Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Sænska liðiðGuif, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, vann alla þrjá leiki sína á Hafn- arfjarðarmótinu í handknattleik sem lauk um helgina. Guif vann Val í lokaumferðinni, 34:25, og Haukar höfðu betur á móti Íslands- meisturum FH, 26:20. Haukar höfn- uðu í öðru sæti, FH í þriðja en Valur rak lestina. Robin Andersson skor- aði 8 mörk fyrir Guif í sigrinum á Val en Haukur Andrésson skoraði tvö mörk. Anton Rúnarsson var marka- hæstur Valsmanna með 5 mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur Hauka með sex mörk, Sveinn Þorgeirsson skoraði 5 mörk og Freyr Brynjarsson var með fjög- ur. Örn Ingi Bjarkason var marka- hæstur í liði FH með 6 mörk.    Veigar Páll Gunnarsson opnaðimarkareikning sinn fyrir norska liðið Vålerenga á laugardag- inn þegar hann skoraði síðara mark liðsins í 2:0 útisigri gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni. Það var ekki nóg með að Veigar skoraði heldur lagði hann upp fyrra mark liðsins. Veigar gekk til liðs Vålerenga frá Stabæk fyrr í þessum mánuði. Hann hefur nú skoraði 10 mörk í deildinni og er á meðal markahæstu manna.    Kiel, undirstjórn Al- freðs Gíslasonar, bar sigur út být- um á Schlecker- mótinu í hand- knattleik sem lauk í Þýskalandi í gær. Kiel hafði betur gegn danska meist- araliðinu AG Köbenhavn, 27:20, í úr- slitaleiknum í gær. Aron Pálm- arsson skoraði 2 af mörkum Kiel en hjá AG Köbenhavn var Guðjón Val- ur Sigurðsson með 3 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson náði ekki að skora. Ólafur Stefánsson og Arnór Atlason léku ekki með Kaup- mannahafnarliðinu. Lærsveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin urðu í þriðja sætinu á mótinu en liðið vann ungverska liðið Vézsprém í úr- slitaleik, 31:20. Alexander Pet- ersson skoraði 5 mörk fyrri Berl- ínarliðið.    Chelsea hefur náð samkomulagivið spænska liðið Valencia um kaupin á spænska landsliðsmann- inum Juan Mata. Frá þessu var greint á vef Valencia í gærkvöld. Leikmaðurinn er væntanlegur til London í vikunni þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og að henni lokinni mun hann skrifa undir samning við Lundúnaliðið. Fólk sport@mbl.is Á GOLFVELLINUM Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is GR-ingarnir Ólafía Þórunn Krist- insdóttir og Arnór Ingi Finnbjörns- son urðu um helgina Íslandsmeist- arar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu. Ólafía Þórunn vann sannfærandi sigur í kvennaflokki, lagði Signýju Arnórsdóttir úr Keili 6/5 í úrslitum, átti sem sagt sex holur þegar fimm voru eftir þannig að ekki þurfti að ljúka við að leika völlinn. Ólafía Þór- unn vann Sunnu Víðisdóttur úr GR 4/2 í undanúrslitum og í átta manna úrslitunum lagði hún Karen Guðna- dóttur úr GS 6/5 þannig að sigur hennar var nokkuð öruggur. Hún virðist reyndar vera illviðráðanleg þegar sá gállinn er á henni því þegar hún varð Íslandsmeistari í höggleik fyrr í sumar sigraði hún með 9 högga mun. Sannarlega glæsilegt sumar hjá Ólafíu Þórunni, Íslandsmeistari í höggleik og í holukeppni. „Já, þetta var nokkuð öruggt hjá mér. Mér gekk mjög vel og spilaði vel í þessu móti,“ sagði meistarinn nýbakaði í samtali við Morgunblaðið eftir að sigurinn var í höfn. Í þessum þremur leikjum sínum þurfti hún aldrei að klára að leika allan völlinn. „Nei, en ég náði samt að spila allar holurnar því við byrjuðum á seinni níu einn daginn,“ sagði hún létt í bragði. „Ég sló mjög vel í mótinu og hitti ótrúlega margar flatir og oft bara dá- lítið nálægt og svo var pútterinn heitur hjá mér og ég krækti mér í fjóra fugla á hringnum og þeir hefðu hæglega getað verið fleiri, ég fékk færin til þess,“ sagði hún. Hún var að vonum sátt við sum- arið. „Ég er mjög ánægð með sum- arið enda tók ég þá tvo titla sem ég ætlaði mér að ná í, Íslandsmeistari í höggleik og í holukeppni. Síðan urð- um við í GR meistarar í sveitakeppn- inni, þannig að þetta var fínt sumar,“ sagði Ólafía Þórunn, en GR-ingar hafa verið sigursælir í sumar, en vantar þó enn að krækja í högg- leikstitilinn hjá körlum og hafa beðið lengi eftir honum. „Já, það er rétt, en ég þarf ekki að bera það á bakinu,“ sagði hún. Nú tekur við hvíld hjá meist- aranum, en hún fer til Bandaríkj- anna í nám í næstu viku, til Norður- Karólínu líkt og í fyrravetur. „Ég ætla bara að slappa af og vera með fjölskyldunni og vinum þangað til ég fer út. Það er búið að vera mikið golf í sumar og það verður mikið golf í vetur hjá mér þannig að ég ætla bara að taka mér smá frí,“ sagði tvöfaldi meistarinn. Allt hörkuleikir í karlaflokki Arnór Ingi fagnaði Íslandsmeist- aratitli með GR í sveitakeppninni um síðustu helgi og í gær var það Ís- landsmeistaratitillinn í holukeppni þannig að hann er sáttur með síðari hluta sumarsins. „Ég byrjaði illa í vor, lenti í vandræðum með pútter- inn og endaði með því að ég skipti um pútter, fór í magapútter og var með hann í smátíma og skipti síðan yfir í venjulegan aftur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Arnór Ingi, sem, líkt og Ólafía Þórunn, heldur á næstu dögum til Bandaríkjanna til náms. „Þetta voru hörkuleikir í mótinu. Ég var kominn með tvær holur þeg- ar þrjár voru eftir en klúðraði tveim- ur í röð þannig að það var allt jafnt hjá okkur, en ég náði í fugl á 19. hol- unni og vann,“ sagði meistarinn, sem lagði heimamanninn Andra Má Ósk- arsson í úrslitum. Í undanúrslitum vann Arnór Ingi félaga sinn hjá GR, Þórð Rafn Gissurarson 1/0 og Helga Birki Þórisson, GSE, 2/0 í átta manna úrslitum. „Þetta voru jafnir leikir, það var allt jafnt hjá okkur Þórði alveg þar til á síðustu holunni að ég náði að vinna hana. Það var líka gott að vinna Helga því hann er hörkutól,“ sagði Arnór Ingi. Holumeistararnir báðir til náms í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Ómar Sigur Arnór Ingi Finnbjörnsson varð meistari í holukeppni.  Frábært sumar hjá Ólafíu Þórunni  Arnór Ingi lenti í spennandi leikjum Ljósmynd/Stefán Best Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tvöfaldur meistari í sumar. Þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, alþjóðlegir dómarar í handknattleik, dæmdu úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U19 ára landsliða karla í handknattleik sem lauk í Argentínu í fyrrinótt. Þetta var mikil viðurkenning fyrir þá Ingvar og Jón- as en þeir þóttu standa sig afar vel og voru svo sannarlega góðir fulltrúar Íslands á mótinu. Danir hömpuðu heimsmeistaratitlinum en þeir höfðu betur gegn Spánverjum í úr- slitaleiknum, 24:22. Spánverjar voru 17:13 yfir eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari skellti danski markvörðurinn í lás. Hann varði 16 skot í seinni hálfleik og Danir sigu fram úr og fögnuðu sætum sigri. Þetta er í annað sinn í sögunni sem Danir verða heimsmeistarar í þessum aldursflokki. Svíar hrepptu bronsverðlaunin á mótinu með því að leggja Frakka að velli í leik um þriðja sætið, 28:24. gummih@mbl.is Mikil viðurkenning fyrir Ingvar og Jónas Ingvar Guðjónsson Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið við spænska liðið Manresa en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Haukur Helgi, sem leikið hefur með háskólaliði Maryland-skólans í Bandaríkjunum, ákvað að slíta samstarf- inu við þá í vor og voru nokkur lið í Evrópu áhugasöm um að fá hann til liðs við sig. Karfan.is greindi frá þessu. „Þetta er ekki rosalega stór klúbbur, færri en 100 þúsund manns búa í bænum, en liðið hefur mikið af ungum leik- mönnum og það freistaði. Þetta er tækifæri til að spila í ACB-deildinni og mæta Jóni Arnóri,“ sagði Haukur í viðtali inn karfan.is. Manresa er í Katalóníu og ekki langt frá Barcelona. Liðið var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en hafði betur í þeirri baráttu gegn Granada sem Jón Arnór Stefánsson lék með en liðið féll úr deildinni. Jón Arnór verður áfram í spænsku úrvalsdeildinni en hann samdi við lið Zaragoza á dögunum og því verða tveir Íslend- ingar í þessari sterku deild sem margar telja þá sterkustu í Evrópu. Haukur Helgi samdi við Manresa á Spáni HK vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í knattspyrnu á tímabilinu þegar liðið skellti BÍ/Bolungarvík á Kópavogsvelli, 3:0 Eyþór Helgi Birgisson skoraði tvö marka HK og lagði það þriðja upp fyrir Stefán Egg- ertsson. HK er þó sem fyrr neðst í deildinni með níu stig og þarf að vinna síðustu fjóra leiki sína til að eiga möguleika á að forðast fall. BÍ/Bolungarvík er í 5. sæti deildarinnar með 28 stig, sjö stigum á eftir Selfyssingum sem eru í öðru sætinu. Úrslitin voru Selfyss- ingum afar hagstæð því þeir eru nú með sex stiga forskot á liðið í þriðja sætinu, sem er Haukar.  Á Seltjarnarnesi hafði Fjölnir betur gegn Gróttu, 2:0. Leik- menn Fjölnis, sem eru nýkomni heim úr Evrópukeppninni í innifótbolta, hafa greinilega haft gott af þeirri ferð því þeir voru mun betri en Grótta og þeir Aron Sigurðarson og Illugi Þór Gunnarsson gerðu mörk liðsins í fyrri hálfleik. gummih@mbl.is HK-ingar fögnuðu sínum fyrsta sigri Stefán Jóhann Eggertsson

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (22.08.2011)
https://timarit.is/issue/342462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (22.08.2011)

Aðgerðir: