30. júní - 28.06.1968, Page 8

30. júní - 28.06.1968, Page 8
8 30. JÚNl „Ég treysti því að samband mitt við fólkið þurfí ekki að rofna " — Viðtal við dr. Kristján Eldjárn — Nú llður senn að lokum þessarar Jcosningabaráttu, og virðist þá réttmœtt að llta til baka og meta, hversu striðið hefur verið háð af beggja hálfu. En þó skal einkum horfa fram, i bjartsýnni trú og von um sigur, og skyggnast eftir þvi, sem við muni taka að kosningum loknum. f þessu skyni hefur blaðamaður frá 30. júni komið að máli við forsetaefni, dr. Kristján Eldjárn, og lagt fyrir hann fáeinar spurningar. Hvað vilt þú i fáum orðum segja um kosningaundirbún- inginn? Hefur hann orðið með nokkrum hætti á annan veg en þú vœntir l upphafi? Dr. Kristján Eldjárn er hér með Haraldi ríkisarfa Norómanna, sem er aó skrifa í gestabók Þjóðminjasafns. Að miklu leyti hefur þetta gengið likt og ég bjóst við. Þó hafði ég ekki vænzt þess, að undirbúningurinn mundi hefjast svona snemma af fullum krafti. Mér finnst hann hafa orðið of langur, umsvifamikill og kostnaðarsamur. Ég hafði til dæmis ekki gert ráð fyrir því, að stuðnings- menn mínir gæfu út jafn-mörg blöð og raun hefur orðið. Ekki hafði ég heldur gert ráð fyrir fundahöldum svo víða um land, né heldur þremur dagskrárþáttum í sjónvarpi og útvarpi. En þess er að gæta, að keppinautar okkar hafa jafnan gengiö á undan í þessum efnum. Þeir byrjuðu blaða- útgáfu miklu fyrr en við höfðum vænzt, og þeir hafa einn- ig gefið út fleiri blöð en við. Svipað er að segja um funda- höldin. Dr. Gunnar Thoroddsen og stuðningsmenn hans hófu kynningarfundi víða um land, og var þá tæpast um annað að ræða fyrir okkur en feta sömu slóð að nokkru leyti. En ég gat ekki brugðiö strax við, og þess vegna vannst mér ekki tími til að koma á alla þá staði, sem ég hefði viljað heimsækja. Fundur, sem ákveðinn hafði verið i Vest- mannaeyjum núna á sunnudaginn var, féll niöur sökum þess að ekki var hægt að fljúga til Eyja. Allt þetta vil ég biðja stuðningsmenn mína á þessum stöðum að skilja og virða á betri veg. En hvað vilt þú segja um málflutninginn i blöðum þeim, sem út hafa verið gefin til stuðnings þér, og einnig í hin- um, sem styðja dr. Gunnar Thoroddsen? Um blöð þau, sem styðja dr. Gunnar Thoroddsen, hef ég ekki ástæðu til að fara mörgum orðum. Þar hefur að vísu ýmislegt rangt verið um mig sagt eða gefið i skyn, og ýmsar hrakspár komið fram, sem ég vona að muni af- sannast, ef ég næ kosningu. En þetta er engin nýjung 1 kosningabaráttu, og ég sé enga ástæðu til aö barma mér yfir því. Mér hefur stundum virzt engu likara en greina- höfundar hafi vitað, að þeir fóru ekki með rétt mál, — og þá ætla ég, að lesendur hafi fundið þetta eigi síður. Á blöð ykkar stuðningsmanna minna vil ég leyfa mér að ljúka miklu lofsorði. Þau hafa verið vel skrifuð og myndar- leg á allan hátt. Sérstaklega vil ég þakka ykkur þann hóf- semdar- og menningarbrag, sem verið hefur á öllum ykk- ar skrifum. Eftir því sem ég veit bezt, hefur þar ekki verið um að ræða neinar persónulegar árásir, enda á slíkt ekkl að sjást í kynningarblöðum frambjóðenda til forsetakjörs. Ég hef einnig orðið var við, að þessi blær á blöðum ykkar hefur mælzt mjög vel fyrir, og mér þykir sú skoðun al- mennings bera vitni um þroska þjóðarinnar. Eitt af þvi sem menn spyrja um og ihuga fyrir þessar forsetakosningar, er það, hvort þú hyggist gera einhverjar breytingar á forsetaembœttinu og forsetastarfinu — og þá hvaða breytingar —, ef þú verður kjörinn. Hvað vilt þú segja um það efni? Tveir afbragðsmenn hafa setið hér á forsetastóli, og þeir hafa mótað forsetaembættið á marga lund, skapað

x

30. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 30. júní
https://timarit.is/publication/815

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.