Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 0:1 3. Eftiraðeins tvær og hálfa mínútu skorar Rakel Logadótt- ir eftir góðan undirbúning Hólmfríðar Magnúsdóttur. Hún sendi fyrir frá vinstri og Rakel var ein í miðjum vítateignum. KR vörnin var langt frá sókn- armönnum Vals og mjög illa stað- sett. FÆRI 13. Eftir ágætasókn Vals fékk Hólmfríður boltann við vítateigs- hornið vinstra megin. Hún sneri inn að miðju og lét vaða á markið. Skot- ið hinsvegar í hliðarnetið nær. FÆRI 26. Eftir góðan ein-leik Hólmfríðar á vinstri kantinum á hún skot sem Petra Lind Sigurðardóttir varði. Boltinn barst svo út í teiginn þar sem Rakel reynir skot að marki en varnarmaður KR kemst í veg fyrir skotið og Kristín Ýr skallar boltann í netið en hún réttilega dæmd rang- stæð. FÆRI 38. Ólöf GerðurJónsdóttir átti skot af löngu færi og þurfti Meagan McCray að verja boltann alveg upp við slánna og yfir markið. Frábært skot. FÆRI 43. Sonja Björk Jó-hannsdóttir fékk boltann fremur óvænt eftir mistök í vörn Vals. Hún var ein gegn McCray í marki Vals sem varði vel í horn. FÆRI 45. Rosie Malone-Povolny átti skot rétt framhjá úr dauðafæri eftir hornspyrnuna. Boltinn flaut í gegn- um alla vörnina rétt við markið og Rosie var reyndar í þröngu færi en alveg upp við markið. FÆRI 58. Færin gerastvart betri en þetta. Kristín Ýr Bjarnadóttir lúrði á fjærstönginni þar sem hún fékk fína sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur eftir undirbúning Hólmfríðar. Fyrir opnu marki setur hún hinsvegar boltann framhjá. 0:2 59. Kristín Ýr Bjarna-dóttir skorar frábært skallamark utarlega úr miðjum ví- tateignum. Hún fékk góða send- ingu frá Hall- beru Guðnýju frá vinstri kanti og afgreiddi sendinguna vel á fjærstönginni. Markið lág hreinlega í loft- inu I Gul spjöld:Engin. I Rauð spjöld: Engin.  Þetta var þriðji bikarmeistaratit- ill Vals í röð sem er einstakt afrek. Þá var þetta jafnframt 13 bik- armeistaratitill þeirra.  Hólmfríður Magnúsdóttir sem lagði upp annað mark Vals varð í fjórða skiptið bikarmeistari á laugardaginn. Þrjá af þeim hefur hún unnið með KR. Hún skoraði einmitt þrennu fyrir Vesturbæjarliðið þeg- ar það varð síðast bikarmeistari ár- ið 2008 og það gegn Val.  Embla Sig- ríður Grét- arsdóttir hefur einnig orðið bikarmeistari með báðum lið- um. Hún varð fyrst bik- armeistari árið 1999 og kom þá inná sem vara- maður eftir klukkutíma leik hjá KR sem vann Breiðablik 3:1. Þetta gerðist á Laugardalsvelli Rakel Logadóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir hennar liðsfélaga. „Ég er mjög, mjög sár, þetta er hundleiðinlegt,“ sagði Lilja Dögg skömmu eftir að hún hafði tekið við silf- urverðlaununum. „Ég vildi ekki fara inn í hálfleikinn, ég vildi halda áfram að spila því við vorum komnar á svo gott ról. Við áttum nokkur dauðafæri sem við hefðum átt að nýta okkur betur. Við náðum okkur aldrei á strik í síðari hálfleik, því miður. Þær keyrðu svo á okkur í seinni hálfleik þegar þær fundu að við vor- um ekki á tánum. Spurð hvort spenna og stress hafi eitt- hvað verið að þvælast fyrir ungu liði KR sagði Lilja; „Nei, ég held ekki, kannski fyrstu mínúturnar. Ég held að það hafi samt farið þegar við fengum þetta mark á okkur strax í upphafi. Þá held ég að við höfum flestar hugsað að við ætluðum ekki að láta þær fara að rúlla yfir okkur. Það kveikti í okkur en það er leiðinlegt að slíkt þurfi til. Það er ekki gott að gefa neinu liði svona for- skot.“ Valur er vel að sigrinum kominn en Gunn- ar Rafn Borgþórsson var að stýra liði í fyrsta skipti í úrslitaleik í bikarkeppni. Til- finningin að vinna þann stóra var því enn sætari fyrir vikið. „Hún er æðisleg og á lík- lega bara eftir að stigmagnast.“ Þakklát fyrir titilinn Íslandsmeistaratitilinn hefur verið Vals síðan árið 2006 en nú stefnir allt í það að Stjarnan vinni Íslandsmótið að þessu sinni. Gunnar segir Val ekki líta á þennan sigur sem sárabót. „Við erum ekki svo hrokafull að láta það út úr okkur. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan titil og stolt af honum. Hvort sem við vinnum Íslandsmeistaratit- ilinn eða ekki munum við klára okkar verk- efni. Við erum stolt af okkar árangri hver sem hann er.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. lbera Guðný Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir. sleg í alla staði“ en vildi sjá fleiri  Lilja Dögg fyrirliði KR var mjög sár og hundsvekkt Valitor-bikar kvenna, ardag 20. ágúst 2011. logn, 14 gráðu hiti og ög góður. - Valur 17 (8). ur 2. Mark: Petra Lind Sig- : Sigrún Inga Ólafs- Sverrisdóttir, Lilja Dögg öf Gerður Jónsdóttir Ís- a Kristina Hansen, Ro- ny, Berglind Bjarna- zins 63.), Katrín onja Björk Jóhanns- arsdóttir 54.). Sókn: Keli M. Mclaughlin (Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir 63.). Lið Vals: (4-3-3) Mark: Meagan McCray. Vörn: Embla Sigríður Grét- arsdóttir, Mist Edvardsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Hildur Antonsdóttir (Katrín Gylfadóttir 81.), Laufey Ólafs- dóttir, Caitlin Miskel (Björk Gunn- arsdóttir 88.). Sókn: Rakel Logadóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir (Elín Metta Jensen 68.). Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 7. Áhorfendur: 1121. KR – Valur 0:2

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (22.08.2011)
https://timarit.is/issue/342462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (22.08.2011)

Aðgerðir: