Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 20
bílar20 1. september 2011
Sem hugur manns og líðurvel á vegi. Er fljótur aðgrípa afl vélar og nýtirkraftinn til að ná spyrn-
unni. Fer vel með ökumann jafnt
sem farþega, hvort sem ekið er um
bugðótta sveitavegi, hraðbrautir eða
á strætum stórborgar. Er katt-
liðugur og kemst allt. Ný útgáfa
Toyota Yaris, sem nú er að koma á
markað og var kynnt blaðamönnum
á fundi í Kaupmannahöfn í fyrri
viku, er athyglisverður bíll sem
reikna má með að fái góðar viðtökur
hér á landi og annars staðar í Evr-
ópu.
Einfaldari og nettari
„Í Evrópu er þróunin sú að fólk
vill einfaldari og nettari bíla og
þeirri þörf erum við einfaldlega að
svara,“ sagði einn sölustjóra Toyota
á áðurnefndum kynningarfundi.
Ýmsar nýjungar fylgja þessari út-
gáfu af Toyota Yaris. Útlitið er tals-
vert breytt frá því sem var. Útlínur
eru kúptar og ávalar og sportlistar
eru ávalir að ekki sé sagt bólulaga.
Sama má segja um spegla og auka-
hluti. Þá eru ljós bæði að framan og
aftan skásett og líkust „kínverskum
augum“ eins og einn aðalhönnuður
bílsins komst að orði.
Aukreitis við snoturlega hönnun
bílsins á ytra byrði þá er öllu einkar
vel fyrir komið innan dyra. Vissu-
lega er Yaris enginn framúr-
stefnubíll að þessu leyti en flottur
þó. Er sérstaklega bjartur og þar
munar mjög um opnanlegan þak-
glugga. Er rúmgóður, bæði fótrými
og eins milli sæta. Sama má segja
um farangursrými, þar sem fólk á
ferðinni getur komið nauðsynlegum
farangri fyrir, þó fjölskyldur á ferð-
inni þurfi stærri bíl, t.d. ef koma
þarf barnakerru fyrir í skottinu.
Fjöltækniskjár er búhnykkur
Í mælaborði er hin hefðbundna
þrenning þriggja mæla sem segja til
um snúningshraða vélar, aksturs-
hraða og bensínstöðu á tanki. Þá er í
stýrinu haganlega fyrir komið ljósa-
stillingum og fartímanema. Í gegn-
um þessi tæki og fleiri má í raun
stjórna öllu sem þarf, enda er í þess-
um bíl ekki tækjastokkur milli sæta
eins og er þó í mörgum bílum í dag.
Mesti búhnykkurinn er samt í
fjöltækniskjá sem er til hliðar við
mælaborðið, milli ökumanns og far-
þega. Meðal þæginda þar er til
dæmis útvarp, geislaspilari og GPS-
leiðsögukerfi, sem raunar er komið í
allmarga bíla í dag. Er því engin
nýjung frekar en til dæmis að skjár-
inn bregður upp mynd þegar öku-
maður setur í bakgírinn – en þannig
er hægt að sjá hvort rétt sé lagt í
stæði eða einhverjar fyrirstöður. En
það hlýtur samt að teljast til nýj-
unga að í gegnum fjöltækniskjá opn-
ast möguleiki til gagnvirkra sam-
skipta við vini og vandamenn t.d. um
Fésbók.
Einnig getur ökumaður áður en
lagt er upp í ferð forritað leiðina sem
skal feta inn tölvuna sína og fært svo
leiðarlýsingu með USB-kubbi yfir í
tölvu bílsins. Ýmsir svona mögu-
leikar eru til staðar og vissulega má
spyrja hver gagnsemi þessa sé. Bíll
er auðvitað ekkert annað en tæki til
að komast frá A til B og kannski er
þetta bara óþarfa íburður, þó taka
beri viljann fyrir verkið.
Toyota Yaris fæst bæði sem bens-
ín- og díselbíll, sem er með ögn
stærri vél en fyrrnefnda gerðin. Tví-
aflsbílar þessarar gerðar (Hybrid)
eru svo væntanlegir á næsta ári.
Eyðslan er hófleg. Díselbílarnir
eyða að jafnaði 4,0 l á hverja 100
ekna km. Eyðsla bensínbílsins er um
það bil einum lítra meiri miðað við
sömu vegalengd. Hönnun og þróun
vélbúnaðar skilar þessu og eins er
Yarisinn um það bil 20 kg. léttari en
fyrri útgáfa. Kemur þar til að all-
margir hlutir í bílnum eru úr áli og
það munar um slíkt í eyðslu.
Íslandsverð
Yaris kom fyrst á markað árið
1998 og hefur eðlilega breyst tals-
vert frá fyrstu gerð. Ofmælt væri að
segja þessa nýjustu útgáfu fram-
úrstefnlega. Margur er knár þótt
hann sé smár, eins og máltækið
hermir, og það á vel við hinn nýja
Yaris. Pistlahöfundur hafði aldrei
tilfinningu fyrir því að hann æki
smábíl; miklu frekar að vera á fólks-
bíl eða jepplingi. Þetta var satt að
segja líkast því þegar Stuðmenn í
kvikmyndinni Með allt á hreinu
gengu inn í litla samkomuhúsið á
Stokkseyrarbakka sem svo reyndist
vera heljarstórt hús þegar inn var
komið. Því er óhætt að gefa hinum
nýja Yaris góða einkunn, enda þótt
boðað Íslandsverð hans sé kannski
helst til of hátt. Slíkt ætti þó varla að
koma að sök því Íslendingar vilja
Toyota og treysta bílum þeirrar
gerðar flestum betur.
sbs@mbl.is
Sigurður Bogi Sævarsson reynsluekur nýrri útgáfu af Toyota Yaris
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sú útgáfa af Toyota Yaris sem nú kemur á markaðinn er sú hin þriðja. Útlitið er breytt og útlínur bílsins eru kúptar sem gefur bílnum býsna framandi svip.
Toyota Yaris árg. 2011
1,0 l bensín
•Beinskiptur
•69 hö/93 Nm
Eyðsla frá:
•4,8 l/100 km
•CO2 g/km: 110
Hámarkshraði:
•155 km/klst
•0–100: 15,3 sek.
Verð:
•2.645.000 – 2.745.000
•Farangursrými: 286 l
1,33VVT-i bensín
•Sjálfsk. CVT
•99hö/125Nm
Eyðsla frá:
•5,1 l/100 km
•CO2 g/km: 118
Hámarkshraði:
•175 km/klst
•0–100: 12,3 sek.
Verð:
•2.945.000 – 3.045.000
•Farangursrými: 286 l
1,4 l D-4D dísil
•Beinskiptur
•90hö/205Nm
Eyðsla frá:
•3,9 l/100 km
•CO2 g/km: 103
Hámarkshraði:
•175 km/klst
•0–100: 10,8 sek.
Verð:
•3.195.000 – 3.430.000
•Farangursrými: 286 l
Í mælaborði er hefðbundin þrenning en mesta nýjungin felst í fjöltækniskjánum
sem felur í sér margvíslega möguleika, t.d. að hafa samband við fólk á fésbók.
Hönnun og þróun vélbúnaðar bílsins skilar því að eyðslan er hófleg sem er gott
nú þegar olíuverð fer sífellt hækkandi. Dísebíllinn eyðir ögn minna en bensínbíll.
Kattliðugur bíll með kínversk augu
Stefnuljósum er smekklega fyrir kom-
ið í speglum hinar nýju útgáfu Yaris.
Margur er knár þótt hann
sé smár, eins og máltækið
hermir og það á vel við hinn
nýja Yaris. Pistlahöfundur
hafði aldrei tilfinningu fyrir
því að hann æki smábíl;
miklu frekar að vera á
fólksbíl eða jepplingi.
„Við væntum
þess að
fyrstu nýju
Yaris-bílarnir
komi hingað
til lands síð-
ari hlutann í
október eða
um það
leyti,“ segir Páll Þorsteinsson,
upplýsingafulltrúi Toyota á Ís-
landi. „Þessir bílar hafa notið
einstakra vinsæla hér á landi
síðustu árin enda hæfa þeir
fjölmörgum markhópum. Er til
dæmis mikið keyptir af yngra
fólkinu sem er að koma undir
sig fótum í lífinu og þarf að
vera á ódýrum og traustum
bílum en umfram allt spar-
neytnum. Síðan hefur Yaris
mikið farið til bílaleignanna og
hentar almennt vel þeim sem
vilja vel búinn bíl á góðu verði.
Hann myndar með öðrum teg-
undum smábíla uppistöðuna í
flota sumra leignanna.“
Fyrstu bílarnir til
Íslands í október
Mikið keyptir
af yngra fólki
Páll Þorsteinsson.