Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 6
Létt og leikandi er það sem er vinsælt hjá fólki í dag. fasteignir Til leigu skrifstofuhúsnæði Bláu húsunum Faxafeni, 3. hæð + ris Frábær staðsetning 4 Skrifstofur + móttaka 88 m2. Ris / fundar- og kaffiaðstaða 64 m2. Sameign og wc 28 m2. Samtals 180 m2. Tölvulagnir og símstöð m. 8 tækjum. Laust strax . Uppl. Sverrir 824 7550 - sigfusson@isl.is Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík var tekið í notkun 1907. Þar var Landsbókasafnið og raunar flest söfn landsins. Um aldamót var húsinu svo breytt og í dag eru fundarsalir og sýningar á höfuðdjásnum Íslend- inga í Þjóðmenningarhúsi. Íslensk hús Þjóðmenningarhús „Við þurfum að fjölga valkostum í húsnæðis- málum,“ segir Eygló Þóra Harðardóttir, þing- maður Framsóknarflokksins. Hún hyggst í haust leggja fram á Alþingi frumvarp um sparnaðar- reikninga til íbúðarkaupa skv. norskri fyrirmynd. Grunntónn í frumvarpinu er sá að fólk undir 34 ára aldri fengi 20% skattaaf- slátt af sparnaði til hús- næðiskaupa fyrir allt að þremur millj. kr. Mætti þá einu gilda hvort fólk keypti sér eign eða festi sér hana í búseturéttarfélögum. Eygló bendir á að um 1990 hafi sérstakir sparnaðarreikningar eyrnamerktir fasteigna- kaupum boðist almenningi. Síðar hafi þeir verið lagðir af og þess í stað boðin húsnæð- islán sem gátu numið allt að 90% af kaup- verði. Sú stefna hafi ekki reynst sem skyldi, enda nauðsyn að hafa eigið fé þegar farið sé í fjárfestingar. Því geta sparnaðarreikningar verið góð leið, segir Eygló sem auk þessa vill draga úr áhrifum verðtryggingar. Þingmaður vill nýja húsnæðisstefnu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsnæðissparnaður veiti skattaafslátt Eygló Harðardóttir Eigendur fallegustu garða á Akureyri fengu viðurkenningu um helgina. Meðal þeirra voru Óli Austfjörð og Elsa Heiðdís Hólm- geirsdóttir í Holtagötu 11. Við hús þeirra er, að sögn dómnefndar, fal- legur garður sem fellur vel að húsinu. Hæð- armunur á lóð hefur verið tekinn af og tré endurnýjuð svo útkoman er vel hirt og smekkleg lóð. Fallegir garðar á Akureyri Hugguleg Holtagata Hugmynd okkar um heimilið hefur tekið töluverðum breyt-ingum á undanförnum árum og áratugum. Staða kynjannaá heimilinu á m.a. sinn þátt í því auk þess að fólk sækistfrekar eftir því að búa miðsvæðis í minni íbúðum en í stórum húsum í úthverfum. „Frá aldamótum hefur þessi hugs- unarháttur verið að lauma sér inn á Íslandi. Fólk vill frekar búa í eldri hverfum borgarinnar og þá í minni íbúðum. Það er líka meira um opin rými og stássstofan sem börnin máttu varla fara inn í nema um jól og páska er alveg dottin út. Hólfunin í sérherbergi er að hverfa og opna rýmið virðist vera að ná yfirhöndinni,“ segir Þórunn Pétursdóttir, út- stillingarstjóri Ikea, og bætir því við að staða kvenna í samfélaginu hafi örugglega haft einhver áhrif á breytingu í þessa átt. „Hér áður var kon- an oft ein í eldhúsinu að elda ofan í fjölskylduna. Núna er miklu meira jafnræði í því og karlmennirnir eru búnir að sanna sig í eldhúsinu. Það kallar líka á opnari rými sem einangrar ekki þá sem sjá um eldamennsk- una hvort sem það er gagnvart fjölskyldunni eða gestum. Við viljum geta spjallað við fólkið í kringum okkur þegar við erum að elda.“ Léttleikinn í fyrirrúmi „Þungu húsgögnin með miklum íburði eru að víkja fyrir léttum og íburðarminni í dag. Hluta af þessari sveiflu má sjá með léttum tekk- húsgögnum sem eru að verða vinsæl aftur. Ætli margir sjái ekki eftir því í dag að hafa hent gamla skenknum hennar ömmu?“ Hjá Ikea er Stokk- hólmslínan að verða vinsæl aftur en hún datt út fyrir mörgum árum að sögn Þórunnar. „Tískan gengur í hringi og við sjáum áherslur koma aft- ur sem fyrir löngu voru horfnar og komnar í sögubækurnar. Stokk- hólmslínan okkar er gott dæmi um þetta. Þetta er tekklína úr vönduðum en léttum við. Hún passar mjög vel inn í hugmyndafræðina sem við er- um að sýna í dag, þ.e. hvernig nýta má minni rými sem best.“ Þórunn telur skýringuna á tískunni vera að finna í smærri íbúðum sem beri ekki jafn þungar mublur. „Margir eru að minnka við sig eftir hrun, bæði hér heima og erlendis. Þess vegna reynum við að sýna í okkar uppstillingum hvernig nýta má hlutina sem best í minna rými t.d. undir rúminu og með skápum upp í loft.“ Húsgögnin á heimilinu „Þegar rými eru opnuð er minna um að fólk kaupi heilu sófasettin eins og áður. Nú erum við að selja staka sófa sem er ætlað að passa við önnur húsgögn og stóla sem fyrir eru í stofunni. Það er að koma aftur tímabil þar sem fólk nýtir hlutina sem það á betur og blandar meira saman því sem það á við nýtt.“ Að sögn Þórunnar kemur það þó einstaka sinnum fyrir að einhver vilji fá allt heila settið. „Það gerist sjaldan að fólk biður um alla uppstillinguna. Það er líka orðin miklu meiri fjölbreytni í dag og við þurfum að gæta þess í okkar uppstillingum. Til dæmis eru að seljast bæði leðursófar og tausófar í öllum litum. Áður fyrr var oft mikil sveifla í aðra hvora áttina. Annars er með önnur húsgögn meiri sveifla í allt sem er létt og ekki plássfrekt,“ segir Þórunn og bætir því við að þungu hæg- indastólarnir séu ekki alveg dottnir út en eftirspurn eftir þeim hafi minnkað töluvert. „Létt og leikandi er það sem er vinsælt hjá fólki í dag og við erum með okkar línum að reyna að koma til móts við þá kröfu.“ vilhjalmur@mbl.is Húsgögn í stofuna Nýr vörubæklingur IKEA fór nýlega í hús. Nýting hvers rýmis og léttleiki. Léttleikinn inn á heimili landsins Morgunblaðið/Sigurgeir S. Tískan gengur í hringi og við sjáum áherslur koma aftur sem fyrir löngu voru horfnar og komnar í sögubækurnar. Stakir sófar eiga oft að rýma við önnur húsgögn í stofunni. Þungu húsgögnin eru að víkja fyrir léttum og íburðarminni. „Stássstofan sem börnin máttu varla fara inn í nema um jól og páska er alveg að detta út,“ segir Þórunn Pétursdóttir, útstillingastjóri Ikea.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.