30. júní - 28.06.1968, Blaðsíða 15
30. JÚNÍ
15
Varðar mestu
Framh. af bls. 4.
5. Rétt eins og valið er um
tvo mjög mæta menn til for-
seta, er og valið um tvær glæsl-
legar konur, sem standa eiga
þeim við hlið. Er við kjósum dr.
Kristján, kjósum við því jafn-
íramt glæsilega og óvanalega
gáfaða konu. Með því að velja
þau hjón höfum við fullvissu
um, að sú reisn, sem leikið hef-
ur um æðsta embættissetur
landsins, Bessastaði, muni hald
ast og aukast eins og reisn em-
bættisins sjálfs.
Eg endurtek: Það er happ að
mega velja milli svo mætra
manna. Eg vona samt, að þjóð-
in kjósi dr. Kristján Eldjárn
sem næsta forseta íslenzka lýð-
veldisins vegna mannkosta
hans, einlægni og látlausrar
reisnar. Eg vona, að hún láti
þá kosti vega þyngst á meta-
skálunum. Ólafur Mixa.
Víða blása
Framh. af bls. 16.
ar alþýða manna ætlar að taka
af þeim ráðin?
Og hvers vegna hefir þessi
margnefndi frambjóðandi fund-
ið, hve litlu fylgi hann á að
fagna? Hann hefir m. a. fundið
það á því, að það er ótrúlega
stór hópur góðra, traustra Sjálf-
stæðismanna, sem telja alger-
lega ástæðulaust að hefja hann
til æðstu metorða. Það er fá-
læti Sjálfstæðismanna um land
allt, sem gerir að verkum, að
fylking andstæðinga Kristjáns
Eldjárns finnur kuldann næða
um sig, hvar sem komið er í
liðsbón, hvort sem er í höfuð-
staðnum eða úti um land.
Á síðustu stundu hefir þó
heyrzt hjáróma rödd, sem til-
kynnir, að stjórn h.f. Árvakurs
styðji Gunnar Thoroddsen.
Morgunblaðið birti boðskap frá
stjórn hlutafélagsins, sem er
eigandi þess, s.l. sunnudag. Það
er augljóst, Árvakursmönnum
scm ððrum, að slík yfirlýsing
getur engu breytt um gang mála
næstkomandi sunnudag. f raun-
innl er hún brosleg og heyrir
annaðhvort undir kattarþvott
— til að firra viðkomandi ein-
hverju ámæli fyrir svik — eða
afgreiðslu á pöntun á stuðnings-
yfirlýsingu af því tagl, sem reynt
hefir verið að afla úr ýmsum
áttum síðustu vikur.
Það er vert, að menn athugi
— og einkum Sjálfstæðismenn
•— að stjórn h.f. Árvakurs talar
ekki fyrir aðra aðila en sjálfa
sig og jafnvel ekki fyrir alla
stjórnarmenn eða hluthafa. Og
sízt talar hún með rödd Siálf-
stæðisflokksins. Þótt stuðnings-
menn Gunnars Thoroddsens
grípl nú þetta hálmstrá og reyni
að telja mönnum trú um, að
þarna hafi miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins talað, þá er slíkt vís-
vitandi blekking. Menn mega
alls ekki rugla saman jafnóskyld-
um aðilum og stjórn hlutafé-
lagsins Árvakurs og miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins. Hvorugur
aðili getur talað fyrir hinn í
þessu máli fremur en öðrum.
S j álf stæðismenn!
Það stendur óhaggað, sem
bent hefir verið á hér í blaðinu
og víðar, að ykkur er skylt að
láta einungis samvizku ykkar
ráða atkvæði ykkar á sunnu-
daginn. Þá gefst ykkur einstætt
tækifæri tll að sýna, að þið
setjið þjóðarhag ofar metorða-
girnd einstaklings.
Þá munu andstæðingar Kristj-
áns Eldjárns finna, að víða blása
svalvindar á íslandi um þessar
mundir, því að þjóðin ætlar
sjálf að ráðstafa embætti for-
seta. f það getur enginn setzt án
leyfis hennar.
Flykkjumst því á kjörstað á
sunnudag, Sjálfstæðismenn, og
gerum sigur Kristjáns Eldjárns
sem glæsilegastan.
Hersteinn Pálsson.
m aaaaaa w a bs m aiaiais mm
I nánum tengslum
Framh. af bls. 16.
tengslum við okkar forna menn-
ingararf, manni, sem hefur
hlotið beztu menntun, sem völ er
á, bæðl heima og erlendis, á
þeim sviðum, er lúta að sögu
og fornri menningararfleifð
þjóðarinnar. Hann hefur frá-
bært vald á íslenzkri tungu,
myndauðgi hennar og hljóm-
fegurð.
Þessi maður er Kristján Eld-
járn. Ég treysti honum betur en
nokkrum öðrum manni til þess
að vekja þjóðina tll skilnings á
grundvallarlögmálum fyrir því,
að hún geti talizt sjálfstæð þjóð.
Ég treysti honum til að sýna
hófsemi i öllum llfnaðarháttum
og meðferð forsetavaldsins, eins
og þjóðhöfðingja fátækrar þjóð-
ar hæfir. Ég treysti honum til að
halda virðuleik embættisins í
fullum heiðri með þeirri reisn,
sem því hæfir.
Ég heiti því á allt sveitafólk
og alla íslendinga, sem skilja
þá hættu, sem vofir yfir þjóð-
menningu okkar vegna vanmats
á dýrustu þáttum hennar og
vegna óheftrar innrásar er-
lendra áhrifa á mörgum sviðum,
að snúast til varnar með þvi að
kjósa Kristján Eldjárn 30. júní
næst komandi.
Gunnar Guðbjartsson.
Yfirlýsing
Hannibals
1 flokksblaði Sjálfstæðisfiokksins á Akureyri, „ísl€flidiingi“,
birtist grein um forsetakjörið þann 25. þ.m., þar sem blað-
ið nafng’reinir Hannibal Valdimarsson, forseta A.S.Í., sem
fylgismann Gunnars Thoroddsens. Vegna þessara ummæla
hefur Hannibal Valdimarsson sent „íslondingi“ eftirfarandi
yfirlýsintgu:
„Það er með öllu úr lausu lofti gripið, að ég liafi heitið
Gunnari Thoroddsen eða stuðningsmönnum hans fylgi mínu.
Ég hef jafnan svarað því til, er spurt hefur verið um af-
stöðu mína til forsetaefnanna, að nú hygðist ég í eitt skipti
á ævinni neyta leyndar kosningaréttarins. Ég tel þessar
kosningar eiga að vera óháð þjóðkjör. Auk þess teldi ég
það illa samrýmast fyrri yfirlýsingum stjórnmálaflokkanna
um hlutleysi þeirra 1 þessum kosninguin, ef flokksformenn
og aðrir forystumenn þeirra tækju nú — rétt fyrir kjör-
dag, að vitna hver í kapp við annan um afstöðu sína, í blöð-
nm eða á mannfundum, þótt aldrei nema því sé vendilega
hnýtt aftan í yfirlýsingarnar, að um persónulega afstöðu
þeirra sé að ræða. Slíkt er aðeins aumleg yfirbreiðsla.
Við kjör þjóðhöfðingja eiga allir að ganga FRJÁLSIR af
flokksböndum að kjörborði. Flokkslegan áróður skulu menn
að engu hafa í þetta sinn, enda mun hann frekar spilla fylgi
en auka það.
HANNIBAL VALDIMARSSON44.
Higi
ais'aaiaia'aiffliE
aBBBBBBBBBEBBBBBBBBBBBBBBBBBBIgBBBBBBBia
Líknarsjóöur Áslaugar
H.P. Maack
er sjóður, sem starfað hefir s.l. 15 ár í Kópavogl.
Markmið sjóðsins er: Að styrkja þá sem veikindi eða |
aðrir erfiðleikar hafa steðjað að.
Aðalfjáröflunarleið sjóðsins er sala blóma og minningar-
korta. Síðastliðið ár voru veittar 130 þús. kr. úr sjóðnum.
Blómasöludagurinn hefir verið ákveðinn 30. júní n.k. 1
í Kópavogi.
Kópavogsbúar! Berum öll blóm Líknarsjóðsins þann dag.
iHiaiaiiisiEiaiaiiiiæiaHiiHHHasiiBifflfflaiasBiBHaamaEi
BEHiaaBisiaB