30. júní - 28.06.1968, Qupperneq 13
30. JÚNÍ
13
Úrslit prófkosninga hafa sýnt
yfirburðafylgi Kristjáns Eldjárns
Frá því að forsetaframboö dr.
Kristjáns Eldjárns var kynnt 1
marz hafa menn viða svalað for-
vitni sinni um fylgi forsetaefn-
anna með prófkosningum, á
vinnustöðum, í sambýlishúsum,
á samkomum, í skipum, lang-
ferðavögnum og víðar. Er
skemmst frá þvi að segja, að
þessar prófkosningar hafa víð-
ast hvar sýnt yfirburðafylgi
Kristjáns Eldjárns umfram
keppinaut hans.
Úrslit prófkosninga hafa kom-
ið illa við stuðningsmenn Gunn-
ars Thoroddsens, eins og fram
kemur í 6. tbl. Þjóðkjörs. Þeir
hafa sjálfir stofnað til fylgis-
könnunar á ýmsum stöðum, þar
sem þeir töldu sér vís hagstæð
úrslit, en allt hefur það snúizt á
sömu leið.
Fyrir forsetakosningar 1952
sýndu prófkosningar miklð fylgi
Ásgeirs Ásgeirssonar og voru
þannig glögg vísbending um úr-
slit kosninganna. Blað stuðn-
ingsmanna Ásgeirs birti þá úr-
sllt prófkosninga. Þetta er rifjað
upp hér vegna þess, hve undar-
legt það er, að ritstjóri stuðn-
Á blaðamannafundi kom það
fram hjá dr. Gunnari Thorodd-
sen, að honum yrðu það mikil
vonbrigði, ef ekki færðist hiti í
kosningarnar. Þetta er vægast
sagt óviðfelldinn hugsunarhátt-
ur, þar sem forsetaembættið á
að vera sameiningartákn þjóð-
arinnar. Dr. Gunnar hefur varla
orðið fyrir vonbrigðum með
stuðningsmenn sína, þvi að eft-
irtektarverður er sá æsinga- og
óróablær, sem er yfir blöðum
þeirra. Þar ber mikið á ókurteisi
I garð hins frambjóðandans, dr.
Kristjáns Eldjárns, og er m. a.
reynt að snúa út úr orðum hans,
sem birzt hafa í viðtölum við
hann undanfarið. Þetta gengur
jafnvel svo langt, að mikilsmet-
inn prestur stígur niður af
þeim virðingarpalli, sem hann
hefur náð að komast upp á, og
atyrðir freklega samborgara sína
á heldur ósmekklegan hátt,
jafnframt því sem hann dá-
samar dr. Gunnar Thoroddsen,
þó aðallega fyrir hans göfugu
skyldmenni og fallegu konu og
einnig fyrir það, hvað hann
ingsblaðs Ásgeirs, sem stendur
einnig að Þjóðkjöri, skuli nú ekki
mega heyra á prófkosningar
minnzt. Prófkosningarnar eru
staðreynd og sýna betur en flest
annað fylgi Kristjáns Eldjárns
ásamt hinni gífurlegu aðsókn,
sem verið hefur að fundum hans
hvarvetna.
Hér verða aöeins birt nokkur
dæmi um nýleg úrslit prófkosn-
inga, sem staðfest hafa verið við
blaðið. Af sjálfsagðri tillitssemi
við forráðamenn stofnana og
starfsfólk eru ekki nefnd nöfn
nema hinna stærstu fyrirtækja.
Fyrri hluta þessarar viku var
efnt til prófkosninga í stóru
kjötvinnslufyrirtæki í Reykjavík
og lauk á þá leið, að Kristján
hlaut 80 atkvæði, en Gunnar 30.
24. júní fór fram prófkosning
í Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi. Úrslit urðu þessi:
Kristján 69 atkv.
Gunnar 35 —
Auðir og óg. 5
í þremur vélsmiðjum í Reykja-
vík, Hamri, Héðni og Lands-
smiðjunni, hefur verið efnt til
gerði vel til kirkna Reykjavík-
ur á sínum tíma.
í öðru tölublaði „Unga fólks-
ins“ er svo mikið samsafn af
ósvífni og ókurteisi í garð dr.
Kristjáns Eldjárns og tilhæfu-
lausum aðdróttunum, að það
vekur hjá manni óhug, en það
er von mín og vissa, að það
unga fólk, sem styður svo of-
stopafullt blað, sé fámennur
hópur, en hugsandi og prúð
æska íslands styðji dr. Kristján
Eldjárn í kosningabaráttunni.
Blöð stuðningsmanna dr.
Kristjáns Eldjárns og viðtöl við
hann og konu hans hafa ein-
kennzt af kurteisi, hógværð og
látleysi, eins og vera ber í sið-
uðu þjóðfélagi. Við íslendingar
verðum að geta borið fulla virð-
ingu fyrir forseta okkar, og ís-
lendingar geta borið fulla virð-
ingu fyrir dr. Kristjáni Eld-
járn. Þess vegna kjósum við
hann næsta forseta íslands.
Sigurrós Þórðardóttir
Klúku
Kirkjubólshrcppi
Strandasýslu.
prófkosninga. Samanlagðar töl-
ur úr smiðjunum voru þessar:
Kristján 139 atkv.
Gunnar 49 —
Auðir og óg. 12
Hin síðasta þessara þriggja
prófkosninga fór fram 21. júní.
í þeirri smiðju hlaut Kristján 51
atkv., en Gunnar 21.
Á skrifstofu opinberrar stofn-
unar í Reykjavík var prófkjör
24. júní. Niðurstaða varð þessi:
Kristján 9 atkv.
Gunnar 11 —
Auður seðill 1
í gosdrykkjaverksmiðju
Reykjavík var nýlega prófkosn-
ing. Þar hlutu frambjóðendur:
Kristján 31 atkv.
Gunnar 4 —
Auðir 11
í prentsmiðju einni í Reykja-
vík hefur verið kosið tvisvar, í
síðara skiptið 20. júní, og var þá
þátttaka nokkru meiri en áður.
Úrslit urðu þannig:
Kristján 22 atkv. (áður 19)
Gunnar 12 — (áður 9)
1 Búnaðarbankanum og Út-
vegsbankanum hefur farið fram
prófkjör, og var fylgi Kristjáns
meira i báðum stöðum. Saman-
lagðar tölur urðu þessar:
Kristján 116 atkv.
Gunnar 92 —
Auðir 9
Ennfremur mun hafa verið
efnt til prófkjörs í Landsbank-
anum í síðustu viku. Sagnir
herma, að Kristján hafi þar
hlotið 71 atkv. og Gunnar 61, en
þessar tölur hafa ekki fengizt
staðfestar.
Fyrir rúmum tveimur vikum
var kosið í einni deild í sjúkra-
húsi í Reykjavík, og þar fengu
frambjóðendur:
Kristján 23 atkv.
Gunnar 2 —
Litlu fyrr fór fram prófkjör í
raftækjaverzlun í Reykjavík og
verkstæði, sem henni er tengt.
Úrslit urðu þessi:
Kristján 30 atkv.
Gunnar 11 —
Auðir 5
Úrslit prófkosninga, sem frétzt
hefur um utan af landi, eru mjög
á sömu lund og í Reykjavík. Fyr-
ir skömmu var efnt til prófkjörs
í Slippstöðinni hf. á Akureyri, og
urðu úrslit þessi:
Kristján 110 atkv.
Gunnar 24 —
í fataverksmiðju á Akureyri
urðu úrslit prófkjörs þessi:
Kristján 45 atkv.
Gunnar 5 —
Auðir 17
1 prentsmiðju á Akureyri hlaut
Kristján 17 atkv., en Gunnar 10,
og meðal starfsfólks þekkts
verzlunar- og verksmiðjufyrir-
tækis á sama stað hlaut Kristján
12 atkv., en Gunnar 6.
31. maí var kosið í skipasmíða-
stöð á Suðurnesjum. Þar fékk
Kristján 31 atkv., en Gunnar 8.
í sams konar fyrirtæki á Vest-
urlandi hlaut Kristján 43 atkv.,
en Gunnar 7 (auðir og óg. 5),
og í stóru kaupfélagi á Vestur-
landi hlaut Kristján 60 atkv., en
Gunnar 20.
EINAR GUÐMUNDSSON,
rithöfundur:
Háttvís maður
og fordildarlaus
Þegar Kristján Eldjárn lét tll
leiðast að gefa kost á sér til
forsetakjörs, vakti það fögnuð
manna um land allt. Þar var
maður, sem var ekki að trana
sér fram, maður, sem hefur ekki
leikið tveim skjöldum. í hjá-
verkum við erilsöm embættis-
störf hefur Kristjáni orðið þess
auðið að setja saman bækur og
ritgerðir, er lúta að fornleifa-
fræði og menningarsögu og eru
dýrmætir fjársjóðir í hverjum
bókaskáp. Þær ætti að þýða á
sem flestar erlendar tungur.
Fordildarleysi Kristjáns Eld-
járns er þjóðinni kunnugt. Það
eru ekki stækkaðar myndir af
þjóðhöfðingjum til þess að
skreyta híbýli með, sem þjóðina
vantar, heldur sígild verk þeirra.
Alkunn er háttvísi Kristjáns
Eldjárns, sem einatt hefur reynt
á, m. a. í því að taka á mótl
tignum erlendum gestum.
Kristján er kvæntur mikilhæfri
konu.
Það er von mín, að í Kristjánl
Eldjárn' sé íslenzkur forsetl
fundinn — maður, sem þjóðina
hefur dreymt um I forsetastól.
Kaflar ör bréfi af Ströndum