Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Í HAFNARFIRÐI Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Það vantaði marga leikmenn í lið Þórs sem sótti FH heim í Pepsi- deild karla í knattspyrnu í gær. Margir áttu því von á að FH myndi ekki eiga í vandræðum með gestina en annað kom á daginn. Stíflan brast ekki fyrr en á 83. mínútu en þá skor- aði Atli Viðar Björnsson fyrra mark sitt af tveimur. Á 55. mínútu var Birni Daníel Sverrissyni vikið af velli og það boðaði ekki gott fyrir Þórsara sem hafa ítrekað átt í erf- iðleikum manni fleiri í sumar. Að sama skapi hefur FH-liðinu líkað það ágætlega að vera manni færri. Þrír sigurleikir manni færri tala sínu máli. „Ég vil nú meina að það sé betra að vera ellefu á móti ell- efu en tíu á móti ellefu. Seinni hálf- leikur var hinsvegar góður af hálfu FH og boltinn fékk að ganga á milli manna. Þess utan var Srdjan Rajko- vic að verja vel frá okkur. Björn Daníel var búinn að vera besti mað- urinn á vellinum í þessum leik fram að rauða spjaldinu. Hann lærir hins- vegar af þessu,“ sagði Heimir Guð- jónsson þjálfari FH um spjaldið. KR vinnur alla leiki Ekki er langt síðan Heimir talaði um að þeir þyrftu að átta sig á stöð- unni og hún væri bara barátta í miðri deild. Síðan þá hafa þeir unnið síðustu fimm andstæðinga sína. Miðjubaráttan hefur breyst í topp- baráttu. „Við tókum okkur saman í andlitinu. Það er hinsvegar stutt á milli í fótboltanum og við verðum því að vera einbeittir áfram.“ Spurður hvort hann gerði sér vonir um Ís- landsmeistaratitilinn í haust sagði Heimir; „Möguleikar okkar eru að halda áfram og taka fyrir næsta leik. KR vinnur alla leiki og það segir sig því sjálft að það er erfitt að keppa við þá.“ Eiga orðið að vita hvernig á að bregðast við Hreinn Hringsson sem stýrði liði Þórs í fjarveru Páls Viðars Gísla- sonar getur verið sammála Heimi um að Þór líkar betur að spila ellefu gegn ellefu en manni fleiri. „Liðin sem lenda í því að missa mann af velli virðast bæta í og þau sem eru manni fleiri að sama skapi gefa eftir. Þeir sem sáu fyrri leik liðanna fyrir norðan þegar við misstum mann af velli sáu að þá yfirspiluðum við FH. Menn eiga hinsvegar að vera farn- ir að vita hvernig á að bregðast við þegar þessi staða kemur upp. Við er- um í það minnsta komnir í góða æf- ingu að vera einum fleiri.“ Hreinn sagði jafnframt að Þórsliðið væri á réttri leið hvað varðaði markmiðin að forða sér frá falli. Morgunblaðið/Kristinn Aðstoð Atli V. Björnsson glímir við Svein Elías Jónsson. Á innfelldu myndinni nýtur Srdjan Rajkovic markvörður Þórs aðstoðar boltastráks við að reima! Rautt boðar gott fyrir FH  Rautt boðar að sama skapi vont fyrir Þór  Miðjuþóf FH breyst í toppbaráttu með fimm sigrum í röð  Heimir segir hinsvegar erfitt að keppa við KR Kaplakrikavöllur, Pepsi-deild karla, 16. umferð, sunnudag 21. ágúst 2011. Skilyrði: Logn, 10 gráður, þurrt í fyrri hálfleik en rigning í þeim síðari. Skot: FH 17 (11) – Þór 7 (3). Horn: FH 13 – Þór 2. Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Guðmundur Sævarsson, Freyr Bjarnason, Tommy Nielsen, Viktor Örn Guðmundsson. Miðja: Emil Pálsson (Ásgeir G. Ás- geirsson 76.), Hólmar Örn Rún- arsson, Björn Daníel Sverrisson. Sókn: Atli Viðar Björnsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason (Hákon Atli Hallfreðsson 90.). Lið Þórs: (4-5-1) Mark: Srdjan Rajkovic. Vörn: Gísli Páll Helgason, Atli Jens Albertsson, Þorsteinn Inga- son, Ingi Freyr Hilmarsson. Miðja: Sveinn Elías Jónsson, Baldvin Ólafs- son, Clark Keltie, Ármann Pétur Æv- arsson (Pétur Heiðar Kristjánsson 73.), Sigurður Marinó Kristjánsson. Sókn: Dávid Disztl (Ragnar Hauks- son 61.). Dómari: Þorvaldur Árnason – 5. Áhorfendur: 1106. FH – Þór 2:0 FÆRI 22. Hólmar ÖrnRúnarsson fær góða sendingu fyrir markið frá Matthíasi Vilhjálmssyni. Hólmar sem var nánast á markteig klippti boltann en því miður fyrir hann og FH, rétt yfir markið. I 55. Björn Daníel Sverr-isson fékk sitt annað gula spjald fyrir ljót brot þar sem hann fór með takkann á undan sér. FÆRI 70. Matthías Vil-hjálmsson átti skot úr miðjum vítateignum hægra megin en Srdjan Rajkovic varði meistaralega með annarri hend- inni. 1:0 33. Atli Viðar Björnssonskorar eftir mistök í vörn Þórs. Þeir féllu þar tveir og Atli nýtti sér það og skoraði með föstu skoti úr vítateigsboganum neðst í hornið hægra megin. Markið lág í loftinu en FH-ingar voru búnir að vera mun betri eftir að þeir misstu mann af velli. 2:0 55.Atli Viðar Björnsson skorar öðru sinni í þetta skiptið með skalla. Hann fékk send- ingu frá Guðmundi Sævarssyni af endalínunni og Atli var einn og óvaldaður á markteig. Hann lét það tækifæri ekki renna sér úr greipum. I 90. Ingi Freyr Hilm-arsson fékk að líta sitt annað gula spjald og það fyrir ítrekuð brot. I Gul spjöld:Freyr (FH) 21. (brot), Björn (FH) 28. (brot), Ingi (Þór) 49. (brot), Emil (FH) 72. (brot), Atli Viðar (FH) 80. (leik- araskapur). MMM Enginn. MM Matthías Vilhjálmsson (FH) M Atli Viðar Björnsson (FH) Viktor Örn Guðmundsson (FH) Guðmundur Sævarsson (FH) Hólmar Örn Rúnarsson (FH) Emil Pálsson (FH) Srdjan Rajkovic (Þór) Clark Keltie (Þór) Gísli Páll Helgason (Þór)  Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 70. mark í efstu deild í gær þegar hann gerði síðara mark sitt og FH-inga í leiknum í Kapla- krika. Atli er sextándi leikmað- urinn frá upphafi sem skorar 70 mörk í deildinni og hann er nú jafn Eyjamanninum gamalkunna Sigurlási Þorleifssyni í 15.-16. sætinu. Atli er næst markahæstur FH-inga frá upphafi en Hörður Magnússon gerði 84 mörk fyrir félagið á sínum tíma.  Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs stýrði ekki sínu liði en hann er staddur í Hollandi. Hann er þar með Atla Sigurjóns- syni sem er á reynslu hjá NEC.  Pétur Viðarsson var í banni hjá FH en þetta var fyrri leikurinn af tveimur sem hann þarf að sitja á hliðarlínunni. Björn Daníel Sverr- isson sest við hliðina á honum í stúkunni í næsta leik.  Morgunblaðið gefur leik- mönnum einkunn fyrir frammi- stöðu sína. Eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.  Dómarar fá líka einkunn fyrir frammistöðu sína, frá 1 til 10. Þetta gerðist á Kaplakrikavelli Guðmundur Sævarsson Páll Viðar Gíslason

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (22.08.2011)
https://timarit.is/issue/342462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (22.08.2011)

Aðgerðir: