Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8
8 1. september 2011fasteignir Gerið gæða- og verðsamanburð NÝ SENDING AF HÚSGÖGNUM Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 12 mána ða vaxtalau sar greiðslu r Reynisstaður - Vestmannaeyjum Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði Lúxus húsgögn - Egilsstöðum Umboðsaðilar: Mikið fjör og húllumhæverður í leikhúsinuNorðurpólnum á Sel-tjarnarnesi næstu sunnudagana en þar er sýnt barnaleikritið Kallinn sem gat kitl- að sjálfan sig. Tinna Þorvalds Önnudóttir leikkona fer með annað aðahlutverkið í þessari nýju ís- lensku barnasýningu en verkið segir frá uppátækjum og ævintýr- um vísindamanns sem er sérfræð- ingur í hlæju- og kitluvísindum. Blaðamaður náði tali af Tinnu og fékk hana til að segja frá óskalist- anum sínum og ljóstra upp að hún er veik fyrir kjólum. Draumastarfið? „Ég starfa við draumastarfið mitt, sem er leiklist. Mig langar auðvitað að gera alls konar annað líka, en leiklistin sam- einar svo margt, og er, eins og bekkjarbróðir minn orðaði það ein- hvern tímann, ágætis afsökun til þess að læra mismunandi hluti um allt milli himins og jarðar.“ Versta vinnan? „Það var vigtun og pökkun í Sláturfélagi Suðurlands – með gráan steinvegginn fyrir framan mig og vigt- ina mína, næsta manneskja of langt í burtu fyrir nokk- urs konar samskipti eða spjall, og manneskjan á vigt- inni næst útvarps- tækinu ekki sam- mála mér um tónlistarsmekk. Gat ekki annað en gónt á klukkuna á veggnum fyrir ofan mig, á meðan ég vann, og talið niður í næstu kaffipásu.“ Draumabíllinn? „Mig langar alveg rosalega lítið í bíl, eiginlega bara ekki neitt. Það er yfrið nóg af bíl- um á götunum fyrir minn smekk, og ekki á það bætandi. Fyrir utan hvað mér finnst hroðalega leið- inlegt að keyra. En í staðinn fyrir einkabíl væri ég til í skilvirkari al- menningssamgöngur, og fleiri svona stóra gula bíla í borgina.“ Hvað vantar á heimilið? „Fataslá, eða stærri fataskáp, fyrir alla kjól- ana mína. Ég er svolítið veik fyrir alls konar kjólum og á svo marga, og frá mismunandi tímabilum, að það er eiginlega hægt að líta á skápinn minn (og stólinn – vegna vöntunar á stærri skáp) sem hálf- gerða búningageymslu, sem getur stundum komið sér vel. Svo vantar mig kökuform og stóran súpupott.“ Hvað langar þig í? „Mig langar í blandara. Það er hægt að gera svo agalega margt sniðugt í svoleiðis, alls konar safa, ís, sósur og ég veit ekki hvað og hvað. Og svo langar mig líka í ítalska espresso-könnu – svona sem maður skrúfar saman og setur á eldavélarhelluna, og vínilspilara og selló. Mun síðan einhvern tímann læra að spila á það.“ Hvað er best heima? „Ég get aldr- ei valið bara eitt uppáhalds, og verð því að fá að nefna nokkra hluti. Mér finnst afar indælt að mála á meðan ég horfi á góða mynd eða hlusta á góðan þátt á Gufunni. Gufan er í miklu uppá- haldi því þar eru svo margir mis- munandi þættir um allt mögulegt, og ef maður hlustar á hana að staðaldri lærir maður „óvart“ svo margt um alls konar, sem manni hefði annars ekki dottið í hug að fræðast um. Svo er alltaf huggulegt að kúra í stofusófanum og lesa góða bók eða horfa á kvikmynd. Eða að dúlla mér við að baka og búa til de- serta – þeir eru óum- deilanlega uppáhalds- máltíðin mín. Og að sötra gott kaffi uppi á eldhúsbekk við gluggann. Mig dreymir reyndar um ævintýralegra útsýni en stofu- gluggann hjá nágrönnunum á móti, en það verður víst ekki á allt kos- ið.“ ai@mbl.is Óskalisti Tinnu Þorvalds Önnudóttur Lærir margt af að hlusta á gömlu gufuna Morgunblaðið/Sigurgeir S. „Mér finnst gaman að dúlla mér við að baka og búa til deserta, þeir eru óumdeilanlega uppáhaldsmáltíðin mín.“ Tinna. Leiklistin er ágætis afsökun til þess að læra mismunandi hluti um allt milli himins og jarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.