29. júní - 14.06.1980, Side 2

29. júní - 14.06.1980, Side 2
2 29. júní Þjóð- höfðingi er stjórnar... Framhald af bls. 4 höfðingi og fólkið séu án sundurþykkju. Mér finnst að hinar hóg- væru setningar í þessari merku bók séu ágæt leið- sögn um hvernig forseti eigi að hafa sínum störfum. Ástæðan fyrir því að ég ætla að kjósa Pétur J. Thor- steinsson í komandi forseta- kosningum er sú að ég tel hann mann til að höndla hið mikla vald forseta af þeirri gætni og varúð sem eðlilegt er. Af kynnum mín- um við hann hef ég líka sanfærst um að Halldór Laxness hafði á réttu að standa þegar hann sagði Pétur J. Thorsteinsson „of mikinn höfðingja til að ber- ast á.“ Hann hæfir því ágætlega þeirri mynd sem ég geri mér af góðum þjóðhöfðingja; manni sem stjórnar vel án þess að stjórna mikið. Kjósum Pétur 29. júní göngum viö íslending- ar að kjörborði til að kjósa forseta íslands. Það val verður að vera vel vandað. Pétur J. Thorsteins- son er maður sem hefur alla kosti til að bera sem forseti fyrir okkar þjóð. Hann hefur ekki fæðst með silfurskeið í munni eins og svo margir aðrir. Á námsárum þurfti hann að vinna hörðum höndum fyrir sér til að geta haldið skóla- námi áfram. Hann hefur annast margvísleg störf í þágu okkar ís- lendinga sem við getum verið þakklát fyrir. Hann er kvæntur glæsilegri konu Oddnýu sem er vel menntuð og fjölhæf og mun sóma sér vel sem forsetafrú á Bessastöðum. íslendingar Pétur er okkar maður það sannar starfsferill hans fyrir okkar þjóð. Erla Hauksdóttir Flateyri. Kosningaskrifstofur og trúnaðarmenn Péturs J. Thorsteinssonar í Vestfjarðakjördæmi ísafjörður: Kosningaskrifstofa Hafnarstræti 12 sími (94) 4232 Heildarkjörskrá fyrir allt kjördæmið liggur frammi, en auk þess eru kjörskrár hjá eftirtöldum aðilum fyrir viðkomandi staði og nágrenni. Forstöðumaður Málfríður Halldórsdóttir. Vatneyri: (Patreksfjörður) Ólafur H. Guðbjartsson, Urðargötu 7, sími (94) 1129 Sveinseyri: (Táiknafjörður) Jón Bjarnason, Miðtúni 16, sími (94) 2541 Bíldudalur: Sigurður Guðmundsson, Dalbraut 8, sími (94) 2148 Þingeyri: Gunnar Proppé, Brekkugötu 1, sími (94) 8125 Flateyri: Erla Hauksdóttir, Þórður Júlíusson, Hjallavegi 5, sími (94) 7760 Suðureyri: Páll Friðbertsson, Hjallavegi 13, sími (94) 6187 Bolungarvík: Kristjón S. Pálsson, Miðstræti 18, sími (94) 7209 Hnífsdalur: Einar Steindórsson, Engjavegi 29, sími (94) 3610 Súðavík: Hálfdán Kristjánsson, sími (94) 6969 og 6970 Hólmavík: Þorsteinn Þorsteinsson, sími (95) 3185 Einn hefur þá þekkingu... Framhald af bls. 1 lagagildi, en þá ber að leggja þau „svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar.“ Þessu valdi hefur mér vitan- lega aldrei verið beitt, en það er fyrir hendi. Framangreind dæmi sýna að vald forsetans getur verið mikið, en samkvæmt stjórn- arskránni er það miklu víð- tækara, og efast nokkur maður um þau áhrif bein og óbein, sem hygginn og dug- legur forseti gæti haft bæði til góðs og ills. Því er ekki að leyna, að ég undrast hve margir telja að þjóðhöfðingi okkar þurfi aðeins að vera greindur áferðarfallegur veislustjóri, eins og áður er að vikið, og hlýtur sú spurn- ing að vakna hvað valdi. Er ekki tímabært að við hug- leiðum öll þessa spurningu? Til að stjórna skipi, vél- um, bifreiðum o.s.frv. er krafist ákveðinnar þekking- ar og prófskírteinis. Það er ekki hægt að fara í skóla eða námskeið til að læra að vera forseti, en við hljótum að ætlast til að forsetinn hafi reynslu í samningum og samskiptum við erlendar þjóðir auk staðgóðrar þekk- ingar á hinu íslenska stjórn- kerfi og þjóðlífinu í heild. Okkur er vissulega vandi á höndum, við eigum að velja milli fjögurra fram- bjóðenda, sem við í flestum tilfellum þekkjum aðeins af afspurn eða úr fjölmiðlum. Ég vil þess vegna hvetja alla til að kynna sér sem best fyrri störf frambjóðenda, hugleiða hvaða kostum for- setinn þarf að vera búinn, og velja síðan þann sem hver og einn telur hæfast- ann. Einn frambjóðandinn hefur þá þekkingu og reynslu, sem nauðsynleg er til þess að geta orðið góður forseti. En auk þess er hann hugrakkur og dugmikill drengskaparmaður, sem unnið hefur þjóð sinni í kyrrþey en ekki í sviðsljósi fjölmiðla. Maður sem átt hefur góð og oft á tíðum náin samskipti við leiðtoga allra stjórnmálaflokka án þess að tengjast nokkrum þeirra. Þessi maður er Pétur J. Thorsteinsson, sendiherra. Það vill svo til að ég átti þess kost að kynnast þessum frambjóðanda og störfum hans, sem helguð hafa verið landi og þjóð bæði hér heima og erlendis frá því hann lauk námi. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim, sem fengu því áorkað að Pétur fékkst til þess að bjóða sig fram til embættis forseta íslands. Það er sannfæring mín að hann sé hæfasti frambjóð- andinn, og þess vegna mun ég gera það sem ég get, til þess að Pétur og hans ágæta eiginkona Oddný verði næstu húsráðendur að Bessastöðum. Einr B. Ingvarsson. Áki Eggertsson, Súðavfk Valmundur Pétur Árnason, matreiðslu- maður M.Í., ísafirðl VALMUNDUR PÉTUR ÁRNASON MATREIÐSLUMAÐ- UR M.í. ÍSAFIRÐI: „Ég hitti Pétur af tilvilj- un á götu hér á ísafirði. Hann stoppaði og gaf sér Anna Hermannsdóttir, ísaflrðl

x

29. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 29. júní
https://timarit.is/publication/816

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.