30. júní - 28.06.1968, Síða 9
30. JÚNÍ
9
Dr. Kristján Eldjárn sýnir Ólafi Noregskonungi Þjóðminjasafnið. Við hlið þeirra stendur Ásgeir Ásgeirsson forseti.
venjur og vísað veginn. Og mótun forsetaembættisins hefur
að sjálfsögðu einnig verið verk annarra stjórnarvalda —
og með nokkrum hætti verk sjálfs fólksins í landinu, sem
llfað hefur með þessum forsetum og tekið þátt i störfum
þeirra. Ég geri ráð fyrir því, að það sé vilji bæði stjórnar-
valda og allrar þjóðarinnar, að sú hefð og þær venjur, sem
skapazt hafa um forsetaembættið á liðnum árum, haldist
framvegis í megindráttum.
Hitt er svo annað mál, að ég mun ekki geta breytzt í
nýjan mann, þótt ég taki við forsetaembættinu, og það hef
ég ávallt beðið stuðningsmenn mína að hafa í huga. Ég
hlýt að leitast við að halda þeim lífsvenjum, sem ég hef
tamið mér hingað til, að svo miklu leyti sem þær rekast
ekki á lögboðnar eða fastmótaðar reglur um forsetaembætt-
ið. Ég mun óska þess, að ég og fjölskylda min getum lifað
eins eðlilegu lífi og hver önnur fjölskylda í landinu, að
fráteknum þeim skyldum, sem að sjálfsögðu fylgja forseta-
embættinu. Það er talað um, að á bak við mig standi þjóð-
arhreyfing. Ef það reynist rétt á kjördegi, þá treysti ég
því, að samband mitt við fólkið þurfi ekki að rofna, þótt
ég setjist á forsetastól. En reynslan verður að sýna í ein-
stökum atriðum, hvernig þessu sambandi verður bezt við
haldið, hvernig það verður eflt og treyst. í skiptum forseta
við annarra þjóða menn hljóta að gilda alþjóðlegar venjur
og reglur, hinar sömu sem um sams konar embætti i öðrum
löndum. En heima fyrir, meöal hinnar fámennu, íslenzku
fjölskyldu, sýnist mér, að við getum haft að ýmsu leytl
okkar sérstöku venjur, sem þá ættu einkum að mótast af
þjóðlegri stefnu og arflelfð.
Hvað segir þú urn frœðistörf þln, hyggst þú leggja þau
með öllu á hilluna, ef þú verður forseti?
Fyrsta kastið munu mér tæplega veitast vaxandi
tómstundir til fræöistarfa, öðru nær. Vandi fylgir veg-
semd hverri, og ég mun að sjálfsögðu fyrst um sinn verða
með hugann allan við hið nýja embætti. En ef mér verður
nú trúað fyrir hinu háa embætti og ef mér endist líf og
heilsa, þá vona ég, að mér gefist síðar eitthvert tóm til að
sinna fræðistörfum. Og vitanlega er ekkert við það að at-
huga, þótt forseti íslands leggi stund á einhver ritstörf.
Á öðrum stað i þessu blaði er prentað dálítið sýnishorn
af þýðingu þinni á hinum mikla Ijóöabálki Petters Dass,
Nor&urlandstrómet. Hvenœr megum við vœnta þess að
fá þetta stórvirki allt frá þinni hendi?
Ég tók upp á því að gamni mínu fyrir nokkrum árum að
þýða þetta verk, en satt að segja hef ég ekki litið á það
í tvö ár. Reyndar hef ég þó ætlað mér aö gefa það út,
og ef til vill verður það einhvern tíma.
Hvað vilt þú segja að lokum þessa máls við kjósendur
þlna og aðra landsmenn?
Vxð undirbúning þessara kosninga hefur af hálfu stuðn-
ingsmanna minna verið lögð fram meiri vinna og sýndur
meirl áhugi en mig hafði nokkru sinni dreymt um. Fyrir
allt þetta er ég að sjálfsögðu innilega þakklátur. Fundir
þeir, sem haldnir hafa verið hér í Reykjavík og viða um
land, hafa verið mér lærdómsríkir og mjög ánægjulegir.
Þeir sýna hinn mikla áhuga fólksins; og ef ég næ kjöri,
munu þessir fjölsóttu fundir verða mér ógleymanleg hvatn-
ing til að treysta þau bönd, sem þegar hafa myndazt við
fólkið 1 landinu.
J. K.