Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Í VESTMANNAEYJUM
Júlíus Ingason
sport@mbl.is
Eyjamenn halda áfram að setja
pressu á nýkrýnda bikarmeistara
og topplið KR-inga en Eyjamenn
minnkuðu muninn á liðunum niður
í eitt stig með sigri á Keflavík í
gær. Leikurinn var þó allt annað
en auðveldur fyrir Eyjamenn og
vel skiljanlegt að Keflvíkingar
skuli vera ósáttir með rýra upp-
skeru eftir leikinn. Lokatölur urðu
2:1 og skoraði Þórarinn Ingi Valdi-
marsson sigurmark Eyjamanna í
blálokin.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari
ÍBV, tefldi nokkuð djarft í upphafi
leiks. Hann færði Andra Ólafsson
upp í fremstu víglínu, en þessi fjöl-
hæfi leikmaður hefur spilað þá
stöðu oft, þótt hann sé fyrst og
fremst miðju- og varnarmaður. En
þessi tilraun gekk ekki upp og eft-
ir 20 mínútna leik var Andri færð-
ur í öftustu varnarlínu. Andri fær-
ir ró yfir spil Eyjamanna í öftustu
varnarlínu og er ágætis valkostur
til að fylla í skarð Eiðs Arons Sig-
urbjörnssonar, sem fór í atvinnu-
mennsku til Svíþjóðar. Já, það er
ekki ónýtt að vera með svo fjöl-
hæfan leikmann í sínum leik-
mannahópi en Andri hefur ekki
náð sér á strik á miðjunni í sumar.
„Við vorum með tvö leikkerfi í
gangi fyrir þennan leik. Fyrra
kerfið gekk ekki upp og við vorum
slakir í byrjun. Þannig að við
ákváðum að breyta um leikkerfi.
Svo voru ákveðnir menn sem
fundu sig ekki þannig að við vor-
um svona svolítið að færa menn
til. Undir lokin vorum við með
þrjá í vörn og sú áhætta borgaði
sig í dag,“ sagði Heimir Hall-
grímsson.
Leikmönnum Keflavíkur er þó
vorkunn enda sýndu þeir það á
erfiðum útivelli að staða þeirra í
deildinni segir ekkert til um getu
liðsins. Þeirra akkilesarhæll í
leiknum gegn ÍBV var að klára
færin sem þeir fengu. Það má
reyndar einnig yfirfæra yfir á ÍBV
en heimamenn áttu helmingi fleiri
skot að marki andstæðingsins og
skoruðu fyrir vikið helmingi fleiri
mörk. Bæði lið spiluðu ágætis og
hraða knattspyrnu úti á vellinum
þótt mörkin hefðu mátt vera fleiri
í leiknum.
Eins og áður sagði halda Eyja-
menn áfram að setja pressu á KR-
inga en toppliðin tvö mætast í
vesturbænum á fimmtudag í ein-
um af úrslitaleikjum Íslandsmóts-
ins.
Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson
Fögnuður Eyjamenn fagna hér marki Brynjars Gauta Guðjónssonar gegn Keflavík á Hásteinsvellinum í gær.
ÍBV setti pressu á KR
Eyjamenn mörðu Keflvíkinga og eru stigi á eftir bikarmeisturum KR-inga
Toppliðin tvö mætast í Frostaskjóli á fimmtudaginn
Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla,
16. umferð, sunnudag 21. ágúst
2011.
Skilyrði: Sól, hæg gola og hlýtt.
Völlurinn flottur.
Skot: ÍBV 15 (11) – Keflavík 7 (4).
Horn: ÍBV 9 – Keflavík 2.
Lið ÍBV: (4-3-3) Mark: Albert
Sævarsson. Vörn: Arnór Eyvar
Ólafsson (Kjartan Guðjónsson
83.), Brynjar Gauti Guðjónsson
(Guðmundur Þórarinsson 65.),
Rasmus Christiansen, Matt Gar-
ner. Miðja: Tonny Mawejje (Aaron
Spear 65.), Finnur Ólafsson, Þór-
arinn Ingi Valdimarsson. Sókn: Ian
Jeffs, Andri Ólafsson, Tryggvi Guð-
mundsson.
Lið Keflavíkur: (4-4-2) Mark:
Ómar Jóhannsson. Vörn: Guðjón
Árni Antoníusson, Adam Larsson,
Ásgrímur Rúnarsson, Viktor Smári
Hafsteinsson. Miðja: Arnór Ingvi
Traustason (Sigurbergur Elíasson
46.), Andri Steinn Birgisson, Einar
Orri Einarsson, Magnús Þórir
Matthíasson (Bojan Stefán Ljubicic
83.). Sókn: Hilmar Geir Eiðsson
(Magnús Þór Magnússon 83.),
Guðmundur Steinarsson.
Dómari: Kristinn Jakobsson – 8.
Áhorfendur: 784.
ÍBV – Keflavík 2:1
FÆRI - 4. Eftir horn-spyrnu Eyjamanna
barst boltinn út í vítateiginn þar
sem Rasmus Christiansen reyndi
bakfallsspyrnu. Boltinn fór í háum
boga, fyrir alla varnarmenn Kefl-
víkinga og stefndi inn en Adam
Larsson bjargaði á marklínu.
FÆRI - 11. Arnór EyvarÓlafsson kastaði
boltanum á Tonny Mawejje úr inn-
kasti. Mawejje sneri af sér varn-
armenn Keflvíkinga og átti fast
skot í hliðarnetið frá vítateigs-
horninu.
FÆRI - 16. Tryggvi Guð-mundsson skallaði
naumlega framhjá eftir fyrigjöf
Ian Jeffs.
FÆRI - 25. Tonny Ma-wejje átti glóru-
lausa sendingu til baka sem Kefl-
víkingar hirtu auðveldlega.
Guðmundur Steinarsson sendi
laglega stungusendingu inn fyrir
vörn ÍBV og Magnús Þórir Matt-
híasson reyndi að vippa yfir Albert
í markinu, sem sá við honum.
FÆRI - 32. Þórarinn IngiValdimarsson
þrumaði að marki af 20 metra færi
en Ómar Jóhannsson varði meist-
aralega með því að slá boltann yfir.
1:0 - 38. Tonny Mawejjesendi fyrir markið en eftir
klafs barst boltinn út fyrir vítateig.
Þar var Brynjar Gauti Guðjónsson
mættur, lagði boltann fyrir sig og
skaut föstu skoti með jörðinni.
Ómar Jóhannsson varði en boltinn
lak svo yfir marklínuna.
1:1 - 50. Eyjamenn töldu sighafa stöðvað hraða sókn
Keflvíkinga með broti en Sig-
urbergur Elísson tók aukaspyrn-
una strax, sendi á fjærstöng þar
sem Magnús Þórir Matthíasson
fékk góðan tíma til að leggja bolt-
ann fyrir sig og skjóta. Skotið var
gott og Albert átti ekki möguleika
að verja það.
FÆRI - 80. Hilmar GeirEiðsson brunaði
upp hægri kantinn og sendi flotta
sendingu fyrir markið en Magnús
Þórir Matthíasson var nokkrum
sekúndubrotum of seinn.
FÆRI - 82. Þórarinn IngiValdimarsson
sendi hættulega sendingu fyrir
markið en Ian Jeffs var aðeins of
seinn til að ná til boltans.
2:1 - 86. Tryggvi Guðmunds-son sendi fyrir mark Kefl-
víkinga, á
fjærstöng þar
sem Þórarinn
Ingi Valdi-
marsson var
mættur og
skallaði bolt-
ann í netið af
stuttu færi.
I Gul spjöld:Hilmar Geir (Keflavík) 43.
(brot), Finnur (ÍBV) 70. (brot),
I Rauð spjöld: Engin.
MMM
Enginn.
MM
Enginn.
M
Albert Sævarsson (ÍBV)
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV)
Rasmus Christiansen (ÍBV)
Andri Ólafsson (ÍBV)
Matt Garner (ÍBV)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Ian Jeffs (ÍBV)
Ómar Jóhannsson (Keflavík)
Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Guðmundur Steinarsson (Kefla-
vík)
Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík)
Magnús Þ.Matthíasson (Keflavík)
Viðtöl við Eyjamennina Heimi
Hallgrímsson og Þórarinn Inga
Valdimarsson og Keflvíkingana
Willum Þór Þórsson og Guðmund
Steinarsson má finna á mbl.is.
Þetta gerðist
á Hásteinsvelli
Þórarinn Ingi
Valdimarsson