30. júní - 01.05.1968, Blaðsíða 4
4
30. JÚNÍ
Sfjórnmálamaður eða einingarfákn!
í umræðum manna á meðal um
væntanlegt forsetakjör hefur sú spurti-
ing margoft komið fram, hvort æski-
legt sé að forseti íslands sé valinn úr
flokki hinna æfðu stjómmálamanna,
eða hvort hann eigi öllu heldur að vera
ópólitískur maður. Það lætur mjög að
líkum að þessi spurning vakni, því að
nú er kosið um tvo menn, sem ólíkt
er farið að þessu leytá. Annar fram-
bjóðenda hefur frá ungum aldri verið
aðgerðamikill í þjóðmáltun, alþingis-
maður um langt skeið, ráðherra og
varaformaður í stærsta stjómmálaflokki
landsins. Hann getur því með sanni
kallazt stjómmálamaður, þótt hann hafi
nú um fá ár gegnt ópólitísku embætti
sem sendiherra í Danmörku. Hinn
frambjóðandinn er þjóðkunnur safn-
vörður, sem aldrei hefur verið bundinn
neinum stjómmálaflokki og aldrei tek-
ið þátt í flokkspólitískum athöfnum
eða deilum.
Þeir menn hafa vissulega nokkuð ril
síns máls, sem telja æskilegt að forseti
íslands hafi öðlazt reynslu í stjórn-
málum, áður en hann sezt á embættis-
stól sinn. Samkvæmt stjómarskrá lýð-
veldisins hefur forseti mikil þjóðmála-
völd; en í raun og vem er þó óhugs-
andi að hann beiti þessum völdum,
nema þegar svo stendur á að stjórnar-
kreppa verður í landi og þingflokkum
gengur erfiðlega að sameinast um
myndun ríkisstjórnar. Getur þá reynt
á kunnáttu og lagni forseta: Hann
þarf að bræða saman ólík sjónarmið,
laða menn til sátta og samvinnu, og
jafnvel sjálfur að marka þá leið sem
ganga skal til myndunar landsstjóm-
f arinnar. En takist ekki að koma sam-
an ríkisstjóm sem njóti stuðnings eða
hlutleysis hjá meirihluta Alþingis, þá
er forseta sá vandi á höndum að fá
landinu stjórn utan við fylkingu þjóð-
þingsins, svo sem eitt sinn hefur ver-
ið gert á nýbyrjuðu skeiði íslenzks
sjálfsforræðis á þessari öld.
En nú er þess að gæta, að handleiðsla
við myndun ríkisstjóma er aðeins einn
þáttur í fjölþættum embættisstörfum
forseta íslands; og jafnvel þótt oftar
þyrfti að skipta um ríkisstjóm heldur
en nú hefur gerzt um skeið, þá er hin
raunverulega stjórnarmyndun, þegar allt
er með felldu, í höndum þingflokk-
anna, en þáttur forsetans aðeins forms-
atriði lýðveldisins. Sem betur fer hafa
sjaldan orðið svo alvarlegar stjórnar-
kreppur hér á landi, að stórlega hafi
reynt á stjórnmálareynslu forsetans við
lausn á þeim vanda. Það sýnist því
mjög vafasamt að láta þetta eina sjónar-
mið ráða úrslitum við val á milli þeirra
tveggja manna, sem nú hafa boðið sig
fram við forsetakjör.
Á hinn bóginn má draga fram marg-
ar röksemdir, sem mæla á móti því að
velja til forseta atkvæðamikinn stjórn-
málamann, en með því að velja í emb-
ættið hlutlausan mann og ópólitískan.
Hér skulu raktar fáeinar af þessum rök-
semdum:
i. Forsetinn er æðsti embættismað-
ur íslendinga, og allir eru eins hugar
um það að hann eigi að sameina þjóðina,
hann sé okkar helzta sameiningartákn.
Menn hafa orð á því, og vafalaust með
réttu, að hér sé meirí þörf á slíku ein-
ingartákni heldur en víða annarsstað-
ar, þar sem við íslendingar séum svo
hryggilega ósamþykkir og sundurlynd-
ir innbyrðis. Ef þetta ætlunarverk for-
setans á að vera eitthvað meira en
fagurgali á hátíðlegum stundum, þá
verður að velja forseta með tilliti til
þess, að líklegt sé að þjóðin öll geti sam-
einazt um hann. En ólíklegt er að slík-
ur maður verði fundinn í fylkingu ís-
lenzkra stjórnmálamanna. Á vettvangi
stjómmálanna er ófriður og vopnabrak,
og alkunnugt er að hér á landi er þjóð-
málabaráttan riltakanlega hörð og per-
sónuleg í návígi fámennisins. Af þessari
pólitísku hörku leiðir það síðan, að yfir
forustumönnum þjóðmálanna hvílir
ávallt nokkur skuggi í augum pólitískra
andstæðinga, hversu góðir drengir sem
í hlut eiga og hversu óréttlátt sem
þetta mat kann að vera í raun og sann-
leika. Þessvegna er mjög örðugt fyrir
hérlenda stjórnmálaforingja að ganga
til forsetaembættis undir merki allsherj-
ar einingar. Þetta er ekki ný kenning,
á það hefur oft verið bent, meðal ann-
ars í sambandi við forsetakosningar ár-
ið 1952. Þá lýstu ýmsir helztu forustu-
menn þjóðarinnar yfir því, að sá mað-
ur sem framarlega stæði 1' stjómmála-
baráttunni væri ekki líklegur til þess
að verða einingartákn sundraðrar smá-
þjóðar. — Ef þjóðmálaforingjum væri
alhugað mál að sameina þjóðina um
forseta sinn, þá ættu þeir við hverjar
forsetakosningar að slíðra sverðin og
fylkja liðssveitum sínum allir saman til
fyleis við einn hlutlausan mann, sem
ætti vísa alþjóðar hylli. En að þessu
sinni hefur ekki opinberlega orðið vart
neinnar viðleimi í þessa átt hjá nokkr-
um stjórnmálaflokki. Sú viðleitni kem-
ur nú frá þjóðinni sjálfri, í fyrstu frá
nokkrum einstaklingum, en brátt frá
fjölda manna, úr öllum stéttum og öll-
um þjóðmálaflokkum, sem fylkja sér
nú um Kristján Eldjárn.
2. Ef litið er ril annarra lýðveldis-
þjóða, sem hafa forseta með svipuðu
valdsviði og við Islendingar, þá má sjá
að þar er algengt að kjósa til forseta
ópólitíska eða lítt pólitíska menn, sem
kunnir eru og vinsælir og unnið hafa
þjóðnýt verk fyrir ættjörð sína. Alkunn-
ugt er dæmið um Paderewski, hinn
heimskunna píanósnilling og tónskáld,
sem kallaður var heim eftir langdvöl í
framandi löndum og gerður fyrsti for-
seti pólska lýðveldisins eftir frelsun
landsins árið 1919. Ymsar fleiri þjóðir
mætti nefna, en hér skal aðeins staldr-
að við fordæmi íra, sem eru nágranna-
þjóð og okkur að ýmsu skyldir. Á ír-
landi var stofnsett lýðveldi árið 1938.
írar áttu þá vissulega í mikilli stjórn-
málabaráttu út á við, en þó völdu þeir
sér ekki forseta úr hópi stjórnmála-
manna, heldur lardómsmann og rit-
Vafalaust hafa margir — en fyrst og
fremst stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins — orðið varir við þann áróður, sem
haldið hefir verið uppi að undanförnu
um það, að framboð Gunnars Thorodd-
sens við vamtanlegar forsetakosningar
eigi rætur sínar í Sjálfstæðisflokknum,
þar hafi það verið ráðið og undirbúið.
Mönnum hefir verið sagt, að hér sé
í rauninni um „framboð Sjálfstæðis-
flokksins" að ræða, þar sé flokkurinn
að verki sem slíkur, líkt og í forseta-
kosningunum árið 1952. Og að end-
ingu er svo klykkt út með því, að með
tilliti til alls þessa verði menn að hafa
hugfast, að nú megi góðir sjálfstœðis-
menn ekki svíkja!
Augljóst er, að nokkur hætta hefir
verið á því, að ýmsir hafi látið blekkj-
ast af þessum áróðri. Þess kunna einn-
ig að vera dæmi, að einhverjir hafi gef-
ið nokkurn ádrátt um stuðning við
þetta framboð af þcirri ástæðu, enda
hefir greinilega komið fram ótti hjá
mörgum við það, að með því að ganga
gegn þessu framboði, kunni menn að
baka sér óvild áhrifamanna innan
flokksins með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Af þeim sökum var hin átutta og
hnitmiðaða grcinargerð Péturs Bene-
diktssonar bankastjóra, 4. þingmanns
Rcykjanesskjördæmis, sem birtist í
Morgunbiaðmu 7 b. m., mjög tíma-
bær ábending fyrir alla aðila. Hún var
áminning fyrir þá, cr hafa gert sig
seka um að beita þeim áróðri, sem get-
höfund sem lítinn beinan þátt hafði
tekið í stríði stjórnmálanna, — Douglas
Hyde. Hann var málfræðingur og bók-
menntafræðingur, fyrsti prófessor í nú-
tímaírsku við háskólann í Dyflinni og
samdi undirstöðurit um bókmennrir íra.
Hann barðist mjög fyrir viðhaldi og
viðgangi írskrar tungu, en var því mið-
ur of seint á ferðinni, því að írskan var
þá þegar að þrotum komin fyrir ofur-
valdi enskunnar. Hann átti að vísu særi
í öldungadeild Irska fríríkisins, en að-
eins skamma hríð; og svo er talið að
hann hafi beinlínis forðazt afskipti af
stjórnmálum, til þess að þau skyldu
ekki skaða baráttu hans fyrir írskri
þjóðmenningu. Þessi maður var kjörinn
fyrsti forseti írska lýðveldisins með ein-
róma atkvæðum allra stjórnmálaflokka,
og síðan endurkjörinn án mótframboðs
unz hann lét af embætti að eigin ósk
sjö árum síðar.
3. Vera má að einhverjum sýnist,
þráitt fyrir það sem hér hefur verið
haldið fram, að forseti skuli nú samt
sem áður valinn með tilliti til þess að
hann sé vel fær ril að leysa þær stjómar-
kreppur, sem að höndum kann að bera.
Við þá menn vil ég segja þetta: Þó
að Kristján Eldjárn hafi ekki haft bein
skipti af stjórnmálum, þá hefur hann
fylgzt vel með straumum sinnar sam-
tíðar; hlutleysi hans er ekki sama sem
þekkingarleysi. Embættí þjóðminjavarð-
ar cr fjölþætt og ábyrgðarmikið, hefur
reynt þolrif hans og þjálfað hann í
samskiptum og samvinnu við aðra
menn. Þar hefur hann þurft að glíma
við og leysa margvísleg vandamál, sem
á sína vísu era ekki ósvipuð þeim sem
við er að etja á sviði þjóðmálanna. Fjöl-
hæfni hans, gáfur og menntun hafa
valdið því að honum hafa verið falin
•mörg önnur trúnaðarstörf í nefndum
og félögum. Ég get borið því vitni,
bæði af eigin reynd og umsögn ann-
arra kunnugra manna, að hann er ágæt-
ur samningamaður, lipur og drengileg-
ur, en þó einarður og heldur fast en
mjúklega á því máli sem hann veit
vera sannast og réttast. Enginn þarf
að bera kvíðboga fyrir því, að hann
muni ekki reynast vel fær um að glíma
við flækjur stjórnmálanna, ef þjóðin kýs
að trúa honum fyrir hinu háa embætti.
Jónas ICristjánsson
ið er hér að framan, í þeim tilgangi að
afla sínum manni fylgis, þótt þeir hafi
vitað betur um eðli framboðsins. Jafn-
framt var hún styrkur fyrir hina, sem
hafa ekki treyst sér ril að mótmæla
þessari fullyrðingu, af því að þeir vissu
ekki ncma sönn væri, og hafa jafnvel
ekki staðizt áróðursgildi hennar til
fullnustu af þeim sökum.
Það er á allra vitorði, að fjölmargir
sjálfstæðismenn hvarvetna á landinu era
meðal stuðningsmanna dr. Kristjáns
Eldjárns. Þar sem ég er einn þeirra og
hcfi verið frá því, að framboð hans var
ráðið, vil ég gera nokkra grein fyrir af-
stöðu minni til málsins.
Þótt forsetinn hafi ekki ýkja mikið
vald, fer það ekki á milli mála, að hann
getur haft gífurleg áhrif á þjóðlífið í
hcild. Þess vegna hlýtur það að vera
mikilvægt frá sjónarmiði allra þeirra
einstaklinga, scm mynda þctta litla
þjóðfélag okkar, að á forsetastól setjist
maður, sem þjóðin getur borið virðingu
fyrir.
Kristján Eldjárn hefir um Iangt ára-
bil verið einn af mætustu embættis-
mönnum þjóðarinnar. Hann hefir gegnt
embætri sínu með þeim hætri, að til
fyrirmyndar hefir verið í hvívetna.
Hann hefir verið stjórnsamur embætris-
maður og reglusamur, svo að af hefir
borið, og hann hefir gætt lofsamlcgrar
sparsemi og ráðdeildar, sem era næsta
sjaldgæfir eiginleikar nú á tímum, en
ekki ómerkari fyrir þá sök.
Hann hcfir litrið á embætti sitt sem
-------------------------------------
30. JÚNI - blað stuðningsmanna
Kristjáns Eldjárns. - Ritnefnd: Bjami
Vilhjálmsson (ábm.), Hersteinn Páls-
son, Jónas Kristjánsson, Ragnar Arn-
alds, SigurSur A. Magnússon.
AJgreiSsla: Bankastræti 6, 2. hæS,
simi 83800. - Prentun: Víkingsprent.
____________________________________J
trúnaðarskyldu við þjóð sína, en ekki
sem sriklu eða þrep á leið til annarra
og meiri metorða. Þess vegna hafa
störf hans miðazt við að auka veg stofn-
unar þeirrar, sem hann hefir lielgað
krafta sína, og um letð íslenzkrar menn-
ingar að fornu og nýju.
Þetta hefir hann gert af ást á því
málefni, sem hann hefir helgað sig, en
ekki sjálfum sér ril dýrðar eða vegsemd-
ar. Að þessu leyri væri hann því öll-
um gott fordæmi, ekki sízt æsku lands-
ins, sem það á að erfa.
Kristján Eldjárn er engum stjórn-
málaflokki bundinn og hefir ekki tekið
þátt í starfi þeirra. Hann þarf því enga
fortíð að fela í þeim efnum. Hann hef-
ir að vísu ekki sömu reynslu og maður,
sem fengizt hefir við stjórnmálastörf
um langt árabil, en fyrir bragðið hefir
hann einnig haft aðstöðu til að kynn-
ast mönnum og málefnum frá sjónar-
hóli hins óháða manns, án þess að vera
ibeygður undir klafa ákveðinna skoð-
ana, stefna eða flokka. Vegna þessa er
hann gæddur víðsýni, sem er forseta
enn betra vegarnesti en langt og mis-
jafnt stjórnmálavafstur og þjóðinni
heilladrýgra.
Eigi forsetinn að vera sameiningar-
tákn þjóðarinnar, verður hann fyrst og
fremst að vera búinn slíkum kostum,
að hann geti öðlazt virðingu liennar,
allra stétta og flokka. Hann getur að-
eins öðlazt slíka virðingu með breytni
sinni í daglegu starfi og dagfari öllu,
og þetta skilyrði uppfyllir Kristján Eld-
járn flestum mönnum betur vegna
þeirra kosta, sem taldir hafa verið hér
að framan.
Margt fleira gæti ég tínt til, en læt
staðar numið að þessu sinni. En til
sjálfstæðismanna vil ég bcina þessum
orðum að endingu:
Hafið hugfast, að mcð því að ganga
tíl liðs við okkur, stuðningsmenn Kristj-
áns Eldjárns, fyllið þið þann stóra flokk,
sem vill hlynna að hinu bezta í þjóð-
lífinu og láta trúan varðmann þess taka
sæti í Hliðskjálf hins unga lýðveldis.
Sjálfstæðismenn hafa jafnan viljað
telja sig baráttumenn hinna heilbrigðu
afla þjóðfélagsins, og þeir hafa oft ver-
ið það. Nú fá þeir gott tækifæri til að
sanna, að þeir þekki sinn vitjunarríma
í þessu efni.
Sjálfstæðismenn, verið sjálfstæðir
menn — veitíð Kristjáni Eldjárn slík-
an stuðning við forsetakjörið og undir-
búning þcss, að sigur hans verði sem
•glæsilegastur.
Þá munu góðar vættir íslands fagna!
Hersteinn Pálsson
f-----------------------------------
Kosntngaskrifstofur
stuðninffsmanna
KRISTJÁNS ELDJÁRNS
AÐALSKRIFSTOFA: Bankastræti 6
Reykjavík. — Sími: 83800
Framkvæmdastjóri:
Ragnar Jónsson í Smára.
AKUREYRI:
Kaupvangsstræti 7 - Sími 96 12940.
Fólk er vinsamlega beðið að hafa
utankjörstaðaatkvæðagreiðsluna rí7(í í
huga, minna menn á að kjósa fyrir
kjördag, ef þeir verða fjarri heimilum
sínum 30. júní, og gefa upplýsingar
og leita til skrifstofunnar varðandi
þetta mál.
Aðrar kosningaskrifstofur
verða auglýstar síðar.
ATHUGIÐ:
GeymiS auglýsinguna sem minnisblaS.
>----------------------------------->
Sjálfstæðismenn - verið sjálfstæðir menn