggs forystu á
Eygló Myrru Óskarsdóttur, GO.
Eygló lék líkt og Tinna mjög gott
golf og líklegt að þær eigi eftir að
berjast áfram næstu þrjá dagana.
Signý Arnórsdóttir, GK og Valdís
Þóra Jónsdóttir, GL, eru svo báðar
á einu höggi undir pari í þriðja sæti.
„Vissi að ég væri eitt-
hvað að gæla við metið“
Axel jafnaði vallarmetið og er í forystu Tinna gerði gott betur og bætti það
Ljósmynd/Víkurfréttir
Fór á kostum Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir lék vel í Leirunni í gær og bætti vallarmetið um eitt högg.
Íslandsmótið í höggleik
Hólmsvöllur í Leiru, par 72:
Axel Bóasson, GK.......................................65
Kristján Þór Einarsson, GKJ ...................66
Alfreð Brynjar kristinsson, GKG .............66
Helgi Birkir Þórisson, GSE ......................68
Hjörleifur Bergsteinsson, GK...................68
Arnar Sigurbjörnsson, GKJ......................69
Heiðar Davíð Bragason, GÓ......................69
Helgi Runólfsson, GK ................................69
Ottó Sigurðsson, GKG ...............................70
Guðjón Henning Hilmarsson, GKG..........70
Ólafur Björn Loftsson, NK .......................70
Magnús Lárusson, GKJ.............................71
Davíð Gunnlaugsson, GKJ ........................71
Sigurbjörn Þorgeirsson, GÓ .....................71
Nökkvi Gunnarsson, NK ...........................71
Ólafur Már Sigurðsson, GR ......................71
Hlynur Geir Hjartarson, GOS ..................71
Þórður Rafn Gissurarson, GR...................71
Davíð Jónsson, GS......................................71
Arnar Snær Hákonarson, GR...................71
Sigurjón Arnarsson, GR............................71
Andri Már Óskarsson, GHR .....................71
Theodór Emil Karlsson, GKJ ...................72
Bjarni Sigþór Sigurðsson, GS...................72
Sigumundur Einar Másson, GKG ............72
Hjalti Atlason, GKB...................................73
Ingi Rúnar Gíslason, GKJ .........................73
Guðmundur Arason, GR............................73
Birgir Guðjónsson, GR ..............................73
Hlynur Þór Stefánsson, GO ......................73
Óskar Pálsson, GHR..................................73
Haraldur Franklín Magnús, GR...............73
Magnús Birgisson, GO...............................73
Hrafn Guðlaugsson, GSF ..........................73
Örvar Samúelsson, GA ..............................73
Úlfar Jónsson GKG....................................74
Rafn Stefán Rafnsson, GO ........................74
Andri Þór Björnsson, GR ..........................74
Rúnar Arnórsson, GK................................74
Guðmundur R. Hallgrímsson, GS.............74
Guðmundur Sveinbjörnsson, GK..............74
Oddur Óli Jónasson, NK............................74
Sturla Ómarsson, GKB..............................75
Theodór Sölvi Blöndal, GO........................75
Ingi Fannar Eiríksson, GL .......................75
Rúnar Örn Grétarsson, GKG ....................75
Kjartan Dór Kjartansson, GKG ...............75
Helgi Anton Eiríksson, GR .......................75
Fylkir Þór Guðmundsson, GO ..................75
Gunnar Snær Gunnarsson, GKG..............75
Emil Þór Ragnarsson, GKG......................75
Ingvar Jónsson, GÞ....................................75
Ragnar Már Garðarsson, GKG.................76
Gauti Grétarsson, NK................................76
Yngvi Sigurjónsson, GKG .........................76
Frans Páll Sigurðsson GO.........................76
Þórður Ingi Jónsson, GK...........................76
Stefán Már Stefánsson, GR.......................76
Örn Ævar Hjartarson, GS.........................76
Starkaður Sigurðarson, GKG ...................76
Alls eru 110 keppendur í karlaflokki en
fækkað verður í hópnum eftir annan hring í
dag og komast um 70 áfram og leika tvo síð-
ustu hringina. Í kvennaflokki eru 24 kylf-
ingar.
Kvennaflokkur:
Par 72:
Tinna Jóhannsdóttir, GK...........................69
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO.................70
Signý Arnórsdóttir, GK.............................71
Valdís Þór Jónsdóttir, GL .........................71
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR .............72
Berglind Björnsdóttir, GR ........................72
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK..............74
Þórdís Geirsdóttir, GK ..............................74
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG.....................77
Karen Guðnadóttir, GS..............................77
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR ................78
Heiða Guðnadóttir, GKJ............................79
Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR.........80
Elísabet Oddsdóttir, GR............................80
Sunna Víðisdóttir, GR................................80
Sara Margrét Hinriksdóttir, GK ..............81
Ragna Björk Ólafsdóttir, GK....................82
Jódís Bóasdóttir, GK..................................83
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR................86
Ingunn Einarsdóttir, GKG........................86
Hansína Þorkelsdóttir, GKG.....................87
Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG.............87
Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK..........89
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA .........97
GOLF