30. júní - 01.05.1968, Side 2
30. JÚNÍ
Viðtal við Kristján Eldjárn
BlaðamaSnr frá þessu blaði sneri sér til
dr. Kristjáns Eldjárns og fór þess á leit
að mega eiga við hann viStal t tilefni
af framboSi hans til forsetakjörs. Eftir-
farandi viðtal fór svo fram á heimili
þeirra hjóna i ÞjóSminjasafninu, þar
sem þau hafa lengi búiS:
Fyrsta s-purningin, sem ég cctla aS
leggja fyrir ySur, er ef til vill nokkuð
nœrgöngul, en hún er á þá leiS, hvort
þér vilduS segja nú þegar í upphafi
þessa spjalls, hverjar eru meginástæSur
fyrir því aS þér eruS kominn í þetta
framboS?
Um það get ég haft fá orð. Það
mun reyndar ekki vera neitt launungar-
mál, að ég sóttist ekki eftir þessu að
fyrra bragði, og ef til vill er spurt þess
vegna. Ég svara því einu til, að óskir
og áskoranir komu til mín úr mörgum
áttum, bæði utan af landi og hér úr
borg, frá hópum manna og einstakling-
um, sem ég met mikils. Stjómmála-
skoðanir þessa fólks veit ég ekki um
nema að takmörkuðu leyti, enda er
framboð mitt ekki á vegum neins stjórn-
málaflokks.
Þá langar mig til aS biSja ySur aS
svara nokkrum spurningum um cett og
uppruna og svo um starfsferil fram til
þessa. Hvar og hvencer eruS þér fcedd-
ur?
Ég er fæddur að Tjörn í Svarfaðar-
dal í Eyjafjarðarsýslu hinn 6. desember
1916.
Þér eruS þá á fimmtugasta og öSru
árinu. Sumir segja, aS þér séuS of ung-
ur til aS verSa forseti. HvaS álítiS þér
sjálfur um þaS?
Ég held, að aldur forsetans skipti
ekki meginmáli. Það liggur reyndar í
augum uppi, að kornungur maður velst
varla til slíkrar stöðu, en hvort for-
setinn er fimmtugur eða sextugur, hlýt-
ur að vera aukaatriði. Margt mxlir
reyndar með því, að menn á góðum
aldri gegni mikilvægum stöðum. Reynsla
sýnir, að slíkt gefst yfirleitt vcl. Eng-
inn fann mér til foráttu, að ég var að-
eins þrítugur, þegar ég tók við forstöðu
Þjóðminjasafnsins.
Ef til vill mætti þessu nœst spyrja
um ætt ySar?
Jú, það er mikill siður íslendinga að
spyrja um slíkt. Faðir minn, Þórarinn
Eldjárn hreppstjóri, sem er enn á lífi,
cr sonur séra Kristjáns Eldjáms Þórar-
inssonar, sem var síðasti prestur á Tjöm,
en þar hafði verið prestssetur öldum
saman. Afi minn og amma í föðurætt
áttu ættir um Norðurland einkum, þó
var afi minn að móðerni af Mýramanna-
kyni. Annars voru ættir þessara hjóna
einkum úr Þingeyjarsýslum, Eyjafirði
og um Austurland. Það vom margir
prestar í ættum þeirra beggja, og auð-
velt er að rekja þessar ættir eftir upp-
sláttarbókum. Móðir mín, Sigrún
Sigurhjartardóttir frá Urðum í Svarf-
aðardal, dáin 1959, var hins vegar af
bændaættum, og em þeir stofnar eink-
um mjög sterkir í Þingeyjarsýslum.
Ég á vfst ófáa frændur þar. En allt
er þetta eins og gerist, ættir manns
standa víða, en maður kennir sig við
þá, scm næstir manni standa, og ég er
Svarfdælingur, hvert sem hægt er að
rekja ættir mínar.
ViS hvaSa kjör óluzt þér upp t cesku?
Faðir minn var kennari í sveitinni
háa herrans tíð, en jafnframt var hann
bóndi á Tjörn, og þar ólst ég upp á góðu
bjargálna sveitaheimili, að öllu leyti eins
og hver annar sveitadrengur þeirra
tíma. Ég man gjörla hið gamla sveita-
líf, áður en það fór að færast úr skorð-
um. Við börnin unnum snemma mik-
ið á búinu, og sem barn og unglingur
hafði ég mikinn áhuga á búskáp. Þetta
voru unaðsleg æskuár í traustu og góðu
umhverfi, og ég held að ég hefði unað
mér vel að vera í sveitinni alla mína
daga og væri þar ef til vill enn, ef ég
hefði ekki verið látinn ganga mennta-
veginn, sem kallað er.
ÞaS hefur þá líkast til legiS beint viS
fyrir ySur aS ganga í Menntaskólann
á Akureyrt?
Já, foreldrar mínir voru staðráðnir í
að veita okkur börnunum góða skóla-
göngu, og ég settist í Menntaskólann
á Akureyri 14 ára að aldri árið 1931.
Það var þá nýlega búið að veita skól-
anum menntaskólaréttindi, eins og
menn vita. Ég varð svo stúdent 1936.
Skólinn var ágætur og um margt til
fyrirmyndar undir stjóm Sigurðar Guð-
nxundssonar skólameistara og í sam-
starfi við marga ágæta kennara, sem
ljúft er að minnast, ekki sízt fyrir þá
sök, að það átti fyrir mér að liggja að
■kcnna tvo vetur í skólanum seinna, það
var á fyrstu tveimur stríðsárunum, í
millibilsástandi í námi mínu. Þá urðu
gömlu kcnnaramir samverkamenn mín-
ir og vinir með nýjum hætti. Það var
skemmtileg reynsla fyrir ungan mann.
Oft hefur þaS veriS á orSi haft, aS
Menntaskólinn á Akureyri hafi veriS
sérstaklega vekjandi og lífrcen uppeldis-
stofnun. AS hverju hneigSist hugur ySar
á námsárunum þar?
Um það leyri sem ég varð stúdent
var hugur minn mjög snúinn að tungu-
málum og yfirleitt svoneíndum húman-
ískum greinum, að sumu leyri sjálfsagt
vegna upplags sjálfs mín, en ef ril vill
stuðlaði andi skólans að því að beina
manni inn á slíkar brautir. Ég er helzt
á því. En nokkuð er það, að ég hugsaði
mér að verða tungumálakennari, og
þegar ég fór til Hafnar eftir stúdents-
próf, var það til að nema ensku sem
aðalfag við háskólann þar, en að vem-
legu leyri fyrir utanaðkomandi áhrif
hvarf ég svo frá þessari fyrirætlan og
byrjaði að læra fornleifafræði við Hafnar-
háskóla um áramótin 1936—37, og er
skemmst frá að scgja, að síðan hefur
menningarsaga í ýmsum myndum ver-
ið vettvangur minn.
HvaS hafiS þér annars af háskóla-
námi ySar aS segja?
Háskólanám mitt klofnaði í tvo jafna
hluta af völdum stríðsins. Ég ætlaði að
verða magister í fornleifafræði í Höfn
og var rétt búinn að taka fyrra hluta
próf í þeirri grein, þegar ég hvarf heim
ril íslands vorið 1939 eftir þriggja vetra
ógleymanlega dvöl í Kaupmannahöfn.
En svo kom stríðið um haustið, og þá
fór ég að kenna á Akureyri í þeirri
barnafegu trú, sem margir mér reyndari
menn báru í brjósti, að él eitt mundi
vera og engu væri spillt, þott maður
stæði af sér veðrið hér heima. En þeg-
ar sýnt var, að langt mundi til stríðs-
loka, settist ég í heimspekideild Há-
skóla íslands og útskrifaðist sem meist-
ari í íslenzkum fræðum vorið 1944- ^g
man að eitt fyrsta verk mitt efrir prófið
var að flytja fullveldisræðu á samkomu
Svarfdælinga, þcgar lýðveldið var stofn-
að 17. júní 1944. Ég var alltaf fljotur
að leita heim í átthagana að öllum
prófum loknum.
HvaS tókuS þér ySur svo fyrir hend-
ur aS loknu háskólanámi?
Ég hefði getað hugsað mér að kenna,
og reyndar kenndi ég mikið ril að hafa
ofan af fyrir mér á háskólaárunum i
Reykjavík. Þá kenndi ég í Stýrimanna-
skólanum, og það var skemmtilegur
skóli. Mér hnykkti við, þegar ég kom
inn í fyrsta tímann og sá þar fyrir mér
mikilúðlega fylkingu reyndra sægarpa,
sem langflestir voru miklu eldri en ég.
En þarna eignaðist ég fljótt marga góða
og trausta vini. Jæja, kennsla átti ekki
fyrir mér að liggja, það lá einhvern
veginn í loftinu, að Þjóðminjasafnið
yrði minn vettvangur, og þangað réðst
ég sem safnvörður vorið 1945- Þá var
Matthías Þórðarson búinn að vera þar
einn í nærri 40 ár. Ég tók svo við emb-
ætti þjóðminjavarðar af honum 1. des.
r947-
Þér eruS þá búinn aS vera þjoSminja-
vórSur i rúmlega tvo áratugi, og má
segja aS þaS sé nokkuS langttr starfs-
ferill nú þegar, fyrir mann á ySar aldri.
VilduS þér segja eitthvaS frá þessu starfi
ySar eSa hvernig ySur hefur falliS þaS?
Að námi til var ég sæmilega vel und-
ir þetta starf búinn. Það var heldur góð
blanda að vera að hálfu fornleifafræð-
ingur og að hálfu í íslenzkum fræðum,
vegna þess hvernig hér hagar til í
þessum örfámennu stofnunum okkar;
menn vcrða helzt að vera eins kon-
ar þúsund þjala smiðir. En mér þótri
hcldur fyrir því að þurfa að taka að
mér Þjóðminjasafnið svona fljótt, því
að ég skildi, að. þetta embætri legði
svo margvíslegar skyldur á mig þeg-
ar í stað, að mér mundi lítið tóm
gefast til íræðistarfa. Þetta varð líka
svo. Á fyrstu árum mínum fluttum við
safnið í nýja húsið, og það var mikið
fyrirtæki að Icoma því þar fyrir, miklu
meira en ókunnugur getur látið sér tril
hugar koma. En auk þess hefur al-
menn framvinda þjóðlífsins haft það
í för með sér, að starfsemi safnsins hef-
ur margfaldazt á þessum árum. Ég hef
'Stundum sagt í gamni, að það vasri eins
og að búa á erfiðri hlunnindajörð að
vera þjóðminjavörður á íslandi. Margt
er hægt að gera og þarf að gera; mað-
ur vill nýta hlunnindin og láta ekkert
drabbast niður, en kemst þó varla til
þess að nytja neitt nógu vel. Annars er
ógerningur að fara langt út í þessa
sálma hér, en úr því að spurt er, hvern-
ig mér hafi líkað starfið, þá svara ég
því, að mér hefur að mörgu leyti fall-
ið það ágætlega; þetta er lífrænt starf
og skapandi, og maður kemst í snert-
ingu við margt fólk. En starfið er
kröfuhart, ef reynt er að vera bæði for-
stjóri stofnunarinnar og að einhverju
leyti fræðimaður. Daglegar annir eru
miklar og margvíslegar, svo að tími til
fræðimennsku verður lítill nema í tóm-
stundum, sem helzt ættu að vera hvíldar-
stundir. En slík fræðimennska og rit-
mennska verður aldrei fullgild, eftir því
sem nú eru gerðar kröfur tO. Ég held,
að alls staðar stefni í þá átt að skilja
sundur fræðimennsku og stjórn stofn-
ana.
Samt sem áSur hefur ySur tekizt aS
verSa töluvert afkastamikill rithöfundur
og frceSimaSur á ySar sviSi. Hvernig
komiS þér þessu heim og saman?
Það cr allt saman ígripavinna, undan-
tckningalaust. Ég sé vitanlega verkefn-
in alls staðar, og ég Iief Jagt nokkurn
metnað í að íslenzk fornleifafræði eða
þær greinar, sem safnið er fulltrúi fyrir,
sé ekki alveg andlitslaus. Og það er þá
einkum Árbók Fornlcifafélagsins, sem
ég hef reynt að láta standa fyrir sínu,
og ber mér þó að taka skýrt fram, að
þar liafa margir góðir samstarfsmenn
mínir lagt sitt af mörkum.
Nú langar mig til aS víkja rétt sem
snöggvast aS fornleifarannsóknum, þvi
aS mikill áhugi er fyrir sliku i heimin-
um um þessar mundir. TeljiS þér aS
nóg sé gert aS fornleifarannsóknum her
á landi?
Nóg er það vafalaust ekki, en þó
höfum við reynt að sýna lit á að gera
rannsóknir, hclzt eitthvað á hverju ári.
Sjálfur hef ég tekið þátt í fornleifarann-
sóknum allar götur síðan 1937, þcgar
ég fór fyrst til Grænlands, auk þess
get ég nefnt þátttöku í leiðangri til
Nýfundnalands 1962, og 1947 var ég
við fornleifarannsóknir á Gotlandi með
mörgu öðru ungu fólki. Annars get ég
ekki verið að telja upp allar þær forn-
lcifarannsóknir, sem ég hef á einhvern
hátt staðið að hér heima. En cg held,
að slíkar rannsóknir muni í framtíðinni
þykja enn meira verðar liér á landi en
verið hefur, þær muni jafnvel verða
rneira metnar sem heimildir um frum-
sögu landsins en við höfum gert lúng-
að til.
Sumir segja, aS ekki megi missa ySur
frá ÞjóSminjasafninu, ef þér yrSuS kos-
inn forseti. HvaS scgiS þér'um þaS?