30. júní - 01.05.1968, Blaðsíða 3
30. JÚNÍ
3
Bessastaðir
Það er að líkindum ekki mitt að 1
R-:-:
dæma. En enginti verður eilífur við
stofnun, og reynsla er einnig, að mað-
ur kemur manns í stað. Nær væri að
spyrja, hvort ég megi missa Þjóðminja-
safnið úr Iífi mínu eftir öll þessi ár, ef I
til kæmi. |
En hverntg er þá httgur yðar ttm |
þetta efni? |
Ég á bágt með að hugsa mér að for-
setaembættið þurfi að vera neitt and-
legt fangelsi, og ég held að það hafi
ekki verið það. Ég mundi gera mér
von um, að ég gæti haldið sambandi
við mína fræðigrein að einhverju leyti.
Það liggur í augum uppi, að fyrsta
skylda mín er vitanlega við það emb-
ætti, sem ég tek að mér, ef ég; næ
kosningu. En annir forseta eru mis-
jafnar, stundum miklar, en vægari með
köflum, og ætti ekki að vera loku fyrir
það skotið, að hann geti sinnt einhverju
skapandi hugðarefni, til dæmis rann-
sóknarstörfum og ritstörfum. Varla trúi
ég því að óreyndu, að ég missi áhug-
ann á íslenzkum fræðum, þótt ég yrði
forseti, og ég teldi sæmd fyrir forseta
að taka á einhvern hátt virkan þátt
í menningariífi þjóðarinnar. Ef forset-
inn hefur tíma og þrek til að skapa
eitthvað í þeim frítíma, sem embættið
ef til vill leyfir, þá finnst mér að hann
megi leggja fram sinn skerf eins og
hver annar maður í landinu. Það verð-
ur svo að eiga undir háttvísi hans sjálfs,
hvernig hann hagar þessu. Um það er
ekki hægt að setja reglur.
Víkjttm þá að öðrtt. Þér hafið ekki
tekið virkan þátt 't stjórnmálum, eða er
það ekki svo?
Ekki get ég talið iþað. Svolítið í
stúdentapólitík á sínum -tíma, sem
varla er umtalsvert. Ég hef aldrei geng-
ið í neinn stjórnmálaflokk eða beitt
mér í pólitík að neinu ráði. Satt að segja
veit ég ekki, hvernig slíkt liefði átt að
eiga sér stað nema tíl skaða fyrir það
embætti, sem ég hef gegnt. Hitt er
annað mál, að ég tel mig hafa fylgzt
sæmilega með í landsmálum eins og
hver annar borgari í landinu.
Nti bryddir ú þeirri skoðun hjá
sttmttm mönnum, að það hljótí að
vera mikill kostur fyrir forseta að
hafa verið virkur þátttakandi i stjórn-
málttm, verið helzt á þingi og kunn-
ugur krókaleiðum stjórnmála. Hvað
segið þér um þetta?
í fyrsta lagi, að ekki gcrir stjórnar-
skrá neinar kröfur í þessu efni. í því
er þegar fólgin nokkur bending um
svar. Það er eflaust rétt, að hagræði er
íyrir forseta að vera vel heima í stjórn-
málasögu og inni í flokkapólitíkinni,
til dæmis þegar á reynir að koma
saman starfhæfri ríkisstjórn. Þó niá
benda á rök fyrir því, að ópólitískur
forseri, eða forseri sem ekki hefur verið
virkur í stjórnmálum og hefur ekkt á
sér sterkan flokkslit, eigi að surnu lcyti
hægara um vik í slíkum tilvikum. En
það má vitanlega benda á svo margt
annað, sem forseta kemur vel að hafa
til brunns að bera, til dæmis þekking á
sögu landsins fyrr og síðar og menn-
ingarsögu þjóðarinnar og að vera kunn-
ugur sinni þjóð bæði til sjávar og sveita.
En enginn er algjör, og það eru vitan-
lega ekki mikil tíðindi, að maður sem
tekur við nýju embætti, vcrði að setja
sig inn í sitthvað, sem hann hefur ekki
þegar í stað á fingrum sér. Það gerist
ætíð. Hver sæmilega viti borinn maður,
sem fylgzt hefur með þjóðlífinu lengi,
þótt hann hafi ekki verið í stjórnmál-
um, á fljótlega að geta bætt sér upp
með vakandi eftirtekt og árvekni það
sem hann kann að skorta á reynslu í
stjórnmálum. Og ráð góðra og viturra
rnanna þarf forscti eklri að fyrirverða
sig fyrir að líta á, og meðal annars
að hafa lífrænt samband við forystu-
menn stjórnmálaflokka.
Ekki er því að neita, að það eru að
mórgu leyti ólik störf að vera þjóðminja-
vörður og forseti. Teljið þér að reynsla
yðar í þjóðminjavarðarstarfi kœmi yður
að einhverjum notum sem undirbún-
ingur undir forsetaembcetti?
Ég held að reynsla mín í embætti
kæmi að góðu gagni í hverju nýju starfi
sem ég tæki mér fyrir hendur, jafnvel
í forsetaembætti. Á það má benda, að
fyrir þetta starf hef ég komizt í kynni
við ákaflega margt fólk, bæði hér í
höfuðstaðnum, eins og gefur að skilja,
og ekki síður út um allt land. Þetta tel
ég mikils virði. Svo er hitt, að söfn og
safnamenn eru dálítill heimur út af
fyrir sig. Þar kemur til stjórnun, og
þar eru bæði innanríkismál og utan-
ríkismál, ef svo mætti að orði kveða, og
alþjóðlegt samstarf. Söfn og safnaheild-
ir Iandanna eiga sín í milli mörg sam-
skipti, og þar er í hverju landi einhver
einn maður öðrum fremur í fyrirsvari.
Það hefur verið mitt hlutskipti að vera
slíkur maður hér á landi nokkuð lengi.
Safn okkar er ekki stórt, en meðal safna
er það samt ísland. Land okkar og þjóð
er ekki heldur neitt stórveldi, og ég er
svo bjartsýnn að halda, að sá sem verið
hefur forsvarsmaður tiltölulega tunfangs-
mikillar stofnunar, mundi hafa nokkurt
gagn af þeirri reynslu sinni jafnvel
sem forseri landsins.
Mikið er nú á dögum talað um sam-
starf þjóða í milli og alþjóðamál. Viljið
þér láta hafa eitthvað eftir yður um
samskipti Islendinga við aðrar þjóðir?
Ekki annað en það, að ég tel sjálf-
sagt, að forseri landsins, hver sem hann
verður, muni að sínu leyri leggja sig
fram um góð samskipti við allar þjóðir,
og þá vitanlega fyrst og fremst þær,
sem næst okkur standa menningarlega
og viðskiptalega. Af öllum þjóðum held
ég að við eigum að halda okkur fast-
ast að Norðurlandaþjóðunum í menn-
ingarlegu tilliti. Þær eru okkur skyld-
astar að hugsunarhætti, menningu og
þjóðfélagsskipan og hafa löngum verið,
og þær eru ril fyrirmyndar um margt í
veröldinni yfirleitt. Mér finnst að við
eigum heima í þeirri fjölskyldu.
Nokkurt umtal hefur u-pp á síðkastið
verið um forsctaembcettið, sumir jafn-
vel sagt að rétt væri að leggja það nið-
ur, aðrir að gera þyrfti á þvi brcyt-
ingar. Hafið þér hugsað yður einhverjar
breytingar, ef þér yrðuð forseti?
Ég veit að hér er ekki verið að spyrja
um forsetaembættið eins og um það er
fyrir mælt f stjórnarskrá landsins. Um
það ræður forsetinn engu öðrum frem-
ur. Sumir segja að forsetaembætrið sé
of dýrt fyrir þjóðina, og því væri rétt
að leggja það niður. En ekki verður
það gert í svipinn, og eitthvað hlýtur
það alltaf að kosta, því að allir munu
vera sammála um að á forsetasetrinu
verði að halda uppi risnu, svo að sæmd
sé að, þótt sjálfsagt sé að stilla í hóf
þar cins og annars staðar. En um for-
setaembætrið almennt, að svo mildu
leyti scm forsetinn hefur á valdi sínu
að móta það, get ég sagt, að þeir tveir
mikilhæfu mcnn, sem gegnt hafa þessu
cmbætri, svo og konur þeirra, hafa gef-
ið því riltekið snið eða umgerð, sem
sjálfsagt verður lengi búið að í aðalat-
riðum. Hitt er annað mál, að hver mað-
ur hefur vitanlega sinn svip, og hver
-nýr forseti og kona hans munu eflaust
móta ýmislegt efrir sínu höfði og per-
sónuleika. Þetta liggur svo sem í hlutar-
ins eðli.
Eg hef verið að velta því fyrir mér
eftir hverju fólk kjósi forseta. Mér
finnst stundum eins og fólk muni vera
að leita að sjálfu sér t forsetanum,
vilji þekkja sig í honum, ef ég mætti
komast svo að orði. Er það kannski svo
að fólk vilji bæði líta upp til forsetans
og þó um leið skoða hann sem jafn-
ingja sinn? Hvaða skoðanir hafið þér
á þessu?
Því er erfitt að svara efrir hverju fólk
kýs forseta. Sjálfsagt hafa stjórnmál
þarna töluvert að segja, en samt er það
greinilega skoðun margra, eins og hátt-
Við hittum frú Halldóru Eldjárn
heimili þeirra hjóna í Þjóðminjasafnin
og leggjum fyrir hana nokkrar spurn
ingar. Við bregðum ekki af venjunni,
heldur spyrjum fyrst eftir ætt og upp-
runa.
Ég er fædd á ísafirði, segir frú Hall-
dóra, 24. nóv. 1923, og þar ólst ég upp
og átti þar heima, þangað til ég fór í
skóla í Reykjavík. Ingólfur Árnason
faðir minn var verzlunar- og skrifstofu-
maður og síðast framkvaandastjóri fyrir
frystihúsi á Isafirði. Hann er ættaður
úr Bolungarvík, en Ólöf Jónasdótrir móð-
ir mín er ættuð af Barðaströnd og úr
Breiðafirði. Ég held, að ætrir foreldra
minna séu yfirleitt vestfirzkar. Foreldr-
ar mínir eru á lífi og eiga nú heima í
Reykjavík.
Hver var skólaganga yðar?
Ég gekk í Verzlunarskólann í Reykja-
vík og útslerifaðist þaðan 1942.
Við höfum hlerað, að þér hafið verið
mikil námskona og útskrifazt með
ágætiseinkunn. Hugsuðuð þér yður
aldrei lengri menntabraut?
Ef ril vill hef ég verið aðeins of
snemma á ferðinni. Það var ekki talið
eins sjálfsagt þá og nú, að unglingar,
sem gátu lært, væru látnir fara lang-
skólaveginn, og þetta hefur kannski
átt sérstaklega við úri á landi. Og
Verzlunarskólinn var og er ágætur skóli,
sem veitri töluvert alhliða og einkum
hagkvæma menntun fyrir þá, sem gjarn-
an vildu geta farið að vinna fyrir sér
ar hér á landi, að fullt eins eðlilegt sé
að kjósa forseta efrir einhverju öðru
en stjórnmálaskoðunum hans eða stjórn-
málaferli. En þetta cr þó varla það sem
úrslitum ræður fyrir fólki. Áuðvitað
vilja menn geta treyst því að forset-
inn sé maður ril að gegna þeim skyld-
um, sem embættinu fylgja, og það vill
geta virt hann fyrir eitthvað sem hann
er eða hefur afrekað. En ég get vel fall-
izt á að fólk sé í raun og veru að leita
að tákni fyrir sjálft sig eða fyrir þjóð-
ina, ef svo mætri segja, og hver kjósi
þá þann sem hann finnur ril skyld-
leika við. En það er erfitt að átta sig
á öllum þessum þráðum.
Hvað haldið þér um sigurhorfur?
Ég er bjartsýnn, en þjóðin sker úr,
og hennar dómi hlíta allir möglunar-
laust í lýðræðislandi. Ég vona það eitt,
að mér endist gæfa til að taka sigri með
auðmýkt, en ósigri með jafnaðargeði.
Það eitt saanir.
s-a- m
á sem fyrst. Og í tungumálum fékk ég
þar ágæta undirstöðu, sem hefur dug-
að mér til að verða með tímanum bjarg-
fær í þeim málum, sem við Islending-
ar þurfum oftast að geta brugðið fyrir
okkur, þótt ég hafi reyndar aldrei dval-
iz-t langdvölum erlendis. En utan hef
ég nokkrum sinnum farið með manni
mínum, til dæmis á fræðimannafundi
og því um líkt, og hingað koma marg-
ir údendingar, bæði safnmenn og aðrir.
Hvað tókuð þér fyrir að námi loknu?
Vinna fyrir mér. Ég vann á skrif-
stofu hjá Magnúsi Kjaran í nokkur ár,
þangað til ég gifrist. Og síðan er ekki
að sökum að spyrja. Við fórum að búa
og eignast börn og buru, og síðan hef-
ur heimilið verið mitt svið, ekki mikið
frábrugðið því sem gengur og gerist
hjá hverri annarri húsfreyju, býst ég
við.
Hafið þér ekkert látið opinber mál
til yðar taka?
Nei, mér hefur þótt nóg að hugsa
um mitt heimili.
Hve mörg eru börn ykkar hjóna?
Þau eru fjögur, tvær dætur og tveir
synir. Elzta dóttirin er tæplega 21 árs,
stúdent og gift, en yngsta barnið er
drengur á áttunda ári.
Viljið þér segja mér nokkuð t sam-
batidi við væntanlegar forsetakosningar?
Ég mun fyrst og fremst standa við
hlið mannsins míns í þessu sem öðru.
Ég vona, að þetta gangi vel.
Viðlal við Halldóru Eldjárn
s-a - m