30. júní - 28.06.1968, Page 7

30. júní - 28.06.1968, Page 7
30. JÚNÍ 7 PÉTUR BENEDIKTSSON, alþingismaðurj Ræða flutt á kosningahátíð í Stapa Göfugu heiðursgestir, kæru Suðurnesjamenn: Það er einkennilegt að í þeirri kosningabaráttu sem nú er háð um land allt sýnist nafn eins óbreytts kjósanda oftar nefnt en annarra, — 4. þm. Reyknes- inga sem hér stendur framml fyrir ykkur. Kannski er þetta vegna þess, að á Alþingi hefir hann lagt til að nokkur breyt- ing yrði gerð á embætti forseta, þannig að saman færi máttur- inn og dýrðin, að sá maður sem raunverulega fer með stjórn landsins hefði jafnframt hina æðstu tign. Eins og aðrar mál- efnalegar tillögur kann þetta að orka tvímælis, en tillagan er þess eðlis að hana ber að ræða málefnalega á Alþingi og mun ég gera mitt til að slíkar um- ræður megi fram fara. En nú hafa nokkrir skoðana- llprir menn, þar á meðal ung- lingur hjá sjónvarpinu, reynt að snúa þannig út úr orðum min- um, að úr því að ég vildi, eins og þeir segja, leggja forsetaemb- ættið niður, hlyti ég þar til ég fengi komið þeim ljóta ásetn- lngl í framkvæmd að vilja eins auman mann og kostur værl í Afstaða borgarfulltrúa í sjónvarpsþætti 19. júní s.l. lét dr. Gunnar Thoroddsen svo Um mælt, að flestir þeir, er verið hefðu málsvarar minnihluta- flokka í bæjarstjórn Reykjavík- ur þau 13 ár, sem hann var borg- arstjóri, hefðu nú skorað á sig óg væru stuðningsmenn sínir til lorsetakjörs. Á því tímabili, sem Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri, sátu 16 einstaklingar í minni- hluta bæjarstjórnar. Fjórir þeirra eru nú látnir. Hinir tólf eru Alfreð Gíslason, Bárður Daníelsson, Björn Bjarnason, Guðm. J. Guðmundsson, Guð- mundur Vigfússon, Ingl R. Helgason, Jón Axel Pétursson, Katrín Thoroddsen, Magnús Ástmarsson, Petrína Jakobs- son, Steinþór Guðmundsson og Þórður Björnsson. Af þessum tólf bæjarfulltrú- um er vitað um þrjá, sem lýst hafa stuðningi við dr. Gunnar. stöðuna. Þessi röksemdafærsla er ósamboðin þeim mönnum sem óska eftir siðuðum málflutningi, en samt er hún notuð. Meðan við kjósum forseta eftir gild- andi stjórnarskrá hlítum við þeim leikreglum sem þar eru settar. Það er að bera í bakkafullan lækinn að taka það fram að við kjósum ekki eftir stjórnmála- flokkum við val forsetans, enda eigum við því lánl að fagna, að- standendur þessa fundar, að vera úr öllum stjórnmálaflokk- um, svipað eins og meðmælend- ur Gunnars Thoroddsens gátu lagt til fundarstjórann áður en lagt var af stað í Keflavíkur- gönguna í fyrradag. Forsetaembættið gefur ekki tækifærl til mikilla áhrifa á gang þjóðmála. Við erum, eins og forsætisráðherra hefir tekið fram í viðtali í Mbl., t. d. ekki að kjósa um það, hvort ísland eigi að vera áfram í NATO. Um það eru báðir frambjóðendurn- ir hjartanlega sammála, — og eins um hitt sem er enn mik- ilvægara, að um það mál eigi Alþingi en ekki þelr að fjalla. Við eigum á sunnudaginn kemur fyrst og fremst að kjósa um menn, — um það hvor fram- bjóðendanna kemst að okkar áliti nær því manngildi sem við óskum að sjá hjá æðsta mannl þjóðarinnar. Horfðuð þlð á sjónvarpsþátt- inn í gærkveldi? Sáuð þið þá mynd — og hafið þið hugleitt hana — sem fylgismenn G. T. brugðu upp af frambjóðanda sínum? „Spegill, spegill, herm þú hver hér á landi mestur er“. í upphafi skapaði guð him- in og Jörð en fórst það ekki allt of vel úr hendl, en til allrar hamingju kom G. T. og lagfærðl þó a. m. k. Reykjavík og kristn- aði hana á eftir. Fylgismenn G. T. gerðu honum óleik með þessum kjánalega þætti, hann er miklu betri maður en þeir reyndu að gera hann. En þetta sýnist vera það sem þeir vilja. Sú mynd sem ég hef fyrir hugskotssjónum þegar ég er að svipast um eftir mannl 1 stöðu forsetans eins og hún er nú, er allt önnur. Ég minnist þess þegar Róm- verjar sóttu foringja sinn út á akurinn, þar sem hann stóð við plóginn. Menn höfðu ekkl, eins og Mbl. segir, staðnæmzt oftast við nafn hans á undaníörnum árum, því að hann hafði ekkl setið um þjóðbraut þvera tll þess að minna á ágætl sitt. Hann var sóttur í starfið af þvl að menn treystu honum. Á þann hátt hafa menn nú leltað til Kristjáns Eldjárns af því að þeir treysta honum vegna þekk- ingar og dómgreindar, menn sjá í honum vonina um þann smekk og þá hógværð, þann alþýðlelk — ekki lærðan en eðlllegan — sem við viljum öll sjá hjá okk- ar æðsta manni. Fylgið sannfæringu ykkar Framh. af bls. 16. mér urðu vonbrlgðl, hefi ég færst nær þeirri skoðun að forseti vor eigi að vera óflokksbundinn, að svo miklu leyti sem hægt er. Að minnsta kosti tel ég það ekki tll hins betra, að hann koml svo að segja beint ilr dægurþrasl stjórnmálanna — þessvegna kýs ég að þessu sinnl dr. Kristján Eldjárn. Ég tel víst, að margir af flokksbræðrum mlnum og systrum verði sömu skoðunar að vel athuguðu máli. Ég hvet þau til að vinna heils hugar að glæsilegum sigri dr. Krist- jáns Eldjárns. Frá fundinum á Egilsstöðum Fundur stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns í Valaskjálf á Egilsstöðum var fjölsóttasti fundur, sem haldinn hefur verið á Austurlandi. Ilin glæsilegu húsakynni voru þéttskipuð fólki. Sæti voru fyrir 580 manns, en tæp 400 stóðu í sal, á svölum og í anddyri. Þessi stóri hópur Austfirðinga fagnaði þeim hjónum, Kristjáni og Halidóru, af miklum ákafa. Fundarstjóri var Þorkell Stelnar Ell- ertsson skólastjóri á Eiðum. Fimm heiinamenn fIuttu ávörp, og að lokum hélt dr. Kristján Eidjárn ræðu. Fundarmenn kvöddu þau hjónin með langvarandi lófatakL

x

30. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.