30. júní - 28.06.1968, Blaðsíða 11
30. JÚNÍ
11
ÓLAFUR HAUKUR ÁRNASON, skólastjóri, Akranesi:
Þjóðlegur metnaður og reisn
eru honum í bloð borin
Þegar Sveinn Björnsson,
fyrsti forseti islenzka lýðveld-
lsins, tók við embætti ríkis-
stjóra árið 1941, hafði hann í
um það bil tvo áratugi gegnt
Alli Rúts
Manna fróðastur
nm land og þjóð
Nú munu margir ungir
kjósendur velta þeirri spurn-
ingu fyrir sér, hvorum fram-
bjóðandanum þeir eigi að
greiða atkvæði n.k. sunnu-
dag. Ég hef ákveðið að greiða
Kristjáni Eldjárn atkvæði.
Og hvers vegna kýs ég svo
Kristján? Því er auðvelt að
svara. í fyrsta lagi er hann
ekki tengdur neinum sérstök-
um stjórnmálaflokki, og I
öðru lagi er hann manna
fróðastur um land vort og
þjóð. Þetta hvort tveggja
vil ég telja mikinn kost fyrir
þjóðhöfðingja.
Sumir segja, að Kristján
Eldjárn sé t. d. ekki fær um
að taka á móti erlendum
þjóðhöfðingjum, en mér er
spurn: Hverjum ætti að vera
það auðveldara en manni
með slíka þekkingu á þjóð
sinni?
Ungt fólk. Tökum höndum
saman og veljum Kristján
Eldjárn mann þjóðarinnar á
sunnudaginn kemur.
Alli Rúts.
mikilvægum trúnaðarstörfum
fyrir þjóð sína. Hann hafði ver-
ið starfsmaður þjóðarinnar, en
ekki á snærum neins sérstaks
stjórnmálaflokks og því síður í
forystusveit slíkra samtaka eða
eldlínu flokksdeilna og póll-
tískrar togstreitu. Þess vegna
varð hann þegar einingartákn
þjóðarinnar, hafinn yfir arga-
þras dægurmálanna. Þar komu
og að sjálfsögðu til frábærir
mannkostir hans. í ræðu, er
hann flutti 17. júní 1941,
þegar hann tók við ríkis-
stjóraembættinu, sagði hann
meðal annars: „En framar öllu
öðru lít ég á starf mitt sem
þjónustu, þjónustu við heill og
hag íslenzku þjóðarinnar, þjón
ustu við málstað íslendinga,
hvað sem framundan kann að
vera. Það er því eindreginn á-
setningur minn að leggja fram
alla krafta mína, andlega og
líkamlega, til þess að sú þjón-
usta megi verða landi mínu og
þjóð til sem mestra heilla."
í anda þessara orða mótaði
Sveinn Björnsson íslenzka þjóð-
höfðingjaembættið. Til þess að
vinna í þessum anda, til þess-
arar þjónustu treystum við
Kristjáni Eldjárn manna bezt.
Hann hefur þjónað þjóð sinni
í mikilvægri trúnaðarstöðu um
langt skeið með miklum ágæt-
um. Hann hefur unnið þjóð-
inni allri, en ekki sérstökum
stjórnmálaflokki eða hags-
munasamtökum. Skoðanir sínar
og viðhorf hefur hann ekki
þurft að samhæfa flokksstefnu
eða flokksaga.
Vera má, að þjóðhöfðingjar
frumstæðra kynflokka þurfi að
hafa einhverja þekkingu og
reynslu umfram þegnana. Hér,
í landi góðrar alþýðumenntun-
ar og fornrar þjóðiegrar menn-
ingar og lýðræðis, er slíkt hin
mesta fásinna. Hinir ágætustu
hæfileikamenn eru til meðal
allra stétta, svo sem löngum
hefur mátt marka af skipan
Alþingis og ríkisstjórna, þó að
ýmsum þyki nú á síðari tímum
lögspekingar gera þar öðrum
stéttum þröngt fyrir dyrum.
Þess vegna er það fagnaöar-
efni, að einn þeirra ágætu önd-
vegismanna, sem vel hafa unn-
ið þjóð sinni og ekki gerzt
heimavanir i rökkvuðum laun-
ólafur Noregskonungur og Kristján Eldjárn þjóðminjavörður
ganga út úr Þjóðminjasafninu, þegar Noregskonungur sótti ís-
Iand heim árið 1961. Að baki þeim ganga Ásgeir Ásgeirsson for-
seti og Sigurður Nordal prófessor.
kofum stjórnmálanna, gefur nú
kost á sér til æöstu þjónustu-
starfa á vegum íslenzku þjóð-
arinnar.
Sveinn Björnsson segir um
sjálfan sig í Endurminningum
sínum: „Kom þá fyrst fram,
sem loðað hefur við mig, að mig
vantaði hæfileika til þess að
vera tryggur flokksmaður." —
Þeirra hæfileika mun Kristjáni
Eldjárn og vera vant, en hitt
leikur ekki á tveim tungum, að
við eigum ekki marga menn ís-
lenzkari að erfð, uppeldi og við
horfum en hann. Tildur og of-
læti eru honum andstyggð, en
þjóðlegur metnaður og reisn
honum í blóð borin. Því vænt-
um við mikils af þjónustu hans
landi og þjóð „til sem mestra
heilla".